Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. Stjómmál Verulegar skuldir hjá Alþýðuflokknum - eru vegna síðustu kosningabaráttu og Alþýðublaðsins Þaö kom fram í skýrslu Geirs A. Gunnlaugssonar, gjaldkera Alþýðu- flokksins, að í dag væri svo komið að verulegt tap hefði verið hjá flokknum tvö síðustu ár. Hann sagði að flokkurinn hefði tekið á sig tölu- verðar byrðar vegna áfalla í rekstri Alþýðublaðsins. Þá sagði hann að kostnaöur vegna kosninganna 1987 hefði orðið mikill og reyndar farið langt fram úr áætl- un. Fjáröflun tókst ekki sem skyldi og niðurstaðan er sú að flokkurinn stendur uppi með verulegan skulda- bagga. Geir sagði reyndar að þeir alþýðu- flokksmenn væru ekki einir á báti því allir stjórnmálaflokkarnir nema Kvennalistinn eiga við verulega fjár- hagserfiðleika aö etja vegna kosning- anna 1987. Sagði Geir að það stafaði af eðli kosningabaráttunnar sem hefði byggst mikið á auglýsingum í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Sagði Geir að kosningabarátta sem kosta hefði átt nokkrar milljónir hefði að lokum kostað á annan tug milijóna króna. Geir sagðist spyrja sjálfan sig hvort þessi aukni kostnaður vegna kosn- ingabaráttunar skilaði sér í fleiri þingmönnum. Sagði hann að fróðlegt væri aö líta til Kvennalistans sem lítið auglýsti og ætti ekkert málgagn en vex þó stöðugt. Þess má geta að í lok landsfúndar- ins var samþykkt aö hækka árgjöld flokksins verulega þrátt fyrir að verðstöðvim ríki. -SMJ Hér stend ég og get ekki annað - sagði Jóhanna Sigurðardóttir „Ákvörðun um að gefa kost á sér sem varaformaöur er aldrei auöveld og stundum mjög erfið. Ég hef fundiö það undanfama daga aö mikiil áhugi er meðal fólks um allt land á því að ég verði áfram í þessu starfi og þá sérstaklega hjá kvennasamtökum. Því segi ég: Hér stend ég og get ekki annaö,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir, varaformaður Alþýðuflokksins, eftir að hún hafði verið einróma kjör- inn varaformaöur flokksins á 44. landsþingi flokksins. Nokkurrar óvissu gætti fyrir þing- ið um það hvort Jóhanna yrði áfram í starflnu. Hún fékk hins vegar glæsi- lega kosningu - fékk meira aö segja glæsilegri kosningu en formaðurinn - og eru menn yfirleitt sammála um að staða hennar í flokknum hafi heldur styrkst eftir þingið. Það urðu nokrar breytingar á for- ystusveit flokksins og kallaði for- maðurinn það kvennabyltingu. Jón Baldvin Hannibalsson var endurkos- inn formaður. Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ, var kosinn ritari en Ami Gunna'rsson gaf ekki kost á sér áfram. Eyjólfur K. Sigurjónsson var kosinn gjaldkeri en Geir A. Gunnlaugsson gaf ekki kost á sér. Þá var Elín Alma Arthúrsdóttir kos- in formaður framkvæmdastjórnar í stað Sjafnar Sigurbjömsdóttur sem gaf ekki kost á sér áfram. -SMJ „Heilög" Jóhanna hyllt á landsfundi Alþýðuflokksins eftir að hún hafði ver- ið endurkosinn varaformaður. Við borðið má sjá Guðna Guðmundsson rektor, Jón Sigurðsson, iönaðar- og viöskiptaráðherra, Birgir Árnason, for- mann Félags ungra jafnaðarmanna, og Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins. DV-mynd Brynjar Gauti Flokksstjómarkjör Alþýðuflokksins: Stjómmálaályktun: Núverandi flokkakerfi gengur óð- um úr sér Stjómmálaályktun Alþýöu- flokksþingsins byijar á því að árétta grunh flokksins: „Stefna Alþýðuflokksins byggir annars vegar á aukinni áherslu á mark- aðsbúskap og minni afskiptum rikisins af atvinnumálum en hins vegar á efnahagsmálum. Þessi stefna er ítrekuö. Fyrstu aðgerðir ríkisstjómarinnar em tíma- bundnar ráöstafanir sem nauð- synlegt var aö grípa til viö erfiöar aðstæður í efnahags- og stjóm- málum. Þær leysa engan vanda til frambúöar en gefa lifsnauð- synlegt hlé frá sífelldum verð- lagshækkvmum til að hægt sé að undirbúa varánlegri ráöstafan- ir.“ Þá segir i ályktuninni að æ ljós- ara veröi að núverandi flokka- kerfl sé að ganga úr sér. „íslensk- ir jafnaðarmenn hafa verið sundraðir í flokki um langt skeiö. Nú er betra tækifæri en oft til að sameina krafta þeirra á öllum sviðum þjóðfélagsins, í félaga- samtökum, í verkalýöshreyfingu, í sveitastjómura og á Alþingi." í kafla um kjara og launamál er kveðiö á um að nauðsynlegt sé aö endurreisa samningsrétt- inn. Um iönaðarmál segir aö kanna veröi til hlítar möguleika á að koma á laggimar aukinni álfram- leiðslu. Er lýst yfir eindregnum stuðningi viö vinnubrögð iðnað- arráðherraiþessumáli. -SMJ Rannveig Guðmundsdóttir hlaut flest Fertugasta og íjóröa flokksþing Alþýðuflokksins kaus þijátíu manns í flokksstjóm og tíu til vara. Flest atkvæöi hlaut Rannveig Guömunds- dóttir eða 163. Aðrir fulltrúar í flokksstjóminni vom kjörnir með eftirfarandi flölda atkvæöa: Guðmundur Ámi Stefáns- son 160, Alda Möller 158, Helga Krist- ín Möller 156, Bjami P. Magnússon 154, Guðfinnur Sigurvinsson 152, Guðmundur Oddsson 148, Amór Benónýsson 146, Stefán Gunnarsson 145, Jóna Ósk Guöjónsdóttir 141, Gylfl Þ. Gíslason 140, Þorlákur H. Helgason 139, Bjöm Friöfinnsson 137, Elín Harðardóttir 133, Gunnar Eyjólfsson 133, Hermann Ragnars- son 131, Sveinn Elínbergsson 126, Jón Bragi Bjamason 120, Magnús H. Magnússon 118, Hreinn Pálsson 117, Helgi Skúli Kjartansson 116, Kristín Ólafsdóttir 115, Valgeröur Guð- mundsdóttir 114, Guðmundur Ólafs- son 113, Ásthildur Ágústsdóttir 110, Margrét Pálmarsdóttir 110, Sjöfn Sig- urbjömsdóttir 110, Birgir Dýrfjörð 109, Guöríður Elíasdóttir 94 og Margrét Heinreksdóttir 94. Alþýðuflokkurinn hefur. kynja- kvóta viö kjör í flokksstjóm og eiga hlutfóllin aö vera að minnsta kosti 40/60 fyrir hvort kyn um sig. Þvi gerðist það aö nokkrir sem höfðu fleiri atkvæöi náöu ekki kjöri í flokksstjóm og má nefna Skúla Jo- atkvæði hnsen sem fékk 104 atkvæði en verð- ur nú varamaður. Varamenn verða því, samkvæmt kvótareglunni, Geir Gunnlaugsson, Skúli Johnsen, Helgi Hálfdánarson, Haukur Helgason, Ámi Sædal, Gylfl Þ. Gíslason SUJ, Guðrún Óladóttir, Bima Eyjólfsdótt- ir, Kristin Viggósdóttir og Gréta Að- alsteinsdóttir. -jj Ástir samlyndra hjóna Ekki verður annaö sagt en pólit- íkin sé aö taka nokkuð nýstárlega stefnu þessa dagana. í stað átaka og ágreinings milli stjómmála- flokka, eins bg íslendingar þekkja af langri sögu, hafa nú þau undur og stórmerki gerst aö foringjar helstu stjómmálaflokkanna fallast nú í faðma hver um annan þveran og gengur ekki hnífurinn á milli þeirra. Hámarki náðu þessi ástar- atlot þegar Jón Baldvin heimsótti framsóknarfjósið og flutti hjart- næma ræöu um raunsæi og rétt- læti framsóknarmanna. Var sföan leystur út með gjöfum og jólapökk- um. Ekki hafði Jón -fialdvin fyrr lokið sér af í faðmlögunum á fram- sóknarþinginu en Steingrímur birtist á krataþingi þann sama laugardag og sagði krötum frá því hversu miklir drengskaparmenn þeir væm. Ekki síst Jón Baldvin, sem var mesti drengskaparmaöur sem Steingrímur hefur nokkum tímann hitt og undanskildi þá hvorki Arafat né pabba sinn. Stein- grímur var einnig leystur út með gjöfum, rauöum rósum og pólit- ískri ástarsögu Bryndísar. Bryndís hlýtur aö verða afbrýði- söm í meira lagi eftir þessar ástar- játningar eiginmannsins gagnvart Steingrími og Steingríms gagnvart eiginmanninum, en það er þó bót í máli að bókin hennar fékk góða auglýsingu í beinni útsendingu og Steingrímur getur þá lesið bókina til að læra hvemig ástarsambandi hans og Jóns Baldvins verður best viö haldið. Allavega em svona bækur góðar til uppsláttar fyrir ástir samlyndra þjóna. Þaö em ekki nema nokkrir mán- uðir síðan Jón Baldvin fór herfor um landiö til að lýsa vígi á hendur sér varðandi væntanlega aflífun Framsóknarflokksins í íslenskri pólitík. Framsóknarménn voru óalandi og ófeijandi og Jón taldi þaö þjóðamauðsyn að losa sig und- an völdum Framsóknarflokksins, sem var upphaf og endir allra þeirra ófara sem yfir þjóöina hafa gengiö. Sama má segja um fram- sóknarmenii. Þeir neituöu algjör- lega að starfa með krötum og sögðu Jón Baldvin óalandi og óferjandi og alveg fram á þennan dag hafa ýmsir gamalkunnir framsóknar- menn verið aö vara Steingrím viö ótuktinni honum Jóni. En hvaö var þaö þá sem gerðist? Hvaö veldur öllum sinnaskiptun- um? Var þetta ást við fyrstu sýn? Ekki kannske alveg, en orsökin er að þeirra sögn ein og aöeins ein: Þorsteinn Pálsson. Ef Steingrímur var slæmur í augum Jóns Baldvins þá var Þorsteinn verri. Ef Jón Bald- vin var slæmur í augunum á Stein- grími, þá var Steini verri. Á einni nóttu tókst Þorsteini Pálssyni að sameina Heródes og Pílatus og allt bendir til þess aö Ólafur Ragnar Grímsson gangi sömuleiöis í þetta hjónaband. Nú tala A-flokkarair hástöfum um sameiningu og sam- eiginlega með Framsókn ætla þeir að reisa úr sínum eigin rústum stóra og breiða fylkingu vinstra megin viö miðju. Þetta er áratuga- gamall draumur margra kynslóða í hinum ýmsu vinstri flokkum á íslandi, en hann hefur aldrei verið í augsýn fyrr en Þorsteinn Pálsson kom til skjalanna. Þaö verður aö teljast nokkurt af- rek hjá hinum unga formanni Sjálf- stæðisflokksins aö gera krötum og framsóknarmönnum kleift að upp- götva drengskapinn og réttlætið í fari hvor annars og koma Ólafi Ragnari inn í ríkisstjórn í eina sæng með hinum. Það er ekki á hverjum degi, sem þjóðin verður vitni að slíkum ástaratlotum sam- lyndra hjóna og eru þó formenn Framsóknar og Alþýðuflokks sagð- ir vel kvæntir. Nú vantar ekkert upp á annað en að Edda forsætis- ráöherrafrú gefi út bók um sjálfa sig fyrir jólin svo Denni geti sent Jóni Baldvin fyrsta eintakið með ástarkveðju frá Framsókn. Pólitískar ástarsögur hafa stund- um áður verið skrifaðar. En þær hafa aldrei fyrr verið leiknar í veruleikanum í beinum útsending- um, eins og þjóðin sá á laugardag- inn þegar þeir foringjamir féllust í faðma og skiptust á jólapökkun- um. Einhvem veginn fmnst Dag- fara sanngjamt að Þorsteinn fái líka senda bókina um Bryndísi í jólagjöf frá þeim fóstbræðrunum. Er þetta ástarsamband ekki honum aö þakka? Þeir hefðu aldrei fundiö hina einu og sönnu ást nema vegna þess hversu Þorsteinn var vondur við þá! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.