Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. ÍiIiÍÍI!lÍ!Íiiill!SÍÍliIÍllll!HlÍul!l lÍIIÍiÍISIÍÍl VERÐ- HRUIM 1 stk. kr. 1 .490," 2. stk. kr. 1 .990,- SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42 ERTÞUIVANDA VEGNA VÍMU ANNARRA? Brengluð tjáskipti á heimilum geta skapað mikla vanlíðan. Oft er orsök vandamálsins misnotkun áfengis eða annarra vímuefna. Hér gæti verið um að ræða foreldri, maka, systk- ini eða barnið þitt. Afleiðingarnar geta komið fram með ýmsum hætti í líðan þinni: • Erfitt að tjá tilfinningar • Erfitt að taka sjálfstæðar ákvarðanir • Skortur á sjálfstrausti • Skömmustutilfinning og sektarkennd • Kviði og ótti Við ætlum að benda þér á leiðir til betra lífs á námskeiðum sem hefjast á næstu dögum í Þverholti 20, Reykjavík. A. Næsta kynningarnámskeið laugard. 22. okt. kl. 9.00-17.00. B. 10 vikna framhaldsnámskeið (einu sinni í viku) byrja í lok okt. Skráning hafin. Sigurlina Davíðsdóttír Ragnar Ingi Aðalsteinsson vrsA Nafnleynd og algjör trúnaður. Nánari upplýsingar í síma 623550. ^KRÝSUVÍI JIL ÍKURSAMTÖKIN Fréttir Sérstök aðstoð til frystihúsa í litlum sjávarþorpum: Tvyggingar miklu minni en í bónkum Hermannsson um Atvinnutryggmgasjóðinn - segir Steingrímur „Tryggingar fyrir lánum Atvinnu- tryggingarsjóðs verða eflaust miklu minni en hjá bönkum. Honum er heimilaö að taka miklu meiri áhættu heldur en þeir. Þetta er ekki banka- starfsemi sem slík, þetta er björgun- araðgerð. Henni eru hins vegar sett- ar skorður til að koma í veg fyrir, eins og stundum er sagt, að skussun- um verði bjargað. En starf þessa sjóös verður mjög erfitt gagnvart mörgum fyrirtækjum,“ sagði Stein- grímur Hermannsson. í skýrslu Þjóöhagsstofnunar um afkomu í fiskvinnslu kom fram að sá fjórðungur frystihúsanna, sem kom best út í fyrra, hafði að meðal- tali tæplega 14 prósenta hagnað en sá fjórðungur húsanna, sem lakast kom út, hafði ekki nema 0,4 prósent í hagnað að meðaltali. „Það eiga ekki öll frystihús rétt á að verða bjargað og sumum er ekki hægt að bjarga. En þetta tengist svo mörgu öðru. Ef þú tekur lítið byggð- arlag eins og til dæmis Suðureyri þá þýðir lokun frystihúsa á þessum stöðum miklu meiri kostnað fyrir þjóðarbúið heldur en felst í einu frystihúsi. Á Suðureyri búa tæplega 500 manns og lífsafkoma þessa fólks myndi hrynja ef frystihúsinu yrði lokað. Ég held að líta þurfi á það fé- lagslega líka.“ - Ættiekkiaðleysavandamálþeirra litlu sjávarplássa, sem eru með illa stæð hús, sérstaklega og taka þau út úr heildarmyndinni sem stjórn- völd hafa alltaf miðað sínar efna- hagsráðstafanir við? „í þessum sjóði er gert ráð fyrir því að sérstakt fjármagn verði notað í slíku skyni. Á mörgum þessara staða er alveg ljóst að eigendur verða aö taka lán, auka hlutafé og bæta eig- infiárstöðuna. En ég held að erfitt sé að alhæfa um þetta. Sums staðar, við skuium segja í Vestmannaeyjum, gerir sjálfsagt lítið til þó að fækki um eitt frystihús. Þau eru mörg þar. En á öðrum stöðum, þar sem er bara eitt frystihús, er þetta óskaplega mik- ið félagslegt vandamál." - Er þá gert ráð fyrir að láta óaftur- kræft fé renna til þessara fyrirtækja? „Það er gert ráð fyrir því að þessi sjóður geti ráðstafað einhvers staðar í kringum milljarði í sérstök lán til hagræðingar, eiginfiáraukningar og svo framvegis. Þá er það komið und- ir viðkomandi sveitarfélagi eða eig- anda hvort hann treystir sér til að taka slík lán. Þetta er allt ætlað sem hagkvæm lán út af fyrir sig. Grund- vallarregla sjóðsins er sú að hann má ekki lána til fyrirtækja sem hafa ekki rekstrargrundvöll eftir aðgerð- imar,“ sagði Steingrímur. -gse Lánum einstaklingum gegn tiyggum veðum - segir Gunnar Hilmarsson, stjómarformaöur Atvinnutryggingarsjóðs Stjórn Atvinnutryggingarsjóðs á sínum fyrsta fundi þar sem hún gekk frá og samþykkti reglugerð fyrir sjóðinn. Á myndinni eru, talið réttsælis frá vinstri kringum borðið: Sigurður Gústavsson, ritari stjórnarinnar, Jóhann Antonsson, Gunnar Hilmarsson formaður, Kristján Skarphéðinsson, Reynir Ólafsson, varamaður Péturs Sigurðssonar, Björn Bjarnason og Arndís Stein- þórsdóttir, varamaður Kristjáns. DV-mynd KAE „í reglugerð sjóðsins segir aö lán til fyrirtækja komi því aðeins til álita aö sýnt sé að þau hafi rekstrargrund- völl eftir lánveitinguna. Stærsti hlut- inn af ráðstöfunarfé sjóðsins fer í skuldbreytingu. Við getum ekki litiö- á þaö sem áhættufé," sagöi Gunnar Hfimarsson, formaður stjómar At- vinnutryggingarsjóðs. „Hins vegar er spurning hvað þarf að gera í einstökum tilfellum þar sem fiskvinnsluhúsin em eina eða stærsta atvinnutækiö í viðkomandi plássum. Þá kemur til greina að lána einstaklingum fé gegn fullkomnum veðum til þess að auka hlutafé þess- ara fyrirtækja. Ef þessi fyrirtæki leita nauðarsamninga kemur einnig til greina aö lána þeim þegar þeir samningar em um garö gengnir," sagði Gunnar. Gunnar sagði aö ekki væri gert ráð fyrir því að sjóðurinn legði til fram- lög eða lánaði óafturkræft fé til fyrir- tækja. Þegar starfstíma sjóðsins lyki væri stemmt aö því að skila stofnfé sjóðsins óskertu í ríkissjóðs þó ekki væri hægt aö fuiiyrða nú að ekkert af því fé glataðist. Skuldbreytingu Atvinnutrygging- arsjóðs verður þannig háttað að bankar fá um 25 til 30 prósent af þeim lánum, sem skuldbreyta á, greidd með peningum. Sjóðurinn mun síðan gefa út skuldabréf fyrir afgangnum af lánunum. Með þessum hætti ætti sjóðurinn að geta skuldbreytt allt að 4 milljöröum. -gse a Fagur er fiskur í sjó. (slendingar byggja lífsafkomu sína á sjávarafla og hafa verið aldir upp í þeirri trú að fátt sé hollara en nýr og ferskur fiskur. Seinni tíma rannsóknir hafa og leitt í Ijós að fitu- sýrur í fiski eru um margt hollari en önnur fita. En enginn sannleikur er óyggjandi. Á neytenda- síðu á þriðjudag birtist grein eftir Ólaf Sigurðsson matvælafræðing. Þar eru settar fram nokkrar efa- semdir um hollustu mikillar fiskneyslu og færð fræðileg rök því til stuðnings. "■*T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.