Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Side 42
42 Munið ÓDÝRA SKÓMARKAÐINN, Hverfisgötu 89, sími 18199 Barnastígvél á kr. 350,- Canon umboðssala Canon F1 New Canon F1 Winder Canon AE1 myndavél Canon FD 35-105 mm linsa Nikon FE myndavél m/linsu Nikkor 200 mm linsa Bowens studio flöss Mamiya RZ 67 Hasselblad 500 mm m/linsu Hasselblad 250 mm linsa Hasselblad filmubök Nikon FOR PROFESSIONALS BECO Barónsstíg 18 Sfmi 23411 101 Reykjavfk AEL +-f 1300(1 , LT 1 2 4 8 15 30 60 125 • 500 • 2000. . ............ ..:... .: : , p 9 Q/7 /IV , q U.U: M A PA P PD TV t' Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchurmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02. MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. Nýjarplötur______________________________________dv Robert Cray Band - Don’t Be Afraid of the Dark: Gítarieikari sem þor- ir að láta í sér heyra Stærstu vonbrigði mín með síð- ustu plötu Erics Clapton voru þau að gamli maöurinn leyfði höfuðkost- um sínum afar lítið að njóta sín, það er að segja gítarspilinu. Það er því sannkallað ljós í myrkrinu að heyra í Robert Cray, manni sem kann aö kreista blúskveinin úr gítarnum sín- um og er hreint ekkert feiminn við það. Don’t Be Afraid of the Dark nefnist plata sem Cray og hljómsveit hans sendu frá sér fyrr á þessu ári. Þetta er skemmtilega íhaldssamur gripur sem fær mann til að minnast eins og annars sem gaman var að hlusta á hér á árum áður en heyrist nú vart lengur því að það er ekki í tísku. Roþert Cray og hljómsveit hans eru greinilega lítið fyrir aö elta strauma og stefnur. Já, Cray þorir að láta gítarinn hljóma. En í hófi þó. Löng sóló gera Don’t Be Afraid of the Dark ekki leiðigjama. Allt er í góðu jafnvægi og til að mynda fullt jafnræði milli hljómsveitarinnar og sérstakra gesta plötunnar, The Memphis Horns, sem láta hornin hljóma sérlega smekk- lega. Don’t Be Afraid of the Dark er fimmta platan með Robert Cray Band. Hljómsveitin og höfuðpaur hennar vöktu þó ekki neina stórat- hygli fyrr en á síðasta ári er samn- ingar tókúst við stórt hljómplötufyr- irtæki. Þá kom út platan Strong Persuader sem seldist í yfir milljón eintökum. Með henni komst Robert Cray á kortið yfir virtustu blúsgítar- leikara heimsins og hann styrkir frekar stöðu sína en hitt með nýju plötunni. -ÁT- U2 - Rattle and Hum Topprokk Þegar tónlistarmenn senda frá sér metsöluplötur lenda þeir í þungri þraut. Að fylgja velgengninni eftir og helst að gera enn betur en síðast. Mörg dæmi um þessa pínu má nefna: Fleetwood Mac með Rumours og steinbamið Tusk, Michael Jack- son og Thriller, sem Bad átti að slá við, jafnvel The Beatles með Sgt. Peppers og hvíta albúmiö sem fylgdi á eftir. The Joshua Tree, plata hljómsveit- arinnar U2 frá síöasta ári, fékk ákaf- lega góðar viðtökur um gjörvalla heimsbyggðina. Flestir hefðu því reiknað með næstu plötu írsku fjór- menninganna eftir svo sem þrjú til fjögur ár, ofunninni skífu sem skyti langt yfir markið. En Bono og félagar láta ekki hanka sig á slíkum mistökum. Þeir senda frá sér tvöfalda skífu. Blöndu af upp- tökum af Joshua Tree-hljómleika- ferðinni og nýju efni sem hljóðritað var í stúdíói á heimaslóðum. Og plat- an tvöfalda er raunar kynning á heimildarkvikmynd um híjómsveit- ina sem væntanleg er innan skamms. Nafn beggja er Rattle and Hum. Auðvitað er Rattle and Hum skot- held skífa. Viö öðru er ekki að búast frá hljómsveitinni U2. Hún hefur á undanfomum ámm tryggt sig í sessi með ákaflega vel heppnuðum hljóm- leikaferðum, ágætisrokkplötum og síðast en ekki síst meðvitaðri afstöðu til ýmissa heimsmála sem gefur til kynna að hðsmenn U2 em hugsandi menn. Allt of margir vilja setja sama- semmerki milli þess að vera rokktón- listarmaöur og blábjáni. Það segir sig hins vegar sjálft að plata með blöndu hljóðritana af hljómleikum og úr hljóðveri, jafnvel viðtalsbút, verður ekki alveg jafn- markviss og sú sem eingöngu er unn- ið við mánuðum saman í hljóðveri. Að því leytinu em The Unforgettable Fire og The Joshua Tree jafnvel enn betri. Toppamir á Rattle and Hum gefa hinum þó ekkert eftir. Þessa stund- ina em þeir í mínum eymm Angel of Harlem og God Part II. í síðar- nefnda laginu tekur Bono upp hansk- ann fyrir John heitinn Lennon sem mjög hefur verið vegið að síðustu mánuðina. Á einum stað í textanum segir meira að segja hreint út: I don’t beheve in Goldman his typa like a Curse/instant karma’s gonna get him if I don’t get him first. - Það er gott að eiga trausta stuðningsmenn. Jafn- vel út yfir gröf og dauða. -ÁT- ----------------------- Glenn Frey - Soul Searching B Húsgögn______ ___________________________________________—----------- f fSkápar, sófar, boró og bekkir, betri kaup þú varla þekkir. Leitaóu ei um hæóir og hóla, heldur skaltu á okkur.................................. sm Aauglysingar SÍMI 27022 Gamli góð Eagles andinn Ekki er víst að margir tengi saman nafn bandarísku sveitarokkhljóm- sveitarinnar Eagles og nafn Glenns Freys. Staöreyndin er hins vegar sú að Frey var annar prímusmótor þessarar ástsælu sveitar sem bar höfuð og herðar yfir aörar sveita- rokksveitir á sínum tíma hvað vin- sældir áhrærði. Frá því Eagles hættu hafa Uðsmenn hennar starfað hver í sínu horni en mest hefur borið á drifíjöðrunum tveimur, Don Henley og Glenn Frey. Þeir hafa að vísu ekki gert það sér- staklega ghmrandi gott en við og við hafa nöfn þeirra sést á vinsældalist- um. Frey hefur nú sent frá sér nýja sólóplötu og verður ekki annað sagt en að þar takist honum bærilega vel upp. íVrir gamlan Eagles aðdáanda kemur þó fátt á óvart á plötunni; Frey heldur sig á svipuðum slóðum og Eagles voru á undir lok ferilsins, í slípuðu rokki og ballöðupoppi. Þar er hann enda í essinu sínu, þræl- hittinn á grípandi laglínur og áheyri- leg lög. Ekki á ég von á að mörg lög af þess- ari plötu eigi eftir að slá í gegn þó svo mörg þeirra hafi fulla burði til þess. Staðreyndin er sú að í Banda- ríkjunum í dag á svona afslappandi ballöðupopp ekki upp á pallborðið hjá smáskífukaupendum, nema í al- gjörum undantekningartilvikum og Glenn Frey er ekki slíkt tilvik. Platan er hins vegar góð og sannir Eagles aðdáendur láta hana ekki framhjá sér fara. -SþS- IIumferoar brosum/ og W alltgengurhetur *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.