Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. íþróttir Fréttastúfar i, | Hnefaleikakappinn k Michael Spinks, sem * ! Mike Tyson rotaði í sumar, hefur verið dæmdur fyrir ölvunarakstur. Hann var tekinn fuUur á bíl sín- um og fyrir vikið verður hann að sitja námskeið um ölvunarakstur og greiða 200 dollara sekt auk málskostnaðar. Glasgow Rangers hefur tveggja stiga forskot Heil umferö fór fram í skosku úrvalsdeildinni í knattspymu um helgina. Toppliöið, Glasgow Rangers, lék á útivelh gegn Dundee og lauk viðureign Uð- anna með markalausu jafntefli. ÚrsUt í öðmm leikjum urðu þessi: Aberdeen-MotherweU 2-1, Celtic-Hibemian 1-0, HamUton- St. Mirren 2-4 og Hearts-Dundee United 0-0. Staða efstu Uða er nú þannig: Rangers...l6 11 3 2 28-11 25 Aberdeen.16 7 9 0 22-14 23 Celtic...16 9 1 6 35-22 19 Dundee ....16 6 7 3 19-10 19 St.Mirrenl6 7 5 4 19-19 19 Hart barist í Sovétríkjunum Hörð barátta er framundan um meistaratitilinn í sovésku knatt- spymunni. Dnépr er í efsta sæt- inu eftir 30 umferðir meö 46 stig og hefur aðeins tapað tveimur leikjum. Dynamo Kiev er í öðm sæti með 43 stig og Torpedo frá Moskvu er í þriðja sæti með 42 stig. Þessi lið era í nokkrum sér- flokki en Spartak frá Moskvu er í fjórða sæti með 39 stig. Fer þessi slagur yfirleittfram? Enn em menn að tala um að fresta fyrirhuguöum bardaga hnefaleikaranna Mike Tyson og Frank Bmno frá Bretlandi. Það hefur ekki gengið andskotalaust að ákveða keppnisdag og nú hef- ur bardaganum verið frestað fimm sinnum og sjötta frestimin vofir yfir. Þá hefur keppnisstað verið breytt og slagurinn, sem margir bíða eftir með óþreyju, mun fara fram í Bandaríkjunum en ekki Bretlandi eins og fyrst var ákveðið. Skyldi þessi slagur yfirleitt fara fram? Ekki má keppa í Suður-Afríku Fjórir Bandaríkjamenn, sem tóku þátt í frjálsíþróttamóti í Suð- ur-Afríku, hafa verið dæmdir fyr- ir athæfið. Hér er um að raeða þrjá keppendur og einn þjáifara. Á meðál keppendanna er Tyras Jefferson, sem varð þriðji í lang- stökki á bandaríska meistara- mótinu í ár. Þess má geta að fyrr- um heimsmethafi í spjótkasti, Tom Petranoff, keppti nýverið á móti í Suður-Afríku og mun það mál verða tekið fyrir í Bandaríkj- unum um miðjan desember. Portúgalir góðir í maraþoninu Portúgalskar konur em sterkar á svellinu í maraþonhlaupi. Flestir muna eftir sigri Rosu Motu á ólympíuleikunum í Seoul í sumar og um helgina sigraði landi henn- ar, Aurora Cunha, í hinu árlega Tokýomaraþoni. Hún fékk tím- ann 2:31,26 klst. en austurþýska stúlkan Uta Pippio varð önnur, kom tæpri mínútu síðar í mark á 2:32,20 klst. Þriðja í hlaupinu varð Maria Lelut frá Frakklandi á 2:32,53 klst. Við rákum lest- ina í keilunni Norðurlandamótið í keilu fór fram um helgina og ráku íslend- ingar lestina í kvenna- og karla- flokki. Norðmenn sigmðu í karlaflokki, urðu Norðurlanda- meistarar og hlutu 5.490 stig. ís- lensku karlamir urðu neðstir og hlutu 4.923 stig. í kvennaflokki var það sama uppi á teningnum. Svíar sigmðu og hlutu 5.759 en íslenska sveitin varð neðst og hlaut 4.682 stig. leikur með liðinu án skuldbindini Ath Eðvaldsson, fyrirliði ís- lenska landshðsins í knattspymu, gerðist í gær ieikmaöur með vest- ur-þýska áhugamannafélaginu Tura Dusseldorf - án nokkurra skuldbindinga. Hann hefur æfing- ar með höinu á morgun og leikur sinn fyrsta leik með því um næstu helgi. „Eg reikna meö þvi að spiia með liðinu fram aö jólura og síðan ætia ég að sjá til. Það er gamall félagi minn frá Fortuna DUsseldorf, Sepp Weikel, sem þjálfar hðið og hann baö mig um að hjálpa sér. Ég er algerlega frjáls, skrifa ekki undir neina samninga, og get því hvenær sem er hætt og fariö til annars fé- lags ef sú staða kæmi upp. Ég er búinn að vera f hvíld frá knatt- spyrnunni í einn mánuð og það var kærkomiö, eftír að hafa leikið sam- fleytt í eina sextán mánuði,“ sagði Ath í samtah við DV í gær. Turu Dusseldorf leikur í 2. deild áhugamanna, sem er hhðstæð 4. deild. Það er þægilegt fyrir Atla að æfa og spila með félaginu þar sem hann er búsettur í Dusseldorf Frétlir um samning i hreinn uppspuni Ath sagöi ennfremur að fregnir í svissnesku blaði í síðustu viku um að hann hefði verið búinn að gera samning viö 2. deildar hðið Old Boys Basel en síðan hætt við, væm hreinn uppspuni og ættu rætur sín- ar aö rekja til átaka innan þess fé- lags. „Ég fékk nokkuð áhugavert tilboð frá félaginu og var að hugsa um að slá th, en hætti síðan viö þar sem mér fannst ekki taka því að fara aö rífa mig upp og flytja til Sviss svona skömmu fyrir vetr- arfríið f knattspymunni þar. Það er af og frá að ég hafl verið búinn skrifa undir eitt eða neitt,“ sagði Ath. • Atli Eövaldsson. • Jón Árnason Þróttari sækir að KA-mönnunum Stefáni og Arngrími í leiknum á laugardaginn. Leifur Harðarson fylgist með, sem og Sigurður Harðarson dómari. DV-mynd GK Metaðsókn á blakleik þegar KA malaði Þrótt „Þeir eru bara betri,“ sagði Leifur Harðarson Þróttari Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Það er ekki mikið um þetta að segja annað en að þeir em bara betri en við,“ sagði Þróttarinn Leifur Harðarson eftir að KA hafði unnið íslandsmeistara Þróttar í blaki ör- ugglega á Akureyri um helgina, 3-0. „KA-menn em mjög sterkir og við áttum ekki svo afleitan leik gegn þeim. Það stefnir því í deildarmeist- aratitil hjá KA,“ bætti Leifur við. Já, Þróttur tapaði 3-0, og leikmenn hðsins virtust ekki muna það eftír leikinn hvort stórveldið Þróttur hef- ur fengið aðra eins útreið í blakinu áður. Þeir tóku ósigrinum ekki illa, enda fór ekki á milli mála að KA var betra hðið og verðskuldaði sigúr. Um 400 áhorfendur fylgdust með leiknum, sem var leikinn í íþrótta- hölhnni, og hafa aldrei fleiri horft á blakleik hérlendis. „Þetta er eins og við erum að fá ahan veturinn fyrir sunnan,“ sögðu Þróttaramir. Og þessir áhorfendur fóm ekki vonsviknir heim. KA vann fyrstu hrinuna, 15-11, eftir að jafnt hafði verið oft og síðast 11-11. í næstu hrinu komst KA í 3-0 og 8-3 en Þrótt- ur jafnaði 8-8. Síðan var jafnt fram að 14-14 en KA skoraði tvívegis og vann, 16-14. í þriðju hrinu komst KA í 3-0 og 9-2, Þróttarar minnkuðu muninn í 13-11 en KA innsiglaði sig- urirrn, 15-11. „Ég er mjög ánægður, og satt best að segja átti ég ekki von á sigri hér í kvöld,“ sagði Haukur Valtýsson uppspilari og fyrirhði KA. „En við náðum nú upp baráttuandanum og þetta var sætur sigur. Allir þessir áhorfendur höfðu mikið að segja og er ástæða til aö þakka þeim fyrir stuöninginn." Haukur var besti maður KA í leikn- um, sem annars var mjög jafnt og sterkt. Kínveijinn Hou Xiao Fei sýndi snihdartakta 12. hrinunni þeg- ar Þróttaramir saumuðu að KA og sýndi hvers vegna hann hefur leikið með landshði Kína. Þróttarar hafa án efa oft leikið betur, en voru ekki slakir þótt þeir virkuðu þreyttir á köflum. Þróttar-stelpumar hefndu síðan fyrir tap strákanna á eftir. Þær unnu KA ömgglega, 3-0, og einstaka hrin- ur fóru 15-12, 15-12 og 15-9. Rapid á sigurbraut Guðmundur Torfason lék sinn haust. annan leik með austurrísku meist- Staða efstu liða er þessi: urunum Rapid Wien á laugardag- Tyrol..........20 13 3 4 45-24 29 inn en liðiö sigraði þá Sturm Graz Austr.Wien.....20 11 5 4 48-26 27 1-0 á heimavelh í 1. deildar keppn- Admira.......20 11 5 4 39-25 27 inni. Leikurinn þótti slakur en St.Pœlten......20 10 5 5 33-26 25 Rapid heldur áfram á sigurbraut RapidWien......20 9 4 7 30-23 22 eftir að hafa bytjaö mjög iha í -VS NM í badminton: Aðeins Broddi komst áfram íslendingar riðu ekki feitum hesti frá Norðurlandamótinu í badminton sem fram fór í Finnlandi um helgina. í forkeppni fyrir sjálfa aðalkeppnina duttu allir íslensku keppendumir út nema Broddi Kristjánsson. Broddi dróst síðan gegn mjög sterk- um dönskum spilara, Poul Erik Lar- sen, og tapaði Broddi viðureigninni 3-15 og 7-15. Þess má geta að Morten Frost varð Norðurlandameistari í einhðaleik karla í 10. skiptið í röð. -SK i Jón Otti Jónsson. Knattspyma: Jón Otti í Stjörnuna Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum; Jón Otti Jónsson, fyrrum mark- vörður Víkinga sem lék með Grind- víkingum í 3. dehdinni sl. sumar, hefur ákveðið að leika með 2. deildar nýhðum Stjömunnar úr Garðabæ á næsta keppnistímabih. „Þaö er erfitt að fara frá Grindvík- ingum þvi þeir em með hð sem hefur burði til að gera góða hluti. En þaö hentar mér betur að leika með Stjömunni þar sem ég bý í Reykja- vík,“ sagði Jón Otti í samtah við DV í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.