Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. 33 _________________________Lífsstfll f slenska draumaráðningabókin Hver er ég? Bókin um stjörnuspeki „Hver er ég?“ eftir Gunnlaug Guðmundsson er tvímælaiaust allra besta upp- fletti- og fræðirit sem til er um stjörnuspeki á íslensku. Góðu fræðiefni um stjömuspeki á ís- lensku hefur verið talsvert ábóta- vant, sérstaklega með tilliti til auk- ins áhuga almennings á þessum vísindum. Leikmenn jafnt sem lærðir geta haft mikiö gagn og gam- an af bókinni og er hún hinn eigu- legasti gripur. I formála segir Gunnlaugur að stjörnuspekin eigi erindi til aUra, og sé hjálpartæki til að skyggnast inn í sálarlíf okkar. Bók þessi skipt- ist í nokkra kafla og er í þeim með- al annars sagt frá sögu stjörnu- spekinnar, kerfi hennar og kenn- ingum og útskýrt hvernig reikna megi út stjörnukort og lesa úr þeim. Því má segja að þessi bók sé alhliða kynningar- og kennslubók í stjörnuspeki, sú fyrsta sinnar teg- undar á íslensku. Meginhluti bókarinnar fjallar þó um stjörnumerkin tólf. Auk þess er sagt frá plánetum, húsum og afstöðu, sem teljast auk merkjanna til aðalþátta stjörnuspekinnar. í lok bókarinnar eru töflur yfir stöðu pláneta frá 1910-2001. Með því að fletta upp á fæðingardegi og ári í töflunum getum viö séð stöðu Sól- ar, Tungls, Merkúrs, Venusar og Mars á þeim degi. Þetta eykur mjög viö langtímagildi bókarinnar því þau merki sem þessar plánetur eru í við fæðingu viðkomandi eru ekki síður mikilvæg en sólarmerkið, þrátt fyrir að á síðari tímum hafi mest áhersla verið lögð á það. Bókin er skrifuð á mjög aðgengi- legan hátt. Gunnlaugur notar mik- ið stikkorð út á spássíunum og skiptir öllum texta vel niður með skýrum millifyrirsögnum. Fyrir fólk sem ekkert hefur kynnt sér stjörnuspeki áður ætti bókin því að vera auðveld aflestrar, þrátt fyr- ir að hún er mjög fræðileg. -Ade íslendingar eru þjóða draumspak- astir (a.m.k. miðað við mannfjölda), og er það því kærkomið að fá í hend- ur alíslenska draumaráðningabók. Formála ritar Kristján frá Djúpa- læk og drepur hann m.a. á það að íslendingar hafi alltaf tekið mikið mark á draumum og hvernig alþýða manna lét stjórnast af þeim, þeir voru veðurboðar, viðvörun, hættu- merki. „Sjómenn höguðu gjarna róðrum eftir þeim, bændur fjárgæslu." íslenska draumaráðningabókin er, eins og nafnið gefur til kynna, öll hin þjóðlegasta. Skýringar eru allar mjög ítarlegar og fylgir oft saga af draumi sem hefur ræst til enn frekari sönn- unar á ráðningunni. Þessar reynslu- sögur gefa bókinni enn meira gildi bæði til gagns og skemmtunar. Mik- ill fróðleikur um gildi drauma felst einmitt í reynslu fólks í gegnum ald- irnar og er íslenska draumaráðn- ingabókin merkileg heimild um líf og draumfarir íslendinga fyrr og síð- ar. Áhersla er lögð á gildi nafna í draumum og er í bókinni nafnaskrá með skýringum. Einnig eru í bókinni kaflar um þjóðtrú tengda draumum og lýst gömlum aðferöum við forspá, s.s. þá aðferð að spá með völu, og að spá í eggjahvítu á Jónsmessunótt. Síöast en ekki síst má nefna upptaln- ingu á forboðum úr þjóðtrú sem flest- ir Islendingar þekkja eitthvaö til: „Sá eða sú sem situr við horn á borði giftist ekki í sjö ár“. Höfundur íslensku draumaráðn- ingabókarinnar er Steinunn Eyjólfs- dóttir og hefur hún unnið íirnagott verk. Allur þjóðlegur fróðleikur er vel þeginn til mótvægis við það engil- saxneska afþreyingarefni er tröllríð- ur íslandi. -Ade Hjátrú og dulspeki í jólabókunum íslendingar eru hjátrúarfullir, það er ekkert vafamál. Draugar og álfar dansa enn í kringum okkur í skamm- deginu og umhverfið er fullt af fyrir- boðum. Hjátrú og dulspeki ýmiss konar setur mark sitt á jólabóka- flóðiö að þessu sinni og í talsvert meira mæli en áður. Draumarnir eru ráðnir fram og til- baka, rúnir eru lesnar, kíkt í lófa og afstaða himintungla við fæðingu tek- in til rækilegrar athugunar. Auðvit- að eru alltaf hópar efasemdarmanna sem fussa og sveia yfir allri vitleys- unni en það kemur ekki í veg fyrir að æ fleiri grúski í þessum fornu fræðum sér til gamans og vonandi einhvers sjálfskilnings, ekki veitir af á þessum umrótatímum. -Ade Bókin um rúnir Persónuleg jólagjöf Tökum tölvumyndir i lit afþér, barninu þínu, maka eða vrni. Gleðjiðafa, ömmu, frænku, frænda með mynd af barninu þinu á dagatal 1989. Komið i Kringluna (i göngugötu við Byggt og búið). Við myndum og dagatalíð er tilbuið á ca 3 minútum. Sendið yósmynd (ekki filmu) úr fjöl- skyldualbáminu og við sendum daga- talið ásamt myndinni i póstkröfu strax daginn eftir. Sendið (Jósmynd tii Prima, póstverslun, box 63,222 Hafnarfirði, simi 62-35-35. Kangilqöfjd? jf ¥ f A * Það teljum við. 4 * * ¥ Enda eingöngu nýtt úrvalskjöt, w 4 taðreykt af reykingameisturum okkar, * t ¥ ¥ ' * Bragðmikið og gott hangikjöt um þessi jól. ¥ * KJÖTIÐNAÐAÞSTÍtO KEA AKUREYPI * 4 Besta Það er ævaforn iðja fólks að ráða í véfréttir, rúnir, bein o.s.frv., og nú er nútíma íslendingum gefinn kostur á að ráðfæra sig við rúnir eins og norrænir forfeður okkar gerðu. í formála þessarar bókar kemur fram að rúnirnar eru forn véfrétt, eldri en Nýja testamentið, en hafa ekki verið í notkun í meira en 300 ár. Einnig telur höfundur að rúnirn- ar hafi verið síðast í notkun einmitt hér á íslandi á síðari hluta miðalda, og gegndu þá svipuðu hlutverki og Tarot-spilin. Á sínum tíma voru rún- irnar I Ching víkinganna. Bókin um rúnir er skrifuð af bandaríkjamanni, Ralph Blum, sem greinilega hefur lengi haft áhuga á norrænni goðafræði og véfréttum. Bókin skiptist niður í nokkra kafla, m.a. um sögu rúnanna, hvernig á að ráðgast við rúnirnar, aðferðum við að ráða rúnir og túlkun á hverri rún fyrir sig. Bókinni fylgja 25 rúnastein- ar og poki til að geyma þá í. Nokkuö greinargóðar skýringar eru gefnar á hverri rún fyrir sig, og einnig kennd- ar nokkrar rúnauppsetningar sem fólk getur notað. Bókin um rúnir er öll hin aðgengi- legasta og eru rúnasteinarnir sjálfir fallegir og skemmtilegir. Þetta er því Draumspeki kærkomin nýjung fyrir áhugafólk um dulspeki, auk þess sem víkinga- rúnimar eru véfréttir sem endur- spegla vestræna menningu. í eftirf- mála bókarinnar leggur höfundur áherslu á að rúnirnar leysi ekki vandamál heldur veki upp ýmsar myndir og hugsanir sem gefa vís- bendingu um hvað sé rétt eða viðeig- andi hverju sinni. Með því að vinna með véfréttinni á þennan hátt getur fólk byggt upp sjálfsöryggi og hug- rekki. -Ade Draumar eru leyndardómsfuO og óræð fyrirbæri. Sumir telja þá spretta úr undirmeðvitundinni og endurspegla þannig ómeðvitaðar langanir og áhyggjur. Einnig eru draumar lika oft taldir vera fyrirboð- ar sem hægt sé að ráða í eins og aðra spádóma, ________________________ í nýútkominni bók, er ber nafnið Draumspeki, eru gefnar drauma- ráðningar og leiðbeiningar um lófa- lestur. í formála segir að drauma- ráðningarnar í þessari bók séu sóttar í fomar heimildir, s.s. Cyprianus og SybiOu og er kerfi þetta byggt á langri reynslu. Ekki er gefið upp hver þýddi bókina. Draumspeki skiptist í tvo hluta, draumaráðningar, sem taka yfir meginhluta bókarinnar, og leiðbein- ingar um lófalestur sem eru aftast á 10 blaðsíðum. Gefnar eru ráðningar á mjög mörgum hlutum og eru ráðn- irigarnar alltaf mjög stuttar, yfirleitt eitt orð. Ekki eru gefnar skýringar á mannanöfnum enda bókin þýdd. Leiðbeiningar um lófalestur eru af fremur skornum skammti en gefa þó innsýn í þau fornu fræði og eru ágæt- is bókarauki. Draumspeki er gott uppflettirit fyr- ir þá sem vilja vita á skjótan og auö- veldan hátt hvaða merkingu draum- ar þeirra hafa en bókin kafar ekki mjögdjúpt í speki draumanna,. -Ade.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.