Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Side 37
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. 37 Fréttir Isafjörður: Líkamsárásum hefur stórfjölgað á árinu í 10-11 ár þá tek ég helst eftir því í ár aö líkamsársásarmálum hefur stórQölgað en þau eru um 20 núna,“ sagði Jónas H. Eyjólfsson yfirlög- regluþjónn í samtali við DV. Þjófnaðir voru 41 talsins þessa 10 mánuði, eldsvoðar 11 og skjalaföls- unar- og svikamál 10. Fyrir meinta ölvun við akstur voru 55 aðilar kærð- ir og er það svipaður fjöldi og síðustu ár. Sjötiu og fimm karlar voru settir í fangahúsið á ísafirði en aðeins sex konur. Hvorki meira né minna en 71 skemmdarverk var framið. Umferðarlagabrot eru stór hluti þessara 1000 mála, sem hafa komið upp á árinu, eða 434. Stór hluti þeirra brota er hraðakstur að sögn Jónasar. Umferðarslys og óhöpp tengd um- ferðinni voru 110. „Það vekur at- hygli hversu mikill fiöldi þetta er og það þrátt fyrir að menn gera oftast upp málin sín á rnilli með tjónatil- kynningum,“ sagði Jónas. Hjá rannsóknardeild lögreglunnar komu 173 mál inn til rannsóknar þessa tíu mánuði. Sigurjón J. Sigurdsson, DV, fsafiröi: ---------------------------------------7-- Lögreglan á Isafirði og í Isafiarðar- sýslu hefur fengið 1082 mál til með- ferðar a timabilinu fra aramótum til októberloka og upplýst öll nema 32 sem eru i vinnslu. „Eftir að hafa starfað í lögreglunni 71 skemmdarverk hefur verið framið það sem af er árinu á Isafirði. DV-mynd BB, ísafirði Egilsstaöir: Eitt útkall hjá slökkviliðinu á árinu Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum: Þau ánægjulegu tíðindi gerðust að slökkviliðið á Héraöi hefur aðeins einu sinni verið kallað út síðan í jan- úar sl. Þá kviknaði í vörubíl við sorp- brennsluna. Slökkviliðsstjóri, Sigfús Árnason, sagði að vonandi yrði fram- hald á þessu. Undanfarin ár hafa útköll verið 7-10 á ári. „Þetta er allt tilviljunum háð,“ sagði Sigfús þegar hann var spurður hvort hér væri um framtíðarþróun að ræöa. Hann hefur unnið mikið forvarnar- starf- heimsækir alla skóla á hveriu ári og kennir nemendum að fara með slökkvitæki. Þá fer hann á alla sveitabæi að athuga ástand slökkvi- tækja og fleira. „Mér þykir best ef ég er beðinn að koma,“ sagði hann. Slökkvistöðin á Egilsstöðum er til húsa í tveim litlum skúrum, rétt nógu stórum til að hægt sé að smeygja slökkvibílunum þar inn. Þeir eru tveir og komnir nokkuð til ára sinna, módel 1952 og 1953. En veldur hver á heldur. Nú á að hefiast handa við byggingu á nýrri slökkvistöð, vonandi á næsta ári, sagði Sigfús, og er áformað að hún verði sambyggð fyrirhuguðu áhaldahúsi Egilsstaðabæjar. Þá hafa einnig komið fram óskir um að kaupa nýjan slökkvibíl. Sigfús Árnason slökkviliðsstjóri við annan slökkviliðsbílinn. DV-mynd: Sigrún Selfoss: Upplyfting eldri borgara í Iðnó - 95 sáu Sveitasinfóníuna hans Ragnars Amalds Regina Thorarensen, DV, Selfoesi: Síðastliöinn fimmtudag fóru 95 eldri borgarar á Selfossi aö sjá Sveitasinfóníuna hans Ragnars Amalds hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó við Tjörnina. Það var sann- kölluö upplyfting aö sjá þetta leik- rit, - ógleymanleg kvöldstund. Allir heyr öu svo vel í hinu litla leikhúsi. Leikarar kunnu vel til sinna verka og betur heföu ráöherrar í síðustu ríkisstjórn kunnað eins vel sín verk. Mér fannst Margrét Áka- dóttir vera frábær í sínu hlutverki. Hún viidi öllu góðu koma til leiðar þrátt fyrir óreglu manns síns. Þökk sé Ragnari Arnalds fyrir snjallt leikrit og skemmtun, svo og öllum leikurunum. Þegar við komum að leikhúsinu voru hindranir á vegi rútubílanna en einn fór út og ruddi þeim úr vegi svo viö komumst alveg að dyr- um leikhússins. Sérleyfisbifreiðar Selfoss fluttu okkar frítt fram og til baka í leikhúsið og eiga þeir þakkir skildar fyrir. Munið ÓDÝRA SKÓMARKAÐINN, Hverfisgötu 89, sími 18199 Kvenkuldaskór frá kr. 1.000,- STARTARAR Yfirleitt fyrirliggjandi fyrir flestar teg. dísilvéla. i fólksbíla: M. Benz 200, 220, 240, 300. Oidsmobile, GM 6.2, Land <#> C •# í sendibila: M. Benz 307, 309, kálfa o.fl. í vörubíla & rútur: M. Benz, Volvo, Scania, Man, Bedford, Tradero.1l. i vinnuvélar: Broyt, Caterpillar, Payloader, Clark, Ursus, Ferguson, Zetor, Same, Hyster, Deutz o.fl. í bátavélar: Lister, Volvo Penta, Scania, Cummings, Cat, Ford, Mercruiser o.fl. * w* Mjög hagstætt verð. Einnig tilheyrandi varahl., s.s. anker, segulrofar, bendixar o.fl. -iQa BILARAF HFbj Borgartúni 19 - Sími 24700. m HVITLAUKUR Þýski llja Rogoff hvitlaukurinn er sá besti á markaðnum enda yfirfullur af vítamínum og steinefnum. Lifskraftur sjálfrar náttúrunnar. Alveg lyktar- óg bragðlaus. Mikilvægasta efnið i góðum hvítlauk heitir allicin og llja Rogoff. Laukurinn inniheldur meira af þessu mikilvæga efni en nokkur annar hvítlaukur á markaðnum. Það er tryggt að í hverjum 100 g séu 440 mcg af allicini. Hinn þekkti visindamaður á sviði hvítlauksrannsókna, dr. Jerzy Lutomsky, álitur þennan hvitlauk bestan þvi hann er ekki unninn viö upphitun eða kaldgerjun sem hann álítur aö eyöi mikilvægustu efnum úr hvftlauknum. Það er allicinið í llja Rogoff hvítlauknum sem stuðlar að betra blóðrennsli, eðlilegri melt- ingu og góðum svefni auk þess að vera bakteriudrepandi. Fæst i Heilsubúðum, heilsuhillum markaða og mörgum apótek- um. BIO SELEI\I UMBOÐIÐ, SÍMI 76610 Rafmagns- og lyftupallar LEIGA - SALA Pallar hf. Vesturvör 7, sími 42322 SÝNINGARPALLUR Á STAÐNUM Vinnuhæð allt að 13,1 m. Má nota úti sem inni. HENTAR VEL FYRIR: Rafvirkja Blikksmiði Gluggaþvott íþróttahús Kirkjur Verksmiðjur Vörugeymslur Lelkhús/Skemmtistaði Stórmarkaði og m. fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.