Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Síða 29
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988.
29-
I>v
LífsstOI
Unnum kjötvörum hrakar
- svört skýrsla biit í Neytendablaðinu
Engin íslensk framleiðsla gæti
kallast skinka ef miðað væri við
bandarískar reglur heldur vatnsbætt
skinka og skinkulíki.
Þetta er meðal þess sem fram kem-
ur í lokaverkefni Valgerðar Ástu
Gunnarsdóttur í matvælafræði við
Háskóla íslands en niðurstöður þess
eru meðal efnis í nýútkomnu 3. tbl.
Neytendablaðsins. Mælingar annað-
t
Tegund-stærð Blómaval Alaska Landgræðslusj. Skógræktarfél. Rvk.
NORÐM-ÞINUR
0-100 cm 995 850 1.170 995
100-125 cm 1.260 1.250 1.430 1.260
126-150 cm 1.760 1.730 1.890 1.760
151-175 cm 2.180 2.150 2.360 2.180
176-200 cm 2.850 2.820 3.260 2.850
201-250 cm 3.410 3.350 3.730
RAUÐGRENI
0-100cm 455 440 460 460
101—125 cm 745 720 740 740
126-150 cm 1.045 1.020 1.040 1.040
151-175 cm 1.370 1.350 1.390 1.390
176-200 cm 1.840 1.795 1.850 1.850
201-250cm 2.240 2.150 2.220 2.220
STAFAFURA
0-100 cm 650 630 640 640
101-125cm 1.015 1.020 1.030 1.030
126-150 cm 1.455 1.430 1.460 1.460
151-175cm 1.975 1,920 1.940 1.940
176-200 cm 2.640 2.560 2.600 2.600
201-250 cm 3.100 3.020 3.100 3.100
GRENIBÚNT, 500g 165 165 165
Verð með söluskatti.
ist Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins.
Tilgangur verkefnisins var m.a. sá
að bera núverandi ástand saman við
rannsókn sem gerð var á unnum
kjötvörum 1983 og bera niðurstöður
saman við erlenda kjötstaðla.
Valgerður Ásta kemst að þeirri nið-
urstöðu að full þörf sé á að setja
reglugerðir um unnar kjötvörur hér
Neytendur
á landi. í öörum löndum er fram-
leiðslan miðuð við ákveðna kjöt-
staðla þar sem leyfilegt efnisinnihald
er tilgreint en hérlendis er ekkert
slíkt fyrir hendi og lítið eftirlit með
framleiðslunni.
Það vekur athygli að við saman-
burðinn kom í ljós að síðan 1983 hef-
ur fituinnihald lækkað í sumum vör-
um og vatnsinnihald aukist. í fitulítið
hangiálegg hefur verið bætt rúmlega
12% af vatni. Sama er að segja um
skinku og hefur vatnsinnihald í
henni aukist um 5,7%-19% frá 1983
eftir framleiðendum.
Höfundur telur aö ástandið hafi
versnaö síðan 1983 hvað varðar
framleiðslu á malakoffi og spægi-
pylsu. í malakoffi hefur fita aukist,
prótín minnkað og vatn aukist. Eng-
inn framleiðandi spægipylsu stenst
danska staðla. Þeir eru allir yfir
mörkum í magni fitu, salts og þrír
af fimm eru yfir magni í kolvetni.
Auk þessarar fróðlegu skýrslu er í
Neytendablaðinu greint frá niður-
stöðum skoðanakönnunar sem Neytj^
endasamtökin gerðu nýlega á við-'
horfi fólks til auglýsinga í útvarpi
og sjónvarpi. Fjallað er um heimilis-
fræöslukennlu í skólum og birt nið-
urstaða úr notendakönnun á heimil-
istækjum. -Pá
Samkvæmt skýrslu, sem birt er i Neytendablaðinu, hefur unnum kjötvörum
hrakað á undanförnum árum.
Verð á jólatijám
Vegna mistaka féll niður tafla Hér birtist taflan og ættu þá neyt-
sem birtast átti meö verðsaman- endur aö geta séð hvar er ódýrast
burði á jólatrjám í DV á þriðjudag. að kaupa jólatré. -Pá
Þegar keypt er i stórum sparnaðarpakkningum getur borgað sig að bregða
kassanum eða pokanum á vigt þegar heim er komið.
Röngvigtá
Neytandi hringdi og kvartaði und-
an því að hafa keypt kassa af svína-
kjöti í Hagkaup frá Höfn á Selfossi.
Kassinn átti samkvæmt miða að vera
26 kg á 455 krónur kílóið.
Þegar heim var komið var pakkinn
vigtaður og reyndist aðeins vega 16
kíló. Sá sem hringdi vissi um annan
sem haföi keypt sams konar kassa
og sá vóg einungis 14,6 kíló.
Guðmundur Viðar Friðriksson,
verslunarstjóri í Hagkaup, sagði í
samtah við neytendasíðu DV að hér
svínakjöti
hefðu mistök átt sér staö. Röng vigt
hefði verið á kössunum eins og þeir
komu frá Höfn á Selfossi. Þetta hefði
verið leiðrétt og þeir sem keypt hefðu
kassa eins og þá sem um er rætt áttu
skýlaust rétt á bótum. Guðmundur
sagði að þegar hefðu nokkrir kassar
komið til baka.
Uppákomur af þessu tagi eru þörf
áminning til neytenda um að það
getur borgað sig að bregða því sem
keypt er á vigtina þegar heim er kom-
iö. -Pá
Hornskápar
og veggskápar.
Sófaborð með 4 innskots- ..
borðum,
Sófasett í úrvali og margt,
margt fleira.
HÚSGÖGN
á 800 m2 sýningarsvæði
Sófasett í háum gæðaflokki.
Kommóður, video- eða stereoskápar.
Þetta er aðeins smáhugmynd um úrval-
ið. Það er til mikið, mikið meira.
gsiýja
JBólsturgGrðin
Garðshorni við Fossvogskirkjugarð, simi 16541