Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Staða efnahagsmála
Viö stefnum í eitt hið mesta samdráttarskeið, sem
komið hefur hér á landi hin síðari ár. Mat hagfræðinga
bendir til þess.
Hér hefur verið skortur á vinnuafli. Þetta er að snú-
ast við. Búast má við, að með vetrinum verði orðið um
raunverulegt atvinnuleysi að ræða.
Allir kannast við fréttirnar af hinum stóru gjald-
þrotum ýmissa fyrirtækja. Þetta er kúfurinn. Sérfræð-
ingar gera ráð fyrir, að með næsta ári komi til árs hinna
mörgu gjaldþrota. Miklu fleiri fyrirtæki munu að líkind-
um fækka starfsfólki. Slíkt verður þungbært. Ekkert
bendir til þess, að önnur fyrirtæki geti tekið við nema
hluta þess fjölda, sem missir vinnu.
Jafnframt er launum haldið niðri, eins og allir þekkja.
Stöðvun launahækkana er í gildi. Þrátt fyrir góðæri
allra síðustu ára munu margir lenda í miklum vanda.
Kannski kunnu menn ekki að notfæra sér góðærið. Alla-
vega má búast við, að fjölmargir ráði ekki við samdrátt-
inn. Fólk mun í vaxandi mæli missa íbúðir sínar. Jafn-
framt stefnir nýja stjórnin að hækkun skatta. Fólk hef-
ur fundið til alls þessa síðustu mánuði. Stjórnendur
fyrirtækja ræða, að margir séu hættir að greiða reikn-
inga sína. Vanskilin safnast upp hvarvetna í þjóðfélag-
inu. Hrun eins fyrirtækis dregur fleiri ineð sér. Að öllu
samanlögðu bendir allt til þess, að við munum upplifa
býsna erfiða tíma. Enginn veit, hvenær aftur mun rofa
til.
Gengið hefur nýlega verið fellt. Ríkisstjórnin stendur
að ýmsum öðrum ráðstöfunum. Þar er mest um milli-
færslur að ræða - aðgerðir, sem rétta hlut manna að-
eins skamma hríð. Enginn kemur með kerfisbreytingar,
sem gætu bætt stöðu þjóðarbúsins til lengri tíma. Stjórn-
in hefur keypt sér grið í stuttan tíma. Enn er staða fisk-
vinnslunnar erfið. Talið er, að tap á botnfiskveiðum og
vinnslu sé nú í heildina eitt prósent eftir síðustu aðgerð-
ir ríkisstjórnarinnar. Þarna hefur verið mikið tap meg-
inhluta ársins. Nú gefst ekkert svigrúm til að vinna það
tap upp. Ekki er ástæða til að hafa trú á millifærsluleið-
unum að fenginni reynslu. Viðskiptahallinn í ár verður
líklega á bilinu 10-12 milljarðar þrátt fyrir aðgerðir.
Þetta þýðir yfirleitt, að erlend lán vaxa að sama skapi.
Þjóðin hefur lifað um efni fram. Það á sérstaklega við
um ríkissjóð, sem rekinn hefur verið með miklum halla.
Við höfum eytt umfram efni, og nú snýst dæmið skyndi-
lega við, þannig að samdrátturinn er hafmn. Þessum
samdrætti var spáð strax síðasta vetur. Hann mátti því
sjá fyrir. Tekjur þjóðarinnar minnka eitthvað í ár. Lík-
ur benda til, að þjóðartekjur muni enn minnka á næsta
ári - eitthvað svipað og í ár. Með minnkun þjóðartekna
fylgir minnkun kaupmáttar. Fólk verður að taka á sig
byrðarnar og hafa úr minna að spila.
Við skulum því hugsa til þeirra ára samdráttar, sem
orðið hafa nýlega.
Þar minnast menn ára eins og 1983,1975, og tímabils-.
ins 1967-1969.
Menn muna, að þetta voru erfið ár. Margir hafa til
dæmis enn ekki komizt út úr vandanum, sem skapaðist
1983.
Nú höfum við upplifað góð ár, 1986 og 1987.
En þau endast okkur skammt, einkum þar sem ríkis-
stjórnir nýttu þau ekki. Því mun nú fara saman aukin
skattpíning og almenn minnkun þjóðartekna.
Stjórnvöld eru ekki líkleg til að rétta hlutinn.
Haukur Helgason
Að komast áfram
Fyrr á öldum þótti ekki tiltöku-
mál aö fólk færi aldrei út fyrir
heimasveit sína. Samgöngutækni
var með þeim hætti og efnahagur
aö ekki var almennt boöið upp á
að fólk legðist í ferðalög. Fátt hefur
stuðlað meir að aukinni framþróun
og aukinni velmegun en bætt sam-
göngutækni. í dag er mikilvægt að
komast hratt og örugglega á milli
staða. Lítil þjóð í stóru landi þarf
því að leggja töluvert af mörkum
til að hafa samgöngumál í góðu
lagi. Það farartæki, sem mestu
skiptir nú, er að sjálfsögðu bíllinn
sem langflestir komast í tæri við
mörgum sinnum á dag. Ef nútíma
samgöngutækni nyti ekki við yrði
ómögulegt fyrir mikinn tjölda fólks
að sækja vinnu, skóla, læknishjálp
og margt fleira.
Gott á blikkbeljuna!
Fyrir nokkrum árum fór einn
stjórnmálaflokkur hamförum gegn
bílnum sem hann kallaði blikk-
belju í málgagni sínu, Þjóðviljan-
um. Fárast var yfir því að gerð
væru bílastæði í miðbænum og
fram eftir þeim götunum. Alþýðu-
bandalagið fékk síðan kjörinn
borgarfulltrúa í borgarstjórn
Reykjavíkur sem hafði það sér
helst til ágætis að hjóla, en þar með
var fjandskapurinn við blikkbelj-
una innsiglaður. En það eru fleiri
en alþýðubandalagsmenn sem hafa
verið eins og tréhestar í viðhorfum
sínurn til bílsins. Stjómmálamenn
hafa lagt þunga skatta á bifreiða-
eigendur. Þessir skattar áttu að
koma bifreiðaeigendum til góða
þar sem skattarnir skyldu nýttir til
að leggja vegi. Sérstakt innflutn-
ingsgjald á bifreiðar var lagt á,
sérstakt gjald á varahluti og sér-
staklega sérstakt giald á hjólbarða.
Þá tekur ríkiö mikinn hluta af verði
hvers bensínlítra. Hefðu nú allir
þessir peningar runnið í að gera
betri vegi væri ekki verið aö maus-
ast í því lengur að leggja bundiö
slitlag á þjóðveg 1, það væri löngu
búið. Staðreyndin er nefnilega sú
að einungis lítill hluti skatta á bif-
reiðar fer til vegagerðar.
Hverjir borga?
Með því að leggja mikla skatta á
eldsneyti bifreiða eru þeir skatt-
lagðir mest sem þurfa mest að nota
þær. Menn geta deilt um hvernig
eigi að skattleggja en er eðlilegt í
jafnharðbýlu landi og íslandi, þar
sem bíll er nauðsyn, að skattleggja
hann og akstur hans sem munaðar-
vöru? Hafa menn velt því fyrir sér
að með því að skattleggja öryggis-
útbúnað bifreiða, svo sem hjól-
barða, er verið að bjóða hættunni
heim? Hverjir skyldu það svo vera
sem láta hjá líða að leggja út í þenn-
an kostnað? Til dæmis þeir sem
hafa lítil laun. Með því að nota ör-
yggistæki bifreiða sem skattstofn
er láglaunafólki og börnum hætta
búin.
Vegatálmar
En það eru ekki einungis skattar
sem valda ökumönnum erfiöleik-
um. í Reykjavík og nokkrum öðr-
um þéttbýlisstöðum hefur verið
komið upp fjölbreytilegu kerfi
vegatálmana. í allflestum tilvikum
er um að ræða upphækkanir mis-
munandi gerðar. Þannig veit öku-
maður aldrei hvers konar fyrir-
brigði farartálminn er fyrr en hann
er búinn að fara yfir hann. Nú er
það meö öllu ljóst að þessir farar-
tálmar geta veriö nauðsynlegir til
að auka öryggi í umferðinni, t.d.
við skóla og leikvelli. Hitt er. einnig
ljóst að þennan öryggisbúnað má
ekki nota langt úr hófi. Ég held að
þessar upphækkanir valdi auknu
sliti á bifreiðum, sérstaklega vegna
þess hvað þær eru mismunaridi.
Þannig verður helst að keyra á um
20 km hraða yfir sumar en það er
í lagi að keyra á 40 km hraða yfir
aðrar. Einstaka eru síðan þannig
að það er virkilega óþægilegt að
fara yfir þær á hvaða hraöa sem
er. Á sama tíma og ég viðurkenni
nauðsyn þessara farartálma finnst
mér þeir verulega hvimleiðir og ég
Kjallarinn
Jón Magnússon
lögmaður
held að það væri til bóta að hafa
ákveðna staðla fyrir þetta fyrir-
brigði sem mætti merkja á skiltin
sem vara ökumenn við þeim. Þá
verður hka að hafa hóf á öllum
hlutum svo að vegatálmarnir endi
ekki með því að vera settir með
jafnígrunduðum hætti og kúadell-
ur í beitarhaga.
Borgarumferðin
í upphafi þessarar greinar er á
það bent að það skipti miklu fyrir
fólk í nútímaþjóðfélagi að komast
sem hraðast og öruggast áfram.
Borgarumferðin uppfyllir hvorugt
þessara skilyrða nægilega vel í dag.
Hér er ekki verið að sakast við einn
eða neinn en ljóst er þó að nægi-
legrar fyrirhyggju hefur ekki verið
gætt við hönnun umferðarvirkja.
Þeir sem um þessi mál halda geta
að sjálfsögðu fært sér til afsökunar
að bifreiðaeign hafi á skömmum
tíma vaxið með þeim hætti að ekki
hafi verið hægt að sjá það fyrir.
Þetta er hins vegar ekki haldbær
afsökun vegna þess að við hönnun
umferðarvirkja verður að líta
nokkuð langt fram í tímann og'
reyna að gera sér grein fyrir þróun-
inni með tilliti til fólksijölgunar og
aukinnar velmegunar. Umferðin í
miðbæ Reykjavíkur er nú með
þeim hætti að margir veigra sér við
því að fara niður í miðbæ á af-
greiðslutímum þeirra stofnana og
þeirra fáu verslana sem eftir lifa
þar.
Mér er sagt að leiga í miðbænum
fari því hlutfallslega lækkandi sem
er talandi tákn um umferðar- og
bílastæöavandamálin sem þar er
við að etja. Það þarf enginn að ætla
að þetta breytist til batnaðar á
næstunni, ekki þarf annað en
skoða þau stórhýsi sem nú eru í
byggingu og munu kalla aukinn
bílaíjölda niður í miðbæ, brýnna
erinda. Þá er einnig ljóst að nú
þegar er nauðsynlegt að Hring-
brautin, Miklabrautin og hluti
Vesturlandsvegarins verði með 3,
helst 4, aðskildum akreinum í
hvora átt. Þá ér líka ljóst að nú
þegar er nauðsynlegt að gera brýr
á nokkrum gatnamótum. Þessu til
viðbótar má benda á aö nauðsyn-
legt er að brýna fyrir ökumönnum
að keyra með tilliti til annarra en
þar á ég við að ítrekað sé bent á
að menn eigi að halda sig á hægri
akrein, nema þeir ætli fram úr, og
sé akreinum fjölgað í 3 eða 4 þá sé
sú sem er lengst til vinstri fyrir þá
sem vilja fara hraðast. Það er
stundum kostulegt að horfa á um-
ferðina á Breiðholtsbrautinni þar
sem þrír lúsablesar stilla sér upp
hver á sinni akreininni og halda
síðan meðalhraðanum þannig að
flöldi ökumanna, sem á eftir koma,
er frávita af reiði þegar þeir loksins
komast með svíningum og tilfær-
ingum fram úr lúsunum. Þá vantar
einnig tilfinnanlega í menntun
ökumanna hér að aka af stað um
leið og grænt ljós logar og gera þaö
hratt og örugglega, svo og að þeir
sem á eftir koma séu vakandi og
aki af stað strax á eftir. Með því
að ökumenn almennt tileinki sér
akstur í borgarumferð, lögreglu-
yfirvöld átti sig á að aðalatriðið er
að umferðin gangi sem hnökra-
lausast og taki lúsana til bæna,
ekkert síður en kappaksturshetj-
urnar, má búa viö vandamálin til
bráðabirgða. Borgaryfirvöld mega
þó taka á honum stóra sínum strax
og sinna þessum málum svo að
umferðin í borginni verði ekki að
hryllingi. Eðlilegt er líka að hluti
af skattpeningunum fyrir umferð-
ina gangi í þær nauðsynlegu um-
bætur sem gera veröur í Reykjavík
því öryggismál á vegum í Reykja-
vík eru ekki minna virði en annars
staðar. Því má heldur ekki gleyma
að yfir 60% af tekjum ríkisins af
umferðinni verða til við akstur í
þéttbýlinu við Faxaflóa. Eðlilegt er
því að einhver hluti þessara pen-
inga renni til umferðaröryggis þar.
Jón Magnússon
„Yfir 60% af tekjum rikisins af umferðinni verða til við akstur í þétt-
býlinu við Faxaflóa," segir í greininni.
„Hafa menn velt því fyrir sér að með
því að skattleggja öryggisútbúnað bif-
reiða, svo sem hjólbarða, er verið að
bjóða hættunni heim?“