Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Page 11
«90r Pr fl'IOM'"' r'-i/ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. or íi Breiðsíðan DV-myndbrot vikunnar DV-mynd Hanna Dagskrá ljósvakanna í nýju tímariti: Tímarit sem hefur vantað á markaðinn - segja útgefendur Næst á dagskrá „Þessi hugmynd var lengi aö velkj- ast í mér áöur en ég ákvað aö slá til og fara út í blaöaútgáfu," sagöi Kol- brún Sveinsdóttir, fyrrum kynning- arstjóri Stöðvar 2, í samtali viö Breið- síðuna. Kolbrún fékk Kristínu Kvar- an, blaðaútgefanda í Garðabæ, til liðs viö sig og saman ætla þær að gefa út tímaritið Næst á dagskrá, sem kemur út í fyrsta skipti 1. desember. „Hér hefur ekkert blað verið gefið út sem birtir dagskrár allra ljósvaka- miðlanna eins og gert er í öðrum löndum. Blöð sem þessi hafa verið með vinsælustu tímaritum. Við birt- um dagskrár sjónvarps-, útvarps- og gervihnattastöðvanna og upplýsing- ar um athyglisverðar myndir sem hægt er að fá á myndbandaleigunum. Auk þess verðum við með umfjöllun um bækur og annað áhugavert sem er að gerast í kringum okkur. Þá verður sagt frá fréttnæmu fólki, bæði innlendu og erlendu," sagði Kristín. Næst á dagskrá verður í B-5 broti, 32 síður að stærð, kemur út vikulega í tíu þúsund eintökum fyrst um sinn og kostar 97 krónur. Tímaritið verð- ur selt í matvöruverslunum. „Ég er oft að vandræðast yfir að Sjónvarps- vísir Stöðvar 2 er ekki með dagskrár annarra stöðva og hef oft bölvað yfir því,“ sagði Kristín. Kolbrún bætti við að það hefði ein- mitt verið þess vegna sem hugmynd- in hefði fæðst. „Mér hefur fundist Sjónvarpsvísirinn óaðgengilegur." Þær stöllur hafa unnið í tvo mánuði að undirbúningi nýja blaðsins og segja aö forsvarsmenn allra íjölmiöla hafi verið mjög samstarfsfúsir. „Þeir eru tilbúnir að kynna blaðið fyrir okkur og við höfum ekki mætt neinu nema góðum skilningi." - En eru þær ekkert hræddar við samkeppnina frá helgarkálfum dag- blaðanna? „Nei, þetta er ekkert sambæri- legt,“ svarar Kristín. „Kolbrún þekk- ir vel innviði þessa starfs eftir aö hafa unnið hjá Stöð 2 og hún hefur gert blaðið mjög áhugavert. „Við telj- um að markaður sé fyrir hendi.“ í tilefni útgáfunnar hafa þær boðið heimsfrægum kvikmyndaframleið- anda, David Puttnam, hingað til lands og mun hann halda einkafyrir- lestur fyrir fólk er starfar að kvik- myndagerð. Puttnam hefur framleitt myndir eins og Eldvagninn, Killing Fields, Missing og Midnight Express, svo að einhverjar séu nefndar. Hann hlaut óskarsverölaun fyrir Eldvagn- inn. David Puttnam var forstjóri Colombia kvikmyndafyrirtækisins en hætti þar fyrir stuttu vegna ósam- komulags við Kóka Kóla sem er einn af stærstu eigendum fyrirtækisins. Puttnam, sem er Breti, er einn fræg- asti kvikmyndaframleiðandi í dag og jafnframt sá umdeildasti. Það er því sannarlega vel af sér vikið hjá Kol- brúnu að fá hann hingað til lands. -ELA Kristin Kvaran og Kolbrún Sveinsdóttir eru bjartsýnar á að Ijósvakatímarit- ið fái góðar viðtökur. Þær hafa boðið hingað heimsfrægum kvikmyndafram- leiðanda i tilefni útgáfunnar. DV-mynd GVA Yoh Izumo hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir danstúlkun sína sem hún hefur sýnt víða um heim. Yoh Izumo í Þjóðleikhúsinu: Túlkar dansinn með latbragðsleik Yoh Izumo er japanskur dansari og danshönnuður sem vakið hefur mikla athygli víða um heim. Izumo, sem er kvenkyns, ef nafnið skyldi vefjast fyrir einhverjum, kemur hingað é lands í næstu viku og ætlar að dansa á Litla sviði Þjóð- leikhússins. Izumo hefur sýnt dansa í mörgura borgum Banda- ríkjanna, Evrópu og Asíu og kom m.a. fram á listahátíö ólympíuleik- anna í Seoul. Yoh Izumo sérhæfir sig í tveimur tegundum klassískra japanskra dansa, Juita-mai og Kabuíd-buyo. Þessar danstegundir eiga sér margra alda gamla þróunarsögu og er báðum sameiginlegt að lát- bragðsleikur er stór þáttur dans- ins. Jiuta-mai dansarnir þróuðust meðal geisha-dansmeyja fyrir um það bil 200 árum í tehúsum í Os- aka, sem þá var miðstöð verslunar og viðskipta. Þessir leikdansar leggja áherslu á kvenlega fegurð og kynþokka og tjá tilfinningar kvenna í gleði og sorg. Kabuki-buyo eru dansar af hefð- bundinni Kabuki-leiklist. Þessir dansar geta ýmist veriö hluti af söguþræði leikritanna eða verið sjálfstæöir einþáttungsdansar. Til- gangur kabuki er að sýna hæfni leikarans í að túlka persónuleika og tilfinningar ákveðins hlutverks með dansi og hreyfingum. Yoh Isumo hefur hlotiö margar viðurkenningar fyrir túlkun sína, m.a. menningarverðlaun japanska menntamálaráðuneytisins. Haukur J. Gunnarsson leikstjóri kynnir sýninguna. Hann hefur margra ára nám að baki í Japan, m.a. sem nemandi You Izumo. Haukur hefur leikstýrt mörgum verkum, bæði hér og erlendis, m.a. tveimur japönskum sýningum fyr- ir Þjóðleikhúsið. Hann starfar nú sem leiksfjóri í Osló en síðasta verkefni hans var japanska leikri- tiö Heike-gani fyrir Det Norske Teatret, þar sem You Izumo samdi dansana. Á meðan á Izumo dvelur hér á landi verður sýning á japönskum Ijósmyndum í anddyri Ldtla sviðs- ins. Myndimar eru frá daglegu lífi og listalífi í Japan. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.