Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Síða 17
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. 17 Bréfritari telur að jólabækur berist ailt of seint í verslanir. Jólabækur of seint á ferð Ólafur Gunnarsson skrifar: Ég vil koma á framfæri ábendingu til þeirra bóksala og/eöa útgefenda, sem ætla sér að bjóða svokallaðar jólagjafabækur til sölu, að reyna að koma þeim í verslanir mun fyrr en venja hefur verið undanfarin ár og virðist ekki eiga að breytast nú. Allir vita að hér seljast ekki bækur að ráði nema fyrir jóhn. Hinum al- mennu bókakaupendum er því mik- ill greiði gerður með því að lengja þann tíma nokkuð sem nýjar bækur eru á markaðnum fyrir jólin. Enginn kaupir bækur að ráði eftir jólin, það er nær eingöngu fyrir jól sem bækur seljast. Eg er viss um að margir þeir sem eru viðriðnir bókaútgáfu, höfundar, útgefendur og bóksalar, hreinlega tapa stórfé á því að vera ekki tilbún- ir með sínar bækur fyrr en kannski í byijun desember, stundum mun síðar. Dæmi eru um að eftirsóttar bækur hafl ekki komið í verslanir fyrr en um miðjan desember, jafnvel síðar! - Þá hafa margir verið búnir að kaupa bækur sem þeir ætluðu í jólagjafir. Ég sé ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að svokallað jólabókaflóð geti byrjað strax í nóvember annað en klaufaskap og fyrirhyggjuleysi. Aukinheldur sem bækur eru sú vörutegund sem getur verið á boð- stólum lengur en rétt fyrir jólin þó að þær seljist best á þeim tíma. Það er því enn meiri ástæða fyrir við- komandi að koma þeim á markað mun fyrr en nú er. Slappt morg- unútvarp Guðbjörg Guðmundsdóttir skrifar: Ég hef verið að fylgjast með því sem til boöa stendur á öldum ljós- vakans undanfarna morgna um leið og ég er að hafa mig til fyrir vinnu og aðrir fyrir skóla. Ég verð að segja að engin útvarpsstöðv- anna er með efni sem ég get sætt mig við þannig að mig raunveru- lega langi til að hafa útvarp opið. Ef ég byrja á þeirri stöð sem maður hafði lengst af, gömlu út- varpsstöðinni, þá má segia að hún sé jafnbest eða réttara sagt, hún er ekki eins flöktandi og hinar stöðv- arnar, þar sem öllu ægir saman, ólíkri tónlist eða þá blöndu af tón- list og tali, sem engu tali tekur, ef svo má að orði komast. Gamla gufan útvarpar tónlist, mestmegnis gamal-klassískri og fréttum á sömu tímum og rás 2. Gamla gufan er því ágæt fyrir þá sem viija láta hugann reika frá „renaissance“ og „rococo“ til ís- lensku einsöngvaranna. - Stund- um enda ég lika með þá stöð eftir að ég er búin að fullvissa mig um að alls ekkert sé hlustunarhæft annars staðar. Á nýju stöðvunum tveimur er þvílikt sambland af tónlist að mað- ur veit aldrei hvað kemur næst og það er illþolandi svona á morgn- ana. Maöur verður að hafa ein- hvern sæmilega fastan punkt á þessum tíma dags. - Og hann hefur maður að vísu á rás 2, því þar er efnið skipulagt þannig að maður veit nokkurn veginn í hvaða röð efnið er. Bn það er bara svo fjári leiðinlegt að mér finnst ekki hlust- andi á það. Þar eru að visu fréttir, ágrip og aðalfréttir, sem er gott og blessað, en bæði fyrir og eftir fréttir er al- gjör tónhstarhræringur og ekkert hægt að treysta á að þar sé þessi rólega og léttklassíska tónlist sem ég sækist eftir. - Síðan eru þar fréttapistlar, sem geta verið „frá okkar manni" á Luneborgarheiði eöa Leicester Square og eru þeir ekki ýkja uppörvandi svona snemma dags. Síðan koma pistlar úr dagblöðun- um og eru þeir það eina sem freist- ar svona að morgninum (vil taka fram að rásin batnar svo verulega þegar liða tekur á daginn) - en áður en kemur aö lestri úr Degi á Akur- eyri loka ég fyrir. Eða hvers vegna er svona miklu meira lesið úr því blaði en hinum? Þetta er nú minn pistiU um morg- unútvarp á íslandi í byrjun vetrar 1988. Ég er enn að bíða eftir að ein- hver útvarpsstöðin bjóöi upp á ró- lega eða allavega þessa þægilegu og eftirsóttu tónlist sem svo margir sakna enn írá Ijósvakastööinni sæRar minningar. Hringið í síma 27022 milli kl. 10 og 12 eða skrifið Lesendur Sólbaðsstofu lokað! trnfríður Tómasdóttir hringdi: stofu stóð þar greinilega merkt: huröinni stóð að starfsemi sólbaðs- Arnfríður Tómasdóttir hringdi: Ég var búin að kaupa mér 24 tíma kort á „tilboðsverði“ hjá sólbaðs- stofu einni hér í borginni. Þegar ég haföi notað 8 af hinum 24 tímum og ætlaði að fara í þann 9. og kom að dyrum hinnar ágætu sólbaðs- stofu stóð þar greinilega merkt: Lokað vegna breytinga. Nú, ég lét það gott heita í bili. En er ég kom þarna næst til að gæta að hvort ekki væri nú búið að opna tók ekki betra við. - Nú var búið að skipta um tilkynrdngu og á huröinni stóð að starfsemi sólbaðs- stofunnar væri hætt! Þetta finnast mér í hæsta máta furðulegir viðskiptahættir og hvet fólk til að láta í sér heyra um svona mál sem fleiri en ég hljóta að hafa reynslu af. M iHESt alltaf í |iið með Sérþjónustu stafrœna símakerfisins Bf símanúmerið þitt er tengt stafræna síma- kerfinu og þú ert með tónvalssíma með tökkunum □ B og □ getur þú látið hringingu elta þig uppi með SÉR- ÞJÓNUSTU STAFRÆNA SÍMAKERFISINS. Símtolsflutningur Þessi þjónusta býður upp á það sem við köllum SÍMTALSFLUTNING. Með henni þarftu ekki að bíða eftir áríðandi símtali í vinnuna eða heim til þín. Pú stimplar í símann þinn símanúmer þess síma þar sem hægt verður að ná í þig og hefur engar áhyggjur af því að þú verðir af áríðandi símtali. Einnig er boðið upp á sím- talsflutning ef ekki er svarað og ef númerið er upptekið. Kynntu þér SÉRÞJÓNUSTU STAFRÆNA SÍMAKERFIS- INS nánar í söludeildum Pósts og síma eða á póst- og símstöðvum. Þar færðu einnig áskrift að þessari skemmtilegu þjónustu. □ niR SERÞJONUSTA í STAFRÆNA SÍMAKERFINU PÓSTUR OG SÍMI JL. VÖLUNDUR TEPPADEILD Jólateppin eru komin Florence er eitt af jólateppun- um okkar í ár Útlit: Uppúrklippt og lykkja Efni: 100% Polyamid - Óhrein- indavarið l\lú er tækifærið að gera hörku-góð kaup og teppaleggja fyrir jól. Við erum komnir í jólaskapið og veitum hagstæð greiðslukjör TEPPADEILD JLVölundur HRINGBRAUT 120 - SÍMI 28600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.