Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. 29 Spennandi klassík fyrir alla Þetta er saga eftir enska prestsdóttur og piparmey, sem fæddist sama árið og langalangalangafi minn (1775), og kom út árið sem Jón Sigurðsson steig fyrstu sporin í túninu heima á Hrafnseyri (1813). Getur slík saga mögulega átt eitthvert erindi við ís- lenska lesendur á því herrans ári 1988? Merkilegt nokk verður að svara þessu jákvætt á sömu forsendum og vel sögð saga á alltaf erindi við áheyrendur sína. Sagan um hroka og hleypidóma er löngu orðin klassísk í heimalandi sínu. Sagnameistarinn William Som- erset Maugham skipaðr henni í ann- að sæti á lista sínum yfir tíu bestu skáldsögur heims. Maugham er að vísu illræmdur meðal þeirra, sem telja að dæma eigi sögur eftir þeim boðskap sem þær flytja. Hann hélt því fram að mannlegt eðli væri ekk- ert geysilega flókið fyrirbæri og að það væri fyrir löngu búið aö segja allar þær sögur sem hægt væri að segja í heiminum. Galdurinn væri í þvi fólginn hvernig og af hvílíkri íþrótt sagan væri sögð. Og það er einmitt þess vegna, sem Hroki og hleypidómar Jane Austen hlutu slík- an virðingarsess á lista hans: Þessi saga, sem kannski fjallar bara um unga stúlku sem skiptir um skoðun, er sögð af þeirri hind sem megnað hefur að hlýja hjartarætur sex eða sjö kynslóða um heim allan. Sagan er vel afmörkuð í tíma og rúmi. Hún gerist á einu ári 1811 og 1812. Hún lýsir lífl lágaðalsins í Englandi á þessum tíma. Samt hefur henni tek- ist að ná til fólks af margvíslegum þjóðernum, stéttum, trúarbrögðum og siðakerfum, er orðin laus úr fjötr- um umhverfisins og óháð samtíð sinni. Klassík. Það er því lítt við hæfi að skrifa ritdóm um bók Jane Austen. Það sem hér skiptir máli er þýðingin. Og er þá best að taka það Bökmeimtir Ólafur Hannibalsson fram strax að mér sýnist hún frábær- lega af hendi leyst, og skulu færð nokkur rök fyrir því. Nútímalegt málfar Þá er kannski best að geta þess fyrst, sem ég hnaut um við fyrsta yfirlestur. Mér fannst málfarið víða of nútímalegt: „æðislegt, agalegt, svakalegt, öll í rusli“. Þá fannst mér sem betur hefði farið á því að prýði- legur eftirmáli þýðanda hefði verið formáli. Þar gerir þýðandinn glögga grein fyrir sögusviði og samtíma sögupersónanna, kynnir höfundinn og skýrir vinnubrögö sín við þýðing- una. Eftir annan lestur var ég ekki aðeins sáttur við vinnubrögð þýð- andans heldur og sannfærður um að hann hefði valið hina einu aðferð, sem viö átti. Þótt Jane Austen sé ein- mitt ekki síst kunn og vinsæl fyrir þann leikandi létta, fjörlega og lipra Meiming stíl sem hún hafði á valdi sínu fer ekki hjá því að fyrir nútímalesanda enskan virkar hann að ýmsu leyti svolítið „fyrndur“. Sjálf þurfum viö ekki að fara nein 175 ár aftur í tím- ann, til rita Lærdómslistafélagsins t.d„ til þess að stíll og framsetning virki á okkur sem þvinguð, uppstillt og óeðlileg. Með aðferð Silju hefur henni tekist að færa söguna að sumu leyti nær samtímanum á íslandi, heldur en hún er fyrir breskan almenning í dag, sem veröur að lesa hana á næst- um tveggja alda gamalli ensku. Og með því að hafa eftirmála fyrir þá lesendur, sem lesturinn hefur knúið til frekari forvitni um tíma, sögusvið og höfund, forðast hún það að les- andinn nálgist verkið sem einhverjar „æðri bókmenntir", sem krefjist leið- sagnar bókmenntafræðings svo að allt komist nú til skila. Silja heldur fjörinu, gáskanum og óhátíölegri glaðværðinni í stílnum, lesandinn hrífst með og stekkur inn á sögusvið- ið, eins og Jane Austen hefði veriö aö skrifa verkiö í dag eða gær fyrir islenska lesendur. Lítið breytist manneskjan Sagan fjallar fyrst og fremst um manneskjur, tengsl þeirra innbyrðis, viðbrögð þeirra við hefðum og siða- boðum samtíma síns og þrátt fyrir alla framþróun hafa eðliseiginleikar manneskjunnar ekki breyst meira en það í tímans rás að við þurfum engar lærðar leiðbeiningar eða út- skýringar til að njóta hennar, fá ákveðna samúð með sumum persón- um og andúð á öðrum, veröa spennt eftir því sem hver fléttan vefst inn í aðra, raknar sundur og tvinnast á nýjaleik. Það er óþarfi að hafa um það hástemmd lýsingarorð. Silju hef- ur einfaldlega tekist ætlunarverk sitt: Að búa góðri sögu islenskan búning, sem gerir hana aðgengilega öllum án tillits til stéttar, stöðu, kyns, aldurs, trúarbragða, skoðana. Þetta er góð bók í fögrum búningi og því sem næst gallalaus. Það má svo hafa af því lúmskt gam- an að þetta verk, sem einhvern tíma hefði verið kallað „yfirstéttarbók- menntir eftir pipraða breska prests- dóttur", skuli þýtt af ritstjóra Þjóð- viljans og skenkt íslenskum almenn- ingi af arftaka Rauðra penna, Máli & menningu. Kannski eru hroki og hleypidómar að sumu leyti á undan- haldi, þótt seint þurfi að örvænta, að beinlínis verði skortur á þessum eig- inleikum á okkar fögru fósturjörö né annars staðar í heiminum. Ólafur Hannibalsson. Hroki og hleypidómar. Höfundur: Jane Austen. Þýóandi: Silja Aóalsteinsdóttir. Útgefandi: Mál og Menning. íslenskir utangarðsunglingar AV r'- ^ .. Vandi þessara krakka er ekki personulegur, hann er stórpólitískur! Þessi bók byggist á viðtölum við tíu unglinga, 5 stelpur og 5 stráka, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa lent utangarðs í þjóðfélaginu. Hveiju viðtali fylgir það sem kalla mætti úttekt á vanda viðkomandi unglings og er hún byggð á samtölum við starfsmenn samtaka og stofnana. í þessum úttektum koma einnig fram tölulegar upplýsingar, gagnrýni á ríkjandi ástand og þær leiðir, sem nú eru fyrir hendi til leiðréttingar vandanum og uppástungur um það sem betur mætti gera eða öðruvísi. Bókin er þannig mjög snyrtilega upp- byggð og skýr og vinnubrögð vönduð innan þess ramma sem höfundur viröist hafa sett sér, þ.e. að varpa ljósi á nokkra einstaklinga í því skyni að upplýsa og uppræta for- dóma gagnvart utangarðsungling- um. Þetta er engin gleðilesning en e.t.v. nauðsynleg öllum þeim sem hafa með börn og unglinga að gera (er þá nokkur undanskilinn?). Bókin hlýtur að vekja upp spurningar og verður að hvetja til umræðu og meiri aðgátar í nærveru yngsta fólksins. Hætt er þó við að slík umræða þyki ekki við hæfi í kringum fæöingar- hátíð frelsarans og að henni lokinni hafi þessi bók fallið í gleymskunnar dá eins og oft vill verða um jólabæk- ur. Enn á ný vaknar sú spurning hvort rétt sé að því sem næst allar bækur, hvaða kyns sem þær eru, skuli koma út á jólavertíð sem gjafa- vara. Oft raunasögur foreldra að baki Kaflaheiti bókarinnar skýra best þau vandamál sem ljósunum er beint að: Vergangur, vímuefni, meðferðin, siíjaspell, einelti, samkynhneigð, fatlaðir og afbrot. Og viðtölin 10 eru sem sagt öll við unglinga úr þessum „vandamálaflokkum". Reyndin er auðvitað sú að hjá nær öllum ungl- ingunum skarast vandamálin og flest eiga við þau öll að stríða í einu. Af þessum 10 krökkum eru 8 börn ein- stæðra foreldra, á a.m.k. helmingi Bókmermtir Magdalena Schram foreldraheimilanna er um áfengis- eða annan vímuefnavanda aö ræða. í kaflanum um einelti kemur grát- lega vel í ljós hvernig sífelldir flutn- ingar á milli hverfa og skóla geta leikið börn. Greinilegt er oft á tíðum að mikil raunasaga foreldra liggur ókönnuð að baki; fátækt, húsnæðis- þóf, of mikið vinnuálag og annað álíka. Þá sögu er þó aðeins hægt að lesa á milli línanna. Ööru hvoru er vikið að því að vandræði unglinga eða sifjaspell eða vímuefnaneysla séu ekki bundin stétt eða stöðu en bókin gerir lítið til að árétta þá stað- reynd, - kannski þvert á móti með vali á unglingum? Bókin gerir því ágætlega skii af hvaða vanmætti reynt er að mæta vandanum, hversu sparað er í út- gjöldum af hinu opinbera, ekki að- eins til meðferðar heldur líka til for- varnarstarfa. Ástandið í meðferðar- málunum og aðstoð við krakkana fær þannig nokkuð nána umfjöllun - áhugi og áhyggjur starfsfólks koma vel i ljós. Einnig kemur fram að sitt sýnist hverjum þótt öll reyni af veik- um mætti að gera eitthvaö. Eitt af því sem ljóst verður er að meðferð vímuefnasjúklinga verður aö taka tillit til ekki aðeins aldurs heldur einnig kynferðis. Unglingarnir og samfélagið Þó svo ég telji Utangarðsunglinga þannig vera fróðlega lesningu og bókina sem slíka því ágætt innlegg í umræðu um vissan vanda í sam- félaginu, er ekki þar með sagt aö ég sé alveg sátt við þá aðferð sem þar er notuð til að koma utangarðsungl- ingum í kastljósið. Ég held að með því að leiða nokkra þeirra fram í dagsbirtuna á þennan hátt sé verið að ýta undir þá hugsun að um ein- staklingsbundin vandamál sé að ræða. Með því aö fá nokkra krakka til að rekja lífsreynslu sína, oft frá einhverjum einstökum atburði í lífi þeirra, má dylja þá staðreynd að sá atburður átti sér líka aðdraganda og skýringu. Vandinn er persónugerð- ur, gerður sértækur og skoðaður í einangrun frá kringumstæðum. ítarleg umfjöllun, kynning á og skoðanaskipti um hentugustu með- ferðarleiðirnar er góðra gjalda verð, en hún beinir athyglinni að eftir- leiknum á kostnað forleiksins, þ.e.a.s. frá þeim félagslegu þáttum sem e.t.v. eru rætur vandans. Vand- inn verður þar með talinn óumtlýj- anlegur, orsök í sjálfu sér og ekki skoðaður sem afleiðing. Þar í liggur hklega kjarni gagnrýni minnar, ekki svo mjög á þessa bók heldur á „ungl- ingavandaumræðuna" yfirleitt: að hún skuli ekki tengd umræðu um samfélagsgerðina, gildismat okkar og þann lífsmáta, sem okkur er bú- inn. Staða barna og unglinga er háð stöðu heimilanna í landinu, skóla- kerfinu, atvinnulífmu, fjölmiðlum, stööu kynjanna ... raunar sömu þátt- um og staða okkar allra. Vandi þess- ara krakka er ekki persónulegur, hann er stórpólitískur! Magdalena Schram Sigurður Á. Friðþjófsson: íslenskir utangarðsunglingar. Vitnisburður úr samtímanum. Forlagið. Reykjavík 1988, 160 bls. SILKI ÁFERÐ með Kópal Flosi Veldu Kópal með gljáa vid hæfi. Landsins mesta úrval af hurðum. Ótrúlega gott verð. Gæðin í sérflokki. Utsölustaðir: S. G. búöin, Selfossi Tréverk, Vestmannaeyjum Kaupfélag Suðurnesja, Keflavík Kaupfélag Eyfiröinga, Akureyri Kaupfélag Þingeyinga, Húsavik Kaupfélag Ausfur-Skaftf., Hornaf. Kaupfélag Sauðárkróks, Sauöárk. # HARÐVIÐARVAL HF., i—— KR0KHALSl4.110RVtK.SlMI 671010. J |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.