Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. 11 Utlönd Christina Onassis á líkbörunum í gær. Simamynd Reuter Dauðsfall Christinu Onassis rannsakað Varaforseti Onassissjóðsins vísaði í gær á bug grunsemdum um að Christina Onassis, dóttir skipa- kóngsins gríska, hefði fyrirfarið sér. Christina lést á laugardaginn í Buen- os Aires í Argentínu þar sem hún hafði dvahð hjá vinum sínum. Fannst hún meðvitundarlaus og lést á leiðinni á sjúkrahús. Svo virðist sem um hjartaáfall hafi verið að ræða. Yfirvöld hafa þó ákveðið að láta fara fram rannsókn þar sem pilluglas fannst við hlið hennar. Niðurstöður krufningarinn- ar verða birtar seinna í dag. Christina, sem var 37 ára og dóttir skipakóngsins sem Jackie Kennedy giftist, átti fjögur hjónabönd að baki. Þriggja ára dóttir hennar erfir 'öll auðæfin. Christina verður jarðsett á eynni Skorpios við hhð föður síns og bróð- ur. Teclmics HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU Teclimcs X 800 er hágæða hljómtækjasamstæða með ótrúleg hljómgæði, glæsilegt útlit og framúrskar- andi endingu. Þessi þrjú atriði koma í raun engum á óvart þegar Tecimics á í hlut. Vegna hagstæðra samninga og skilnings framleið- anda á erfiðu ástandi hér heima getum við boðið þessa samstæðu á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr Kr. Kr. 34.950.- JAPISS • BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN ■ ■ SÍMI 27133 ■ ■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■ ■ SÍMI 96-25611 ■ Theo Waigel, nýkjörinn formaður kristilegra demókrata í Bæjaralandi, vei- far til fulltrúa flokks síns. Til hægri er Helmut Kohl kanslari og til vinstri Max Streibl, sem tók við embætti forsætisráðherra Bæjaralands að Strauss látnum. Símamynd Reuter Eftirmaður Strauss kjörinn Gizur Helgason, DV, Reersnæs: Sjö vikum eftir dauða Franz Josefs Strauss, forsætisráöherra Bæjara- lands, hafa íbúar fylkisins fundið eft- irmann „konungsins“. Það er Theo Waigel, 49 ára gamah og lögfræðing- ur að mennt. Hann fékk 1.003 at- kvæði af 1.020 mögulegum við kjör formanns kristilegra demókrata í Munchen á laugardaginn. Þessi mikh kosningasigur Waigels kemur til með að kosta Helmut Kohl kanslara sextíu vínflöskur. Hann hafði nefnilega lofað Waigel því að gefa honum tíu flöskur fyrir hvert það prósent sem hann næði umfram 92. Og Waigel fékk 98,3 prósent at- kvæða. í þakkaræðu sinni sagði Waigel að þennan mikla kosningasigm- yrði erfítt að endurtaka. Strauss var sjálf- ur formaður kristilegra demókrata í 27 ár og síðast er hann var endur- kjörinn fékk hann 90 prósent at- kvæða. óvenjulegt kort fyrir venjulegt fólk Ármúla 3-108 Reykjavík - Sími 91-680988 KOMDU A MORCUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.