Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. Spumingin Hver heldur þú að sigri á heimsbikarmóti Stöðvar 2 ískák? Einar Árnason smiður: Kasparov heimsmeistari, það er engin spurn- ing. Páll Skúlason lögfrœðingur: Mikhaii Tal. Honum hefur oft gengið vel á mótum hér. Davíð Pálmason nemi: Mikael Tal. Hann er og verður efstur. Lilja Kjartansdóttir nemi: Ég veit ekkert um það. Ég fylgist ekki með skák. Sigurður Karlsson gæslumaður: Ég hef bara ekkert fylgst með þessu móti. Jónas Ólafsson sveitarstjóri: Ég býst við að það verði Mikhail Tal. Lesendur SölutHkynningar biíreiðaskrár: Aðeins gegnum Póstgíróstofuna? POST. OG SaJAMÁLA-STOFHUNm POSTainOSTOFAH TILKYNNING UM EIGENDA- 8KIPTI ÖKUTÆKIS BIFREIÐASKRÁ 154 REYKJAVÍK PÓStQlRÖWlKNWaUR m.-. ÖK»6 s Nýja formið. - Sumar bíiasölur bjóðast til að sjá um tilkynninguna sem lið í söluþjónustunni. Bjarni P. skrifar: Ég þurfti fyrir nokkru að umskrá bifreið vegna kaupa og sölu eins og stundum áður á lífsleiðinni. Þegar kom að undirskrift pappíra vegna sölunnar var komið nýtt eyðublað fyrir það sem áður hét „sölutilkynn- ing“ en heitir nú „tilkynning um eig- endaskipti ökutækis". Ekkert er nema gott um þá breytingu að segja. En hér myndaðist talsverður mis- skilningur sem kom ekki upp á yfir- borðið fyrr en eftir á. í fyrsta lagi virðist ekki liggja ljóst fyrir hvor aðilinn, seljandi eða kaup- andi notaðrar bifreiðar, á að inna til- kynninguna af hendi eða þá viðkom- andi bílasala. í þessu tilfelli var kaupandinn látinn annast þetta. Hann var þvi miður ekki sá allra áhugasamasti um að ganga frá þessu og dróst þaö því í marga daga að hann skilaði þessum pappírum af sér, til talsverðra óþæginda fyrir selj- anda. í öðru lagi kom upp sú staða þegar ég var búinn að kaupa annan bfl (not- aðan) og ætlaði nú ekki að láta drag- ast að skila sölutilkynningu heldur fór með hana beint til Bifreiðaeftir- lits aö mér var meinað að skila henni þangað sjálfur. Ég átti að fara með Kristinn Júlíus skrifar: Ég var að lesa um reynslu konu eiimar sem hafði farið með Sharp- videotæki til hreinsunar á þjónustu- verkstæði Hljómbæjar. Þar sem ég á sjálfur videotæki sömu tegundar og einnig önnur Sharp-tæki, svo sem hljómflutningstæki (útvarp og plötu- spflara með segulbandi), langaði mig að koma því að á lesendasíðu ykkar að þessi tæki hafa reynst mér frá- bærlega vel og eru þau þó komin nokkuð til ára sinna. Það segir sig sjálft að fólk, sem á ökumaður hringdi: Ég frétti hjá kunningja mínum að komin væri bílaþvottastöð í Bílds- höfðanum, við hliðina á Bifreiðaeft- irliti ríkisins, og þar hefði hann feng- hana á pósthús; skila henni þar og hvergi annars staðar. - Og ég sem hélt að þessar nýju reglur hefðu ein- ungis verið settar til hagræðis fyrir fólk sem vildi fremur skila tilkynn- ingunni í pósthúsum en mætti samt fara með hana í höfuðstöðvamar og skila beint til bifreiðaskrár! - En hverjar eru reglumar? í svari sem bifreiðaskrá hjá Bif- svona tæki og notar þau í einhverjum mæli, getur eiginlega ráðið því að miklu ieyti sjálft hvemig þau endast. Allt em þetta viðkvæm tæki í sjálfu sér og þá á ég við hvers konar hljóm- og hljóðtæki, þ. á m. videoið. Ég hef farið með mitt upptökutæki þrisvar í hreinsun á fjórum áram og þess þurfti ég vegna mikillar notkun- ar á spólum, einkum þeim sem mað- ur leigir úti í bæ. Þær spólur era mikið notaðar og gera það að verkum að böndin era stundum slitin og á þau setjast ýmiss konar aðskotaefni, ið þá bestu þjónustu af þessu tagi sem honum hefði verið veitt hingað til. Þama hefði bíllinn verið „tekinn 1 gegn“, eins og það heitir, og vélin verið þvegin þar aö auki. reiðaeftirhtinu gaf segir aö engin fóst eða sérstök regla gildi um hver eigi aö tilkynna eigendaskipti en sú venja hafi þó skapast að kaupandi hinnar notuðu bifreiðar skili inn tilkynn- ingu á pósthúsið, gegn 1500 króna gjaldi. Einnig séu bflasölur í ríkari mæli, að því er virðist, farnar að sjá um þetta sjálfar. - Einungis sé hægt að skila tilkynningu á pósthúsum - ekki hjá Bifreiðaeftirliti beint. t.d. ryk og því verður að hreinsa tækin við og við. En í það heila tekiö hafa hin jap- önsku tæki, sem hingað hafa verið flutt til landsins, reynst mjög vel. Ég hef reynslu af nokkram gerðum, en ég myndi samt taka Sharp-tækin fram yfir mörg önnur, bæði hvað varðar góðan hljómburð og ýmsan frágang, og myndi hiklaust end- urnýja með sömu gerð þegar þar að kemur. Ég fór svo þangað fyrir nokkrum dögum og varð ekki fyrir vonbrigð- um með þjónustuna. Þama lét ég einnig þvo vélina í bílnum og sá ekki eftir því. Ég sem hélt aö bílvélar væra svo viökvæmar fyrir vatni eða hvers konar úða! En viðgerðarmað- ur, sem ég þurfti aö heimsækja á verkstæði, sagði mér að það væri allt annað aö taka viö bílum sem hafa hreina vél en óhreina og það væri síður en svo að þvottur skaðaði bílvélina. Þegar maöur hefur látiö gera alls- herjar hreingemingu á bílnum sín- um verður manni hugsaö til þeirra ökumanna sem maður mætir á bílum sem ekki sést í fyrir óhreinindum, jafiivel ekki í númerin. Það er allt annaö viöhorf að aka um á hreinum bíl en óhreinum. Og það er nú eigin- lega nauðsynleg aðgerð fyrir vetrar- aksturinn að taka bflinn vel í gegn, utan sem innan. Það ættu sem flestir að hafa í huga. ur a Alþingi Einar Einarsson hringdi: Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum eða augum þegar ég greint var frá uppákomunni í söl- um Alþingis í fréttatíma sjón- varpsstöðvanna í gærkvöldi Við kosningu fastanefrida neðri deild- ar var viðhafður þvílíkur skrípa- leikur að landsmenn hefðu ekki trúað því að óreyndu. Þarna hringlaði í kassanum og kúlurnar skoppuðu og upp kom talan 100 eða talan 10, alit eftir heppni þess sem dró. Þeir sem hlutu stærstu vinningana komu úr röðum stjómarinnar, þessarar sannkölluöu „Happaþrennu", og vinningshafar skokkuðu glaðir á braut eftir happadráttinn og hlát- urinn glumdi 1 þingsölum. Þessar kosningar era tíundaöar í hverju dagblaðinu af öðru eins og hér sé um mikils háttar mál aö ræða. Sannleikurinn er hins vegar sá að enginn hefur áhuga á að vita þessi úrslit Það eina sem er merkilegt við þetta er uppá- koman sjálf sem nú hefur verið færð inn í stofur hjá almenningt Og hann hlær að öllu saman því þetta er jú ekki nema til aö hlæja aö, svo óraerkilegt er nú Alþingi orðið eftir ellefu hundruð ár. Bilakaup rikisins 1989 Innkaupastofnun ríkisins áætlar að kaupa um 140 bila fyrir rikisstofnanir árið 1988. Lýsingu á stæröum og útbúnaði bilanna er að fá á skrifstofu vorri og þurfa þeir bifreiðainnflytjendur, sem vilja bjööa bila sina. aö senda verðtilboð og aðrar upplýsingar til skrifstofunnar fyrir 11. nóvember nk. Auglýst eftir um 140 bilum fyrir ríkid. Bílakaup ríkisins Reiður skattborgari skrifar: Bflaruglið í þjóðfélaginu heldur áfram. Er ekki mál til komiö fyr- ir hinn nýja fjármálaráðherra að kippa í taumana? Eru ekki alltof margir af hinum opinbera starfsmönnum rúnt- andi á opinberum bflakosti - nú þegar öllum er sagt að spara? Það er von að flestir vilji vinna hjá ríkinu. - Stöðvið þessa ó- ráösíu! a Sljömunni „Hljóma“-aðdáandi skrifar: Ég vil þakka Sljömunni fyrir frábæran þátt sl. sunnudag um Hljóma frá Keflavík. Þetta var tveggja klukkustunda dagskrá með lögum Hljóma, viðtölum og ýmsu úr tíðarandanum fýrir 20 áram. Þetta var mjög áheyirilegur þáttur og skemmtilega settur frarn af stjómanda, Ásgeiri Tóm- assyni. Núorðið heyrir maöur alltof sjaldan útvarpsefiii af þessu tagi þar sem vandað er til hlutanna eins og hér var gert. Ég vil hvetja ykkur, Stjömumenn, til að gera raeira að þessu. Þið hafið f ykkar liði marga þaulreynda útvarps- menn sem kunna til verka. Ég missti af upphafi þessa þátt- ar og veit að margir aörir geröu það einnig enda var þátturinn ekki vel kpntur fyrirfram. Hvemig væri nú að endurtaka þáttinn á góðum hlustunartfma? Allir „Hljóma“-aðdáendur yrðu hressir með þaö. - Það er þó alveg pottþétt. „Hin japönsku tæki, sem hér hafa verið á markaðinum, hafa reynst mjög vel, ekki síst Sharp-tækin", segir í bréfinu. Góð reynsla af Sharp-tækjum Hreinir bílar fýrir veturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.