Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988.
31
pv____________________________Iþróttir
Við stefnum á toppinn
Steingrímur Ingason og Witek Bogdanski
hófu öflugt samstarf 1 rallkeppni í sumar
en báðir eiga langan keppnisferil að baki.
Steingrímur hafði verið í erfiðleikum með
keppnisbílinn vegna bilana en átti góða
spretti á milli og Witek hafði náð góðum
árangri 1 heimalandi sínu, Póllandi, sem
aðstoðarökumaður.
Samstarf þeirra Steingríms Ingasonar og
Witek Bogdanski hófst með þeim krafti að
þeir sigruðu strax 1 sinni fyrstu keppni 1
vor voru þá taldir mjög sigurstranglegir 1
íslandsmeistarakeppninni, en urðu að
sætta sig við annað sæti þetta árið. Víst
er að þetta er áhöfn sem vert er að fylgj-
ast með í framtíðinni.
Við leituðum álits hjá þeim félögum á
nýhðnu keppnisári og framtíðarhorfum.
Sprungið dekk og forystan úr
sögunni
Hvaöa keppni á árinu er ykkur eft-
irminnilegust?
Hótel Nes-ralliö. Það var keppni
sem var aðeins of stutt. Við töpuðum
með aöeins tveggjá sekúndna mun
eftir tæplega 100 km akstur á sérleiö-
um. Ef rallið hefði aðeins verið örlít-
ið lengra hefðum við hugsanlega
sigraö því við höföum verið í forustu
mestallan tímann en sprengdum
dekk og það tafði okkur um hálfa
mínútu og við vorum að vinna okkur
upp.
Smáyfirsjón setti okkur úr
keppni
Hver voru mestu vonbrigði ársins?
Við vorum í forustu í Skagarallinu
þegar hjöruhður í afturhásingu
brotnaöi. Við náðum aö ljúka keppn-
inni í áttunda sæti. Langmestu von-
brigði ársins voru samt að falla úr
keppni á annarri sérleið í Michelin-
ralh Hjólbarðahaharinnar. Viö höf-
um aldrei verið jafnvel búnir undir
nokkra rallkeppni. Bíllinn var undir-
búinn af kostgæfni og mikil vinna
lögð í leiðalýsingar en smáyfirsjón
setti okkur úr keppni eftir hálftíma
akstur og þar fór vonin um íslands-
meistaratitilinn þetta árið.
Að reyna að gera hlutina eins
og atvinnumaður
Hvað er erfiðast í undirbúningi
hverrar keppni?
Að reyna að gera hlutina eins og
atvinnumaöur en vera áhugamaður.
Það er erfitt að finna tíma th að gera
hlutina eins vel og maður vill og
skortur á fjármagni getur komið í
veg fyrir fullkominn undirbúning. í
þessu sporti er oft dýrt aö vera fátæk-
ur. Við höfum þó notið góðs stuðn-
ings nokkurra fyrirtækja en samt er
mjög erfitt að láta enda ná saman.
Samstarfið er mjög gott
Witek er reyndur aðstoðaröku-
maður. Hafði það mikil áhrif á árang-
ur ykkar?
Við höfum notað svokallaðar leið-
arnótur í allt sumar og þær bæöi
auka hraðann og sérstaklega örygg-
ið. Það tekur aðstoðarökumann mjög
langan tíma að ná fullkomnum tök-
um á leiöarnótunum, en Witek var
með 30 til 40 ralla reynslu frá Pól-
landi, meðal annars með bestu öku-
mönnum Póhands. Þetta var því
fyrst og fremst spurningin fyrir mig
að meötaka upplýsingarnar, og að
sjálfsögðu gerði það okkur erfiðara
fyrir í byrjun að þurfa að nota ensku,
en núna er samstarfið orðið mjög
gott og við bíðum spenntir eftir aö
byrja næsta keppnistímabil.
Leikni á erfiðum vegum
Hver er ykkar uppáhaldssérleið?
Allar leiðir, sem eru krappar og
erfiöar, eins og t.d. Heklubraut, Eyr-
arfjall og fleiri. Við eru hins vegar
aifarið á móti leiðum sem eru að stór-
um hluta beinar eða með langa beina
kafla því það skapar aðeins mikla
hættu og rall á ekki að snúast um
hámarkshraða heldur um leikni á
erfiðum vegum.
Baráttan gefur þessu gildi
Hver er ánægjan við þátttöku í
ralli?
Ralliö er íþrótt og fyrst og fremst
er það keppnin og baráttan sem gefur
þessu gildi. Það er líka stórkostleg
útrás sem fæst við að aka kraftmikl-
um bíl eins hratt og maður getur á
hlykkjóttum vegi og vita að minnstu
mistök geta eyðilagt margra vikna
undirbúning. Þetta er líka eins og í
öðrum íþróttum spumingin um að
ná settu markmiði og gefast ekki upp.
Stefnum á toppinn
Hver eru framtíðaráformin?
Við strfnum á toppinn. Byrjunin
er að sigra hér heima en hugurinn
stefnir til keppni erlendis en til að
geta verið samkeppnisfær erlendis
þá þarf mikla skipulagningu og mik-
ið fjármagn. Fremstu íslensku öku-
mennirnir eru fyllilega samkeppnis-
hæfir við erlenda áhugamenn og það
er leitt að fá ekki aö keppa viö þá á
sambærilegum bílum með sambæri-
legan undirbúning.
Við erum að keppa hér heima á
mjög góðum bílum nokkrir en vegna
strangra reglna um búnað bíla í Evr-
ópu- og heimsmeistarakeppni getum
við ekki keppt á þeim erlendis.
Þeir íslensku keppendur sem hafa
keppt erlendis hafa ekki verið að
keppa á sambærilegum bfium og er-
lendu ökumennirnir og því aldrei
fengist marktækur samanburður.
Hver er draumakeppnisbílhnn?
Það væri stórkostlegt að aka ein-
hverium hinna svoköhuðu súperbíla
sem kepptu í rahi 1985 og 1986 en
voru síðan bannaðir, t.d. Peugeot 205
eða Lancia Delta. Samt er kannski
mest spennandi að aka góðum bíl
sem maöur hefur hannaö og smíðað
sjálfur og draumurinn er að „full-
komna" Nissaninn okkar, og hver
veit nema það gerist smátt og smátt.
Að taka íþróttina alvarlega
Hvaða ráð gefiö þið ungu fólki sem
áhuga hefur á að hefja keppni?
Fyrst og freAst að afla upplýsinga
og þekkingar frá reyndari keppend-
um og úr bókum og tímaritum.
Reynslan er fyrir hendi hjá öðrum
keppendum og ahs ekki nauðsynlegt
að eyða tíma og peningum í að læra
af eigin mistökum.
Það er ljóst að þeir félagar Stein-
grímur og Witek taka íþrótt sína al-
varlega og allt bendir til að síðasthð-
ið sumar sé aðeins upphaf samstarfs
þeirra. Þegar vetrar hefst strax imd-
irbúningur næsta árs og að vori ætla
þeir að mæta til leiks að nýju og
reyna að sanna að þeir eru fremstir
meðal jafningja.
BG/ÁS
Frétta-
stúfar
Berthold úr útlegðinni
V-þýski knattspyrnumaðurinn
Tómas Berthold, sem ekki hefur
átt upp á pallborðið hjá v-þýska
landsliðseinvaldinum Franz Bec-
kenbauer síðasta kastið, hefur nú
fundið náð fyrir augum hans.
Beckenbauer hefur nú ákveðið
að kalla á þenn útlaga vegna við-
ureignar við Hollendinga á mið-
vikudag. Ætlar Beckenbauer að
Berthold leysi Stefan Reuter af
hólmi en hann er meiddur.
Berthold lék síðast með v-þýska
höinu gegn ítölum í sumar en
hann er um þessar mundir eiirn
af lykilmönnum ítalska hðsins
Verona.
Af kylfingum
Mikið golfmót var haldið í Hobart
í Ástralíu um helgina. Úrsht urðu
þessi:
284BrettOgle.....74 71 72 67
285Brett Johns....70 70 72 73
286MichaelClayton 72 75 67 72
287 Mike Ferguson... 70 76 70 71
288PaulFoley.....72 72 72 72
289 OssieMoore...74 71 72 72
291 Anthony Painter 75 72 71 73
292BradleyHughes.79 70 69 74
Toppkarlinn tapar
Tékkinn Miloslav Mecir, sem nú
situr í þriöja sæti á heimsafreka-
listanum í tennis, lagði gullkálf-
inn og toppmanninn Stefan Ed-
berg frá Svíþjóð um helgina.
Lyktaði viöureign þeirra 7-6 (7-2)
6-4 og 61.
Svíinn sá á bak ah stórri fjár-
hæð vegna tapsins en Mecir
hreppti um 60.000 Bandaríkjadah
í sigurlaun. Mótið var boðsmót
sem árlega er haldið í Hong Kong
og voru þar saman komin mörg
af skærustu tennisgoðum heims-
ins. Leikið var um þriöja sæti í
mótinu en þar vaim Bandaríkja-
maöurinn Andre Agassi, sem nú
skipar annað sætið á heimsaf-
rekahstanum, óþekktan tennis-
leikara, Nicholas Pereira frá
i Venezuela, 6-4 3-6 og 63.
Þessi bifreið skaut mörgum keppinautinum skelk i bringu í sumar en áhöfn hennar er fjölþjóðleg. íslendingurinn Steingrímur
Ingason er við stjórnvölinn og Pólverjinn Wltek Bogdanski sér um leiðarskrárnar. Þeir félagar setja markið hátt, ætla sér að
taka rallheiminn með áhlaupi á komandi sumri. DV-mynd ÁS