Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. 41 Svidsljós Olafur Þór Gunnlaugsson sundþjálfari í hinum endurbætta og stækkaða þreksal sundhallarinnar. M.a. eru þar sundhermar svo fólk getur æft sig á þurru landi. DV-mynd BB ísafjörður: í sokkum og vettl- ingum í sundi Vilborg Davíðsdóttir, DV, ísafirði: Svokallað púkamót sunddeildar Vestra á ísafirði fór fram um síðustu helgi og sýndu þar 7-11 ára gömul börn foreldrum og öðrum gestum listir sínar í lauginni. Aliir krakk- amir fengu verðlaun fyrir dugnað og einnig nokkrir foreldrar sem unnu bömin í sundi. Fjögur átta manna hð kepptu og fór sundið þannig fram að keppendur urðu að skiptast á um að klæðast ullarsokkum, vetthngum og húfum áður en þeir dembdu sér í laugina. Fólk fjölmennti í sundhölhna til þess að sjá ærshn og þáði auk þess veit- ingar. Sundhð Vestra sá um fram- kvæmd mótsins og við sama tæki- færi var sýndur endurbættur og stækkaður þreksalur í sundhöhinni. Þar hefur meðal annars verið bætt við svoköhuðum sundhermum þannig að sundfólk getur nú æft sig á þurru landi. Skírn í Heydalakirkju. Séra Gunnlaugur Stefánsson til hægri. DV-myndir Sigursteinn Þrír kirkju- kórar sungu við messu í Heydala- kirkju Sigursteinn Melsted, DV, Breiðdalsvík: Messað var í Heydalakirkju sl. sunnudag á allraheilagramessu. Séra Gunnlaugur Stefánsson sóknarpestur predikaði og minntist látinna. Hann lét í ljós þá ósk að slíkt yrði gert árlega á þessumdegi. Sú nýbreytni var, og vakti mesta athygli, að kirkjukórar úr þremur sóknum sungu við mess- una - frá Fáskrúðsfirði, Stöðvar- firði og Breiðdalsvík - undir stjóm Ferenc Utassy frá Ungveija- landi. Einnigvarskírníkirkj- unni þennan eftirminnilega sunnudag. Unnið er að framhaldi á þessu samstarfi kóranna og vonandi að það takist. í undirbúningi er ferð kóranna á Breiðdalsvík og Stöðv- arfirði til Ungverjalands næsta sumar og verður Ferenc farar- stjóri. Þegar hann var spurður hve margir færu var svarið: „Auðvitaðallir." Eldbakaðar pizzur, Ijúffengar og girnile$ar - eins og pizzur eiga að vera. Opið öll kvöld og nætur frá kl. 18:00. Ókeypis heimsendingar. Sími 72177 Pizzu-smiðjan Smiðjukaffi • Smiðjuvegi 14d • 200 Kópavogi FATAFELLUGLÖS Þegar ís er settur í glösin afklæðast stúlkurnar, sem glösin prýða, öllum til mikillar ánægju. Þegar ísinn bráðnar fara þær aftur í fötin. Ömissandi á gleðistundum. ATH. Þvoið glösin úr volgu vatni en ekki heitu. Aðeins kr. 1.190,- settið. Bæði settin aðeins kr. 1.900,- Póstverslunin Príma Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. S VISA ® EUROCARD Fótóhúsið - Príma - ljósmynda- og gjafavöruverslun, Bankastræti, sími 21556. m Borölampi, krómaður. kr. 8.390,- Borðlampi, leir, m/skermi, kr. 2.860,- Mono kastari, einfaldur. kr. 980,- Mono kastari, tvöfaldur, kr. 1.750,- Mono kastari, þrefaldur, kr. 1.960,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.