Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. íþróttir „Götubflar“ - keppnisflokkur í kvartmflu Gúmmíbrælan hjaðnar • Guömundur öm Flosason á AMC Gremlin 360, AMC vél, er nær á myndinní og Jónas Karl Haröarson á Dodge Dart með 440 cid. vél er fjær. DV-mynd HS Bragi Guðmundsson. Okkar menn í bílasportinu: Bragi Guðmundsson og Ásgeir Sigurðsson skrifa um rall og fleira. A A Asgeir Sigurðsson. Nú, þegar keppnistímabilið '88 i kvartmílu er liöið, er langt hlé til að vinna við ökutækin og félags- starfiö uns sólin hækkar á ný og aftur kemur gúmmíbræla í hraun eins og skáldiö sagði. Þeir sem ekki eru sjálfir beinir þátttakendur i keppnisakstri hafa mjög fátt á þessu sviöi til að halda við áhugan- um nema eina og eina blaðagrein og nokkrar sekúndur öðru hveiju í sjónvarpinu. Málvitund og Sniglar Flokkar í kvartmilu eru margir en fiest ár er þó ekki keppt í nema þrem og sumarið '88 var aðeins keppt í „götubílaflokki" og „brack- eti“ sem mætti kalla nákvæmnis- flokk ef málvitundin liggur þungt á manni. Bracketið virðist mörgum lokuð bók og því verður grein fljót- lega um þá keppnisíþrótt sem allir er eiga ferðafæra bíla geta tekið þátt í með möguleikurn á sigri. Bif- hjól keppa sín i milli í tveimur flokkum, að og með 750 cc og stærri. Þeir Sniglar sem leggja stund á kvartmílu gera það þannig að eftir er tekið og frábærum ár- angri þeirra í sumar verða gerð skil síðar. Götubarðarnir bíta illa Götubílaflokkurinn er sérís- lenskt fyrirbrigði með reglum er keppendur höfðu sjálfir möndlað fyrirfram og fengið samþykktar á viðeigandi stöðum, þ.e. á aðalfundi Kvartmfiuklúbbsins, og siðan legg- ur Landssamband íslenskra akst- ursíþrótta blessun sína >1ir þær. í stuttu máli eru reglumar þannig: Allir leggja af stað á jöfnu, án til- lits til þyngdar eða vélbúnaðar, sem sagt engin forskot. Grundvall- aratriði er að bíllinn verður að hafa hljóðkúta sem þola skoðun Bifreiðaeftirlitsins og hafa hjól- barða með DOT merkingu, þ.e. ekki sérhannaða kvartmiluhjólbarða sem kallast „slikkar" á kvartmilu- máli. Með öörum orðum, þetta eru bílar sem em nothæfir í venjulegan götuakstur, i og úr vinnu. Þessi tvö atriði, lokað pústkerfi og venjulegir hjólbarðar, setja mönnum þröngar skorður og gera lága tíma erfiöari en annars væri. Brautarmetið í þessum flokki í sumar var seft 25. sept. af Ingólfi Arnarsyni á Camaro með 454 cid. hreyfil, það er 7,3 lítra slagrými en það er mælieining sem mörgum er tamari. Metið var 12,08 sek. en þá var endahraöinn 205 km. Þrátt fyr- ir götudekk nær þessi bíll 100 km hraða á 4,4 sek. Það má leiöa að því líkur að opið púst og spymubarðar fleyttu þessari rakettu kvartmil- una á háum 10 sek., sennilega 10,90 en þá er hröðunin komin niður undir 3 sek. í hundráð km hraða. Samkvæmt reiknistokki þarf 390 hestöfl út í hjól til að skjóta þessum 1800 kg vagni á 12,08 sek. En þetta Camaro orkuver mætti ekki fyrr en í síðustu keppni þannnig að Ing- ólfur blandaöi sér ekki í toppbar- áttuna um íslandsmeistaratitilinn sem er stigakeppni. Meistarar og nítrógas Meistari í götubílaflokki varð Guömundur Örn Flosason á AMC Gremlin með 360 cid. mótor sera er ca 5,9 lítra slagrými. Guðmund- ur mætti í allar fimm kvartmílu- keppnimar en samanlögð stig úr fjórum keppnum skera úr um hver verður íslandsmeistari. Besti timinn á Gremmann var 12,29 sek., en þaö er góður timi á ekki stærri hreyfil, en á móti kemur að bfilinn er aðeins um 1300 kg. Gremminn var orkubættur með nítrógasi en svo var um flesta í flokknum enda eitt ódýrasta ráðið tii aö flýta för sinni. Annað sætið hremmdi Hermann Smárason á Nova með 454 cid hreyfil en besti tími sem hann náði var 12,25 sek. Það háði Hermanni mikið að vagninn kom sjaldnast öllu afiinu í malbikið heldur fór mikil orka í spól og formbreytingar á hjólbörðunum. Hermann var eins og Guömundur grjótharður keppn- ismaður, mætti alltaf, en ótrúleg óheppni hans og mistök í keppni í ágúst kostuðu hann vonina um meistaratitilinn. Báðir þessir bílar eru uppgerðir af eigendum og eru þeim og klúbbnum til mikils sóma. Böðvar Eggertsson á Nova 350 cid. (5,7 lítra) náði frábærum tíma, 12,23 sem er athyglisvert í ljósi þyngdar bílsins, 1500 kg, og hreyffi- stærðar. Böðvar starfar sem sjó- maður á millilandaskipi og missti því af keppnum og þar með af von- inni um meistaratitil. Tungan í munnvikinu íslandsmeistarinn frá ’87, Jónas Karl, komst varla á blað nema í sandspyrnunni en þar kemur margt tíl, þó mest aö 440 cid. hreyf- illinn hans er orðinn útgenginn og svarar ekki þeim þörfum um afl sem nú eru í flokknum. Kalli sést skoöa bílablöð með tunguna í öðru munnvikinu og trúlega dregur hann upp visakortiö og pantar hæfilegan vélbúnað tfi að bæta samkeppnisstöðuna árið ’89. Fundað um breytingar Hér hafa aðeins verið nefhdir þeir grimmustu í þessum flokki en að jafnaði kepptu 8 í götubíla- flokknum. Nú liggja í loftinu breyt- ingar á keppnisreglum og virðist þá helst áhugi á að leyfa hljóðkúta- leysi og spymubarða. Kvartmilu- menn eru hvattir til að raæta á fé- lagsfund í kvöld, 21. nóv., í félags- heimili klúbbsins að Dalshrauni 1 Hafnarfirði en þar verða lagðar ffam tillögur um breytingar og þær bomar undir atkvæöi. Sva.Sva. Bandaríski köríuknattieikurmn: Larry Bird f ór í uppskurð og útlitið er svart hjá Boston NBA-lið Boston Celtics í banda- ríska körfuknattleiknum varð fyrir gifurlegu áfalh á dögunum er til- kynnt var að langbesti leikmaður þess, hinn vinsæli Larry Bird, yrði að gangast undir skurðaðgerð á báð- um fótum. Bird hefur lengi átt við meiðsli að stríða og uppskurður hefur lengi leg- ið í loftinu. Það er ljóst að Larry Bird mun ekki leika með Boston í nokkra mánuöi en læknar telja hann fullfær- an um að leika eftir þrjá til fjóra mánuði. Það er því dökkt úthtið hjá þessu fræga hði. Bird hefur þrívegis orðið meistari með Boston og marg- oft verið kjörinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Þá hefur hann verið fastamaður í All-Starliðinu undanfarin níu ár en hann er 32 ára gamall. Fjölmargir leikir fóru fram um helgina og urðu úrslit þessi: Boston-Washington.........114-108 Golden State-Miami Heat 123-117(frl) Cleveland-New Jersey........95-94 76ers-NY Knicks...........137-135 Chicago-Atlanta........115—112(frl) Detroit-Phoenix...........121-105 LAChppers-Indiana.........113-110 LA Lakers-Portland.......106-105 Atlanta-Golden State......111-92 Cleveland-Milwaukee.......106-99 W ashington-Boston.......108-104 Houston-Detroit...........109-98 NY Knicks-76ers..........141-122 Charl. Hornets-SA Spurs..107-105 Denver-LA Clippers.......134-107 Utah Jazz-Phoenix........134-121 Dallas-Seattle...........112-106 Sacramento-Indiana........107-96 Dallas-Charl. Hornets.....105-93 Houston-Miami.........■..113-107 NJ Nets-Milwaukee.........105-96 Denver-SA Spurs..........139-112 Utah Jazz-Portland.........123-99 Seattle-LA Lakers..........101-98 • Eins og sjá má gengur hvorki né rekur hjá liði Péturs Guðmundsson- ar, San Antonio Spurs. Eftir glæsi- legan sigur gegn Los Angeles Lakers í fyrsta leiknum hefur liðið tapað hverjum leiknum á fætur öðrum. Pétur er meiddur og leikur ekki með liðinu næstu vikurnar. • Los Angeles Lakers hefur besta vinningshlutfallið af öllum liðunum í NBA-deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur liðsins í NBA- deildinni,þriðjaáriðíröð. -SK Frétta- stúfar Thomas Allofs, sem leikur með FC Köln, er sem stendur markahæsti leikmað- urinn í vestur-þýsku knattspyrn- unni. Hann hefur skorað 12 mörk. Hans-Jörg Criens kemur næstur með 9 mörk en hann leikur með Borussia Munchengladbach. Ro- land Wohlfarth, Bayem Munc- hen, er þriðji með 8 mörk. Þessir hafa síðan skorað 7 mörk: Uwe Leifeld, Bochum, Norbert Dickel, Dortmund, Uwe Bein, HSV, Har- ald Kohr, Kaiserslautern, Júrgen Wegmann, B. Munchem og Karl Allgöwer, Stuttgart. Sama snjóleysið Snjóleysi ætlar að setja eitthvert strik í reikninginn í heimsbikar- keppninni á skíðum. Keppnin átti að hefjast um helgina í Frakk- landi en fresta varð henni vegna snjóleysis. Sama sagan var uppi á teningnum í fyrra er keppnin átti að hefjast í Argentínu. Talið er að heimsbikarkeppnin geti hafist eftir nokkra daga því spáð er snjókomu á keppnisstað í Frakklandi. Góðuraur í Japan Bandaríski golfleikarinn Ken Green vann sigur í fyrsta skipti á stórmóti í Japan um helgina. Hann lék holumar 72 á 273 högg- um, 15 höggum undir pari vallar- ins. Fyrir sigurinn fékk Green um 10 milljónir króna. í öðru sæti varð annar bandarískur kylfingur, Fred Couples, en hann lék á 275 höggum og fóru sigur- vonir hans fjandans til á síðustu holu sem hann lék á tveimur höggum yfir parinu. Bandaríkja- menn röðuöu sér í þrjú efstu sæt- in því Jeff Sluman varð þriöji á 276 höggum. Smith ennþá efstur Alan Smith heldur enn efsta sæt- inu í keppninni um markakóngs- titihnn í ensku knattspyrnunni. Smith, sem leikur sem kunnugt er með Arsenal, hefur skorað 14 mörk en hann náði ekki að skora í 3-0 sigri Arsenal gegn Middles- brough um helgina. Dean Saund- ers, nýi leikmaðurinn hjá Derby County, kemur næstur með 12 mörk en helming þeirra skoraði hann fyrir Oxford. Sex mörkin fyrir Derby hefur Saunders skor- að í síðustu 5 leikjum Derby. Alan Mclnally, Aston Villa, hefur skorað 11 mörk og þeir Tony Cas- carino, Mfllwall og Paul Will- iams, Charlton, hafa skorað 10 mörk. í 2. deild er Tommy Tynan, Plymouth, markahæstur með 15 mörk. Gilder var bestur Margir snjallir atvinnumenn í golfi kepptu á móti á Hawaii um helgina enda há verðlaun í boði að venju. Bandaríkjamaðurinn Bob Gilder lék best og sigraði á 65 + 64 + 71+66 = 266 höggum. Annar varð John Mahaffey, Bandaríkjunum, á 65 + 64 + 73 + 66 = 268 höggum og þriðji Corey Pavin, Bandaríkjunum, á 67 + 67 + 67 + 71=272 höggum. í næstu sætum voru þeir Steve Pate (273), Mark O’Meara (273) og Ben Crenshaw (275). Allir frá Banda- ríkjunum. Dynamo Dresden að stinga af í austrinu Tólf umferðum er nú lokið í knattspyrnunni í Austur-Þýska- landi. Dynamo Dresden virðist vera í sérflokki ef marka má stöðu liðanna sem stendur. Dyn- amo Dresden lék gegn Wismut Aue um helgina og sigraði 2-0. Hefur Ðresden aðeins tapað ein- um leik það sem af er og er efst með 22 stig. í öðru sæti með 15 stig er Dynamo Berlin en með 14 stig eru Lokomotiv Leipzig, Carl Zeiss Jena og Hansa Rostock.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.