Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. Utlönd Kosið á Sri Lanka Vopnaður vörður við aðaibaekistöðvar Byltingarflokksins á Sri Lanka sem tók þátt i sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn. Flokkurinn var áður samtök skæruiiða. SímamyrKl Reuter Skæruliðar taraQa á Sri Lanka gerðu árásir á hermenn og óbreytta borgara í austurhluta Sri Lanka á laugardaginn. Tilgangurinn með árás- inni var að trufla sveitarstiómarkosningamar sera þá fóm fram, að því er heryfirvöld segja. Flestir kjörstaðir vom opnaðir klukkustundu seinna en ráðgert hafði verið þar sem embættismenn hikuðu við að koma sér þar fyrir vegna hótana skæruliða. Carter skrifar Khomeins Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað bréf til Khoraeinis, hins andlega leiðtoga írana, og boðist til að gerast milligöngu- maður í frelsun tíu bandarískra gísia sem eru í haldi í Líbanon. Þetta var tiikynnt í útvarpinu í Teheran á laugardaginn. í utvarpsfréttinni sagöi einnig að Khomeini hefði svarað með því að lýsa sarabandinu mfili Bandaríkjanna og írans sera sambandi kindar og úlís og útfiokaði því allar sættir. Carter sagði að meö bréfinu hefði hann viljað tryggja lausn Davids Rabhan, vinar sem setið hefur 1 fangelsi í íran í næstum níu ár. Carter sagöi einnig að bréfiö væri svar við frumkvæði af hálfu írana. Talsmaður Carters vildi hins vegar ekki útskýra það nánar. Mikki mús sextugur Mikki og Minní í afmælisveislunni á föstudagínn. Mikki sést hér skera sér sneið af risastórri afmælistertu sem honum varfærð i tilefni dagsins. Símamynd Reuter Tvísýnt um úr- slit í Kanada Agúst Hjörtur, DV, Ottawa: Kanadamenn ganga til þingkosn- inga í dag eftir sjö vikna haröa og tvísýna kosningabaráttu. Stjórn- málaskýrendur og fjölmiðlar eru á einu máli um aö þessi kosningabar- átta hafi verið óvenjullfleg og spenn- andi þrátt fyrir aö eitt mál, fríversl- unarsamningurinn við Bandaríkin, hafi verið allsráöandi. Þá eru úrslit kosninganna mjög óviss. íhaldsmenn viröast hafa náö forystunni aftur frá Frjálslynda flokknum samkvæmt síöustu skoð- anakönnunum. Hvort íhaldsflokkn- um tekst að halda þingmeirihluta sínum er þó allsendis óvíst. Líkleg- ustu niöurstöður kosninganna virð- ast vera minnihlutastjóm, annaö hvort íhaldsflokksins eða Frjáls- lynda flokksins sem þá yröu að reiða sig á stuðning Nýja demókrata- flokksins. Leiðtogi Nýja demókrataflokksins, Ed Broadbent, áritar mynd handa stuðn- ingsmanni sínum. Líklegt þykir að annar hvor stóru flokkanna verði að reiða sig á Nýja demókrataflokkinn við stjórnarmyndun. Simamynd Reuter Stuðningsmaður Brian Mulroneys, forsætisráðherra Kanada, faðmar hann að lokinni kosingaræðu í Mon- treal. Simamynd Reuter Dómari sakfelldur í Frakklandi Bjauú Hmriksson, DV, Bordeaux: Franski dómsmálaráðherrann vissi ekki um væntanlega sakfell- ingu dómara sem vakiö hefur mikla athygli í Frakkiandi. Dómarinn, Giiles Boulouque, er sakfelldur fyrir ummæli í viðtali við franska dagblaöiö Le Figaro þar sem hann sagði meöal annars að öll sprengjutilræöin í París í sept- ember 1986 og urðu fjölda manns að bana hafi verið skipulögð af ein- um og sama manninum, Fouad Ali Salah. Svo virðist sem Boulouque hafi ekki búist við að þetta yrði haft eftir honum en það er einmitt Salah sjálfur sem sakar dómarann um brot á þagnarskyldu þar sem Salah er í gæsluvarðhaldi og ekki er enn búið aö dæma í málinu. Boulouque sér um rannsókn málsins og þótt lagalega séð megi segja að sakfellingin sé réttmæt fmnst mörgum óeölilegt að sak- borningur geti þannig losað sig við dómara sem honum líkar illa við. Pierre Arpaillange dómsmálaráð- herra hefur sagt aö hann hafi áhyggjur af auknum ákærum á hendur dómurum. Um fiögur þúsund bömum frá Norður-Ameríku og Evrópu var boðið til Disneylands í Flórída í Bandaríkjunum á föstudaginn þegar haldiö var upp á sextugsafmæli Mikka mus. Mikið var um dýröir og skemmtu gest- ir sér raeð ágætura. Boðið var upp á veitingar og þótti afmælisterta Mikka sérlega góð. Dubcek hitti pála Fyrrum leiðtogi Tékkóslóvakíu, Alexander Dubcek, átti á laugar- daginn tíu mínútna fúnd með Jó- hannesi Páli páfa II. Áður hafði Dubcek lagt blómsveig á leiði þrjú hundmö Itala fyrir sunnan Róm sem myrtir vora af nasistum árið 1944. Dubcek, sem ferðast nú til útlanda í fyrsta skipti í tuttugu ár, hlaut heiðursdoktorsnafnbót við háskólanna í Bologna fyrir viku. Hann mun ferðast um Italíu áöur en hann snýr heim aftur. Alexander Dubcek, fyrrum teiðtogi Tékkóslóvakíu, fékk áheyrn hjá pófa á laugardaginn. Simamynd Reuter Sprengjutilrædi í Genf Fimm manns særöust, þar á með- al tveir bandarískir feröamenn, þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofu sovéska flugfélagsins Aeroflots í Genf á fóstudaginn. í byggingunni eru einnig húsakynni tveggja arabiskra banka. Maður, sem ekki sagði til nafns, hringdi tU svissneska sjónvarpsins og sagöi að næst yrði ráðist að kap- ítalistum, kommúnistum og gyð- ingum. Sprengja var sprengd við skrif- stofu sovéska (lugfélagsins Aero- flot I Genf á föstudaginn. Fímm manns særöust við sprenginguna. Simamynd Reuler Biðstaða í Pakistan Þaö dregst um nokkra daga aö næsti forsætisráðherra Pakistans verði útnefndur. Forseti landsins, Ghulam Ishaq Khan, ætlar að ræða við leiðtoga helstu stjórnmálaílokka landsins. Kahn mun tilnefna þann stjómmáiamann til forsætisráðherra sem líklegastur er að fá stuðnings- yfirlýsingu þingsins. Á morgun mun forsetinn hitta Benazír Bhutto, formann Þjóðar- flokksins, sem er stærsti flokkurinn á þingi, og helsta andstæðing Bhutto, Nawas Sharif. Sharif fer fyrir Múha- meðska lýðræðisbandalaginu. Forsetinn hittir stjómmálamenn- ina hvorn í sínu lagi og áskilur sér góðan umhugsunartíma. Þjóðarflokkurinn fékk 92 þingsæti í kosningunum í síðustu viku og vantar 17 sæti til að ná meirihluta. Múhameöska lýðræðisbandalagið fékk 55 þingsæti. Benazír Bhutto sagði blaðamönn- um að sér þætti sjálfgefið að forset- inn tilnefndi hana til forsætisráð- herradóms og taldi þaö ekki skipta máli þótt tilnefningin drægist um nokkra daga. Nawast Sharif segir Múhameöska lýðræðisbandalagið vinna höröum höndum að því að ná meirihluta á þingi og taldi góðar líkur á að það tækist. Sharif hafnaði þeim mögu- leika aö mynda þjóöstjóm meö Þjóö- arflokknum. Hann sagöi sig og sinn flokk ætla að vera í stjórnarandstöðu ef þeim tækist ekki að mynda meiri- hluta án Þjóðarflokksins. Reuter Pakistanskar konur greiða atkvæði í kosningunum í síðustu viku. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.