Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. 7 Fréttir Islensk-portúgalska: Gjaldþrot upp á milljónatugi „Þetta er gjaldþrot upp á millj- ónalugi. Eignir félagsins eru óveímlegar og engar fasteignir í búinu. Vörulager er tii staðar svo og innréttingar. Hins vegar eru skuldir upp á milljónatugi. Þetta er stórt gjaldþrotf' sagöi Magnús Hreggviösson, einn af eigendum íslensk-portúgalska sem hefur ver- iö tekið til gjaldþrotaskipta. Eins og DV greindi frá var lögö inn beiðni um gjaldþrotaskipti hjá skiptaráðanda á þriðjudag í síðustu viku. Félagið rak heildverslun í Reykjavík. Það rak 14 verslanir aö auki, eina í Reykjavík og þrettán úti á landi. í verslununum er seldur fatnaður og gjafavörur. Búið er nú í höndum skiptaráðanda. Hann tekur ákvörðun um hvort verslun- unum verður lokað eöa þær reknar áfram. Forsaga þessa máls er sú að Frjálst framtak keypti áriö 1986 47% hlutaíjár í íslensk-portúgalska og lagöi fram fé sem því nam. Síöan voru sett markmið fyrir reksturinn 1987. „Það tókst prýðilega að ná þeim," sagði Magnús. „Ég kom aldrei nálægt daglegum rekstri fyr- irtækisins heldur treysti fram- kvæmdastjóra og aðaleiganda, Jó- hanni Ingóifssyni, til að annast hann." Svo gerist það áriö 1988 aö fyrir- tækið lendir í mjög miklum rekstr- arerfiðleikum. „Þar sem við hjá Fijálsu framtaki vorum stór hlut- hafi varö aö ráöi aö við yfirtókum hlutafélagiö 26. ágúst,“ sagði Magn- ús. „Við réðum nýjan frara- kvæmdastjóra fjármála og létum gera rækilega faglega úttekt á fiár- hagsstöðu fyrirtækisins og rekstr- armöguleikum. Þeirri vinnu lauk í lok september. Af niöurstöðum þessarar úttektar réðum við að fyr- irtækið væri svo iila statt að við töldum ekki helmingslikur á því að rétta það við fiárhagslega. Við gerðum því það sem skyldan bauð okkur, viö lögðum fram beiðni um gjaldþrotaskiptL Einnig riftum við samkomulagi sem gert hafði verið um yfirtöku okkar á 57% hlutafiár til viðbótar. Það geröum við vegna þess aö fyrirtækiö var miklu verr statt, bæöi Qárhagslega og rekstr- arlega, en meirihlutaeigandi hafði gefið til kynna.“ Magnús sagöi að orsakir gjald: þrotsins hefðu veriö þríþættar. í fyrsta lagi heföi stjómun fyrirtæk- isins ekki verið sem skyldi. í ööru lagi hefðu skuldir fý’rirtækisins verið miklar. í þriðja lagi mjög miklar og rangar fiárfestingar. Sem dæmi mætti nefha aö allar verslan- imar 14 hefðu verið opnaðar 1988. Þá hefði ekki verið gefin rétt mynd afskuldastööufyrirtækisins. Þegar hún hefði fengist hefði Frjálst framtak þegar rift samkomulaginu um yfirtöku alls hlutafiárins. -JSS Er inflúensan hættuleg islenskum hestum? Hundruð útfluttra hesta llfa inflúensu af: En hér á landi yrði far- aldur óumflýjanlegur - segir Sigurbjöm Bárðarson tamningamaður Mörg hundruð íslenskir hestar eru árlega fluttir út til annarra landa og verða þá yfirleitt fyrir einhvers kon- ar sýkingu, til að mynda hestainflú- ensu. Þeir ná sér yfirleitt á strik eftir flensuna, sem gefur hestamönnum ástæðu til að ætla að afleiðingar hestainflúensu hér á landi yrðu ekki svo alvarlegar bærist hún hingað, gagnstætt því sem dýralæknar hafa haldið fram. „Flestir þeirra hesta, sem fluttir eru út, fá þessa bakteríu eða ein- hverja aðra á einhverju stigi en jafna sig yfirleitt fljótlega. Þeir sem ætla meö hesta í keppni bíða venjulega þar til hestarnir hafa „náð“ sér í bakteríu og verið bólusettir áður en þeir fara með þá í keppni. Það vill enginn að hestarnir veröi veikir þeg- ar mest ríður á aö þeir séu frískir," sagði Sigurbjöm Báröarson tamn- ingamaður við DV. DV hefur skýrt frá grein Helga Sig- urðssonar dýralæknis í tímaritinu Eiöfaxa þar sem hann fiallar um hættuna á að hestainflúensa berist hingað til lands. Segir í greininni að það mundi þýða faraldur, hrun úti- gangshrossa, einangrun svæða, stór- felldan niðurskurð og rándýra bólu- setningarherferð. í viðtölum hafa bæði Sigurbjörn Bárðarson tamn- ingamaður, sem mikið er í ferðum erlendis vegna hestamennsku, og „Þetta eru orð í tíma töluð. Menn eru ótrúlega kærulausir í sambandi við þessa hluti. Umfiöllunin um hestainflúensu hefur komið róti á menn og þeir ræða þetta sín á milli í hesthúsunum. En það er ekkert far- arsnið á hestamönnum hér í Víðidal þó staðurinn sé tekinn sem dæmi í grein Helga Sigurðssonar dýralækn- is í Eiöfaxa," sagði viðmælandi DV hjá hestamannafélaginu Fáki í Víðid- al. Þar finnst mönnum sem þeir er hafa mesta þekkingu á sjúkdómum, Sundurgreindlr símreikningar: Verður ekki tilbúið fyrir fjáriagagerð Áö beiöni fyrrverandi samgöngu- málaráöherra, Matthíasar Á. Mat- hiesen, er unnið að athugun á vegum Pósts og síma á framkvæmd við sundurliðun símreikninga. í samtali við Matthías í gær kom fram að hann fór fram á það við Póst og síma að stofnunin setti fram hug- myndir um kostnað og framkvæmd málsins fyrir fjárlagagerö 1989. Hjá Ólafi Tómassyni, póst og símamála- stjóra, kom hins vegar frám að málið væri ennþá í athugun en niðurstöðu væri aö vænta síðar á árinu. Hann Páll A. Pálsson yfirdýralæknir varað viö innflutningi á notuðum reiðtygj- um og þeim ósköpum er myndu fylgja í kjölfar inflúensufaraldurs. „Hér á landi höfum við ekki haft hestainflúensu eða aðra hestaveiki. Yrði óhjákvæmilega um faraldur að ræða ef slík veiki bærist til landsins þar sem hestar hér eru ekki meö mótefni í skrokknum og engin bólu- setning hefur farið fram. Útbreiöslan yrði hröð og fyrirbyggjandi aðgerðir gætu varla haft við útbreiðslunni. Veiran hefur hins vegar verið í gangi erlendis í langan tíma og sömuleiðis bólusetningaraðgerðir þannig að enginn faraldur verður þó einn hest- ur veikist." Sigurbjörn segir málið snúið á þann veg að ekki er hægt að hefia bólusetningar hérlendis í þeim til- gangi að byrgja brunninn. Kæmi inflúensan til landsins meö bóluefn- inu. Þannig væri bannað að bólusetja hesta áður en þeir eru fluttir út vegna hættunnar á faraldri. „Hestainflúensa hér myndi ganga mjög nærri hestastofninum. Líf allra íslenskra hesta yrði nánast bólusetn- ing á bólusetningu ofan og þá erum við farin að tala um stjarnfræðilegar fjárupphæðir ofan á öll hin ósköpin. Það ætti að vera deginum ljósara aö mikið er í húfi fyrir hestamenn." -hlh taldi þó óvíst aö þessari athugun yrði lokið fyrir fiárlagagerð. Þó eru menn famir að gera sér hugmyndir um hvernig veröi greitt fyrir þetta. „Ég tel að þetta verði valkostur hjá notendum sem þeir verðá að greiða fyrir," sagði Ólafur. Hann taldi nán- ast útilokað að öll samtöl yrðu til- greind á reikmngnum. Upplýsingar á honum yrðu bundnar við langlínu- samtöl og samtöl til útlanda. Núverandi samgöngumálaráð- herra, Steingrímur J. Sigfússon, var spuröur hvort hann heföi eitthvað skoðað þetta mál. Hann kvað svo ekki vera en það væri þó allrar at- hygli vert. Einn neytendahópur getur nú þeg- ar fengið þessa þjónustu og eru það farsímanotendur. Þeir verða þá að óska sérstaklega eftir því og greiða fyrir það. í stofngjald greiða þeir 706,25 kr. 256,25 kr. greiða þeir árs- fiórðungslega og fyrir hvert símtal greiða þeir 1,44 kr. Þetta greiða þeir ofan á annan kostnað viö símann. -SMJ Tipparar bíða í startholunum Margur tipparinn bíður með óþreyju eftir að íslenskar getraunir hefii starfsemi á ný. Yfirleitt hafa tipparar fengið seðla í hendur um miðjan ágúst, þegar enska knatt- spyman hefur hafist. Nú hefur beinl- ínukerfi verið í hönnun í sumar og haust og verður það tekið í notkun mánudaginn 31. október næstkom- andi. Beinlínukerfiö er þegar fullhannað og hefur verið sett inn í hugbúnað lottókassanna. Sérfræðingar frá bandaríska hugbúnaðarfyrirtækinu GTECH starfa á nóttunni við að prófa beinlínuhugbúnaðinn. Allar próf- anir hafa styrkt þær kenningar að kerfið sé tilbúiö til notkunar þvi ekk- ert neikvætt hefur komið í ljós. Getraunaseðlarnir sjálfir eru í prentun og fara í dreifingu næstu daga. Tipparar hafa því nokkra daga til að kynna sér getraunaseðilinn áður en kerfið veröur opnað. Tvær tegundir bækhnga veröa prentaðar. Annar bæklingurinn er útskýring á getraunaseðlinum, kennsla í notkun hans, en hinn bæklingurinn flallar nær eingöngu um getraunakerfin átján sem em á seölinum. Fyrrnefndi bækhngurinn mun hggja frammi við hlið lottókassanna en hinn síðar- nefndi verður afgreiddur hjá íslensk- um getraunum og umboðsmönnum þeirra. Starfsfólk við lottókassa verð- ur þjálfað sérstaklega vegna þessa nýja verkefnis og sér íslensk getspá um þá hlið málsins. Hópleikjakeppni, sem varð mjög vinsæl í fyrravetur, mun halda sér á beinlínugetraunaseðhnum en mun ekki hefiast fyrr en í janúarbyrjun. Keppt verður þrisvar sinnum á ári og geta tipparar orðið vor-, sumar- og haustmeistarar í getraunum. Saman verður lagður besti árangur í öllum þremur keppnunum og verð- ur sá sem bestum árangri nær út- nefndur íslandsmeistari. Fjölmiðlar munu keppa sín í mihi sem fyrr. E.J. Hestamenn um kyrrt í Víöidal: Umræðan um inflúensu kemur róti á menn dýralæknarnir, hafi sofið á verðin- um og séu fyrst að sjá hættuna á hestainflúensu núna. í því sambandi megi einnig nefna innflutning á dýr- um, stórum og smáum, sem gætu borið hvað sem er með sér. „Við erum ekkert að dreifa hugan- um frá hættunni með því að benda á þetta. íslehski hesturinn hefur verið einangraður það lengi að ef hesta- inflúensa kemur upp er engin mót- staða fyrir hendi. Þetta er vissulega áhyggjuefni fyrir hestamenn." -hlh Elðistorgi 11,2. hæð, Seltj., sími 611055 Sendum i Ármúla 40, Reykjavík, sími 83555 póstkröfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.