Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Page 3
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. 3 Fréttir Skrílslæti um 200 grunnskólanema í Seljahverfi: Börðust fyrst sín á milli en snerust saman gegn lögreglu „Þetta er afskaplega alvarlegt mál þegar slíkt gerist og eldur er kveiktur í skóla og rúöur brotnar. Þaö ber mikið á þessu núorðið - bæði í Reykjavík og nágrannaby ggðunum, ‘ ‘ sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, skóla- stjóri Ölduselsskóla. Seint á fostudagskvöld, eftir að skóladansleik í Ölduselsskóla lauk, komu að skólanum nemendur úr Seljaskóla. Til deOna kom á milli fylkinganna og brugðu kennarar, sem höfðu haft gæslu á dansleiknum, á það ráð að kalla til lögreglu. Þegar lögregla kom á vettvang sameinuð- ust nemendur gegn lögreglunni og höfðu frammi mikil ólæti og brutu meðal annars ljós á lögreglubílnum auk minni skemmda. Ólætin voru slík að lögreglan varð að leggja á flótta þar til meiri liðsafli kom til hjálpar. Nemendumir brutu rúður í skólahúsinu og létu ófriðlega. Flytja varð hluta nemendanna á lög- Fossvogsskóli: Munaði litlu að illa færi - segir Kári Amórsson „Það má segja að litlu hafi mátt muna að stórtjón yrði. Þetta var á þeim tíma sólarhrings að fólk varð vart við eldinn. Drengur á hjóli sá hvað var um að vera og lét vita. Ef þetta hefði gerst að nóttu er ómögu- legt að segja til um hvernig þetta hefði getað endað,“ sagði Kári Arn- órsson, skólastjóri Fossvogsskóla. Klukkan rúmlega eUefu á laugar- dágskvöld varð vart við eld í kjallara- herbergi í Fossvogsskóla. Slökkviliði gekk greiðlega að slökkva eldinn. Herbergið, sem eldurinn var í, var notað tU kennslu í tónmennt. Hljóð- færi og fleira er mikið skemmt af völdum elds og reyks. Þá barst reyk- ur um skólahúsið í gegnum loftræsti- kerfi skólans. Ljóst er að um íkveikju er að ræða. Talið er að rúða hafi verið brotin og síðan kveikt í herberginu. Rann- sóknarlögreglan vinnur að rannsókn málsins. Ekkert hefur enn komið fram um hver eða hveijir voru að verki. Kári Arnórsson skólastjóri segir að skóhnn hafi til þessa sloppið vel frá skemmdarverkum, svo sem rúðu- brotum og fleiru. -sme reglustöð. Sjöfn Sigurbjömsdóttir, skólastjóri Ölduselsskóla, og Hjalti Jónasson, skólastjóri Seljaskóla, vUdu sem minnst um málið segja fyrr en þau hefðu séð lögregluskýrslur. Sjöfn sagði að kennarar sem voru við gæslu á dansleiknum segi að dansleikurinn sjálfur hafi farið vel fram. Þegar að honum loknum hafi nemendur Seljaskóla verið við skól- ann og látið öllum Ulum látum. Nem- endur Ölduselsskóla hafi ekki þorað heim og því hafi þótt ástæða tU að kalla tU lögreglu. „Ég á eftir að lesa lögregluskýrsl- una, en hana fæ ég í dag, og eins á ég eftir að ræöa við þá nemendur sem stóðu fyrir dansleiknum svo og þá kennara sem vora við gæslu þetta kvöld. Meira get ég ekki sagt fyrr en að því loknu,“ sagði Sjöfn Sigur- björnsdóttir. -sme af hverju TARKETT er mest selda parketið hér á landi: Tarkett er með nýrri lakkáferð sem gerir það þrisvar sinnum endingar- betra en væri það með venjulegu lakki. Veitir helmingi betri endingu gegn rispum en venjulegt lakk. Gefur skýrari og fallegri áferð. Tarkett er auðvelt að leggja. Tarkett er gott í öllu viðhaldi. Verðið á Tarketti er hagstætt. Ef þú vilt gott parket veldu þá Tarkett. HARÐVIÐARVAL H ARÐVIÐAR V AL HF., KRÓKHÁLSI4,110 RVÍK. SÍMI671010. SEX ÁSTÆÐUR FANTA- SUÐRÆNAR, SVALANDIAPPELSÍNUR í HVERJUM SOPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.