Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Page 12
12 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. Utlönd Raisa Gorbalsjov og Maria de Mlta, eiginkona italska forsætisráöherr- ans, heimsækja listaverkasýningu i Moskvu fyrír helgi. Sfmamynd Reutor Clracao de Mita, sem er í opinberri heimsókn í Sovétrikjunum, sagöi á laugardag aö Vestur-Evrópa ættt að grípa það tækiíæri sem nú gefst til að hagnast á því aö veita flla stöddum Austur-Evrópuríkjum langtíma efnahagsaðstoð. Á meðan heimsókn hans stendur verður skriíað undir samkomulag milli Sovétríkjanna og Italíu um sameigktíeg verkefni og samvinni á sviði bankamála. Reiknaö er meö aö Helmut Koltí, kanslari Vestur-Þýskalands, skrifi undir sams konar samkomulag víð Gorbatsjov þegar hann heimsækir Sovétrfkln á nœstunnl Shamlr varar Palestínumenn vid Palestínskur drengur slöngvar steini f átt aö ísraelskum hermönnum á vesturbakkanum fyrir helgi. Simamynd Heuler Rfldsútvarpiö í ísrael skýrði frá því í morgun aö Yitzhak Shamir, forsæt- isráöherra landsins, hefði varað Palestínumenn viö því að nota skotvopn í uppreisn sinni gegn stjóm ísraels og sagt aö enginn sem tæki upp skot- vopn myndi lifa af. Shamir sagði þetta í kosningaræðu sem hann hélt í bænum Sderot í suðurhluta Israels. Reuter De Mita heimsækir Moskvu Tíu ára staifsafmæii páfa Jóhannes Pálf páfl blður hér tll Guðs ásamt kardinálum sinum á Péturs- torginu I Röm I gær, á tlu óra starfsafmæli slnu. Sfmamynd Reuter Jóhannes Páll annar páfi átti í gær tíu ára starfsafinæli sem páfi. í til- efhi þess flykktust þúsundir Pólverja tfl aö hlýða á messu hans á Péturs- torginu í Róm. Pólveijamir komu hvaðanæva að enda býr fólk af pólskum ættum út um allan heim. Mikill fiöldi ferðaðist frá Bandaríkjunum sérstaklega í tílefni þessara tímamóta. Reutcr Dukakis breytir baráttuaðferðum Steinimn Böövarsdóttir, DV, Washington: Kosningabarátta Michaels Dukak- is, forsetaframbjóðanda demókrata í Bandaríkjunum, mun fá á sig nýjan blæ þær þrjár vikur sem eftir eru fram að kosningum. Þetta kom fram í mörgum fjölmiðlum vestra nú um helgina. Mörg dagblöö og sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum vitnuðu í heimild- armenn innan herbúða Dukakis í umfjöllun sinni um kosningabarátt- una um helgina. Þar var skýrt frá því að ráðgjafar Dukakis hygðust breyta um stefnu í kjölfar seinni kappræðna frambjóðendanna í síð- ustu viku en skoðanakannanir sýna að George Bush, frambjóðandi repú- blikana, hafi unnið yfirgnæfandi sig- ur í þeim. Samkvæmt fréttum fjölmiðla munu herbúðir Dukakis nú leggja megináherslu á að ná til kjósenda í átján mikilvægum fylkjum Banda- ríkjanna í stað þess að há jafna bar- áttu í öllum fimmtíu fylkjunum. Öfl átján fylkin eru, samkvæmt skoð- anakönnunum, annaðhvort hliðholl Dukakis eða nær jöfn í stuðningi sín- um við frambjóöendurna. Meöal þeirra eru Kalifomíuríki, sem hefur á að skipa 47 atkvæðum, New York, Pennsylvania og Ohio en þau hafa öfl yfir 20 atkvæði. Önnur fimmtán fylki eru einnig talin geta farið á annan hvorn veginn og munu stuðn- ingsmenn demókrata reyna að ná tfl kjósenda þeirra. Önnur breyting, sem herbúðir Dukakis munu sýna á næstu dögum, varðar sjónvarpsauglýsingar til stuðnings frambjóðandanum. Aug- lýsingar beggja herbúða hafa verið mjög harðskeyttar en að sögn heim- fldarmanna innan raða demókrata' mun kveða við mildari og persónu- Michael Dukakis, forsetaframbjóðandi demókrata, í hornabolta á kosninga- ferðalagi SÍnu. Símamynd Reuter legri tón í sjónvarpsauglýsingum Dukakis. Kjósendur hafa þegar feng: ið forsmekkinn af hinni nýju stefnu Dukakis og birtust nýju auglýs- ingarnar á sjónvarpsskerminum um helgina. Þar er ekki ráðist beint á Bush heldur reynt aö biðla tfl tilfmn- inga kjósenda á mun persónulegri hátt en áður. Andstæðingur Dukakis, George Bush, hélt sinn fyrsta blaðamanna- fund í hartnær tvo mánuöi um helg- ina. Á fundinum reyndu blaðamenn að fá forsetann til að útskýra í smáat- riðum stefnu sína í fjármálum, af- stöðu sína til kontraskæruliða í Nic- aragua, en nú er ljóst að Reagan for- seti mun ekki fá samþykktar tillögur um aukna hernaðaraðstoð til skæru- liða á valdatíma sínum, og segja hverja hann myndi tilnefna til ráð- herra næði hann kosningu. Bush neitaði að svara þessum spurningum blaðamanna á þeirri forsendu að hann skipulegði framtíð sína fram aö kosningum en ekki lengra. Hann kvaðst vilja leyfa kjós- endum að íhuga það sem hann hefur sagt á ferðalögum um landið en ekki koma með nýjar tillögur svo seint í kosningabaráttunni. Bush leiðir í þessari kosningabar- áttu samkvæmt niðurstöðum skoð- anakannana með allt að 10 prósent meira fylgi en Dukakis. Bush hefur einnig tekist að brúa milið rnifli kynj- anna. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar Washington Post dag- blaðsins og ABC sjónvarpsstöðvar- innar nýtur Bush fylgis 47 prósent kvenna en Dukakis 48 prósent. í júní síðastliðnum var Dukakis með 26 prósent meira fylgi meðal kvenna en Bush. Botha hitti Houp- houet-Boigny Suður-Afríkumönnum tókst um helgina að ná í gegn snilldarbragði í innri stjórnmálum Afríku og við- leitni sinni við að friðmælast við leið- toga svörtu Afríku þegar P.W. Botha, forseti landsins, átti fund með Feflx Houphouet-Boigny, forseta Fíla- beinsstrandarinnar, sem er einn virtasti stjórnmálamaður í Afríku. Fimm klukkustunda heimsókn í Yamoussoukro, höfuðborg Fíla- beinsstrandarinnar, var fyrsta opin- bera heimsókn leiðtoga Suður-Afr- íku til ríkisins. Þetta var í fjórða skipti síðan í sept- ember sem Botha fer í heimsóknir til svartra leiðtoga til að reyna að eignast nýja vini. Embættismenn á Fílabeinsströnd- inni lögðu á það mikla áherslu í gær að það hefði verið Botha sem bað um fundinn, og fékk .hann þar með ein- stakt tækifæri til að láta mynda sig með þessum virtasta leiðtoga svörtu Afríku. Houphouet-Boigny, sem er áttatiu og þriggja ára að aldri, er sá leiðtogi í Afríku sem lengst hefur setið við völd. Hann hefur verið hlynntur því að eiga viðræður við Suður-Afríku frá árinu 1971. Hann átti leynilegan fund með John Vorster, fyrrum for- sætisráðherra Suður-Afríku, árið 1974. Aö sögn stjórnarerindreka hef- ur Botha einnig átt leynilegan fund með Houphouet-Boigny. Eftir kvöldverð og fund með forset- anum sagði Botha að þeir hefðu orð- ið ásáttir um að gefa ekki út neina yfirlýsingu að loknum fundi sínum, en Botha sagði að forseti Fílabeins- strandarinnar væri einn af eldri stjómskörungum Afríku og að alltaf væri ánægjulegt að hitta hann. Reuter P.W. Botha, forseti Suður-Afríku, tekur hér í höndina á Houphouet-Boigny, forseta Fílabeinsstrandarinnar, á laugardag. Það var Botha kærkomið tæki- færi að láta mynda sig með Houphouet-Boigny. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.