Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. 41 i> v Smáauglýsingar - Sími 27022 VEISTU ... að aftursætið fer jafiihratt og framsætið. SPEMUM BELTIN hvar sem við sitjum í bílnum. IUMFERÐAR Iráð Q ■ Verslun Mercedes Benz 380 SEL árg. 1983 til sölu, ekinn 113 þús. km, sjálfekiptur, ABS bremsur, central læsingar, rafd. sóllúga, vetrardekk á felgum, góður bíll. Uppl. í síma 91-685687. M. Benz 809, árg. '83, með lyftu, möguleiki á stöðvarleyfi, mjög góður bíll. Uppl. í síma 681155 á daginn. ■ Ýmislegt Hárgreiöslustofan .ýfyena Leirubakka 36 S 72053 Langar þig til aö fá öðruvisi perman- ent? Bjóðum upp á allar helstu nýj- ungar í permanenti, s.s. spíralperma- net, slöngupermanent, bylgjuperman- ent o.fl. Bjóðum einnig upp á alhliða hársnyrtingu fyrir dömur og herra. Opið laugardaga 10-15. Jeppaklúbbur Reykjavíkur heldur tor- færukeppni laugardaginn 22/10 í gryfjum í mynni Jósepsdals. Keppt er í 2 flokkum, standardbíla og sérút- búinna bíla. Keppendur skrái sig fyrir fimmtudaginn 20/10 í síma 672332 og 671241 eftir kl. 19. Æöislega smart nærfatnaður í miklu úrvali á dömur, s.s. sokkabelti, nælon- sokkar, netsokkar, netsokkabuxur, opnar sokkabuxur, heilir bolir, m/og án sokkabanda, toppar/buxur, corse- lett, st. stærðir, o.m.fl. Sjón er sögu ríkari. Rómeó og Júlía. omeo uucu Hjálpartæki ástarlífsins eru bráðnauð- synleg til að auka á tilbreytingu og blása nýju lífi í kynlíf þitt og gera það yndislegra og meira spennandi. Við höfum leyst úr margvíslegum kynlífe- vandamálum hjá hjónafólki, pörum og einstaklingum. Mikið úrval f/döm- ur og herra. Ath., sjón er sögu ríkari. Opið 10-18 mán. - föstud. og 10-16 laugard. Erum í húsi nr. 3, 3. hæð v/Hallærisplan, sími 14448. Alveg sjúklega og gúmmíefnum á dömur, s.s. kjólar, pils, buxur, jakkar, bolir, hanskar o.m.fl. Frábært á böllin og árshátíð- ina, einnig nærfatnaður úr sömu efiium. Leitið upplýsinga, sjón er sögu ríkari. Rómeó & Júlía. in*a fæst á járnbrautar- stöðinni í Kaup- mannahöfn Fréttir Þaö verður rjúpunni helst til bjargar á þessum haustdögum að fljúga til byggða. Rjúpnaveiði hafin: Bræðurfengu 153 rjúp- ur í MývatnssveHinni „Það er allt gott að frétta úr Mý- vatnssveitinni og mest fengu bræð- umir í Vogum, Jónas, Ari og Skúli Hallgrímssynir, 153 rjúpur,“ sagði Björn Björnsson í Mývatnssveit seint í gærkvöldi, er við spurðum frétta af rjúpnaveiðinni. „Þeir voru með mest bræðurnir, 72, 58 og 23 rjúpur. Ég skrapp aðeins og fékk 9 og 2 ijúp- ur. Rjúpnaveiðimenn voru með þetta frá 2 ijúpum upp í 10 eftir daginn. Þessi veiði fæst á víð og dreif um svæðið. Hérna er hægt að fá keypt rjúpnaveiðileyfi og kostar dagurinn 500 krónur, en 2000 krónur fyrir allan rjúpnatímann,“ sagði Bjöm enn- fremur. „Þetta gekk vel hjá okkur þremur, fengum 69 rjúpur á fyrsta degi, vor- um í Sandfellijivestur af Sæmundar- hhðinni," sagði Sverrir Valgarðsson á Sauðárkróki í gærkvöldi. „Vomm líka í Þverárfjalli og Járnhrygg. Aðrir rjúpnaveiðimenn vom kringum bæinn Hól í Sæmundarhlíð og fengu þeir 50 rjúpur. Veðurfarið er ekki mjög gott en ég hef aldrei séð annað eins af ijúpum og núna. Einar Einarsson fékk 41 rjúpu í Vatns- skarðinu og Sigfinnur Jónsson fékk 15 rjúpur svona í fyrstu,“ sagði Sverrir að lokum. Landshðið í skotveiðinni var á þremur stöðum, í Hrútafirði, úti á Skaga og í Bárðardalnum. Hafði það fengið eitthvað af rjúpu á öllum stöð- unum. í Hrútafirðinum var ekki hægt að skjóta neitt fyrsta daginn vegna veðurs en í gær fengu þeir mest 20 rjúpur. Á Patreksfirði fór ekki nema einn til rjúpna vegna veðurs. Á ísafirði fréttum við að menn hefðu fengið eitthvaö af rjúpum, einn hafði fengið 23. Á Dalvík var ekki hægt að fara til rjúpna vegna veðurs. Veðurguðirnir hafa víða friðað rjúpuna á þessum fyrstu dögum veiðitímans en spáð er betra veöri næstu daga. G.Bender Séra Gunnar meðfermingar- bömum sínum Séra Gunnar Björnsson heldur safnaðarstarfi áfram þó hann hafi ekki lengur aögang að Fríkirkjunni. Eins og séra Cecil Haraldsson, sem nú starfar í Fríkirkjunni, boðaði séra Gunnar væntanleg fermingarbörn til skráningar og viðtals á stuðnings- mannaskrifstofu sína á laugardag. Um tugur barna var mættur þegar ljósmyndari DV leit inn og virtist fara vel á með börnunum og presti þeirra. DV-mynd GVA Landsfundur Þjóöarflokksins: Þjóðarflokkurinn er ekki stór flokkur - segir Pétur Valdimarsson formaöur „Það voru góðar og málefnalegar umræður á landsfundinum. Við er- um ákveðin í að bjóða fram í öllum kjördæmum við næstu þingkosning- ar. Það var stjómarkjör - og því mið- ur var ég kosinn rússneskri kosn- ingu sem formaður flokksins. Ég segi því miður vegna þess að ég er ekki hrifinn af rússneskri kosningu," sagði Pétur Valdimarsson, formaður Þjóðarflokksins. Landsfundur flokksins fór fram í Ölfusborgum um helgina. Pétur sagði fundinn ekki hafa verið fjöl- mennan - enda væri Þjóðarflokkur- inn ekki stór flokkur. Pétur sagði að á fundinum hefðu farið fram mjög góðar og málefnalegar umræður um efnahagsmál. í stjórnmálaályktun Frá landsfundi Þjóðarflokksins. Pétur Valdimarsson formaður er í ræðustól. DV-mynd GVA fundarins var meðal annars kveðiö á um að landinu verði stjómað af ábyrgð. Þjóðarflokknum þykir að miláðhafiskortþará. -sme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.