Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. ísafjörður: Fyrsta heilsu- stöðin opnuð Sgurjón J. Sgurösscn, DV, feafixði: Nýlega opnaði Stefán Dan Óskarsson og fjölskylda hans fyrstu heilsustöðina á ísafirði. Stöðin, sem heitir Stúdíó Dan, hýð- ur upp á margs konar þjónustu, t.d. nudd og ljós, nálastungur, æf- ingabekki, heitan nuddpott og gufubað. Auk þess sem að ofan greinir veröur Stefán með á boðstólum ýmsar heilsuvörur. Þá veitir hann fólki aðstoð viö aö megra sig, hann hjálpar fólki að hætta að reykja og notar hann nálastungutæki til þess. Fjöldi fólks kom í hið nýja heilsu- stúdíó á opnunardaginn og var al- menn ánægja hjá fólki með þennan fyrsta stað sinnar tegundar ísafiröi. Stefán Dan Oskarsson, eiginkona hans, Rannveig Hestnes, ásamt dætr- um á opnunardegi Stúdíó Dan. DV-mynd BB, ísafirði. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Michael Douglas hefur mikinn áhuga á að gera fallega kvikmynd fyrir börn. Efniviðurinn er hin hugljúfa saga um Heiðu litlu eftir Jóhönnu Spyri. Sagan af Heiðu, Pétri og afa hefur lengi verið í hávegum höfð hjá börnum og fullorðnum og ófáar kvikmyndir verið gerðar eftir henni. Michael Douglas er þekktur fyrir allt annað en leik í barnamyndum enda hafa kvik- myndir hans víirleitt verið bann- aðar börnum. En nú hyggst hann snúa við blaðinu og segir að sag- an um Heiðu eigi erindi til alls heimsins. Michael Jackson á ekki sjö dagana sæla því hver ógnin á fætur annarri heltekur líf hans. Nýlega spurðist að hann væri á góðri leiö með aö leysast í sundur og nánast gufa upp. Hann er því sífellt á varðbergi gagnvart veirum, sýklum og öðru smitandi. Fyrir stuttu var hann á ferð á írlandi og heimsótti helgan stað þar sem er átrúnaöur á stein einn. Trúin segir að þennan stein eigi að kyssa og öölast með því hamingju. En Michael vildi ekki leggja svo mikið á sig fyrir ham- ingjuna og neitaði að koma ná- lægt þessum steini. Ástæðan var ótti hans við eyðnismit. írska þjóðin getur ekki á sér heilli tekið af móðgun eftir heimsókn Mic- haels. Grace Jones þykir sumum hið huggulegasta fljóö. Þessi fyrrum fyrirsæta og núverandi leik- og söngkona er samt ekki eins hugguleg í um- gengni og útlitið segir til um. Sög- ur herma aö henni hafi nýlega verið kastað út af virðulegu hót- eli í Los Angeles. Hótelstjórinn fékk nefnilega kast þegar hann komst að því að daman hafði nán- ast gengið berserksgang í íbúð- inni. Hún hafði í reiði sir.ni brot- ið einn stól mélinu smærra, brot- ið rúður í íbúðinni og til að kór- óna ósköpin skorið í sundur verð- mætt málverk. Það er víst ekki nóg að vera ríkur og frægur þegar aðrir kunna ekki að meta uppá- tækin. Guðrún Alda Erlingsdóttir, eiginkona Óðins bakara, í nýju versluninni í Hafnarstræti. DV-mynd BB ísafjördur: Bakarinn flytur um set Sguijón J. Sgurösson, DV, ísafirði: Óðinn Geirsson, bakari á ísafirði, hefur flutt verslun sína úr gamla Félagsbakaríinu í húsnæði við Hafn- arstræti 4 þar sem tískuverslunin Tipp topp var áður til húsa. Óðinn heldur samt áfram að baka í hinu gamla húsnæði. „Maöur verður að vera í hjarta bæjarins og ég vona að viðskiptin aukist við þetta,“ sagði Óðinn í sam- tali við DV. „Ég vona að fastakúnn- arnir, sem búa nálægt Silfurgötunni, fyrirgefi mér þetta. Ég kem til með að hafa einn ofn í nýju vérsluninni og get þá boðið upp á heit vínarbrauð og fleira með kaffinu þannig að þá verður þessi yndislega lykt af nýbök- uðum brauðum í götunni." Þess má geta að þetta er ekki fyrsta bakaríið sem er til húsa i Hafnar- stræti 4, þar var áður Búbbabakarí, sem margir muna eflaust eftir, og þar á undan Ólafsbakarí. Rómantík í tölvum Tölvur eru, eins og kunnugt er, mikil þarfaþing. Þær vinna ólíkleg- ustu verk og létta mörgum starfið í amstri dagsins. En nú er hægt að nota tölvur við að leysa aldagamalt vandamál - eigum við saman eða ekki? Við því sem áður hefur þróast af sjálfu sér er nú hægt að fá svör strax og því þarf ekki að sóa neinum tíma í vonlaust samband. Tölva var notuð til að para saman nokkra þekkta leikara og skilaöi furðulegum niðurstöðum. Maður skyldi ætla að Farah Fawcett yrði hlessa ef Ryan O’Neal, kærasti henn- ar til margra ára, labbaði út og til- kynnti henni í leiðinni að tölva vildi að hann tæki saman við Joan Coll- ins. Tölvan er ósveigjanleg og telur þau tvö geta átt vel saman, bæði skapmikil og sjálfstæð. Aldursmun- urinn er ekki mjög mikill, hún er 55 ára og hann 47 ára. Reyndar kemur fram í ævisögu Joan að þau hafi átt í stuttu en villtu ástarsambandi fyrir nokkrum árum. Tölvan leggur blessun sína yfir samband Roberts Redford og Soniu Braga. Robert er 51 árs en Sonia 37 ára og hefur samband þeirra staðið um nokkum tíma. Ef marka má tölv- una hafa þau lík áhugamál, bæði hafa þau mikinn áhuga á málefnum liðandi stundar og eru fijálslynd. , Hins vegar gaf tölvan lítið fyrir hjónaband Bruce Willis og Demi Moore og taldi hann betur settan með Börbru Streisand. Demi Moore ætti betur við Don Johnson og því leggur tölvan til að þau skipti innbyrðis. Ryan O’Neal og Joan Collins yrðu hið fullkomna par. Bruce Willis ætti að taka upp samband við Börbru Streisand ... Tölvan ieggur blessun sína yfir samband Roberts Redford og Soniu Braga. ... og eftirláta Don Johnson eiginkonu sína, Demi Moore.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.