Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. Spumingin Hverju spáir þú um gengi íslensku sveitarinnar á ólympíumótinu í skák? Hafsteinn Lárusson framkvæmda- stjóri: Þeir hafa staöiö sig vel aö und- anförnu og ég spái þeim 2.-3. sæti. Einar Hrólfsson sjómaður: Ég vil engu spá - ég fylgist ekkert meö þess- um skákfréttum. Ómar Hannesson verktaki: Ég tel góðar líkur á aö þeir lendi í svona 4.-5. sæti. Ari Jónsson nemi: Ég er bjartsýnn - tel aö þeir veröi í fyrsta sæti. Anna Pálsdóttir verslunarmaður: Ætli þeir veröi ekki í þriðja sæti - annars veit ég ekkert um þetta. Ólafur Sæmundsson sjómaður: Ég hef nú ekkert getað fylgst með þessu en ætli þeir verði ekki í 5. sæti. Lesendur . .og loks fer húsfreyjan að taka eftir fatnaði sem hún kannast ekkert við í þvottakörfunni," segir m.a. i bréfinu. Áskorun Kvennalistans til karlanna: Unglingar axli líka ábyrgð Húsfreyja skrifar: 1 ályktun Kvennahstans til full- trúa á ASÍ þingi kemur fram að sífellt sé verið aö gera kröfur til kvenna og löngu timabært sé aö gera kröfur tii karia um að þeir taki jafnan þátt í umönnun bama og þeirri vinnu sem fylgir því aö reka heimili. Ég er í hópi kvenna sem ræddi þessa ályktun. Við erum sammála um að aldrei hafa konur veriö jafn- þrælkaöar andlega og líkamlega síöustu 40 ár og nú. En við kom- umst einnig aö raun um aö nokkuð vantaöi á þessa ályktun. En þaö ber ef til vill keim af því að konurnar í Kvennalistanum eru margar hverjar ungar og með lítil börn. - Okkur finnst ekki nóg aö gerðar séu kröfur til heimilisfeðra. Viö viljum aö unglingar skoöi einnig sinn gang. í öllum þeim tímaskorti, sem hrjáir foreldra (og þá einkum for- eldra eldri barna), hefur gleymst aö ala börnin upp í samhjálp og samábyrgö. Þaö er ekki nóg aö heimilisfaðirinn taki til hendi. Börn og tengdaböm eiga að gera það líka. Þá kem égað viðkvæmu málisem tengist tilvonandi tengdabörnum (sem oft eru bara tilvonandi en veröa ekki fullgild). Þess eru mörg dæmi að foreldrar uppgötva einn góðan veðurdag aö bæst hefur í hópinn nýr fjölskyldumeðlimur, meölimur sem þarf að borða, láta þvo af sér og taka til eftir. - Allt hefur þetta gerst án þess aö viö- komandi hafi í raun verið boðið upp á slíkt. Þróunin er yfirleitt þessi: Fyrst er þetta bara næturgestur, síöan gestur í morgunmat, þá kvöldmat og loks fer húsfreyjan að taka eftir fatnaði sem hún kannast ekkert við í þvottakörfunni. Semsé, „stóru börnin“ og tengdabömin eru líka baggi á húsmæörum sem hafa ær- inn starfa fyrir. Þetta er aðeins viö- bót viö gagnmerka ályktun Kvennalistans. Miklll er manndómur forstjórans: „Mér er kennt um allt saman!“ áskilursér rétttil að stytta bréf og símtöl sembirt- ast á lesendasíð- um blaðsins Þorsteinn hringdi: í Þjóðviljanum las ég einhveija þá einkennilegustu yfirlýsingu for- stjóra íslensks fyrirtækis sem ég hef lengi séö á prenti. Þarna var verið aö tala um byggingarframkvæmdir Sambands ísl. samvinnufélaga á Kirkjusandi og að vinna við breyt- ingar á húsnæði Sambandsins hefði farið 20% fram úr áætlun. í viötali blaðsins við forstjóra Sam- bandsins kemur fram að hann treyst- ir íslenskum verkfræöingum ekki um of og ekki til aö gera kostnaöará- Kristján hríngdi: Kunningi minn, sem var að fara í dagsferö til útlanda, fór í banka til að ná sér í gjaldeyri til ferðarinnar. Hann fékk þann gjaldeyri sem hon- um bar og farmiði hans var stimplað- ur samkvæmt því eins og reglur segja til um. Þennan gjaldeyri tók hann í feröatékkum, eins og hann sagöist vera vanur að gera. Hann spurðist síðan fyrir um hvort ætlanir sem standist. Síöan kemur klásúlan sem mér finnst marka tíma- mót í ummælum íslenskra forstjóra: „Við leituðum til sérfróöra manna um þetta og svo kemur í ljós aö út- reikningar þeirra standast ekki og mér er kennt um allt saman!“ - Ég tek fram aö ég tek þetta orðrétt upp úrtilvitnun Þjóöviljans hinn 16. þ.m. Ég verö að segja eins og er aö ég hef nú ekki fyrr heyrt aumingjalegri ummæli eins ráöamanns hjá fyrir- tæki hér á landi og hefur þó stundum veriö af ýmsu aö taka, eins og t.d. hann gæti ekki fengið keypt nokkur sterlingspund aukalega til að hafa með sér til að nota við komu erlend- is, svo sem vegna leigubílakostnaðar o.þ.h. - Svariö var nei. Reglumar segöu aö hann mætti ekki kaupa gjaldeyri umfram það sem hann heföi fengið út á farseðil sinn. Hann sagðist ekki hafa haft fleiri orð um það aö sinni enda afgreiðslu- fólk bankans aöeins aö sinna sínum þegar forstjórar fiskvinnslufyrir- tækjanna eru að barma sér vegna þess að hiö opinbera „skapi þeim ekki rekstrargrundvöll" eins og þeir orða þaö svo snyrtilega. En ef forstjóri Sambandsins heldur að ekki eigi aö kenna honum um misfellur og mistök, sem í fyrirtæki hans eru gerð, þá fer hann villur vegar. Ábyrgöin er alltaf þess sem er í forsvari - bæði hjá „kallinum í brúnni" og „kallinum á toppnum". Háu launin eiga einmitt m.a. að „dekka ábyrgðina". Ekki satt? skyldustörfum og fara eftir settum reglum. Hann sagðist hins vegar vera sár yfir því óréttlæti sem hann kall- aði svo að verá meinað að kaupa ein- hveija upphæö gjaldeyris gegn staö- greiðslu í banka hér heima en þeir sem væru handhafar greiöslukorta gætu svo keypt gjaldeyri út á þau erlendis - og þaö með gjaldfresti! „Þetta,“ sagði hann, „er óréttlæti í gjaldeyrissölu." Endur- skoðun m m w a sjo- manna- lögum Krístján S. Kjartansson skrifar: Ég vil leggja til aö eftirfarandi breytingar verði gerðar til hagsbóta fyrir sjómenn og aðra þá sem eiga afkomu sína undir sjómennsku eöa fannennsku. í fyrsta lagi að skipstjórar og aðrir yfirmenn á skipum skuli hlíta al- mennri heilbrigðis- og geöheilbrigö- isskoðun einu sinni á ári og oftar ef þurfa þykir. í öðru lagi að allir skipstjórar og yfirmenn skuli skyldugir að ganga gegnum námskeið og verklega þjálf- un í björgun manna frá björgunar- þyrlu. Þjálfun í köfun ætti einnig að vera skyldugrein og löglegur köfun- arútbúnaöur ætti einnig að vera til staðar í hveiju skipi að kröfu Sigl- ingamálastofnunar og Öryggiseftir- lits. Með tilkomu aukins gæðamats og fiskmeðferðar þarf aö koma á sér- stöku greiðslukerfi vegna löndunar úr öllum tegundum fiskiskipa og sjó- menn ættu að njóta einhverra „fjar- veruuppbóta" vegna langra fjarvista. Að lokum. Vinnuverndarlög skuli framkvæmd og gerð að lögum. Ráð- gefandi aðilar verði: Heilbrigðiseftir- lit, Öryggiseftirlit, Siglingamála- stofnun, Slysvamafélag íslands, Vél- stjórafélagið, sjómannafélögin og Fiskifélag íslands. Sumir „jafnari en aðrir“ varðandi gjaldeyrissölu til ferðamanna? Óréttiæti í gjaldeyrissölu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.