Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. 33 dv Fréttir ---------------------------^---- --------- --------- ■ ' ■■ '■■■■' ■ .............................—----------- Aróðursherferð grænfriðunga í Bandaríkjunum: Eg tel rangt að lata undan svona hótunum - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra Eftir aö Long John Silver fyrirtæk- ið bandaríska ákvað á dögunum að kaupa ekki fisk af Iceland Seafood vegna hvalveiða íslendinga og fylgja þar með í fótspor yfirvalda í Boston að kaupa ekki íslenskan fisk virðist þetta mál vera komið á alvarlegra stig en áöur hefur verið. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra var spurður að því hvernig yfirvöld hér á landi hygðust bregðast við? Varðandi áróðursherferð græn- friðunga í Bandaríkjunum sagði Halldór að sérhvert fyrirtæki og sér- hvert þjóðfélag sem byrjaöi að láta undan hótunum, eins og þeim sem grænfriðungar eru með, kæmist í mikinn vanda. „Menn hafa enga tryggingu fyrir því að sé látið undan hótunum í dag komi ekki nýjar á morgun. Mitt álit er því að það eigi aldrei að láta und- an slíkum hótunum í alþjóðlegum viðskiptum," sagði Halldór Ásgríms- son. „Ég hef út af fyrir sig áhyggjur af málinu. En á sínum tíma hitti ég ráðamenn Long John Silver og sagði þeim að viö myndum gera allt sem í okkar valdi stæði til að komast hjá árekstrum við bandarísk stjórnvöld vegna hvalveiðimálsins. Við mynd- um fara í einu og öllu eftir alþjóðleg- um reglum og ég fullyrði að við höf- um gert það. Ég tel því að við getum ekki gert meira,“ sagöi Halldór. Hann sagði að þegar aðilar, sem vanvirða slík samskipti og leikreglur lýðræðisins, kæmu og færu um með hótanir væri ekki hægt að taka tillit til slíkra vinnubragða. Hann bætti því við að enn væri ekki búið að ganga frá rannsóknaáætlun íslend- inga varðandi hvalveiöar fyrir næsta ár, það yrði gert síðar í vetur. Ber að taka alvarlega Sigurður Markússon, fram- kvæmdastj óri Sj ávarafurðardeildar Sambandsins, sagði í samtali við DV að hann tæki mark á skýringum Long John Silver í þessu máli. Sitt álit væri að ef hagsmunir rækjust á ættu minni hagsmunir að víkja fyrir meiri hagsmunum. Bjarni Lúðvíksson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sagði í samtali við DV að Long John Silver heföi í engu breytt viðskiptum sínum við Cold- water Seafood. Samt sem áður sagði hann fulla ástæðp til að taka alvar- lega ákvöröun ráöamanna fyrirtæk- isins um að kaupa ekki fisk af Iceland Seafood. Hann sagðist telja að ráða- menn Long John Silver settu sama- sem merki við Iceland Seafood og þann hlut sem Sambandið átti í Hval hf. og því hefði þessi ákvörðun veriö tekin. -S.dór „Tillaga um að breyta grunni láns- kjaravísitölu kom inn í stjórnar- myndunarviðræöurnar frá Álþýöu- flokki og Alþýðubandalagi með því fororði að þetta væri mjög aö vilja verkalýðshreyfingarinnar. Ég skal ekki segja hvort fyrir hggur formleg samþykkt þar,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Að undanförnu hefur ákvæði í yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um að láta launavísitölu gilda til helminga á móti framfærslu- og byggingarvísi- tölu í grunni lánskjaravísitölunnar verið gagnrýnt af stjórnarandstöð- unni, Seðlabankanum og fulltrúum launþegasamtakanna. - Er afstaöa Steingríms byggð á mis- skilningi? „Nei, hún er alls ekki byggð á mis- skilningi. Ég mun aldrei gleyma ár- inu 1983 og því misgengi sem þá varð. Þá kom mikill fjöldi einstaklinga og íjölskyldna á skrifstofu mína og lýsti sínum málum. Á því ári var mikiö um það rætt hvort unnt væri aö breyta lánskjaravísitölunni og tengja hana launum til að forðast misgengi. Það fór ekkert á milli mála þá að æði margir úr launþegastétt lögðu þaö til. Mér finnst það ekkert óskynsam- legt því þá verður ekkert misgengi. Ef launin hækka hækkar lánskjara- vísitalan líka, en í takt við launin. Greiðslubyrðin hækkar ekki. Ef laun eru fryst eða lækkuð hefur það áhrif til lækkunar lánskjaravísitölu," sagði Steingrímur. -gse Vestfjarðafé slátrað á Þingeyri Siguijón J. Sigurösson, DV, Vestfjörðum: Nýstofnað fyrirtæki á Þingeyri, Sláturfélagið Barði hf., hefur séö um slátrun þar á þessu hausti. Slátrunin fer fram í sérbyggðu sláturhúsi sem Kaupfélag Dýrfirðinga hefur rekið fram að þessu. Árni Brynjólfsson, einn eigenda Barða, sagði í samtali viö DV að fé- lagið myndi sjá um slátrun á 11.415 Qár. Slátrunin hófst 15. september og mun ljúka 18. október. Það fé, sem slátrað er á Þingeyri, kemur úr norð- anverðum Arnarfirði og allt til Hatt- ardals í Álftafirði. Sigurður Óli Kristjánsson skipstjóri, ásamt eigendum Blika, þeim Ottó Jakobssyni, Matthiasi Jakobssyni og Ægi Þorvaldssyni, þegar Bliki kom í fyrsta sinn til Dalvikur. DV-mynd Geir Tveir Japanir kenna um borð meðferð á rækjunni Geir A. Guðsteinsson, DV, DalvQc í fyrstu tveimur veiðiferðum Blika EA 12, sem bættist í flota Dalvíkinga í síðustu viku, verða tveir Japanir um borð sem fulltrúar rækjukaup- andans. Þeir munu meðal annars kenna áhöfninni meðferð og frágang á rækjuaflanum eins og japanski kaupandinn vill hafa hann. Bliki er hið glæsilegasta skip, smið- að í Svíþjóð. Það er 215 tonn að stærð, 36 metra langt og 8,75 metra breitt. Áhöfnin er 15 manns, skipstjóri Sig- urður Óli Kristjánsson. Bliki er frystiskip, útbúið til að heilfrysta rækju, grálúðu og karfa um borö. Frystirými er 244 rúmmetrar. Eigandi skipsins, útgerðarfyrir- tækið Bliki hf., seldi fyrr á árinu annað skip, sem einnig hét Bliki, til Þorlákshafnar og fékk í staðinn Arn- ar ÁR 55, sem skipasmíðastöðin Lunde Varv och Verkstads AB í Ramvík í Svíþjóð tók upp í kaupverð nýja skipsins. Það var 240 milljónir króna. Breyting á grunni lánskjaravísitölu: ffilagan komin firá samstarfsflokkunum HVRBÍUHtfl KR.Ktt.80Q (Staögreiösluverö) Viö rýmum til fyrir '89 árgeröinni og seljum sem til er af Skoda 105 L og 120 L '88 á sérstöku útsöluverði. Góð greiðslukjör: 25% útbo afgangurinn á 12 mánuöum. JÖFUR -ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.