Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Page 8
8
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
Þáttaröðin Á ógnartímum á Stöð 2:
Leikstjóri Forsyte ættarinnar
enn við stjómvölinn
Þáttarööin Á ógnartímum ber öll
merki breskra vinnubragða í sjón-
varpi. Það var naumast við öðru að
búast þar sem leikstjórinn er einn
sá fremsti sem hefur sjónvarps-
myndir að sérgrein sinni. Þetta er
James Cellan Jones sem frægastur
hefur orðiö fyrir að leikstýra Forsyte
ættinni, einni lengstu og vinsælustu
þáttaröð sem um getur.
Sér til aðstoðar hefur Jones hand-
ritshöfundinn Alan Plater sem fyrir
utan að vera höfundur skáldsagna
hefur skrifað handrit að fjölmörgum
sjónvarpsþáttum. Hann á heiðurinn
af að skrifa sjónvarpshandrit eftir
sögum Agöthu Christie um Miss
Marple.
Að sögulokum í Egyptalandi.
Sagan, sem þeir Jones og Plater
vinna úr, er eftir ensku skáldkonuna
Oliviu Manning. Hún birtist á árun-
um 1960 til 1965 í þremur hlutum og
er sameiginlega kölluð The Balkan
Trilogy. Þetta er frægasta saga
Manning en hún hefur sent frá sér
margar sögur bæði fyrr og síðar.
Saga um
flóttafólk
í sögunni er höfundurinn að flalla
um afdrif hjóna í framandi umhverfi
á stríðstímum. Þau koma til Rúme-
niu sem saklausir útlendingar. Guy
Pringle hefur miklar áhyggjur af
Ógnir stríðsins í Rúmeniu. Aftökur
án dóms og laga.
framvindu mála og dregst inn í of-
sóknir nasista gegn gyðingum í
Rúmeníu. Éftir að Þjóðverjar hafa
náð undirtökunum í landinu kemst
hann á lista yfir eftirlýsta menn.
Eftir þetta hefst flótti þeirra undan
nasistum. Harriet fer til Aþenu og
Guy á eftir. Þar verður dvölin stutt
því enn verða þau að flýja undan
nasistum og nú liggur leiðin til
Egyptalands. Þar lifa þau í skugga
Afríkustríðsins. Það reynir á hjóna-
bandið. Þau skilja um tíma en ná
saman á ný. í Egyptalandi lýkur sög-
unni þótt ógnartímarnir haldi áfram.
-GK
Guy og Harriet Pringle á leiðinni til Búkarest. Þar bíða þeirra ógnir stríðsins.
Uppskafningurin
Yakimov fursti
Hjónin Guy og Harriet Pringle. Um þau snýst sagan.
Reyndir sviðsleikarar
í aðalhlutverkunum
Eins og í mörgum sjónvarpsþáttum
fer ein af aukapersónunum nærri því
að stela senunni frá aöalpersónun-
um. í sögunni um það Gay og Harri-
et Pringle er það óheillakrákan Yaki-
mov fursti sem gerist frekur til rúms-
ins. Ástæðan er að þar fer saman
stórkostlegur leikur Ronald Pickup
og sjálf persónan er þannig saman
sett aö hún vekur bæði hrifningu og
fyrirlitningu.
Yakimov er aðalsmaður af rúss-
nesk-írskum ættum. Hann er flótta-
maður sem hefur tapað öllu sínu en
getur ekki tekið nokkurn skapaðan
hlut alvarlega. Hann er snillingur í
að bjarga eigin skinni og hugsar ekki
um þótt velgerðarmenn hans verði
aö gjalda fyrir.
Koníak á
kostnað annarra
Hann er sérvitur uppskafningur
sem gengur í ósamstæðum skóm,
drekkur eins mikið koníak á kostnað
annarra og honum er mögulegt að
innbyrða og heillar menn með snilld-
arlegri samræðulist. Hann er hrókur
alls fagnaðar í boðun þar sem hann
birtist jafnan sem boðflenna.
Ahorfendur eru frá því hann birtist
í fyrsta sinn látnir vera í vafa um
hvort maðurinn er óvenjuheimskur,
slóttugur og undirforull eöa maður
sem hefur lært að bjarga sér í hörð-
um heimi. Guy Pringle heillast af
þessum manni og tekur hann upp á
sína arma. Yakimov launar það með
því að svíkja velgjörðarmann sinn
en tekst að kjafta sig inn á hann aft-
ur.
Yakimov heldur sig að hætti aðals-
manna þótt hann eigi ekki bót fyrir
rassinn. Hann lifir frá degi til dags
og vonar að hver nýr dagur færi
honum ný tækifæri til að halda lífl -
og sníkja svolítið koníak. Á endanum
verður kæruleysiö honum að falli.
Hann þarf endilega að kveikja sér í
sígarettu þegar alger myrkvun hefur
verið fyrirskipuð og er skotinn af
lögreglunni.
Virtur Shake-
speareleikari
Ronald Pickup, sem leikur Yaki-
mov, á að baki langan feril sem leik-
ari. Hann er skólaður sem Shake-
speareleikari hjá Þjóðleikhúsi Breta
og lék þar við góðan orðstír um tíma.
Hann hefur einnig leikið í mörgum
sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.
Hann hefur m.a. komið fram í James
Bond-myndum. Frægasta myndin,
sem hann hefur leikiö í, er The Missi-
on, ein nafntogaðasta stórmynd síð-
ari ára. -GK
Hjónin Guy og Harriet Pringle eru
leikin af þeim Kenneth Branagh og
Emmu Thompson. Þau teljast bæði
til efnilegri yngri leikara í bresku
sjónvarpi og hafa að auki töluverða
reynslu sem sviðsleikarar.
Branagh hóf feril sinn í leikhúsum
í Lundúnum og vann tvívegis á þeim
árum verölaun sem efhilegasti nýlið-
inn í leikarastétt. Eftir það tók hann
aö sér aðalhlutverkin í tveimur
þáttaröðum í sjónvarpi. Hvorug
þeirra hefur þó komið fyrir sjónir
íslenskra áhorfenda. Árið 1984 lék
hann titilhlutverkið í Hinriki fimmta
hjá Konunglega Shakespeare leik-
hópnum. Fyrir þetta hlutverk fékk
Branagh mikið lof.
Emma Thompson á sér annan bak-
grunn þótt hún hafi einnig hafið fer-
il sinn í leikhúsi. Hún byrjaði sem
révíuhöfundur hjá leikhópi í Cam-
bridge og síðan einnig sem leikkona.
Það varð til þess að hún fékk tilboð
um að leika í gamanmyndum í sjón-
varpi. Vinsælasta hutverkið af þeirri
gerðinni er Sally í Me and My Girl
sem lengi gekk í Sjónvarpinu hér.
Með hlutverkinu í Á ógnartínum
hefur hún snúiö við blaðinu og leikur
í fyrsta sinn alvarlegt hlutverk.
Þegar þau hjón, Harriet og Guy,
koma til sögunnar eru þau nýgift.
Áhorfendur kynnast þeim á leið til
Búkarest í Rúmeníu þar sem Guy
hefur tekið að sér kennslu við há-
skólann. Þetta er haustið 1939, sama
haustið og heimsstyrjöldin síðari
braust út. Þau dragast inn í ógnir
stríðsins og sagan berst víða um
austanverða Evrópu og Miðaustur-
lönd og lýkpr raunar í Egyptalandi
meðan stríðið er enn í algleymingi.
-GK
Óheillakrákan Yakimov fursti sem Ronald Pickup leikur. Þetta er undarlega
saman sett persóna sem ekki hefur hæfileika til annars en að kjafta sig frá
vandamálunum.