Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. Lífsstm Verðkönnun í Háaleitis- og Bústaðahverfi: Ein verslun sker sig úr DV kannaði verð á 18 vörutegund- um í 7 verslunum í Háaleitis- og Bústaðahverfl. Skemmst er frá því að segja að verðmunur milli verslana á einstökum vörutegundum var mjög mismikill eða allt frá 2% á Síríus suðusúkkulaði upp í 73% verðmun á rauðum eplum. Rétt er að benda á að sums staðar voru epli á tilboðs- verði sem gerir muninn enn meiri. Flestar verslanir á þessu svæði eru áþekkar að stærð í fermetrum talið en þó verður SS í Austurveri að telj- ast nokkur undantekning í því efni. Sanikeppni virðist vera talsverð og þónokkuð um sértilboð og ýmiss konar afslátt. Þannig var hægt að fá þvottaefni og sykur á tilboðsverði í Kjöthöllinni við Háaleitisbraut og tómatsósu, kókómalt og maísbaunir á afslætti í Kron við Tunguveg. íbúar hverfisins geta því gert góð innkaup með smá- vegis verðsamanburði. Sé borið saman verð á 12 vöruteg- undum, sem fengust alls staðar, kem- ur í ljós að karfa með þeim vörum hefði verið dýrust í Áskjöri við Ás- garð en þar kostar hún 1.645 krónur. Ódýrust hefði karfan verið í SS í Austurveri. Áskjör er minnsta versl- unin af þeim sem tók þátt í könnun- inni en SS, Austurveri, sú stærsta. Munurinn er þarna 9%. Hálfdós af Ora-maís var ódýrust í Kron við Tunguveg á 82 krónur á tilboðsverði en dýrust í Grensáskjöri á 113 krónur. Munurinn er þarna 38% Pakki af íva þvottadufti var ódýr- astur í SS, Austurveri, á 97,50 en dýrastur í Grensáskjöri á 122 krón- ur. Munurinn er 25%. Pakki af Cocoa Puffs var ódýrastur í SS í Austurveri á 140,50 krónur en dýrastur í Grensáskjöri á 173 krón- ur. Þarna munar 23%. Grensáskjör langhæst Verslunin Grensáskjör neitaði að taka þátt í verðkönnun þessari. Engu Af þeim fáu tölum sem birtast um verð í Grensáskjöri má Ijóst vera að þar er eitthvað hærri álagning en annars staðar tíðkast. DV-mynd Brynjar að síður var skráð verð á 8 tegundum af 18. Sé heildarverð þeirra tegunda borið saman við ódýrustu búðina í hverfinu kemur í ljós að verð í Grensáskjöri er 19,2% hærra. Það er langt fyrir ofan Áskjör sem er hæst hinna verslananna. Vegna þess hve fáar vörutegundir voru teknar með í Grensáskjöri er verslunin ekki tek- in með í heildarsamanburði hér að ofan. Það er því augljóst hvers vegna Grensáskjör neitar þátttöku í könn- ■ un sem þessari. Kaupmaðurinn gerir sér vel ljóst að verðlagning hans þol- ir ekki samanburð við aðrar verslan- ir. -Pá Háaleiti - Bústaðir Tegund: Versl. Starmýri Kron Tunguvegi Matvörub. Grímsbæ Kjöthöllin Háaleiti SS Austurveri Áskjör Ásgarði Grensáskj. Grensásv. Munurá hæsta og lægsta Rauó epli 83,00 135,00 80,00 133,00 110,00 138,00 73% Gulrófur 103,00 105,00 95,00 95,00 99,00 110,50 16% Kjötfars 360,00 325,00 324,00 355,00 387,00 385,00 19% Maggikartöflumús 67,00 65,00 66,70 65,50 66,00 69,00 6% Frón kremkex 99,00 97,00 98,00 97,80 81,00 99,00 22% Juvel hveiti 76,00 79,00 78,00 66,50 18% Royal lyftiduft 184,00 180,00 212,00 181,00 150,00 184,00 41% Libbys tómatsósa 68,00 59,00 65,00 56,50 66,50 66,00 20% Ora maís, hálfdós 110,00 82,00 102,00 108,20 93,00 109,50 113,00 38% Sólblóma 76,00 82,00 79,00 85,50 84,00 12% Nesquick, 400 g 163,00 164,60 143,00 166,50 16% Sardínurí olíu, K.J. 66,00 65,00 65,00 65,95 67,00 67,00 3% Siríus suðus., einf. 85,00 83,00 83,00 83,00 83,00 83.00 2% iva þvottaduft 107,00 107,00 106,00 114,90 97,50 110,50 122,00 25% Mayones Gunnars, 400 ml 102,00 102,00 94,00 103,00 94,00 105,00 108,00 14% Þorskalýsi 165,00 161,00 153,00 162,60 147,00 164,50 11% Cocoa Puffs 340 g 160,00 166,00 151,00 168,50 140,50 168,00 173,00 23% Grænt hreinol 59,00 62,00 59,00 59,80 61,50 59,00 64,00 8% Samtals verð 12 vöruteg. 1.600,- 1.535,- 1.542,- 1.594,75 1.500,50 1.645,- 9% Osram 118% dýrarien Tungsram 24 volta halogenpera í framljós á vörubO kostar 118% meira frá Osram heldur en Tungsram. Á bensínstöð Esso í Borgartúni kostar Ttmgsram pera af þessari gerð 266 krónur en sams konar pera frá Osram 580 krónur. „Þessar perur eru báöar fram- leiddar eftir sama þýska staðlin- um,“ sagði Þorkell iijá Raftækja- verslun íslands sem flytur inn Tungsram perur. „Því er ekki um neinn gæöamun aö ræða.“ Gísli V. Jónsson hjá Jóh. Ólafs- son h/f, sem hefur umboð fyrir Osram, sagði að verðmunurinn lægi i miklurn gæðamun sem fyrst og fremst væri fólginn í mismunandi endingu. Tungsram perur kosta um 130 krónur stykkiö í heildsölu fyrir utan söluskatt. Osram kostar 236 krónur í heildsölu án söluskatts. Munurinner80% -Pá Hvar fæst Fólk hefur hringt til neytendasíð- unnar og kvartað undan því aö hvergi sé hægt að fá brodd í ábrystir. Því er til að svara að eðli málsins samkvæmt fæst broddur yfirleitt seinni hluta vetrar og á vorin. Bænd- úr af Suðurlandi hafa stundum selt brodd á Lækjartorgi. Hér er um mjög sérstaka afurð að ræða sem bændur hafa fengið leyfi dýralæknis til þess að selja beint til neytenda. Fá verður undanþágu hverju sinni til sölunnar og eru gerðar strangar kröfur um hreinlæti og aðbúnað broddui? vegna þess að hér er um ógeril- sneydda vöru að ræða. Broddþyrstir neytendur verða því aö snúa sér béint til bænda. Hjá Mjólkursamsölunni fengust þær upplýsingar að ekki væri hægt að gerilsneyða brodd og því í raun ófært fyrir Samsöluna að annast dreifingu og sölu á þessari sérstæðu mjólkurafurð. Ábrystir eru búnar til með því að hita brodd þangaö til hann hleypur. Broddur er sú mjólk sem kýrin mj ólkar fy rst eftir burð. -Pá Bárður Steingrímsson, fisksali í búðinni i Grimsbæ, en búðin hefur tekið stakkaskiptum. DV-mynd Brynjar Tilbúnir réttir og reyktur áll í fiskbúðinni í Grímsbæ við Bú- staðaveg fæst reyktur áll sem kostar 690 krónur kílóið. Reyktur áll er sjaldséð vara í íslenskum fiskbúðum en Báröur Steingrímsson fisksali sagði í samtali við DV að állinn seld- ist býsna vel. Bárður, sem er alinn upp í fiskbúð að eigin sögn (sonur Steingríms fisk- sala), hefur nýlega gert andlitslyft- ingu á fiskbúðinni. Boðið er upp á fjölbreytt úrvai ýmissa fiskrétta og eftir kl. 16 er matreiðslumaður við í búðinni. Leggur hann á ráðin með viðskiptavinum og kynnir ýmsa rétti því, eins og Bárður sagði við einn viðskiptavininn: „Lási kokkur sagði að þaö mætti gera 18 rétti úr einum ufsa.“ ■ Kattaeigendur geta keypt hjá Bárði sérpakkaðan ftskmarning í lofttæmdum umbúðum sem má sjóða í pokanum handa heimiliskettinum. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.