Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Síða 13
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. 13 Utlönd Gula pressan í Ameríku Elvis var sagður á lifi i World Weekly News en skömmu síðar framdi hann sjálfsmorð á forsiðu The Globe. „Skotbardagi á milli geimvera í Perú“, „Sjáandi gerir við bíla með einni snertingu“, „Elvis Presley er á lífi“. Þessar fyrirsagnir eru á fréttum í blððum bandarísku gulu pressunn- ar, en það er samheiti á dagblöðum og tímaritum sem láta sig sannleik- ann ekki miklu skipta. Gula pressan selur um 50 milljónir eintaka og meðal annars má kaupa útgáfur cif svona blöðum á íslandi. Blaðið World Weekly News sagði frá því nýlfega að „fulltrúar frá 60 plánetum koma til jarðar bráðlega til að ræða viðskiptasamninga við jarðarbúa". í blaðinu er viðtal við svissneskan stjarnfræðing sem seg- ist hafa fengiö heimsókn frá furðu- veru úr öðrum heimi. Furðuveran lét stjarnfræðinginn fá silfraða plötu þar sem á stóð væntanlegur komu- dagur viðskiptafulltrúanna frá plán- etunum 60. „Ég get ekki sagt ná- kvæmlega frá atvikinu en um hitt get ég fullvissað ykkur aö þetta var háþróuð furðuvera sem ég talaði við,“ segir sá svissneski. „Vitanlega tortryggjum viö sumar fréttirnar,“ segir ritstjóri World Weekly News, Eddie Clontz, við fréttamann Reuters-fréttastofunnar. „En við erum ekki það tortryggnir að við hættum á að missa af góðri frétt, sérstaklega ekki ef fréttin gæti ekki skaðað heilsu nokkurs manns,“ bætir Clontz viö. Lesendur gulu pressunnar fá ómælda skammta af fréttum sem sjaldnast birtast í venjulegum fjöl- miðlum. Fréttir af geimverum, fljúg- andi furðuhlutum og lífi eftir dauð- ann, djöfladýrkun og kynskiptum á skurðarborðinu. „Við sögðum nýlega frá því að höf- uð eðlisfræðings hefði sprungið í loft upp og að tvær sprengjuflugvélar úr síðari heimsstyijöld hefðu lent á tunglinu, þetta voru sniðugar frétt- ir,“ segir Clontz ritstjóri. „Ég á ekki von á því að stór hópur lesenda trúi á sannleiksgildi frétt- anna okkar,“ segir Mike Nevard sem er framkvæmdastjóri fyrir þrjár út- gáfur gulu pressunnar; The Sun, The Globe og National Examiner. „Það er tíska núna að kaupa þessi blöð. Fólk spyr hversu langt þeir gangi þessa vikuna." segir Nevard. Clontz er aftur á móti þeirrar skoð- unar að flestir lesenda vilji trúa frétt- unum. „Fólk vill gjaman trúa því að það sé eitthvaö annað en tóm þarna úti í heimi. Því hrýs hugur við hugsun- inni að tilverunni sé lokið eftir þessa jarðvist. Þess vegna verða lesendur ánægöir þegar við segjum frá manni sem fór til himna í þrjá mánuði, kom aftur til jarðar og segir himnavistina prýðilega," er álit Clontz. Að sögn Clontz á gula pressan ræt- ur sínar að rekja til ódýrra skáld- sagna sem komu út um síöustu alda- mót í Bandaríkjunum. Bresk slúður- blöð þróuðu hugmyndina og endur- bættu. Frá Bretlandi kemur bók- menntagreinin aftur til Bandaríkj- anna og, eins og stundum áður, bæta Ameríkanar um betur og ýkja enn meira. Nevard nefnir sem dæmi aö ein útgáfan, The Sun, sé með fastan dálk þar sem lesendum er gefmn kostur á að fá svör við sínum vandamálum að handan. „Við færum fólki þaö sem það vill. Fólk vill lesa um geimálfa sem geta jarðneskum konum börn, um sirkus- dverg sem skolaðist niður klósettið og fleira í sama dúr,“ slær Nevard föstu. Nýlega var Elvis heitinn Presley í fréttum gulu pressunnar. „Við riðum á vaðið með fréttir um að Elvis væri á lífi og seldum ekki ófá eintök út á það,“ segir Clontz hróðugur. Trúir Clontz þvi sjálfur að Elvis sé á lífi? „Ég veit það ekki, það gæti svo sem verið. Mergurinn málsins er sá að við skrifum fréttir sem fá fólk til að hugsa Nei, þetta er ekki satt. Eða hvað?“ Reuter LOKSINS ERU DÖMUJAKKARNIR/ FRAKKARNIR FRÁ LUHTA KOMNIR Ármúla 40, Reykjavík, sími 8355$ Eiðistorgi 11, Seltjarnarnesi, 2. hæð, sími 611055. BSS Tökum til dæmis System 1, sem er árgerð ’89 frá PIONEER Magnari 2x50W • Hálfsjálfvirkur plötuspilari • Stafrænt útvarp m/24 stöðva minni • Tónjafnari 2x5 banda • Tvöfalt segulband (Annað „Auto reverse") • Surround System • Timer (klukka/vekj- ari) • Hátalarar 100 W • Þráðlaus fjarstýring • System 1 Verð kr. 38.685,- stgr. án geislaspilara SYNISHORN UR VERÐLISTA Verð stgr.: PIONEER A 443 magnari (2x100 W).................20.663,- PIONEER A 333 magnari (2x72 W)..................16.407,- PIONEERF 443 útvarp, stafrænt m/24 stöðva minni....l2.640,- PIONEER CT223 segulband, einfalt................12.999,- PIONEER PL223 plötuspilari, hálfsjálfvirkur.....13.907,- PIONEER CS590 hátalarar (70 W)..............Parið 9.682,- PIONEER CS 990 hátalarar (190 W) .........Parið 18.624,- fl,J)r»IOI\ieŒR I HEIL 25 AR HOFUM VIÐ SELT HIN HEIMSÞEKKTU PIONEER HLJÓMTÆKI HÉR Á LANDI, OG NÚ BJÓÐUM VIÐ ÁRGERÐ ’89 Á ALLSENDIS FRÁBÆRU VERÐI!!! PIONEER hljómstæðurnar hafa notið mikilla vinsælda undanfarinn aldarfjórðung vegna mikilla gæða, klassískrar hönnunar og ótrúlegrar endingar. Sjón er sögu ríkari, VERIÐ VELKOMIN HLJOMBÆR —"■w*muííbb cBHBP COpmjmccjj II HUÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 Sími 25999, 8 línur Opið laugardaga frá kl. 10 til 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.