Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. 15 Fréttir Anton Bjarnason flutti fyrirlestur um ratleikinn. OV-mynd Róbert. Kennaraþing á Hellissandi Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Föstudaginn 4. nóvember sl. söfn- uöust saman á Hellissandi u.þ.b. 60 kennarar. Tilgangurinn var sameig- inlegur kennarafundur aUra skóla á norðanverðu Snæfellsnesi. Kennara- fundur sem þessi er haldinn einu sinni á ári. Fundurinn byijaði á því að Anton Bjarnason, íþróttakennari frá Reykjavík, kynnti ratleik, gildi hans í námi og leik. Eftir mjög góða kynn- ingu fóru svo kennarar í ratleik og sáust þeir á hraðferð um allan bæ- inn, heimamönnum til mikillar ánægju. Eftir hádegið voru síðan fagfundir og ræddu þá saman þeir kennarar sem eru að vinna að svipuðum verk- efnum. Þetta eru hinir gagnlegustu fundir, jafnt fyrir re'ynda sem óreynda kennara. Sameiginlegt borðhald var síðan í lokin í Félagsheimilinu Röst. Eftir matinn og svolítið rabb héldu kenn- arar heim á leið. Skólastjóri grunnskólans á Helhs- sandi er Hákon Erlendsson. Þingeyri: Nýtt félag stofnað um Framnes ÍS Siguijón J. Sigurösson, DV, Vestfjöröum: líf og dauða sé að tefla fyrir fyrirtæk- ið í heild,“ sagði Hallgrímur. Sauðárkrókun Hugmyndir W W I |B uhh oicii suðurhafsfiska ÞórhaDur Asmundsson, DV, Sauðárkióki: Fram til þessa hefur fiskeldi hér á landi miðast eingöngu við lax- fiska en svo gæti farið að breyting yrði þar á áður en langt um liöur ef hugmyndir um eldi á mun verð- mætari tegundum, suðurhafsfisk- um, svonefndum gullbrama og vartara, ná fram að ganga. Það er Guömundur Öm Ingólfsson sem hyggur á þessa starfsemi á Sauðár- króki. Byggöastofnun tók jákvætt í umsókn hans um undirbúnings- styrk fyrir uppsetningu seiðaeldis- stöðvar og afgreiddi hana með því aö heita liðsinni sínufái hann fieiri aðila til samstarfs. Guðmundur Örn lauk fyrir tæpu ári námi í lífirasði við Kaupmanna- hafnarháskóla. Síöustu þrjú árin vann hann að lokaverkefni sínu í dönsku fiskeldisstöðinni D.A.I., sem tengist rannsóknum á fæðun- árai og vexti hjá seiðum gullbra- mans, en hann vann einnig við sandhverfu og vartaraseiöi i dönsku stööinni. Seiðaeldi hjá sjávarfiskum krefst ræktunar lifandi fóðurs, smásærra þöranga, sem mjög heftir fleygt íram síðustu árin. D.A.I. var á sín- um tíma brautryöjandi í eldi áls viö 25‘C, en suðurhafstegundimar krefiast svipaðs eldishita og áll. Til að hægt sé að ala fisk í vatni svo frábrugönu náttúrlegu hitastigi landsins eru notuö endumýtingar- kerfi þar sem vatninu er dælt gegn- um hreinsibúnað og það síöan end- urnýtt. í Danmörku er 90% endumýting algengust og í sliku kerfi kostar um 1 milljón d.kr. að ala 25 tonn af áli á ári. Liggur helmingur þess kostn- aðar í lífhreinsi vatnsins. Guð- mundur telur endurnýtingargráðu hér verða mun lægri, eða 50%, sem þýði lækkun fjármagnskostnaðar. Hingað til hefur ekki þótt taka því að rækta lax í endumýtingarkerfi hér á landi vegna þess að markaðs- verö hans hefur verið of lágt. Öll framansögð atriði telur Guömund- ur sig þekkja mjög vel, og með því að ná tökum á endumýtingarkerf- um og lifandi fóðrun hafi íslending- ar höndlað þekkingu á öllum þeim stigum sem notuð em til fiskeldis í dag. Guömundur segir að áætlanir sínar byggist á seiöaeldi til að byrja með, tilraunaeldi í hagkvæmri stærðareiningu. Starfsemin mundi byija eingöngu á seiðaeldi og síöan kæmi matfiskeldið seinna. Mark- aðir fyrir hvort tveggja hafa verið mjög góðir. „Það vom mér auðvit- að mikil vonbrigði þegar boran eft- ir jarðsjó á Borgarsandi bar ekki árangur og þaö þýöir auðvitað að sjótaka verður dýrari. En hér er alltént nóg af heitu vatni. Spurn- ingin er hvað vilja menn, telja þeir þörf fyrir nýja atvinnugrein hér og vilja þeir léggja henni lið,“ sagði Guðmundur Ingólfsson. Stjórnir Utgerðarfélags Bílddæl- inga og Fáfnis hf. á Þingeyri ræða nú stofnun nýs hlutafélags um út- gerð togarans Framness ÍS 708 frá Þingeyri. Eignahlutföll hafa ekki endanlega verið ákveðin en líklegt er aö Fáfnir hf. muni eiga 52% og Útgerðarfélagið 48%. Að sögn Jakobs Kristinssonar, framkvæmdastjóra Fiskvinnslunnar á Bíldudal, verður hlutafélagið stofn- að fyrir áramót og þá mun Framnes landa jafnt á Þingeyri og Bíldudal. „Við höfum verið í vinsamlegum viðræðum viö Bílddælinga um þessi mál en það er ljóst að ekki verður gengið frá neinu fyrr en okkur berst svar við umsókn okkar til atvinnu- tryggingarsjóðs um fyrirgreiðslu til Kaupfélags Dýrfirðinga,“ sagði Hall- grímur Sveinsson, stjórnarformaður Fáfnis, í samtali við DV. „Ef af þessu verður mun togarinn verða mannaður Þingeyringum og framkvæmdastjórn verður óbreytt frá því sem verið hefur. Okkar óska- staða er auðvitað sú að þurfa ekki að selja eignir en eins og staðan er í dag er nokkuð óljóst um framhaldið. Það verður hvorki seldur heill né hálfur togari frá Þingeyri nema um JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL JÖFUR HF 405 GR OG SRI w A RÝMINGARSALA Við rýmum fyrir 1989 árgerðinni af Peuge- ot 405, lækkum verðið og bjóðum einstak- lega góð greiðslukjör - 25% ÚTBORGUN OG EFTIRSTÖÐVAR TIL 18 MÁNAÐA Á ÓVERÐTRYGGÐU SKULDABRÉFI. Staðgr.verð ' Afborg.verð PEUGEOT 405 GR 1900 ’88 795.000,- 858.600,- VERÐ1989 ÁRGERÐAR 895.500,- 967.100,- Búnaður: 110 ha vél, 5 gíra skipting, vökvastýri, veltistýri, rafhitaðir útispeglar, rafhituð framsæti o.fl. Staðgr.verð Afborg.verð PEUGEOT 405 SR11900’88 895.000,- 966.600,- VERÐ1989 ÁRGERÐAR 1.014.700,- 1.095.900,- Búnaöur: 125 ha vél með beinni innspýtingu eldsneytis á vél. 5 gíra skipting, vökvastýri, rafdrifnar rúður, fjarstýrðar miðlæsingar (central), litað gler, rafhitaðir útispeglar. rafhituö framsæti o.fl. ÁRGERÐ 1988 Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 OPIÐ 9-18 VIRKA DAGA OG 13-17 LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.