Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. Fréttir Nokkir Eyjamenn tóku lagiö með Jónasi Arnasyni. DV-mynd Omar. Jónas skemmti Eyjamönnum Ómax Garöaisson, DV, Vestmaimaeyjuin: Jónas Árnason rithöfundur kom nýlega til Vestmannaeyja og sló á létta strengi á veitingastaönum Mun- inn. Hann las upp úr verkum sínum og söng nokkur kunn lög viö eigin texta. Nokkrir Vestmannaeyingar tóku lagið meö Jónasi við góðan orðstír. Fullt hús var á veitinga- staðnum og skemmti fólk sér hið besta. Slgrlöur Hjálmarsdóttir leiðbeinir tveimur áhugasömum þátttakendum. DV-mynd Róbert Stykkishólmur: Með fullt fangið heim af fallegum skreytingum Róbert Jóigensen, DV, Stykldshólriu: Kvenfélagið Hringurinn í Stykk- ishólmi stóð sl. sunnudag fyrir námskeiði í þurrblómaskreytingu. Leiöbeinandi var Sigríöur Hjálm- arsdóttir frá blómabúðinni ígul- kerinu í Reykjavík. Fréttaritari DV leit inn og fylgdist með námfúsum og áhugasömum konum sem kepptust við að búa til hinar fallegustu skreytingar. Þama var verið að búa tii stofu- skraut og mikið bar á jólaskreyt- ingum. Þær voru ánægðar þessar 19 kon- ur sem fóm heim hlaönar skreyt- ingum eftir vel heppnað námskeiö. Formaður Hringsins er Sesselja Pálsdóttir. Þjálfarar og eigendur Hjartans. DV-mynd Róbert Með hjartað á réttum stað Líkams- og heilsuræktarstöðin Hjartað var opnuð sl. sunnudag í hjarta bæjarins. Þessi stórglæsilega stöð er til húsa á annarri hæö Egils- húss en það hús þekkja flestir ferða- menn, sem hafa komið til Stykkis- hólms í sumar. Þama er boðið upp á markvissa þjálfun í glæsilegum tækjasal þar sem í eru öll helstu tæki fyrir al- menna líkams- og heilsurækt. Einnig geta gestir notið þess að fara í ljós og þar er búið að koma upp einum fulikomnasta bekk sem fréttaritari hefur séð. Eftir erfiðið geta gestir síð- an fengið sér kafflsopa og slappað af. Leiðbeinendur Hjartans eru allir lærðir íþróttakennarar og munu þeir byggja upp þjálfunarkerfi fyrir hvem og einn þar sem fólk er mis- jafnlega á sig komið. Opnunartími er alla virka daga frá kl. 17 til 22 en á laugardögum frá 10 til 15. Pólskipti á Segul-Bylgjunni: Hálf þjóðin vaknaði hálfsex Skömmu eftir myrkur 16. nóv- ember (sem var í gærkvöldi þegar þetta er skrifað) hrökk ég upp úr brauðstritinu þegar bömin æptu að eitthvað dularfullt væri á Bylgj- unni og ég skyldi bara hlusta. Engum togum skipti að ég sat með eyrun teygð að tækinu langt fram yfir skikkanlegan fréttatíma (sem samkvæmt skoðanakönnun- um og gömlum vana er kl. 19.00 á rás 1). Síminn var opinn og yfir 30 manns sögðust hafa glaðvaknað, hrokkið upp sjálfir eða verið vaktir af mökum eðatrylltum gæludýrum sem næst kl. 5.30 um morguninn án skýringar. Magnaðar sögur fóru líka af raf- magns- og rafhlöðuklukkum sem trufluðust, voru of seinar, stönsuðu eða hringdu um hálfsex þótt þær væm stilltar á ailt annan tima til að vekja. Á köflum var þetta nánast hroll- vekjandi. Roskið fólk kvaðst unn- vörpum hafa þuiið Faðirvorið sök- um undarlegrar vanUðunar. Vitn- að var til fyrri náttúruhamfara vegna hegöunar dýranna; til Nostradamusar vegna ártalsins; til almennrar svartsýni vegna yfirvof- andi heimskreppu o.s.frv. Sumir vöknuðu upp frá vondum draum- um og grátandi að auki. Konur eru gangandi loftvog- ir Þótt ég sé áhugamanneskja um aUt yfirnáttúrlegt er mér fyrirmun- aö að skUja hvers vegna æöra vald þurfti endUega að vekja útjaskað- an, íslenskan landslýð á svo ókristUegum tíma, nema aö hafa áttað sig á að einmitt þá væru fæst- ir að vinná og hefðu því stund í ró tU að hugsa. Ögn létti fyrir brjóstinu þegar raunsæismenn komust í símann og vom sammála þeim fyrsta sem sagðist bara hafa steinsofið ósköpin af sér. Þá var einkum talað um snögga loftþrýstingsbreytingu og ekki út í hött. SHkt gerðist um nótt- ina (sbr. loftvog). Nær allir ættu að vita að loftvogin hefur áhrif á ótrúlegustu hluti en fáir sjá sam- hengið. Flestir hljóta að hafa veitt athygh að plakat á vegg, hengt upp með Umbandi á homunum, fer allt í einu að lafa og fá „ístm“. Þá hugs- ar maður sérað lyfta efri hornun- um á morgun en þegar til á að taka er myndin strengd á vegginn. Þannig eru áhrif loftþyngdar. Þeir sem ekki eiga loftvog geta alveg notast við sigið á framhlið popp- stjömunnar eða þrýsting hjólbarð- anna á draumabílnum á pappír uppi á vegg með því aö hafa athygl- ina hjá sér. Ég ætla ekki að hætta mér langt út í líflræði en samt er staðreynd að í kvenlíkama gætir mun meira flóðs og fjöru en í karlmanns- kroppi. SennUega er fleira næmt í fari kvenna. Margar konur verða stundum svartar á hálsi eða fingr- um undan gullskarti. Slíkt gerist þegar djúp lægð er á leiðinni og þá er rakastigi og loftþrýstingi um að kenna. Þær konur eru gangandi loftvogir. Karmalögmáliö og ýmsar spár Ég ætlaði að tala um þáttinn á Bylgjunni. Raunsæir menn höfðu þar orðið um hríð og kenndi ýmissa KjaUaiinn Snjólaug Bragadóttir þýðandi grasa. Stungið var upp á sólgosum og hátíðniáhrifum af jarðhræring- um. Einn með þjóðþekkt nafn vitn- aði í draum og kenndi geimgeislum um. (Hann sagði skemmtUega frá.) Umsjónarmaður þáttarins, HaU- grímur Thorsteinsson, stóð sig með prýði jafnráðalaus og aUir hinir. Hann brást snaggaralega við þegar einn brenglaður á geði hringdi með beina svívirðingu á tiltekinn mann. - Þessi dæmir sig sjálfur, var áUt HaUgríms sem sleit símtaUð strax. Svona símtöl ætti að rekja um leið og birta nafn rétthafa símans á sama vettvangi. Hann þyrfti þá að gera grein fyrir sínum sníkjudýr- um. Ég dæmi ekki frammistöðu fólks í starfi en eftir þennan þátt hika ég hvergi við að halda fram þeirri skoðun að Hallgrímur sé tUþrifa- meiri „í loftinu" en „á skjánum", eins og það er orðað. Núna veit ég ekki hvort komist varð að niðurstöðu um orsök undr- anna því ég þurfti af bæ á fund. Ungann úr kvöldinu var ég dáUtið utan við mig. Að mér sóttu karma- lögmáUð, BibUan, spár og kenning- ar ýmissa lifenda og látinna sem taldir voru vita lengra en nefið náði: Edgars Cayce, dr. Helga Pjet- urss, Harolds Sherman, Guðrúnar Sigurðardóttur, Ólafs Tryggvason- ar, Láru Ágústsdóttur, Einars á Einarsstöðum og Guðbjargar Her- mannsdóttur. Fimm síðastnefnd umgekkst ég á yngri árum og var tamt að taka mark á orðum þeirra, hina las ég um og/eða eftir. „Pólvelta" framundan? Einhvers staðar í hremmingu kvöldsins sló niður í hausinn á mér nafni á nýrri plötu: „Eftir pólskipt- in“ kvað sú heita og vera afsprengi þess sem eftir lifir af Stuðmönn- um/Strax. Sjaldan er ein báran stök og aftur sló niður: Fyrir nokkrum árum gat að lesa um að rannsóknir á jarðlög- um og botnlögum sjávar sýndu að pólskipti hefðu átt sér stað svo eða svo oft með vissu bili. Edgar Cayce fullyrti 1944 að „pólvelta" yrði á árabUinu 1984 tU 1996. Pólskipti eöá pólvelta gerist ekki á einni nóttu og þá hlýtur Uka að vera til eitthvað sem kallast gæti „fyrir pólskiptin“. Pólarnir kallast á raunvísinda- máh segulskaut jarðar og norður- póU með ísbimi og suðurpóU með mörgæs skulu vera á ákveðnum stað á heimskortunum hvað sem allri misvísun seguláttavita Uður. Bylgjuundur og segultrufl- anir Fyrir aUmörgum árum gekk fólk með segularmbönd sem áttu að vera flestra meina bót. Þau höföu góð áhrif á suma, líklega sams kon- ar fólk og vaknaði klukkan hálfsex um morguninn. Nú er aUs kyns_segulskart tU lækninga á ólíkustu kviUum komið aftur í tísku, a.m.k. í grannlöndun- um. Bylgjuundrin tel ég segultruflan- ir og að meira komi af svo góðu innan skamms. Raunar er ég sann- færð um að svona lagað hafi oft gerst áður, án þess að svo hittist á að fólk á heilum vinnustað hafi sagt frá því geispandi um morgun- inn að það hafi „bara vaknað allt í einu klukkan hálfsex í morgun". Á þessu heimih köUum viö fyrir- bærið „Segul-Bylgju-undrin“. Hitt er svo aUt annaö að mæðgin tvö af fjölskyldunni láta ekki frétt- ast að drengurinn benti mér á það 7 klst. áður en þátturinn hófst að klukka, sem er byggð inn í eld- húsinnréttinguna og hefur ekki brugðist svo elsta fólk á heimUinu muni, var 2 klst. og 17 mínútum of sein þennan morgun og er enn því að enginn kann að leiðrétta hana. Þess hefur aldrei gerst þörf, bara að skipta um rafhlöður um áramót. í ævintýrabókum og teiknimynd- um (líka á plötu RagnhUdar og Jak- obs) er gert ráð fyrir að við pól- skipti verði suður að norðri og öfugt. Auðvitað væri það tilhlakk en slíkt er alls ekki sjálfsagt. Viö gætum lent með landið þar sem nú er Síbería eða aUra syðst í Kyrra- hafl þar sem nú er bara sjór. Hvar sem viö þó lentum væri glæta: Fræðingafnir yrðu svo lengi að átta sig á hvaða fiskar væru í nýja sjónum og hvað margir, að við yrðum líklega búin að veiða okkur rík aftur áður en það leiöa orð „kvóti“ kæmist á hvers manns var- ir. Ætli pólskipti væru ekki góð til að skapa nýtt jafnvægi í náttúruna? Þótt þorskurinn hafi oft verið tal- inn heimskur er næsta ótrúlegt aö hann elti okkur yfir þveran eða endilangan hnöttinn, nema kannski til að hlæja aö hálfgriUaðri hvítflibbaþjóð í strápUsum, basl- andi við að Ufa á einhveijum öðr- um tegundum. Snjólaug Bragadóttir „Nær allir ættu að vita að loftvogin hefur áhrif á ótrúlegustu hluti en fáir sjá samhengið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.