Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. «9 Frjálst, óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Flokka faðmlög Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur héldu lands- fundi um helgina. Það bar helst til tíðinda á þessum flokksþingum að formenn beggja flokka fluttu ávarp á þingi hins. Mun það vera í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist og miðað við inntakið í máli þeirra virðist persónulegt samband og traust ráða þar mestu um. Formennirnir kepptust um að bera lof hvor á annan, Jón Baldvin hældi Steingrími fyrir réttlæti og raunsæi, Steingrímur lofaði Jón Baldvin fyrir drengskap og heið- arleika. Því er ekki að neita að slíkar yfirlýsingar eru óvanalegar hér á landi og í sjálfu sér ánægjulegar. Til að innsigla þessi faðmlög sín í milli voru síðan fluttar ræður um nánara samstarf svokallaðra vinstri flokka í landinu, nokkurs konar breiðfylkingu vinstra megin við miðju, jafnvel samruna tveggja eða þriggja flokka. Alþýðubandalagið, undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar, er þá meðtahð enda hefur samruni Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags verið á dagskrá í við- ræðum og samráðum beggja flokkanna. Nú virðist Framsóknarflokkur eiga að fljóta með. Athyghsvert er að öll þessi hjartnæma umræða og vinahót koma í kjölfarið á því boði sem þessir flokkar hafa gert Albert Guðmundssyni um sendiherrastöðu í París. Fer varla lengur á milli mála að ætlunin með póhtískri útlegð Alberts er að rústa Borgaraflokkinn og ryðja honum úr vegi í átt til þess markmiðs vinstri flokkanna að byggja upp varanlegt pólitískt samstarf. Borgaraflokkurinn ruglaði þá hernaðaráætlun og þess vegna þarf að koma honum fyrir kattarnef. Ef menn hta framhjá þeirri broslegu uppákomu þegar formennirnir skiptust á lofi og jólagjöfum þá ber að taka þessa atburði alvarlega. Og þeir eru að því leyti jákvæð- ir að forystumenn vinstri flokkanna gera sér grein fyrir að núverandi flokkaskipan er úrelt og þarfnast upp- stokkunar. Þau efnahagslegu vandamál, sem nú er við að ghma, eru nefnilega að langmestu leyti póhtísk. Efna- hagsvandinn er pólitískur. Eilíft samkruh og málamiðl- anir,' undanlátssemi og stjórnleysi hefur leitt þjóðina út í efnahagslegar ógöngur. Því fyrr sem stjómmálamenn viðurkenna sína eigin sök í þeim efnum því betra. Því fyrr sem þeir standa fyrir uppstokkun í póhtískum valdahlutfóhum í landinu því betra. Ef vinstri flokkarnir á íslandi sameinast, eða stofna til bandalags með nýjum formerkjum, fylgir það óhjá- kvæmhega á eftir að póhtísk öfl, sem em hægra megin við miðju eða á miðjunni, stokka upp sín eigin sph. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur að mörgu leyti hrakist af leið á undanfórnum árum. Hann er að nagast í sundur innan frá og framhjá því verður ekki htið að núverandi ríkis- stjórn er að mestu tU orðin vegna þess að aðrir flokkar hafa gefist upp á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Ef vinstra hðið í póhtíkinni ætlar að fylkja liði og láta nú kné fylgja kviði hljóta borgaraleg öfl að líta í eigin barm og gera það upp við sig hvort þeirra eigin breiðfylking eigi sér framtíð undir merkjum Sjálfstæðisflokksins eða með nýjum formerkjum eins og stefnt er að frá vinstri. Jólagjafir þeirra Jóns Baldvins og Steingríms og faðmlögin tU vinstri boða væntanlega nokkur tímamót í íslenskum stjórnmálum. Efnahagskreppan og sá hreinsunareldur, sem atvinnuhfið gengur í gegnum, getur hugsanlega orðið upphafið að meiri háttar breyt- ingum á vettvangi stjómmálanna. Það yrði besta jóla- gjöfin í ár. EUert B. Schram Að selja land og grafa bein Fimmtudagskvöldiö 20. október 1977 héldu áhugamenn um nýjar leiöir innan Sjálfstæðisflokksins borgarafund á Hótel Borg. Fundar- stjóri var Reynir Hugason verk- fræðingur. Þar töluöu nokkrir þjóðkunnir borgarar um áhugamál sín: Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðsins, talaði um landbúnað. Kristján Friðriksson, kaupmaður í Últíma, tcdaði um auðlindaskatt. Leó M. Jónsson tæknifræðingur talaði um iðnað og fleira. Aron Guðbrandsson, forstjóri Kauphall- arinnar, talaði um varnarmál. Undirritaður setti þennan borgara- fund með nokkrum orðum en hús- fyllir var og fólk stóð í biðröð við innganginn. Aron sagði: Miðvikudaginn 9. nóvember 1977 birti Dagblaðið sérstakt fylgirit sem hét DB kynnir aronskuna. Undir fyrirsögninni, „Bandaríkin greiði allar erlendar skuldir ís- lands“, segir Haukur Helgason rit- stjómarfulltrúi: „Dagblaðið kynnir því aronskuna að þessu sinni í ítar- legu máli og byggir á ræðu sem Aron Guðbrandsson flutti á fundi á Hótel Borg fyrir skömmu og út- drætti úr nokkrum kjallaragrein- um hans í Dagblaðinu." Þar segir Aron Guðbrandsson: „Við eigum að óska eftir endur- skoðun á samningnum við Banda- ríkin um hervamir á íslandi. Fyrsta krafan, sem við gerum í sambandi við áframhaldandi afnot af Keflavík og landinu yfirleitt, er sú að fyrir 25 ára afnot, sem liðin eru, greiði þau fjárhæð sem nemi öllum skuldum íslenska ríkisins og síðan greiði þau árlega vissa fjár- hæð sem eingöngu verði notuð til þess að byggja upp og nema þetta land að nýju.“ Og áfram segir Aron: „Við berj- umst fyrir rétti okkar yflr íslenskri landhelgi en gefum afnotaréttinn af landinu sjálfu. - Við eigum að krefjast þess fyrst og fremst að ekk- ert sé sparað til þess að gæta örygg- is okkar eins og hægt er - þessarar htlu þjóðar - sem hér á heima..- Þeir menn, sem eru í dag búnir að sökkva okkur á kaf í skuldafen meðal erlendra þjóða, geta vafa- laust talað digurbarkalega um þjóðarstolt.“ Svo mörg voru þau orð hjá Aron heitnum Guðbrandssyni fyrir rúm- um ellefu árum, og öll í tíma töluð. Þeir vitru sögðu: Vinur minn, Haukur Helgason ritstjórnarfulltrúi, segir í leiðara Dagblaðsins í nóvembermánuði 1977 undir fyrirsögninni „Sigur aronskunnar": „Grundvallar- spurningin er, hvort Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið eigi að greiða fyrir aðstöðu sína hér á landi eða ekki. Slík greiðsla getur verið í ýmsu formi. Menn geta krafist þess að hún nemi öllum erlendum skuldum íslenska ríkisins. Það réttlætist af mikilvægi herstöðvar- innar fyrir Bandaríkin. Menn geta einnig fyrst um sinn hugsað til framlaga til uppbyggingar sam- gangna." Áfram heldur Haukur Helgason og beinir nú skrifum sínum að sjálfu Morgunblaðinu: „Morgun- blaðið kann að svara (aronskunni) með orrahríð til að reyna að breyta afstöðu sjálfstæðismanna. En stjórnendur þess blaðs mega vita að það mun aðeins undirstrika aft- urhaldsstefnu blaðsins og auka óvinsældir þess.“ Ekki er allt búið enn hjá Hauki mínum Helgasyni og nú fær Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður Sjálfstæöisflokksins og forsætis- ráðherra, á baukinn: „Það er því Kjallariim Ásgeir Hannes Eiríksson varaþingmaóur Borgaraflokksins mikill ósigur fyrir stefnu Geirs Hallgrímssonar þegar slíkur meiri- hluti sjálfstæðismanna styður ar- onsku (7254 gegn 1510). Ljóst er, að í þessu máh, svo sem mörgum öðr- um aðalmálum, hefur forsætisráð- herra stjórnað í trássi viö vilja alls þorra kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins.“ Og áfram ... Hér er nú ekki verið að skafa utan af hlutunum enda gáfum við ekkert eftir í þá daga. En ekki er allt búið enn. Fimmtudaginn 17. nóvember 1977 skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri leiðara Dag- blaðsins. Þar segir minn gamli vin- ur og vopnabróðir einfaldlega í fyr- irsögn, „Aronskan er þjóðleg". Jónas heldur áfram: „Skoðana- kannanir benda til, að meirihluti þjóðarinnar sé í stórum dráttum sama sinnis og Aron í afstöðunni til svonefnds varnarhðs. Til hins sama bendir hin gífurlega aðsókn að fundum þar sem Aron talar.“ Síðan lýsir Jónas Kristjánsson hugmyndum Arons Guðbrands- sonar, eða aronskunni, lið fyrir lið í þessum prýðhega leiðara og segir á einum stað: „Aron telur sann- gjarnt, að fyrir dvöl varnarliös í liðinn aldaríjórðung komi leiga, sem nemi öllum skuldum íslenska ríkisins. Ennfremur telur hann sanngjarnt, að fyrir núverandi og fyrir væntanlega dvöl vamarhös- ins greiði það kostnað af ýmsum almannavörnum í landinu." Síðar í leiðaranum hefur Jónas eftir Aron Guðbrandssyni að Norð- menn hafl þá fengið frá NATO og einstaka bandalagsríkjum háar fjárhæðir til vegagerðar, eða sem nemur 305 milljörðum íslenskra króna á þeirra tíma gengi. Jónas lýkur leiðaranum á beinni thvitn- un í Aron: „Ég þekki ekki einn ein- asta Norðmann, sem vhdi selja Noreg, eins og hefur khngt í eyrum okkar, að við ætluðum að selja ís- land, ef við höguðum okkur eins og menn í samningum.” Svo mörg voru nú þau orð. Við hinir sögðum ... „í öðru lagi hefur örlað á Ghs- truppólitík innan Sjálfstæðis- flokksins upp á síðkastið. Þar er fyrst og fremst um að ræða að- standendur Dagblaðsins sem sett hafa fram kröfur um nýjar leiðir innan flokksins og m.a. krafist þess í því sambandi að við óskum eftir fjárframlögum frá Bandaríkja- mönnum vegna vamarsamnings- ins.“ Leiðari Vísis miðvikudaginn 30. nóvember 1977. „Sigur aronskunnar í Sjálfstæð- isflokknum er óhugnardeg vis- bending - sigur aronskunnar hvet- ur herstöðvaandstæðinga til auk- ins starfs." Leiðari Þjóðviljans fimmtudaginn 24. nóvember 1977. „Þar sem varnarstöðin á íslandi og allur annar hernaðarviðbúnað- ur Bandaríkjanna er hér að mínu mati fyrst og fremst til að tryggja vígbúnaðarhagsmuni Bandaríkj- anna sjálfra, við erum varðturn í fremstu víglínu, þá vil ég að þeir greiði okkur gjald fyrir þessi afnot síðustu árin sem nemur kannski 10% af þeim kostnaöi sem þeir þyrftu að leggja út í ef þeir ætluðu að setja hér upp flugmóðurskipa- flota til að halda uppi svipaðri varðstöðu, og mætti þá draga frá kostnaðinn við ýmis mannvirki hér á landinu, hernaðarmannvirkin, en eftir stæði samt sú fjárhæð sem nemur öllum skuldum íslenska ríkisins." Undirritaöur í ræðu á Alþingi 7. nóvember 1988. „Til þess má aldrei koma að sett- ur verði verðmiði á ísland.“ Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri en þáverandi forsætisráðherra í Vísi laugardaginn 26. nóvember 1977. .. .og skáldið sagði að lok- um Fyrsta tilvitnun. Sviðið er heima hjá doktor Búa Árland sem er mág- ur forsætisráðherrans. Ráðherr- ann er alldrukkinn: „Af hveiju ég vil selja landið? sagði forsætisráðherrann. Af því samviska mín býður mér það, og hér lyfti ráðherrann þrem hægri- handarfmgrum. Hvað er ísland fyr- ir íslendinga? Ekkert. Vestrið eitt skiptir máli fyrir norðrið. Við lifum fyrir vestrið; við deyjum fyrir vestrið; eitt vestur. Smáríki - skít- ur. Austrið skal þurrkast út. Doll- arinn skal standa." - „Þó þeir fleingi mig opinberlega á Austur- velh og fleygi mér til andskotans útúr ríkisstjórninni þá skal ég samt selja mitt land. Þó ég verði að gefa mitt land, skal dollarinn sigra. Ég veit Stalín er gáfaður maður, en hann skal ekki sjá við forsætisráð- herra íslands." Önnur tilvitnun. Sviðið er Aust- urvöllur framan við Alþingishúsið. Forsætisráðherrann stendur á svölum hússins: „Hann bíður meöan fólkið fyrir neðan lýkur við að syngja ísland ögrum skorið, hagræðir sér í herð- unum, þuklar hnútinn á hálsbind- inu sínu, klappar sér á hnakkann með lófanum, ber tvo fingur upp að vörum og ræskir sig. Og hann upphefur raust sína: íslendingar, í djúpum, kyrrum, landsföðurlegum tóni; og menn þagna, viðurkenna sjónleikinn, íslendingar, hann tal- ar aftur þetta orð sem er svo stórt, og nú upplyftir hann til himins þrem fmgrum yfir múginn, ber síð- an eiðinn fram seint og fast með laungum þögnum milli orða: Ég sver, sver, sver - við allt sem þessari þjóð er og var heilagt frá upphafi: ísland skal ekki verða selt.“ Halldór Kiljan Laxness í Atómstöðinni. Ásgeir Hannes Eiríksson „Hér er nú ekki verið að skafa utan af hlutunum enda gáfum við ekkert eftir í þá daga.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.