Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988.
17
>v__________________________Lesendur
Frambærilegur fulltrúi í ræöustól:
Jón talar enskuna vel
Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson - frambærilegur fulltrúi á
erlendum vettvangi.
Óskar hringdi:
Ég heyrði ágrip úr ræðu utanríkis-
ráðherrans okkar, Jóns Baldvins
Hannibalssonar, í sjónvarpsfréttum
í gærkvöldi. Mér fannst hann mjög
frambærilegur fulltrúi okkar á er-
lendum vettvangi. Og það ber nýrra
við þegar þama er flutt ræða á svo
til lýtalausri ensku.
Það hefur alltof oft viðgengist að
senda menn héðan á ráðstefnur,
meira að segja til að halda tölu hjá
Sameinuðu þjóðunum, sem hörmung
hefur verið að hiýða á vegna hiksta
og hjakks í framburði hins erlenda
máls (sem venjulega er nú ekki
flóknara en enska).
Einhverjir munu nú kannski.segja
sem svo: En hefur maðurinn nú ekki
verið við nám í Englandi - engin
furða þótt hann tali ensku sæmilega!
En þetta hefur ekkert með það að
gera heldur einungis þaö aö menn
hafi sómatilfmningu fyrir því að tak-
ast ekki á hendur verkefni sem þeir
ráða ekki við. Menn, sem taka að sér
verkefni sem m.a. felst í því að koma
fram á erlendum vettvangi og tala
máli islands, hljóta að þurfa að geta
talað einhver erlend mál þannig að
þeir skiljist.
Ábending til Stöðvar 2
„Tvö óánægð“ skrifa:
Við hjónin erum meðal þeirra sem
eru áskrifendur að Stöð 2 og langar
til að kvarta lítið eitt. í sjálfu sér er
yfirleitt gott efni hjá stöðinni, mynd-
ir jafnt sem fræðsluefni. En það er
orðið talsvert þreytandi að horfa á
sömu myndirnar með fárra vikna
milhbili.
Við myndum skilja þetta ef útsend-
ingar dyttu út einhvers staðar á
landinu. En þegar þetta skeður æ
ofan í æ þá er það orðið einum of
mikið af því góða. Sú spuming vakn-
ar hvort stöðin eigi ekki nægilega
margar myndir til að sýna.
Okkur langar ekki til að þurfa að
horfa á sömu myndirnar á þennan
hátt sem hér er lýst næstu árin. Það
getur orðið leiðigjarnt.
Við reiknum með að fleiri taki í
sama streng og því hvetjum við Stöð
2 eindregið til að lagfæra þetta sem
fyrst. - Við viljum samt þakka Stöð
2 fyrir að sýna Dallasþættina, enda
algjörir „Dallassjúklingar". - Von-
andi hættir stöðin ekki að sýna þá
fyrr en þeim lýkur að fullu, hvenær
sem það nú verður.
nýbólstrun og endurklæðning
saumum utan um dýnur og púða,
sendum áklæðaprufur hvert á land sem er
AUÐBREKKU 3-5 200 KÓPAVOGI SÍMI 44288
HMBAMASTÖBŒ H/F
MEIRIHÁTTAR MICHELIN MARKAÐUR
STÓRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING
D^TOPPURINN í DAG, NIICHEUN. *Í3G
HUOÐLAT OG
RÁSFÖST.
HALLANDI GRIPSKURÐIR.
VEL STAÐSETTIR SNJÓ-
NAGLAR.
MJÚKAR HLIÐAR, MEIRI
SVEIGJA.
ÁKVEÐIN SNÚNINGSÁTT,
OPNARA GRIP.
FLESTAR
FYRIRLIGGJANDI.
ÖLL MICHELIN
ERU RADlAL.
LAUSNARORÐIÐ
S-200.
MERKID TRYGGIR GÆÐIN.
MICHELIN.
TVÖFÚLD ENDING.
MICHELIN
LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTAN
Póstkröfur sendar samdægurs
miAmisTim h/f
SKEIFUNNI5. SlMAR 687517 OG 689660
MICHELIN
STÖDIN SEM HLUSTAD ER 21/
éMEEEEEESEEU
EMEBEHEEBI
■n
BMHMMHHBmI
Anna Þorláks
VIRKIR DAGAR 10-14.
Anna er ..nýjasta'' röddin á Bylgjunni. Hún hefur þó starfað á Bylgj-
unni frá upphafi og eignaðist strax stóran aðdáendahóp sem hlustaði
á Ijúfmeti hennará laugardagskvöldum. Dægurtónlistin ræðurríkjum.
Þorsteinn Ásgeirsson
VIRKIR DAGAR 14-18 OG FÖSTUDAGSKVÖLD 22-3.
Einn reyndasti útvarpsmaður okkar er með ykkur eftir hádegi frá kl
14-18.
Einstök rödd, góð tónlist. Það er gott að hafa Þorstein með sér í vinn
unni.