Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. 23 DV • ísak Tómasson skoraði 22 stig gegn ÍS í gærkvöldi. I Körfuknattleikur: Stór- sigur UMFN - gegn ÍS, 90-42 Ægir Már Kárassan, DV, Suðumesjum; Njarðvíkingar áttu ekki í neinum erfiðleikum með að vinna stórsigur gegn slökum Stúdentum í Flugleiða- deildinni í gærkvöldi. Lokatölur urðu 90-42 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 38-23 heimamönnum í vil. Njarðvíkingar höfðu mikla yfir- burði frá byijun þrátt fyrir að vara- menn hafi leikiö mikinn hluta leiks- ins. Stig UMFN: ísak Tómasson 22, Helgi Rafnsson 20, Friðrik Ragnars- son 16, Teitur Örlygsson 12, Georg Birgisson 9, Hreiðar Hreiðarsson 6, Agnar Olsen 3 og Rúnar Jónsson 2. Stig ÍS: Páll Amar 13, Valdimar Guðlaugsson 12, Hafþór Óskarsson 4, Sólmundur Jónsson 4, Þorsteinn Guðmundsson 3, Jón Júlíusson 3 og Heimir Jónasson 3. r Körfuboltl /Staðan j Flugleiðadeild: Haukar-Tindastóll.......84-62 ÍBK-ÍR..................88-59 UMFN-ÍS.................90-42 Valur-Þór...............89-64 A-riðill: UMFN...13 13 0 1163-927 26 Valur.... 13 8 5 1103-989 16 Grindav 13 6 7 1004-971 12 ÍS......13 1 12 823-1245 2 Þór.....13 1 12 968-1220 2 B-riðill: ÍBK.....13 11 2 1124-919 22 KR......13 10 3 1064-980 20 ÍR......13 6 7 992-1004 12 Haukar. 13 6 7 1162-1083 12 Tindast. 13 3 10 1076-1161 6 Stigahæstir: Valur Ingimundars., Tind ...361 Eyjólfur Sverriss., Tind..300 1. deild karla: Reynir-Skallagrímur.....79-43 Snæfell-Léttir..........78-66 Reynir......7 6 1 466-345 12 UÍA.........6 4 2 411-356 8 Skallag.....7 4 3 441-456 8 Laugdælir.. 6 3 3 341-339 6 UBK.........6 3 3 415-399 6 Snæfell.....5 2 3 352-372 4 Léttir......7 2 5 410494 4 Víkveiji....4 0 4 205-271 0 1. deild kvenna: UMFN-ÍR..................3042 UMFN-KR.................33-40 ÍBK.........5 5 0 308-211 10 KR..........6 5 1 294-260 10 ÍS..........6 4 2 302-283 8 ÍR..........6 3 3 322-337 6 Haukar......6 2 4 260-204 4 UMFN........7 2 5 251-284 4 Grindav.....6 0 6 259-317 0 íþróttir Haukar voru mun sterkari á endasprettinum gegn UMFT unnu mjög stóran og auðveldan sigur, 84-62, á Tindastóli íslandsmeistarar Hauka náðu loks að vinna sigur í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í gærkvöldi eftir miklar hrakfarir í undanfóm- um leikjum. Hafnarfjarðarliöið sigraöi Tindastól frá Sauðárkróki í íþróttahúsinu við Strandgötu meö 84 stigum gegn 62 eftir að leikurinn hafði verið í hníflafn og spennandi lengst af. Nýliðamir frá Sauðárkróki voru ekki taldir llklegir til mikilla afreka fyrir leikinn þar sera landsliðsmað- urinn Valur Ingimundarson var í leikbanni. Sauðkrækingar létu sig það engu skipta og komu sannar- lega á óvart með kraftmiklum leik í byijun. Tindastóll komst í 9-2 í upphafi og norðanmenn leiddu síð- an lengi vel. Á síðustu mínútum fyrri háifleiks náöu Haukar foryst- unni og höfðu eitt stig yfir í leik- hléi, 37-36. í síðari hálfleik var leikurinn lengst af í jámum ogSauökræking- ar, vel studdir af fjölmörgum aðdá- endum sínum, börðust af miklum krafti og virtust til alls liklegjr. Þegar 7 mínútur vora eftir var staðan 57-57 en þá vóg leikreynsla og úthald íslandsmeistaranna þungt á metunum. Haukar tóku heldur betur viö sér og gersamlega keyrðu yfir norðanmenn á síðustu mínútunum og skoruöu þá 27 stig gegn 5 og tryggðu sér stóran sigur 84-62. Haukaliðið var langt frá því að vera sannfærandi og það var ein- ungis í iokin sem leikmenn náðu að sína sitt rétta andlit. Pálmar Sig- urðsson skoraði grimmt í lok leiks- ins og hinn stórefnilegi Jón Arnar Ingvarsson stóð fyrir sínu. Haraldur Leifsson og Eyjólfur Sverrisson voru bestu menn Tinda- stóis í þessum leik en Sauökræk- inga vantaði úthald og kraft til að klára dæmið. Stíg Hauka: Pálmar Sigurðsson 29, ívar Ásgrímsson 14, Jón Amar Ingvarsson 12, Henning Hennings- son 10, Ingimar Jónsson 9, Ólafur Rafnsson 4, Eyþór Árnason 2 og Reynir Kristjánsson 2. Stíg Tindastóls: Haraldur Leifs- son 15, Eyjólfur Sverrisson 14, Sverrir Sverrisson 11, Kári Marías- son 10, Bjöm Sigtryggsson 7, Ágúst Karlsson 4 og Guöbrandur Stefáns- son 1. • Leikinn dæmdu þeir Kristján Möller og Gunnar Valgeirsson. -RR • Ivar Asgrimsson í Haukum skoraði 14 stig gegn Tindastóli i Hafnarfirði i gærkvöldi er Haukar unnu norðan- menn með nokkrum mun. Hér sést ívar sækja að körfu „Tindanna". DV-mynd Brynjar Gauti Jón Kr. með stórieik er ÍBK vann ÍR, 88-59 Ægir Már Kárason, DV, Suðumœjum: Jón Kr. Gíslason áttí stórleik þegar Keflvíkingar unnu stórsigur á ÍR- ingum í leik liðanna á íslandsmótinu í körfuknattleik í Keflavík í gær- kvöldi. Lokatölur urrðu 88-59 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 45-38, ÍBKí vil. Jón Kr. Gíslason skoraði 16 stíg í fyrri hálfleik fyrir ÍBK en alls skor- aði hann 21 stíg og átti 12 stoðsend- ingar. ÍR-ingar höfðu yfirhöndina framan af og höfðu yfir, 16-21, eftir 9 mínútur. Heimamenn náðu síðan að rétta úr kútnum fyrir leikhlé og munurinn var þá sjö stig, ÍBK í vil. í síðari hálfleik breyttu ÍR-ingar byijunarhði sínu. Ragnar Torfason var tekinn út af. Eftir sex mínútna leik komust ÍR-ingar yfir 50-51. Eftir það tóku Keflvíkingar öll völd, skor- uðu 18 stig í röð á sex mínútum og unnu yfirburðasigur 88-59. ÍR-ingar skoraðu aðeins 8 stig á síðustu 14 mínútum leiksins. Stig ÍBK: Jón Kr Gíslason 21, Sig- urður Ingimundarson 21, Guðjón Skúlason 18, Axel Nikulásson 10, Falur Harðarson 7, Magnús Guð- finnsson 6, Einar Einarsson 2, Albert Óskarsson 2 og Gestur Gylfason 1. Stíg ÍR: Jón ðrn Guðmundsson 13, Jóhannes Sveinsson 13, Karl Guð- laugsson 10, Ragnar Torfason 10, Bjöm Steffensen 8 og Sturla Örlygs- son 5. Auðvelt hjá Val Valsmenn sýndu Þórsuram enga gestrisni þegar þeir fengu þá í heim- sókn í gærkvöldi til leiks í Flugleiða- deildinni í körfuknattleik. Lokatölur leiksins urðu nefnilega 89-64 fyrir Val. Staðan í leikhléi var 49-36, Val í vil. Það var aðeins á fyrstu mínútunum sem nokkuð gott jafnræði var með liðunum. í síðari hálfleik var um mikla ein- stefnu að ræða af hálfu Valsmanna. Á 14. mín. var staðan 78-56 og á 17. mín. 80-60 fyrir Val. Eftírleikurinn var síðan auðveldur. Stig Vals: Matt- hías Matthíasson 14, Einar Ólafsson 12, Tómas Holton 12, Bjöm Zoega 11, Bárður Eyþórsson 10, Hreinn Þorkels- son 8, Ragnar Þór Jónsson 8, Ari Gunnarsson 4, Amar Guðmundsson 4, Hannes Haraldsson 4. Bestir Vals- manna vom þeir Einar Ólafsson, Matthías Matthíasson og Tómas Holt- on, sem var þó langt frá sínu besta. Stig Þórs: Konráð 26, Bjöm 17, Stef- án 4, Jóhann 4, Guðmundur 4, Kristján 4, Eiríkur 3 og Einar 2. HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.