Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. 27 íþróttir l.deild Arsenal-M.brough Aston Villa-Derby Everton-Norwich Luton-West Ham 3-0 1-2 1-1 4-1 Man Utd-Southampton 2-2 Millwall-Newcastle 4-0 N. Forest-Coventry 0-0 QPR-Liverpool 0-1 Wimbledon-Charlton 1-1 Sheff. Wed-Tottenham 0-2 2. deild Bournemouth-Man City... 0-1 Bradford-Chelsea 2-2 C. Palace-Leicester 4-2 Hull-Birmingham 1-1 Ipswich-Brighton 2-3 Oldham-Leeds .2-2 Oxford-Plymouth 0-1 Portsmouth-Barnsley 3-0 Shrewsbury-Watford 1-1 Stoke-Swindon ...:....2—l Sunderland-WBA l-i Walsall-Blackburn 1-2 Englanc Staðan 7 1. deild Norwich....l3 8 4 1 22-13 28 Arsenal 12 8 2 2 30-14 26 Millwall 12 6 5 1 25-15 23 Liverpool ..13 6 4 3 18-9 23 S.hampton 13 6 4 3 22-17 22 Derby 12 5 4 3 15-9 19 Coventry.,.12 5 4 3 14-9 19 M.Brough..l3 6 0 7 17-23 18 N.Forest....l3 3 8 2 16-17 17 Everton 12 4 4 4 17-14 16 Man.Utd...l2 3 7 2 15-12 16 Sheff.Wed.il 4 3 4 11-13 15 A.Villa 13 3 6 4 18-19 15 QPR 13 4 2 7 12-12 14 Charlton....l3 3 5 5 16-23 14 Luton 13 3 4 6 13-15 13 Tottenham 12 3 4 5 21-24 11 Wimbledonl2 2 3 7 11-22 9 West Ham .13 2 3 8 13-28 9 Newcastle .13 2 2 9 2. deild 9-27 8 P. mouth....l7 8 6 3 28-18 30 Watford 17 9 3 5 28-18 30 Bl.bum 16 9 3 4 29-21 30 ManCity....l7 8 5 4 22-16 29 Chelsea 17 7 6 4 28-19 27 WBA 17 7 6 4 22-16 27 Stoke 17 7 6 4 21-18 27 Ipswich 17 8 2 7 25-21 26 CPalace 16 6 6 4 25-20 24 S.land 17 5 9 3 23-18 24 Barnsley ....17 6 6 5 20-22 24 Bradford....l7 5 7 5 18-18 22 Leicester....l7 5 7 5 21-25 22 Oldham 17 5 6 6 19-22 21 B.mouth 16 6 3 7 13-15 21 Hull 17 5 6 6 19-22 21 Plymouth...l6 6 3 7 20-26 21 Oxford 18 5 5 8 27-29 20 Swindon ....16 4 7 5 22-24 19 Leeds 16 4 7 5 15-19 19 Walsall 17 2 8 7 17-21 14 Brighton....l6 4 2 10 19-27 14 S.bury 16 2 8 6 12-21 14 Birmingh...l6 2 3 11 12-35 9 Enska bikarkeppnin 1. umferð Aldershot-Hayes............1-0 Altringham-Lincoln.........3-2 Blackpool-Scunthorpe.......2-1 Bognor-Exeter..............2-1 Bolton-Chesterfield........0-0 Brentford-Halesowen........2-0 Bristol Cyti-Southend......3-1 Burnley-Chester............0-2 CardifF-Hereford...........3-0 Darlington-Notts County....1-2 Doncaster-Brandon..........0-0 Enfield-Leyton Orient......1-1 Fulham-Colchester..........0-1 Gillingham-Peterborough....3-3 Grimsby-Wolves.............1-0 Guisborough-Bury...........0-1 Halifax-York...............1-0 Hartiepool-Wigan...........2-0 Huddersfield-Rochdale......1-1 Mansfield-Sheff Utd........1-1 Newport-Maidstone..........1-2 Preston-Tranmere...........1-1 Reading-Hendon.............4-2 Rotherham-Barrow...........3-1 Runcorn-Wrexham............2-2 Scarborough-Stockport......2-1 Southport-Port Vale........0-2 Stafford-Crewe.............2-2 Swansea-Northampton........3-1 Telford-Carlisle...........1-1 Torquay-Fareham............2-2 Woking-Cambridge.............H • Martin Allen í liði QPR, til vinstri á myndinni, á hér í höggi við David Burrows í liði Liverpool í leik liðanna í ensku knattspyrnunni á laugardag. Liv- erpool sigraði, 0-1, og það var John Aldridge sem skoraði sigurmark Liverpool á 29. mínutu. Simamynd/Reuter Enska knattspyman: Arsenal án taps í tóff leikjum - og forysta Norwich í 1. deUd er í mikilli hættu Arsenal er enn á sigurbraut í ensku knattspyrn- unni. Liðið lék um helgina gegn Middlesbrough og sigraði, 3-0, á Highbury. Arsenal hefur ekki tapað í síðustu tólf leikjum sínum í 1. deildinni og bikarleikj- um. Liðið er nú aðeins tveimur stigum á eftir Norwich, sem er í efsta sæti 1. deildar, en Arsenal á leik til góða. Og þeir eru margir sem spá því að ekki muni líða langur tími þar til Ars- enal vermi toppsætið. Arsenal hafði mikla yfirburði gegn Middlesbrough. Paul Merson skoraði í fyrri hálfleik og staðan var 1-0 í leikhléi. Merson bætti síðan öðru marki viö í síðari hálfleik og á síð- ustu mínútu leiksins skoraði enski landsliðsmaðurinn David Rocastle þriðja markið. Norwich enn efst Norwich heldur enn toppsætinu í 1. deild en á laugardag lék liðið gegn Everton á Goodison Park. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en á 62. mínútu náði Malcolm Allen for- ystunni fyrir Norwich. Tólf mínútum síðar jafnaði Everton úr vítaspyrnu og var Trevor Steven þar að verki. Og þar við sat. Enn sigrar Millwall Millwall, sem lék í 2. deild í fyrra, kemur enn á óvart. Um helgina vann liðið stórsigur, 4-0, gegn Newcastle sem nú vermir botnsætið. Það voru þeir Alan McLeary, Terry Hurlock, Kevin O’Callaghan og Tony Cascar- ino sem skoruðu fyrir Millwall. Bras- ilíumaðurinn Mirandhinha komst ekki í lið Newcastle í fyrsta skipti frá því hann var keyptur til félagsins. Liverpool í 4. sæti Liverpool er komið í 4. sæti 1. deildar eftir nauman en sanngjarnan útisig- ur gegn QPR á laugardag. Það var írski landsliðsmaðurinn John Aldridge sem skoraði eina mark leiksins og sigurmark Liverpool á 29. mínútu. 4 mörk á Old Trafford Manchester United á enn í erfiðleik- um og er um miðja deild eftir 2-2 jafntefli á Old Trafford gegn Sout- hampton. United hefur ekki tekist aö sigra í sjö síðustu leikjum sínum í 1. deild og aðeins Nottingham For- est hefur gert fleiri jafntefli í deild- inni. Graham Baker náði forystunni fyrir Southampton eftir aðeins 6 mín- útur með skoti af 35 metra færi en leikmenn United gáfust ekki upp og þeir Bryan Robson og Mark Hughes náðu forystunni fyrir United fyrir leikhlé. Jöfnunarmark Southampton skoraði Matthew le Tissier á 65. mín- útu. Derby mjakast ofar Gengi Derby County hefur verið gott í undanfórnum leikjum og um helg- ina varð engin breyting þar á. Liðið lék á útivelli gegn Aston Villa og sigr- aði 1-2. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en á 54. mínútu skoraði Derek Mountfield fyrir Villa, hans fyrsta mark fyrir liðið. Tvö mörk á þremur mínútum frá Dean Saunders og Paul Goddard tryggðu hins vegar Derby sigurinn. Þetta var sjötta mark Saunders í fimm leikjum með Derby frá því hann var keyptur frá Oxford. Flest mörk í Hattaborginni Flest mörkin voru skoruð í leik Lu- ton Town og West Ham. Luton vann sinn 3. sigur í deildinni, 4-1, og West Ham tapaði 8. leik sínum. Kingsley Black skoraði tvívegis fyrir Luton en að auki skoruðu þeir Roy Wegerle og Danny Wilson. Mark West Ham skoraði Alvin Martin. 8. jafntefli Forest Nottingham Forest er það lið í 1. deild sem gert hefur flest jafntefli og um helgina leit 8. jafnteflið dagsins ljós er liðið lék gegn Coventry. Forest gerði 3-3 jafntefli við West Ham um síðustu helgi, en leikmönnum Forest tókst ekki að skora um helgina frek- ar en leikmönnum Coventry. Slakt í Wimbledon Leikur Wimbledon og Charlton á heimavelh Wimbledon þótti ekki merkilegur en honum lauk með jafn- tefli, hvort lið skoraði eitt mark. Varamaðurinn Robert Lee kom Charlton yfir á 46. mínútu en „hnefa- leikarinn“ John Fashanu jafnaði metin fyrir Wimbledon á 72. mínútu. Fashanu átti ekki aö leika en þegar Terry litli Gibson var ekki leikfær komst Fashanu í liðið og bjargaði stigi fyrir hið dæmalausa lið Wimble- don. Eins og menn eflaust muna þá réðst Fashanu þessi með offorsi að bakverði Manchester United, Viv Anderson, á dögunum og var mikið rætt og ritað um árásina í breskum blöðum. Og virtir „knattspyrnu- pennar“ hikuðu ekki við að krefjast þess að Fashanu yrði bannað að leika knattspyrnu framar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.