Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. Meiming_________________________________________________ dv Engin skrifstofulykt af séra Rögnvaldi „Jafnvel virtustu menn og kannski einkum þeir, eiga þaö allt- af á hættu, sér í lagi prestar, aö um þá myndist sögur sem lítill eöa eng- inn fótur er fyrir, ekki einu sinni flugufótur," bendir séra Rögnvald- ur Finnbogason réttilega á í hressi- legri endurminningabók sinni. Séra Rögnvaldur er einn þeirra manna er hafa orðið nánast þjóö- sagnapersónur þegar í hfanda lífi. Sögumar tengjast ekki síst rót- tækni hans, kvensemi, áfengum drykkjum, sífelldum skiptum á prestaköllum og frásagnargleði. Það var því ekki óeðlilegt að For- lagið fýsti að fá hann til að setja endurminningar sínar á blað. Prestur lét þó ekki til leiöast fyrr en gengið hafði verið að þeirri kröfu hans að Guðbergur Bergsson yrði fenginn til að skrá minning- arnar. Hefur þaö líkast til veriö sterkur leikur hjá séra Rögnvaldi því það kemur á daginn að bókin er hin læsilegasta óg á skrásetjari væntanlega heiðurinn af því. Hins vegar á séra Rögnvaldur sjálfur auðvitaö heiöurinn af því að í bók- inni er sagt mjög opinskátt frá og af hreinskilni, og kann jafnvel aö vera að einhverjum sárni vægðar- laus umfiöllun hans um menn og málefni. Kvenfólkið í lifi hans fær og ítarlega umfiöliun og óvist er hvernig því líkar. En það kemur á daginn í bókarlok að látiö er staðar numið 17. júní 1959 er sögumaður kynntist Kristinu Thorlacius og boðar að kynnin af henni verði uppistaðan í 2. bindi ævisögu hans. „Endurminningin er oft rígbund- in skynfærum eins og nefinu,“ seg- ir séra Rögnvaldur og víst er um það að minningar hans eins og þær birtast i þessari bók eru mjög tengdar lykt. Þannig er alþingis- hátiðin 1930 í huga hans tengd lykt og frelsi í senn. Og í endurminning- um hans frá æskuslóöunum í Hafn- arfirði tvinnast allt saman: blóma- ilmur, fiöruangan, tjörulykt af bát- unum, tóbakskeimurinn og brenni- vínsþefurinn út úr körlunum. Þegar á æskuárunum í Hafnar- firði kynntist Rögnvaldur stétta- skiptingu og einnig hún tengdist lykt í huga hans. Þannig var mál með vexti að móðir hans ræsti skrifstofurnar hjá útgerðarfyrir- tækinu Akurgerði í Hafnarfirði. „Ég fór oft með henni þangað, sér- staklega á sumrin. Og ég vissi og fartn alltaf hvenær skip voru komin úr siglingu. Þá angaði allt af viskí- lykt og ýmsum öðrum tegundum í bland, og tómar flöskur voru í bréfakörfunum. Þrátt fyrir fram- andleikann þarna fanp ég aldrei til neinnar lotningar, þegar ég kom inn á fínar skrifstofur atvinnurek- endanna. Það hafði verið innprent- að í mér að þær væru eitthvað tengdar kölska, bæði vínlyktin og hin, sem leggur af skjölum, bók- haldi og reikningum og er tákn auðsins, að þetta væri annar heim- ur en sá, sem við tilheyrðum, og þarna ættu þeir menn hreiður, sem skömmtuðu bæði vinnuna og hið skítlega kaup, sem verkafólkið fékk. Einhverju sinni var ég sendur til aö sækja launaumslag fyrir bróður minn á útgeröarkontór, ég held aö þaö hafi verið í Bæjarút- geröinni, og þá sagði Gunnar heit- inn Davíösson, sem var gjaldkeri og átti að afhenda mér umslagið: Óskapa fýla er í þér drengur. Hann átti að sjálfsögðu við svipinn á mér, en ég skynjaði þetta með öðr- um hætti og svaraði stéttvís og hvefsinn: Það er engin skrifstofu- lykt af mér. Þannig hefur pólitísk afstaða mín sést á mér strax í bernsku." Og það er óhætt að segja að það er engin skrifstofulykt af séra Rögnvaldi í þessari bók, þótt eitt einkenni hennar, þ.e. vínlyktin, komi talsvert við sögu og sögumað- ur hafi af og til „fengiö sér á kút- inn“ eins og hann orðar það ein- hvers staöar. Eitt sinn reyndi hann raunar fyrir sér sem skrifstofu- maður, nánar tiltekið sem starfs- maður eins útibús Landsbankans, en hann hélst ekki við þar nema í örfáa daga. Það er gegnumgangandi stef í bók séra Rögnvaldar, hversu mjög hann finnur fyrir því að vera „ut- anveltu eöa á ská við menn og al- mennt viðurkennd málefni". Hon- um finnst alltaf sem hann komi „úr annarri átt“. Þessu finnur hann mjög fyrir þegar í menntaskóla og ekki síður þegar hann er orðinn prestur. Það var svo margt við prestskapinn sem var honum fiar- lægt að honum fannst sem hann „væri eins og þjófur sem hefði ver- ið staðinn að verki" þegar hann kom inn í kirkju. „Kannski fannst mér ég fiarlægur prestastéttinni vegna uppeldis mins, vegna þess Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson að ég var alinn upp við aðstæður sem verða ekki beinlínis kallaðar kirkjulegar." Hann lýsir því hversu mikill tími fór í að sætta það sem virtust ósættanlegar and- stæður: sósíahsminn og guðstrúin. „Því það er staðreynd að á þessum • árum í lífi mínu og íslensks sam- félags ... var guð hvergi nema á himnum og í Sjálfstæðisflokkn- um.“ Margir þeirra manna sem koma við sögu í þessari bók eru hins veg- ar skoðanabræður séra Rögnvald- ar í pólitík svo sem Jónas Ámason, Thor Vilhjálmsson og séra Eiríkur Helgason sem átti þá drauma sam- eiginlega með séra Rögnvaldi að vilja sameina þjóðfélagslegt rétt- læti því að vera starfandi prestur í lúthersku kirkjunni. Ýmsum kann að þykja forvitni- legar þær einkunnir er séra Rögn- valdur gefur kennurum sínum við guðfræðideildina og raunar einnig ýmsum starfsbræðrum sínum. Kristindómur séra Ásmundar Guð- mundssonar er sagður „helst til kveifarlegur" og sjálfur fær hann þá dóma aö hafa verið betri biskup en guðfræðikennari. Um dr. Sigur- björn Einarsson var því þveröfugt farið. Hann var sá kennari guö- fræðideildar sem sögumaður hafði mest dálæti á meðan á námi stóð en segir hann hafa fallið í áliti eftir að hann varð biskup. Það skín í gegnum frásögn séra Rögnvaldar að minnkandi dálæti hans á Sigur- birni Einarssyni tengist því að sá síðamefndi sneri við blaðinu í af- stöðunni til Atlantshafsbandalags- ins. Ólík pólitísk afstaða kemur og við sögu í dómum sögumanns yfir prófessor Jóhanni Hannessyni, áð- ur trúboða í Kína. Séra Rögnvaldur taldi þennan kennara sinn vaða í villu og svíma enda er séra Jóhann sagður hafa talið kommúnismann „helsta fianda samtímans." Skemmtilega sögu segir séra Rögnvaldur af dr. Bimi Magnús- syni prófessor, og ritskýringu hans á 2. kafla Jóhannesar guðspjalls, þ.e. Brúðkaupinu í Kana. Dr. Björn færði að því flókin guðfræðileg rök aö vinið sem Kristur gerði í Kana hafi ekki verið úr hófi sterkt þann- ig að enginn hafi fundið á sér í veislunni og allra síst Kristur. „Hvers végna bað fólkið þá um meira? spurði Árni Sigurðsson, einn af nemendunum. Þögn. Ekk- ert svar.“ Magnús Jónsson dósent fær þá dóma aö hafa verið „frábær kenn- ari, skemmtilegur og fiölfróður" en Magnús Már Lárusson prófessor er sagður „drýldinn“. Af prestum sem minnst er á má nefna séra Jón Auðuns sem var greinilega ekki hátt skrifaöur hjá séra Rögnvaldi eftir að sá fyrrnefndi gat ekki borð- að kartöflur þær er faðir séra Rögn- valdar seldi þar sem þær væru „blárauðar og svo ólekkerar á borði“. Ráðuneyti kirkjumála fær þá dóma að því hafi alltaf fylgt skelfileg lágkúra í skiptum við presta. Sögumaður fiallar einnig opin- skátt um tilfinningalíf sitt á þessum árum, hvemig hann hafi veriö full- ur af minnimáttarkennd og að hann hafi stundum haldið að fyrir sér lægi sturlan og ævilöng vist á Kleppi. Kvennamálin taka eins og við var að búast talsvert rúm. Fjall- að er um „Sjafnarmál" sem svo era kölluð, þ.e. umfiöllun um fyrstu „stóru alvöruástina", Sjöfn Hall- Sr. Rögnvaldur Finnbogason og Guðbergur Bergsson. dórsdóttir, sem síðar sendi upp- sagnarbréf frá útlöndum. Hrygg- brot þetta hafði þau áhrif að sögu- maður kappkostaði að sýna bæði sjálfum sér og öðram að hann ætti allra kosta völ á sviði kvennamála og ástalífsins. Fljótlega eftir hrygg- brotið gekk hann að eiga Erlu Gunnarsdóttur. Greinilegt er að séra Rögnvaldur Finnbogason er óþrjótandi lind af skemmtilegum sögum og verður fróölegt að sjá hvað leynist í 2. bind- inu. Eg get þó ekki varist þeirri hugsun að betur hefði mátt grisja úr sögubrotum séra Rögnvaldar og e.t.v. hefði mátt koma endurminn- ingum hans öllum fyrir í einni bók sem kannski hefði fyrir vikið orðiö enn læsilegri. A.m.k. fannst mér sem dofnaði yfir bókinni þegar á lesturinn leið, t.d. fannsfi mér frá- sagnirnar af kvennamálunum lítt spennandi lesning. Tilkomumeiri fannst mér frásagnirnar af æsku- slóðunum í Hafnarfirði. Yfir bernskunni hvílir enda einhver töfrabirta í huga sögumanns og hann bendir á að „þrátt fyrir alla fátæktina og hashð var heimili okkar systkinanna auðugt af öllu því er mestu skiptir í lífi barnsins - ástúð og öryggi.“ Maður fær það óneitanlega á til- finningima við lestur bókar séra Rögnvaldar að sífelld skipti hans á prestssetrum eigi rætur sínar að rekja til tilfinningalegs rótleysis hans og að hann hafi nú e.t.v. loks fest rætur, enda af ýmsum kallaður séra Rögnvaldur á Samastað (ekki Staðastað). Ein ummæli hans í bók- inni benda órieitanlega til þess að hann hafi nú loks komist að niður- stöðu: „En sérhver maður er ferða- taska tilfinninga sinna, og þess vegna flýr enginn sjálfan sig. Skap- gerðin leynist alltaf í skólatösku lífsins.“ Gunnlaugur A. Jónsson. Trúín, ástin og efinn. Minningar séra Rögnvaldar Finnbogasonar á Staöastað. Guöbergur Bergsson skráöi. Út Forlagiö. Reykjavik 1988, 214 bls. Maður gegnir nafninu Halldór Guðbrandsson. Hann er merkileg- ur fyrir þá sök aö vera aðalpersón- an í nýjustu skáldsögu Guðmundar Björgvinssonar Ástin sigrar - þessi gamli djöfull. Halldór þessi er í upphafi sögu á leið til náms í Bandaríkjunum en heima á íslandi ætlar Guðrún að bíða hans Bjarnadóttir í litlu sætu húsi við sjóinn. Sál hennar fylgir honum þó hvert sem hann fer í líki ljósmyndar sem hann ber við brjóst sér í seðlaveskinu. Það er rómantísk sýn sem le- sanda veitist inn í líf þessa fólks á allra fyrstu síðum sögunnar. En ei er allt sem augað sér: Halldór er ekki fyrr kominn um borð í flugvél- ina til Ameríku en hann lendir í vandræöum með ímynd Guðrúnar: „Hann reyndi að kalla hana fram fyrir hugskotssjónir sínar, en það var sama hvað hann reyndi, andlit- ið var aðeins óljós þokuslæða inni í svörtu hárinu. Hins vegar sá hann greinilega fyrir sér andlit Frelsis- styttunnar í New York.“ Lagskiftur losti Ástin sigrar - þessi gamh djöfuh útlendings er lagskift ástarsaga sem annars vegar bregður upp mynd af heimil- islegri trúfastri ást Guðrúnar og Bókmenntir Kjartan Árnason hins vegar ástinni, ástríðunni, lost- anum í öllu sínu djöfullega veldi, og teflir fram sem andstæðum. Fljótlega eftir komuna til Ameríku lendir Halldór í slagtogi við Jackl- ine P. Weisman sem auknefnd er Jackie og er bæði rík og eiguleg. Guðrún þurrkast smám saman úr hugskoti Halldórs, hún hættir að fá bréf þar sem hann segir hana hafa komið til sín í hki tunglsins. Hún hættir yfirhöfuð að fá bréf. Samband þeirra Halldórs og Jackiear verður æ öfgafyllra eftir því sem sögunni vindur fram og virðist hafa hreint djöfulleg áhrif á bæði. Jackie leggst í brennivín og ruglast í ríminu en Halldór hverfur út á óravíðáttur ímyndunarinnar. Hann kemst þó heim til gamla landsins um síðir og brúðkaup er haldiö í lítilli torfkirkju, svartri. ■ Útlendingur Halldór Guðbrandsson er í að minnsta kosti tvennum skilningi útlendingur. í fyrsta lagi dvelur hann í framandi landi og í öðru lagi er hann hálfgerður útlending- ur í lífinu, líður áfram í áhrifa- leysi, „flýtur sofandi að feigða- rósi“, ekki ólikur útlendingi Camus í samnefndri sögu;. lengra nær þó samlíkingin ekki. í þriðja hluta sögunnar þegar ímyndunin nær undirtökunum hjá Dóra finnst mér höfundi takast æðivel upp og er þetta að mínu mati besti kafli bók- arinnar. E.t.v. er þaö vegna þess að hér er stílhnn tilgerðarlaus og við það sýnist mér samræmið milli stílbragða og efnis aukast frásögn- inni í hag. Sá stíll sem Guðmundur viðhefur annars, stuttar afhöggnar setningar, þykir mér ekki góöur félagsskapur í þessari sögu vegna þeirrar skekkju sem verður milli frásagnar og samtala: ljóðrænn stíh í frásögn, hversdagslegur og allt að því áþreifanlegur í sam- tölum. Best heppnaða persóna sög- Guðmundur Björgvinsson skrifar um konur,og fjallar jafnframt um þær i myndlist sinni. unnar finnst mér vera Dóri sjálfur í öllu sínu áhrifaleysi; aörar per- sónur eru gjarna af ætt skyndi- og svipmynda. Guðmundur viröist, ef manni leyfist að lesa milli línanna, vera þeirrar skoðunar að ástin sé í huga nútímamannsins fremur tengd lík- amlegri fýsn eri andlegri fullnægju og mönnum mun tamara að hlýða kalli kjötsins en hugans. Þannig sé fólk jafnvel reiöubúið að rjúfa sátt- mála hjónabandsins á sjálfa brúð- kaupsnóttina, svíkja og vera svikiö. Ekki vil ég andmæla þeirri skoðun sem lesa má úr sögunni en ég sakn- aði stundum meiri innri spennu og tilþrifameiri safa! En ástin? Sigrar hún að lokum? Ekkert gefið upp hér. Aftur á móti hefur Guörún fengið hörkulega djöfullega drætti í andlitið í sögu- lok ... Og gleðifréttirnar eru að Guð- mundur Björgvinsson á enn eftir að skrifa sína bestu bók eins og allir rithöfundar. Kjartan Árnason. Ástin sigrar - þessi gamli djöfull Höfundur: Guðmundur Björgvinsson Útgefandi: Lifsmark

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.