Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Side 12
12 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. UtLönd Forseti í 1.000 daga Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, gróðursetur tré i úthverfi Manila i morgun. Símamynd Reuter Á FiUppseyjum er haldið upp á það þessa dagana að þúsund dagar eru liðnir frá því að Corazon Aqu- ino forseti komst til valda. Ekki er þó allt eins og forsetinn heíði kosiö því fyrir dyrum stendur verkfall flutningamanna og kirkjan, fjöl- miölar og mamiréttindahópar eru ósparir á gagnrýni sína. Dagblööin í gær sögöu menn hafa orðið fyrir vonbrigöum með forset- ann, mannréttindahópar sökuðu her forsetans um að hafa rænt vinstri sinnuðum stjómarand- stæðingum og leiötogar kirkjunnar höfnuðu baráttu yflrvalda fyrir takmörkuðum bameignum. leiðtogar Kýpur ræðast við Leiötogar gríska og tyrkneska hluta Kýpur ætla aö hittast í New York í þessari viku til aö ræöa leiðir til að sameina megi eyjarskeggja á ný. Grísk-kýpversk blöð segja að Peres de Cuellar, framkvæmdastjóri Sam- einuöu þjóðanna, lfti á fundinn í New York sem upphaf raunverulegra viö- ræðna milli deiluaðfla. Tfl átaka kom á Kýpur í síðustu viku þegar tvö þúsund grisk-kýp- verskir mótmælendur rifu í sundur gaddavírsgirðingar með berum höndura og mddust aö girðingunni sem hindrar aðgang að tyrkneska hlutanum. Friðargæsluhermenn Sameinuðu þjóðanna stöðvuðu för mótmælendanna. Eru þetta mestu róstur sem orðið hafa á Kýpur frá því að tyrkneskar hersveitir náðu á sitt vald norðurhluta eyjunnar árið 1974. tyrkneska hluta Kýpur. Róstur í Seoul Mótmælendur í Seoui ráðast á tögreglumenn sem reyna að hindra gðngu þeirra til heimkynna Chun Doo Hwan, fyrrum forseta S-Kóreu. Mótmælendur krefjast þess að Chun verði tekinn af lifi. Sfmamynd Reuter Vegfarendur í Seoui í Suöur-Kóreu flúöu í ofboði á laugardaginn þegar lögreglan beitti mótmælendur gasi sem brennir húöina. Þúsundir manna höföu safnast saman til aö krefjast afsagnar Chun Doo Hwan, fyrrum forseta. Tfl átaka kom milli óeirðalögreglu og mótmælenda í aðalverslun- arhverfi borgarinnar. Kastaö var gijóti og bensínsprengjum að lögreglu- mönnunum en mótmælendur dreifðust er lögreglan beitti þá pipargasi. Forsetinn fyrrverandi, sem ríkti með haröri hendi eftir valdarániö 1979 og þar til í febrúar síðastliðnum, er sakaður um spfllingu og meisbeitingu valds. Kennedy ekki skotmarkið Þegar Lee Harvey Oswald skaut á bílalestina í Dallas fyrir 25 árum, þegar John F. Kennedy forseti var þari heimsókn, er ekki víst að hann hafi ætlað aö skjóta forsetann til bana. Vel getur verið að skotmarkið hafi veriö John Connafly fylkisstjóri. Þetta kemur fram í bók sem gefin verður út á næsta ári, að þvi er segir í nýjasta hefti tímaritsins Time. Connafly, sem feröaðist 1 sama bfl og forsetinn, særöist í skotárásinni. Oswald á að hafa veriö lækkaður í tign í sjóhemum vegna athafiia hans í Sovétríkjunum. Haföi Oswald beðið Connally um að hafa áhrif á sjóher- inn þar sem hann hélt aö Connally gegndi embætti innan hans. Connally haföi hins vegar látið af því embætti en skrifstofa hans sendi Oswald neikvætt svar. Engin þjóö ætti aö hafa herstöðvar utan sinna landamæra og markmiðið er að eyöa kjarnorkuvopnum í heim- inum, sögöu Gorbatsjov, leiötogi Sovétríkjanna, og Rajiv Gandi, for- sætisráðherra fndlands, í lok þriggja daga heimsóknar Gorbatsjovs til fnd- lands í gær. Gorbatsjov lét samt vera að bjóðast til þess að loka herstöðvum Sovét- ríkjanna úti í heimi og ekki var ítar- lega útskýrt hvernig losa ætti heim- inn viö kjarnorkuvopn. Þjóöarleiðtogarnir náðu vel saman og sagðí Gandi að viðræðurnar gerðu þjóöirnar enn samrýmdari en áður. fndland er helsta vinaþjóö Sovétríkj- Sámur frændi er friðarspillir í Afganistan, segir Gorbatsjov, og frestar heim- köllun soidáta sinna. Gorbatsjov og Gandhi boða frið anna í Suður-Asíu og í gildi er mifli þjóöanna vináttusáttmáli frá 1971. Gorbatsjov og Gandi ræddu stööu mála í nágrannaríki Indlands og Sov- étríkjanna, Afganistan. Gorbatsjov sagði að Bandaríkin og Pakistan gerðu í því torvelda brottflutning sovésku hermannanna sem gerðu innrás í landið fyrir áratug. Hann sakaöi Bandríkin og Pakistan um að senda skæruliðum vopn til aö flæma úr valdastóli ríkisstjórn Najibullah í Afganistan, sem er Sovétríkjunum þóknanleg. Skæruliðar neita að semja við Najibullah og getgátur eru um það að yfirvöld í Sovét séu reiðu- búin að fórna Najibullah í þeirri von að friður komist á í þessum bakgarði Vinátta Sovétmanna og Indverja staðfest með handsali Gorbatsjovs og Gandi. Sovétríkjanna. Gorbatsjov lét ekkert hafa eftir sér sem hægt var aö túlka sem stafestingu eða neitun á þessum getsökum, en Gandi sagði að Gorb- atsjov styggi Najibullah. Samkvæmt yfirlýsingu Sovét- manna eiga hermenn þeirra að vera komir út úr Afganistan um miðjan febrúar. Leiðtogamir töldu að alþjóðleg ráð- stefna væri til þess fallin að koma á friði í Afganistan og lögðu að aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna að beita sér fyrir friðarráöstefnu af slíku tagi. Indverjar heiðruðu Gorbatsjov með veitingu friðarverðlauna, sem kennd eru við Indiru Gandi, móöur Rajivs. Ólafur Ragnar Grímsson, fékk þessi sömu verðlaun fyrir ári, þá sem formaður alþjóöasamtaka þingmanna fyrir friöi. Eystrasaltsríkin eru ekki samstíga Eistar riðu á vaöið og gerðu ítrustu kröfur um sjálfstæði innan sovéska lýðveldissambandsins. Litháar gengu skemmra og fre- stuðu afgreiðslu um rétt þjóðþings- ins. Lettar fjalla um sín mál á morgun og búist er viö að þeir feti í fótspor Litháa. Þjóðþingið í Eistlandi staðfesti að lög lýðveldisins hnekktu þeim lög- um sem samþykkt væru í Moskvu og ennfremur hafnaði þingið til- lögu Gorbatsjovs um að sovéska ríkisþingið fengi aukið umboð. Gorbatsjov sér aukið þingræði sem áfanga í endurbótastefnu sinni, perestrojku. Eistar töldu tillöguna fela í sér að vald flyttist úr héraði til Moskvu. Aukin varkárni í Eystrasaltsríkj- unum síðustu daga bendir til þess aö þau ætli að bíða og sjá hvað þau geta fengið út úr stöðunni sem Eist- ar lögðu fyrir sovésk yfirvöld. Ef öll ríkin þrjú gerðu formlegar sam- þykktir um ítrustu sjálfsstjóm gæti það gert Kremlarbændur ósveigj- anlega. Flokksbroddar í Mosvku lýstu því strax yfir, eftir fréttist af kröfum Eista, aö þær brytu í bága viö stjómarskrána. Þaö er verkefni sovésku flokksforystunnar að finna lausn á kröfum hinna 15 þjóða Sovétríkjanna um aukna sjálfsstjórn. Gorbatsjov, aðalritari kommúnistaflokksins, veröur að beita lagni ef honum á að takast að hemja sjálfstæðisviðleitni þeirra mörgu þjóða sem mynda Sovétrík- in. Eystrasaltslöndin þrjú leika aöal- hlutverk í síðustu hrinu þess leiks sem veldur mönnum andvöku í Kreml. Þjóðimar voru sjálfstæðar á ámnum milli stríða og innlimað- ar í sovéska ríkjasambandið árið 1940. Reuter Serbnesk kona er borin meðvitundarlaus úr mótmælagöngu í Belgrad þar sem yfirráðum afkomenda Albana yfir Kosovohéraðinu var andmælt. Fundað og mótmælt í Júgóslavíu Forysta kommúnistaflokksins í héraðinu Serbíu í Júgóslavíu hittist í dag til að finna lausn á sambúðar- vanda ólíkra þjóða landsins. Um helgina vom linnulaus mótmæli Serba annars vegar og íbúa af al- bönskum ættum hins vegar. Á með- an Serbar og fólk albanskrar ættar mótmæltu í Serbíu fóm Slóvakar í norðri út á, götur til að andæfa yfir- gangssemi Serba. Flokksforystan í Belgrad hvetur stríðandi fylkingar til að hætta andófi sínu og segir ólæt- in eingöngu til skaöa. Ofan á erfiðleika við að sætta þjóð- arbrot í Júgóslavíu bætist sú stað- reynd aö landið á í miklum efnahags- erfiðleikum um þessar mundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.