Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. Fréttir Hótel ísafjöröur. Á von á láni til að greiða skuldirnar. DV-mynd BB ísaQöröur: Skuldir kjá hótel- inu hlaðast upp Vilborg Daviðsdóttir, DV, ísafiröi: Hótel Ísaíjöröur skuldar 3 milljón- ir króna í söluskatt og um 1,5 milljón- ir í þinggjöld frá þessu og síðasta ári. Bæjarráö ísafjarðar hefur óskaö eftir viðræöum við stjórn hótelsins vegna þessa máls. Aö sögn Björns Hermannssonar, formanns stjórnar hótelsins, hefur veriö unniö að því aö útvega lán til að greiða upp þessar skuldir og aðrar sem eru komnar til vegna 8 miiljóna króna halla á rekstrinum á síðasta ári. „Þessi skuld er angi af tapinu í fyrra og við byrjuðum í febrúar að leita eftir lánum til að greiða það. Við erum að fá afgreitt lán frá Lands- banka íslands og þá getum við gert upp stóran hluta af þessum skuldum sem við höfum verið með,“ sagði Björn í samtali við DV. „Við erum núna í viðræðum við Framkvæmdasjóð íslands um að fá lán fyrir afganginum í gegnum aðra aðila og erum búnir að fá góð orð fyrir að það náist. Þegar það fæst erum við á grænni grein því að rekst- urinn hefur gengið mjög vel að und- anförnu." I Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Þríhymingurinn í Þykkvabæ saltaði hrossakjöt sem er nýkomið á markað og er það besta hrossa- kjöt, sem ég hef smakkað og hef ég þó víða komið við í þeim efnum. Að sögn Björns Inga Björnssonar, meistara kjötvinnslu Hafnar, Sel- fossi, er það nú í athugun að allt hrossakjöt hjá þeim verði verkað í Þykkvabænum og einnig allt hangikjöt og er það mikill léttir fyrir Wna auknu kjötvinnslu hjá Höfn. Þess má geta að 7, ágúst sltók Kaupfélag Arnesinga, Selfossi, við verslun Kaupfélags Skaftfellinga og 19. ágúst við kaupfélaginu í Vestmannaeyjum. Um svipað leytj tók Höfn, Selfossi, við Kaupfélag- inu Þór á Hellu ásamt öllu þess veldi. Einnig við sláturhúsi af F. Friðrikssyni í Þykkvabæ 1. ágúst sl. Þessi tvö fyrirtæki og Höfn hlutu nafnið Þríhymingur hf. Til fróðleiks má geta þess að báð- ir framkvæmdastjórar þessara tveggja samsteypa eru útskrifaðir úr Samvinnuskólanum. Kolbeinn Ingi Kristinsson, framkvæmda- stjóri Hafnar, útskrifaðist l. maí 1946. Sigurður Kristjánsson, kaup- félagsstjóri KÁ, útskrifaöist 1. maí 1962 úr Samvinnuskólanum, Bi- fröst, og við Selfossbúar erum stolt- ir af þessum mönnum. Gagnlegt námskeið Kennarasambands Vesturlands Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólrru: Kennarasamband Vesturlands efndi til trúnaðarmannanámskeiðs í Laugagerði, Eyjahreppi, fimmtudag- inn 10. nóvember. Þarna voru sam- ankomnir trúnaðarmenn frá flestum skólum í Vesturlandskjördæmi. _ Guðni Jónsson, skrifstofustjóri KI, skýrði fyrir þátttakendum launa- kröfur KÍ og upplýsti hvernig hlut- irnir ganga fyrir sig. Það vakti at- hygli þátttakenda hvað kröfur kenn- ara voru settar fram á einfaldan hátt en þær eru: Veruleg hækkun launa. Laun- veröi verðtryggð. Kennslu- skylda lækkuö. Þá vakti einnig athygh að í nýjum samningum um barnsburðarleyfl er ekki gert ráð fyrir að karlmenn sem vinna hjá ríkinu njóti sömu réttinda og kynbræöur þeirra sem vinna í einkageiranum. Eftir gagnlegt nám- skeið efndi stjórn Kennarasambands Vesturlands til fundar með trúnað- armönnum þar sem félagsmál KV voru rædd. Formaður Kennarasambands Vesturlands er Þorvaldur Pálmason á Kleppjárnsreykjum. STILHREIN DUGGUVOGI23 S 35G09 ............... ■ ............................................................................................ BAÐINNRETTINGAR - ALLAR STÆRÐIR Sjáirðu aðra betri þá kaupirðu hanaf! 39 TIGULEG Vió saum stærra ogfallegra tné vió Faxafen12 og ákváóum þvi aó skella okkur r HRFHffiH) FAXAFEN 12 S.8A660

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.