Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 21. NÖVEMBER 1988. Mertning Nýsköpun með náttúrunni Guðrún I. Sigurðardóttir lést 9. nóv- ember sl. Hún var fædd 7. janúar 1899 á Eskifirði. Hún giftist Þórði Stefánssyni en hann lést árið 1981. Þau hjónin eignuðust sjö böm. Útfór Guðrúnar verður gerð frá Víkur- kirkju í dag kl. 13.30. Kortfrá Listasafni Sigurjóns Listasafn Siguijóns Ólafssonar hefur gef- ið úr þrjú litprentuö kort af verkum eftir Sigurjón. Er hér um að ræða myndimar „Sköpun" frá 1976, sem Erlingur Jónsson hjó í marmara á síðastliðnu sumri, „Dansinn" sem er lágmynd úr mahóný í eigu Eimskipafélags íslands, gerð árið 1975, og Skúlptúr" úr kopar og tré unnin 1961. Prentun annaðist prentsmiðjan Oddi hf. Listaverkakortin fást í Listasafni Mánudaga - fostudaga, 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 - 22.00 Þverholti 11 s: 27022 Sigutjóns í Laugamesi, bókaverslun Snæbjamar og í Rammagerðinni, Hafn- arstræti 19. Tónleikar Ljóðatónleikar í Gerðubergi ''Aðrir tónleikar í ljóðaröð í Gerðubergi verða í dag 21. nóvember kl. 20.30. Á þess- um tónleikum mun Rannveig Bragadótt- ir syngja lög eftir Haydn, Mozart, Hugo Wolf, Mahler og de Falla við undirleik Jónasar Þóris. Forsala aðgöngumiða er í Gerðubergi. Sýning Kristjáns Davíðssonar í Gallerí Borg Gömlum aðdáanda Kristjáns Dav- íðssonar hstmálara og tíðum um- sagnaraðila um myndir hans í ræðu og riti er stundum vorkunn því þar að kemur að hann hættir að geta bætt nokkru við það sem hann hefur áður og oftsinnis sagt um listamanninn, verður sem sagt orðlaus, eða allt að því. Jarðarfarir Oddný Halldórsdóttir frá Varmá, Lokastíg 16, sem andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag 21. nóvember kl. 13.30. Eiginmaður hennar, Stein- grímur Arnórsson, lést 1972. Faðir Oddnýjar var Halldór Jónsson, eig- andi og forstjóri Álafossverksmiðj- unnar og bóndi að Varmá í Mosfells- sveit, Ólafssonar bónda að Sveins- stööum í Þingi. Móðir Oddnýjar var Grunnfríður Guðlaugsdóttir, Árna- sonar frá Helgafelli í Mosfellssveit. Þorsteinn Guðjónsson lést af slys- förum 18. október sl. í Nepal. Minn- ingarathöfn um hann fer fram í Hall- grímskirkju laugardaginn 26. nóv- ember kl. 13.30. Kristinn Rúnarsson lést af slysförum 18. október sl. í Nepal. Minningarat- höfn um hann fer fram í Hallgríms- kirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 13.30. Sigríður Karitas Gísladóttir, fyrrum húsfreyja í Ytra-Skógarnesi í Mikla- holtshreppi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Kristinn Nikulás Ágústsson, Hjalla- braut 5, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju þriðju- daginn 22. nóvember kl. 13.30. Námskeið Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands heldur námskeið í skyndihjálp. Nám- skeiðið hefst þriðjud. 22. nóv. kl. 20 og stendur í 5 kvöld. Kerrnt verðui- dagana 22., 23., 28., 30. nóv og 1. des. Þetta er síö- asta námskeiðið fyrir almenning sem haldið verður fyrir jól. Námskeiðið verð- ur haldið að Öldugötu 4. Öllum 14 ára og eldri er heimil þátttaka. Þeir sem hafa áhuga á að komast á námskeiðið geta skráð sig í síma 28222. Á námskeiðinu verður kennd blástursaðferðin, endur- lífgun, fyrsta hjálp við bruna, blæðingum úr sárum og beinbrotum. Ennfremur verður fjallað um um ýmsar ráðstafanir til vamar slysum í heimahúsum og m.fl. Sýnd verða myndbönd um helstu slys. Námskeiðinu lýkur með prófi sem hægt er að fá metið í flestum framhaldsskólum. TiIkyrLningar Klassík, ný hárgreiðslustofa Nýlega tók til starfa hárgreiðslustofan Klassík að Hverfisgötu 64. Eigandi stof- unnar er Tony Sandy en hann er einnig eigandi hárgreiðslustofunnar Töff á Laugavegi. Boðið er upp á aila almenna þjóstustu og er .veittur 20% afsláttur út nóvember. Þá býður stofan uppá þá sér- þjónustu að fólk getur komið í þvott og blástur allt að daglega. Þannig gefst við- skiptavinum kostur á að safna afslætti sem getur orðið allt að 50%. Klassík er opin mánudaga, þriðjudaga og miöviku- daga kl. 9-19, fimmtudaga og föstudaga kl. 9-20 og laugardaga kl. 10-14. Síminn á stofunni er 14490. Kristján Davíðsson - „Vatn og land á vordægrum". Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson andi) sjálfsþekkingar - hvert svo sem myndefnið er. Það merkilegasta við Kristján Davíðsson er líklega listrænt út- hald hans, sá hæfileiki hans að geta í sífellu endurnýjað sig og komið ferskur til leiks. Þetta sannast á sýningu þeirri á verkum hans sem opnuð var í Gali- erí Borg nú um helgina. Á sýningunni eru 16 olíumálverk og er rúmur helmingur þeirra gerður nú á haustmánuðum og væntaniega undir talsverðu sýn- ingarálagi. Þaö er engu líkara en það álag hafi beinlínis skerpt á sköpunar- gleðinni, svo áköf og næm er glíma hstamannsins við náttúruöflin sem hann sjálfur kallar „vatn og land á vordægrum“ og „flóatetur fífu- sund“. Óháð sköpunarverkinu Teikning litanna og litirnir í teikningunni leggjast á eitt, að magna upp náttúruskynjun uns hún stendur ein og óstudd á strig- anum, jafnvel óháð sjálfu sköpun- .arverkinu. Aðdráttarafl þessara mynda Kristjáns fyrir okkur liggur kannski einmitt í því hvemig þær gera sýnilega okkar eigin frum- náttúruupplifun. Við skynjum náttúruna nefnilega ekki eins og litfilma, sem skilur á milli nálægðar og fjarlægðar, fjalls og þúfu, rauðbrúnku og rauðgr- áma, heldur leggst hún á skilning- arvit okkar í heild sinni og fiöl- breytni, án þess þó að við getum greint á milli einstakra þátta henn- ar. Eins og málverk Kristjáns Dav- íðssonar. Það er síðan ekki fyrr en á öðru stigi upplifunarinnar að við grein- um hana í sundur og nafngreinum innri þætti hennar. Um leið missir upplifunin eitthvað af ferskleika sínum. En sá ferskleiki er sem sagt varð- veittur í málverkum Kristjáns Dav- íðssonar sem verða til sýnis í Gall- erí Borg til 29. nóvember. -ai á veginn! Blindhæð framundan. Við vitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhættu! ||^ERÐAR UMFERÐAR RÁÐ Gefum okkur tíma í umferðinni. Leggjum tímanlega af stað! Þetta er sérstaklega bagalegt þeg- ar í hlut á svo umtalsverður lista- maður eins og Kristján, höfundur að fjörugustu málverkum sem gerð hafa verið í landinu á síðari árum. Um svoleiðis listamenn þarf auð- vitað að tala oft og lengi því aðeins með því að hugsa upphátt getur maður gert upp við sig og aöra hvers vegna verk eru eins áleitin og raun ber vitni. Á endanum eru orð og hugtök samt haldlítil enda oftast mála- miðlun milli skynjunar og tjáning- ar. Hvernig er til dæmis hægt að kalla myndverk „tilfinningalega hlaöin“ þegar við höfum ekki grænan grun um það hvernig til- finning er útlits? En hvort sem það eru sterkar til- finningar eða eitthvað annað sem Kristján Davíðsson kemur áleiðis í verkum sínum þá skiptir ef til vill mestu að hann miðlar því af lífs og sálar kröftum og leggur alit í sölumar. Ferskur til leiks Þetta er það sem í daglegu tali er nefnt „sannfæringarkraftur" og ef hann er nógu mikill setur hann af stað með áhorfandanum ýmislegt hugarhvarfl sem á endanum leiðir til aukinnar þekkingar og (von- Kristján Daviðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.