Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Page 6
Útlönd LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. Baráttan um dollar Slappir smokkar í Frakklandi ann í algleymingi Seðlabankar stærstu Evrópuríkj- anna og Japans keyptu í gær banda- ríska dollara í milljónatali til að hindra að hann lækkaði enn frekar á gjaldeyrismörkuðum. Allt frá því George Bush var kjör- inn forseti Bandaríkjanna 8. nóv- ember síðastliðinn er dollarinn á fal- landa fæti. Gjaldeyriskaupendur telja líklegt að Bush láti gengi dollar- ans síga og jafni þannig viðskipta- halla Bándaríkjanna. Ennfremureru sterkar efasemdir um að Bush taki á fjárlagahalla ríkissjóðs og veikir það enn stöðu gjaldmiðilsins. í gær komu stóru seðlabankarnir í tvígang inn á markaðinn og keyptu stórar summur af dollurum. Eftir- spurnin, Sem seðlabankarnir skópu, hélt dollaranum á floti vfir það lág- Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 5-7 Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsogn 5-8 Sb.Sp 6 mán. uppsogn 5-9 Vb.Sb,- Sp 12 mán. uppsogn 6-10 Ab 18mán.uppsogn 15 lb Tékkareikningar, alm. 1-2 Vb.Sb,- Ab Sértékkareikningar 5-7 Ab.Bb,- Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Bb.Vb,- Sp 6 mán. upDSOgn 2-3.75 Vb.Sp Innlán meðsérkjörum 5-12 Lb.Bb,- Sb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 7.25-8 Vb Sterlingspund 10.50- 11,25 Vb Vestur-þýskmork 4-4,25 Ab.V- b.S- b.Úb Danskarkrónur 7-8 Vb.Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15.5-18 Sp Vidskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi Almenn skuldabréf 16,5-21 Vb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareiknmgar(yfirdr.) 19-22 Lb.Úb Utlán verötryggö . Skuldabréf 8-8,75 Vb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 17-20 Lb.Bb SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp Bandarikjadalir 10,25 Allir Sterlmgspund 13.50- 14,50 Lb.Úb Vestur-þýskmork 6,75-7,25 Allir nema Vb Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,6 2.3 á mán. MEÐALVEXTIR Överötr. nóv. 88 20,5 Verðtr. nóv. 88 8,7 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 2272 stig Byggingavísitala nóv. 399,2 stig Byggingavisitala nóv. 124,8 stig Húsaleiguvísitala Engin hækkun 1. okt. Verðstoðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,364 Einingabréf 2 1,915 Einingabréf 3 2,181 Fjólþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,565 Kjarabréf 3,359 Lífeyristréf 1.691 Markbréf 1,775 Skyndibréf 1,030 Sjóðsbréf 1 1,618 Sjóðsbréf 2 1,405 Sjóðsbréf 3 1,154 Tekjubréf , 1,565 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, ■ lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Bush tekur við forsetaembættinu þann 20. januar 1989 og fjármálamenn óttast að hann ráði ekki við efnahags- vanda Bandaríkjanna. Símamynd Reuter mark sem vestur-þýskí seðlabankinn setti, eða 1,74 mörkr á móti dollar. Talsmenn seðlabankanna sögðu að þeir gætu ekki endalaust bjargað dollaranum. Vestræn iðnríki leggja áherslu á að bandaríska ríkisstjórnin með Bush í fararbroddi grípi til að- gerða sem geri bandaríska gjaldmið- ilinn trúverðugri. Fjármálaheimurinn brást illa við ummælum Nicholas Brady, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, þess efnis að hann hefði ekki áhyggjur af fallandi gengi dollarans og að ekki teldi hann líkur á að vextir hækkuðu í Bandaríkjunum. Hærri vextir í Bandaríkjunum yrðu mönnum hvatning til að kaupa dollara og myndi hann þá styrkjast. Ummæli Bradys urðu til þess að enn fleiri vildu selja en áður og stóru seðla- bankarnir í Evrópu og Japan fóru á stúfana til að jafna bilið á milli eftir- spurnar og framboðs. íslenskur útflutningur á Banda- ríkjamarkað tapar stórfé þegar doll- arinn lækkar. Gengisfellingar ís- lensku krónunnar miða að því að láta útflytjendur fá hærra verð fyrir söluvörur sínar. Þegar dollarinn lækkar á mörkuðum dregur úr þeim áhrifum sem ætlast er til með gengis- fellingu krónunnar. Á meðan dollar- inn hefur aðeins hækkað um rúm 10 prósent miðað við íslenskar krónur undanfarin þrjú ár hefur enskt pund hækkað um rúm 50 prósent og vest- ur-þýskt mark um rúm 80 prósent. Af þessum ástæðum hefur dregið úr útflutningi fiskafurða til Bandaríkj- anna. Reuter/DV Quayle hafður að spotti og spéi Beggja vegna Atlantshafsins er dregið dár að varaforseta Bandaríkj- anna, Dan Quayle. Það er gert grín að Quayle fyrir að vera reynslulaus, að gáfnaskorti hans og ferli í hern- um. í kvöldverðarboði fyrir skömmu sagði bandaríski þingmaðurinn John Kerry frá Massachusetts að banda- ríska leyniþjónustan hefði fengið þau tilmæli að ef Bush forseti yrði skot- inn skyldi leyniþjónustan skjóta Quayle. Þegár fréttist af brandara þingmannsins varð hann að biðjast opinberlega afsökunar. Quayle var nefndur í lok fréttatíma BBC sjónvarpstöðvarinnar í Bret- landi þegar fréttamaður minntist 60 ára afmælis teikinmyndafígúrunnar Mikka mús. Fréttamaðurinn sagði: „þrátt fyrir orðróm er það rangt að Mikki mús noti Dan Quayle-úr.“ Brandarinn vísar til þess að úr með mynd af Mikka er vinsælt hjá böm- um. Quayle tekur gríninu með bros á vör og segist ekki láta það trufla sig. Hann mun þó hafa móðgast þegar Reagan forseti bauð honum ekki til kvöldverðar sem haldinn var í vik- unni til heiðurs Margréti Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. Blaða- fulltrúi Nancy forsetafrúar tók fram að það hefði ekki verið tilviljun að nafn Dan Quayle sást ekki á gesta- listanum. Reuter Á leyniþjónustan að skjóta Quayle ef Bush fellur frá? Bjami Hin riksson, DV, Bordeaux: Yfirvöld í Frakklandi hafa bannað sölu fimm tegunda smokka eftír að niðurstðður könnunar voru birtar í neytenda- blaði. Þar kemur fram að þríðj- ungur af 41 tegund, sem seld er í landinu, er talinn ófullkomin vernd gegn eyðnisýkingu. Þetta hefur vakið mikla athygli og heilbrigðisyfirvöld bmgðust hart við, sérstaklega þar sem ný- lega voru tilkynntar nýjar að- gerðir í baráttunni gegn eyðni. Fyrir utan tegundirnar fimm era fimmtán í viðbót sem gætu hlotið sömu örlög. Þessi könnun verður éndurtekin af ríkinu því ekki eru allir sammála um gildi niður- staðna hennar. í Frakklandi hef- ur notkun smokka aldrei verið sérlega mikil og þessi könnun bætir ekki úr skák. Ríkisstjórnin hrinti ekki alls fyrir löngu af stað auglýsingaher- ferð fyrir aukinni smokkanotkun og heilbrigðismálaráöherrann hefur tekið það fram að þær tæp- lega þijátíu tegundir, sem fá góða einkunn í könnuninni, hafi um áttatiu og fimm prósent allrar sölu í Frakklandi. viðurkennd af A-Evrópu Sovétríkin og Austur-Þýska- land viðurkenndu í gær sjálfstætt ríki Palestínumanna á hertekn- um svæðum ísraelsmanna. Ekki er ólíklegt að flest önnur ríki Austur-Evrópu komi í kjölfarið og viöurkenni ríki Palestínu- manna sem þjóðarráö þeirra stofnaöi á fundi í Alsír í vikunni. Flestir heföu búist við að Sovét- ríkin myndu bíða átekta nokkra stund áður en þau viðurkenndu nýstofnaöa ríkið. Áður en Sovét- ríkin viðurkenndu í gær riki Pal- estínumanna höfðu milli tíu og tuttugu önnur þjóðlönd gért hið sama. Viðurkenning Sovétmanna er mikill sigur fyrir Yassír Arafat, leiðtoga PLO, sem knúði fram til- lögu sem bæði fól í sér yfirlýsingu um stofnun nýs ríkis og jafnframt viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Harðlínumenn úr röðum Palestínumanna vildu láta við það sitja aö lýsa yfir ríkis- stofnun. Bandaríkin standa núna frammi fyrir því að viðurkenna nýtt ríki Palestínumanna eöa koraa raeö góðar ástæður gegn þvi að viðurkenna það. Jón Bald- vin, utanrikisráðherra íslands, segir það ekki samræraast al- þjóðavenjum að viðurkenna ríki á borö við það sem nýstofhað er í Palestínu. Reuter/DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.