Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Side 47
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. 47 Lífsstíll Verðkönnim í Árbæ og Grafarvogi: 44% verð- munur á Svala - 78% munur á tómötum DV kannaði verð á 13 vörutegund- um í sex verslunum í Árbaejarhverfi og í Grafarvogi. Niðurstaðan varð sú að þótt miklu gæti munað á verði einstakra vörutegunda þá var heild- armunur milli verslana ekki mjög mikill. Mestur munur á tómötum og Svala Mestur verðmunur var á tómötum. Þeir kostuðu 357 kr. kílóið í Gunn- laugsbúð í Grafarvogi en 200 kr/kg í Árbæjarkjöri. Munurinn er 78%. 44% munar á veröi 0,25 lítra fernu af Svala milli verslana. Svalinn er ódýrastur í Gunnlaugsbúð, þar sem hann kostar 18 krónur, en dýrastur í B. Baldursson á Selásbraut þar sem hann kostar 26 krónur. 2 kílóa poki af kartöflum er dýrastur í B. Bald- in-sson á 289 krónur en ódýrastur í Tómatar kosta 78% meira í Neytendur Gunnlaugsbúð og í Árkaupi á 235 krónur. Þama munar 23%. Tvö kíló af sykri em dýmst í Ár- bæjarkjöri á 90 krónur en ódýrust í Árkaupi á 69 krónur. Munurinn er 30%. Heildós af Ora fiskibollum er ódýmst í Gunnlaugsbúð á 199 krónur en dýrust í Kjörbúð Hraunbæjar á '233. Munurinn er 17%. Sjö af tólf vörutegundum fengust í öllum verslununum. Sé heildarverð þeirra borið saman kemur í ljós að þær em dýrastar í Gunnlaugsbúð á úð í Grafarvogi en í Arbæjarkjöri. DV-mynd 947 krónur en ódýrastar í Árbæjar- kjöri í Rofabæ á 832 krónur. Munur- inn er 13,8%. Sé litið á verö tegunda, sem teknar voru með í svipaðri könnun DV 30. ágúst á verði í stórmörkuöum, kem- ur í ljós að haframjöl í 950 g pökkum er að jafnaði 8% dýrara í verslunum í Árbæjarhverfi og Grafarvogi en í stórmörkuðum. Sykur er að jafnaöi 13% dýrari í þeirri könnun, sem birt- ist hér, en í áðurnefndri könnun frá 6. október. Rétt er að benda á að hér er um samanburð milli ólíkra verslana að ræða. Þetta gefur til kynna verömun milli stórmarkaða og smærri versl- ana og er því ekki marktækt vitni um það hvort verðstöðvun hefur haldið eða ekki. -Pá Breytingar á bifreiðaskoðun Nýtt númerakerfi: umskráningar leyfð- ar til áramóta Flestir ættu að vita að fastnúmera- kerfi bifreiða er í þann veginn að taka gildi hér á landi. Að sögn Hauks Ingibergssonar, forstöðumanns Bif- reiðaskoðunar íslands, eru tæki til framleiðslu á númeraplötunum nú komin til landsins. Plötumar verða smíðaðar á vinnuhælinu á Litla- Hrauni. Mesta breytingin gagnvart bíleig- endum er sú að nú geta þeir ekki lengur átt sama númerið ævilangt eins og tíðkast hefur. Sama númerið kemur til með að fylgja bifreiðinni frá fyrstu skrán- ingu til afskráningar. Ekki er hægt aö panta ákveðin númer og því verö- ur tilviljunum háð hvaða númer nýr eigandi fær á bílinn. Bifreiðum verö- ur úthlutaö númeri áður en þær koma til landsins og tollafgreiðsla fer fram á grundvelh nýja kerfisins. Umskráningar í núverandi kerfi verða leyfðar til áramóta en eftir það tekur fastnúmerakerfið gildi. Nýja númerakerfið byggist á tveimur bókstöfum og þremur tölu- stöfum. Plöturnar verða með end- urskini og auðum reit fyrir skjaldar- merki íslands. Eigendur geta haldið gömlu númeraplötunum áfram þar til viðkomandi bíll fer úr þeirra eigu eða verður umskráður. -Pá Bileigendur geta áfram ekið á gamla uppáhaldsnúmerinu þangað til bíllinn verður seldur eða afskráður. DV-mynd - nýtt númerakerfi um áramót Um næstu áramót tekur Bifreiða- skoðun íslands að mestu leyti við starfsemi Bifreiðaeftirlits ríkisins. Bifreiðaskoðun íslands var stofnuö í júlí á þessu ári í samræmi við breyt- ingar á umferðarlögum. Ríkið á 50% í Bifreiðaskoðun ís- lands. Tryggýigafélögin eiga 25% og 25% eru í eigu ýmissa aðila innan Bílgreiriasambandsins og Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. Starfsmönnum Bifreiðaeftirhts ríkisins hefur flestum verið sagt upp frá og með næstu áramótum. Bif- reiðaeftirlitið ber þó áfram ábyrgð á prófeftirliti og meiraprófsnámskeiö- um. Heldur verðstöðv- unin? Miöaö við samanburö úr verð- könnunum DV frá upphafi verð- stöövunar virðist veröstöðvunin að mestu hafa haldist í könnuninni hér að ofan eru hrísgrjón 5,5% dýrari en í könn- un DV frá 30. ágúst. Púðursykur er 13% dýrari og hafrarpjöl 6% dýrara. 30. ágúst var kannaö verð í 10 stórmörkuðum og stórum hverfaverslunum. Sams konar könnun var gerö 6. október og leiddi hún i ljós óverulegan eða 2-3% verðmun á þeim tegundum sem voru með í báðum tilvikun- um. í þeirri könnun, sem birtist hér, er hins vegar litið á verö í lítlum hverfaverslunum. Verðmunur er eölilega einhver milli lítilla og stórra verslana. Sé sá munur tek- inn með í reikninginn verður ekki séð aö óeðlilegar hækkanir hafi orðið frá upphafi verðstöðv- unar. -Pá LAXALYSIÐ C(S! a',v' KOMIÐ AFTUR SALMON 0IL+ OMEGA 3 and 6 UltraVit Laxalýsi inniheldur náttúru- legu ómettuðu Omega-3 og 6 líf- rænu sýrurnar EPA, DHA og GLA sem stjórna kólesterólmagninu, einnig inniheldur það E-vítamín. Virkar vel á hjartað, blóðráðsina og efnaskipti líkamans. Laxalýsið UltraVit Omega-3 og 6 lífrænu sýrurnar draga úr kólesteról- magninu og stuðla að góðri, al- mennri heilsu með áhrifum sínum á æðakerfið, blóðþrýsting, heila- og kirtlastarfsemi líkamans. Útsölustaðir Reykjavik: Heilsumarkaðurinn Frækornið SS-búðirnar Kjötmiðstöðin, Garðabæ Hafnarfjörður: Fjarðarkaup Heilsubúðin Akureyri: Heilsuhornið ísafirði: Vöruval og flestum kaupfélögum úti á landi. Heildsölubirgðir: Sími 61-22-92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.