Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Page 4
4 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. Fréttir Verð á bjór í búð og á krá hérlendis og erlendis: Bjórinn er allt að átta sinnum dýrari á íslandi Innlendur bjór er allt aö átta sinn- um dýrari á íslandi en í öðrum lönd- um. A krá er bjórinn rúmlega íjórum sinnum dýrari. Munurinn er al- mennt minni þegar um er aö ræða innfluttan erlendan bjór, nema í Bretlandi, þar sem hann er allt að sexfaldur. Þetta eru helstu niðurstöðurnar úr skyndikönnun DV á verði bjórs keyptum í búð annars vegar og á krá hins vegar. Var um að ræða bæði innlendan bjór og erlendan innflutt- an bjór. Borið var saman verð á ís- landi, í Danmörku, Vestur-Þýska- landi, Bandaríkjunum, Belgíu og Bretlandi. Innlendur bjór kostar 126 krónur dósin út úr ÁTVR, 44 krónur út úr búð í Danmörku, um 29 krónur í Bandaríkjunum, 27 krónur í Vestur- Þýskalandi, 25 krónur í Bretlandi og ekki nema um 14 krónur í Belgíu. Þegar innlend framleiðsla er drukkin á krá kostar bjórinn 218 krónur á íslandi, 105 krónur í Dan- mörku, um 100 krónur í Bandaríkj- unum, um 80 krónur í Vestur-Þýska- landi, um 50 krónur í Bretlandi og loks um 36 krónur í Belgíu. Þannig er langódýrast að drekka bjór í Belgíu en um leið langdýrast á íslandi. Er íslenski bjórinn um átta sinnum dýrari en sá belgíski. Er mið- að við 33 sentílítra af bjór. Þegar verðmunurinn á innlendum bjór út úr búð og á krá er skoðaður kemur í ljós að hann er minnstur á íslandi en mestur í Bandaríkjunum og Vestur-Þýskalandi. Hefur álagn- ing veitingamanna þar eitthvað að segja en hún mun vera lægri hér- lendis. innfiuttur bjór Þegar kemur að erlendum bjór vandast málið nokkuð þar sem ekki eru til tölur um erlendan innfluttan bjór í verslun og á krá í Belgíu og á krá í Þýskalandi. Erlendur innfluttur bjór á íslandi kostar 160 krónur úr búð og 276 krónur á krá. í Danmörku kostar erlendur bjór um 100 krónur í búð og 160 krónur á krá, um 80 krónur í búð í Þýskalandi en á flest- um krám þar í landi er ekki hægt að fá erlendan innfluttan bjór. í Bandaríkjunum kostar sá erlendi innflutti um 50 krónur út úr búö en um 150 á krá, ekki fengust tölur fyrir erlendan innfluttan í Belgíu og loks í Bretlandi kostar erlendur innflutt- ur um 25 krónur úr búð og um 60 krónur á krá. Magnafsláttur Verðið á íslenska bjórnum getur hækkað eitthvað samfara væntan- legri áfengishækkun en að öðru leyti er það stöðugt. Er ekki um að ræða BJÓRVERÐIÐ Úr búð Danmörk í kránum verðmismun milli þéttbýlis og dreif- býlis eða eftir því hve mikið magn er keypt. Erlenda veröið er ekki eins stöðugt. Bæði er verð á bjór breyti- legt eftir því hvort hann er keyptur úti í sveit eða inni í borg og eins milli borga. Verðið í Bretlandi er miðað við Birmingham en þar er London langdýrust. Erlendis er und- antekningarlaust hægt aö fá magnaf- slátt viö kaup á bjór og er hann þá mismikill eftir því hvort keyptir eru sex bjórar, kassi eða meira. Þannig getur verðið út úr búð lækkað tölu- vert og eins á krá, það fer eftir stað- setningu hennar. -hlh Skáksamband íslands: Alþjóðlegt skákmót hérlendis - sovésku stórmeistaramir Balasjov og Eingom meðal þátttakenda Skáksamband íslands mun gang- ast fyrir alþjóðlegu skákmóti sem hefst 14. febrúar næstkomandi og verður teflt á Hótel Loftleiðum. Hér er um svokallaö lokað mót að ræða, en þaö þýðir að öllum þátttakend- um er sérstaklega boðin þátttaka. Þegar hefur 12 þátttakendum ver- ið boðiö en stefnt er aö því að þeir verði 14. Meöal þeirra sem hafa þegiö boðið eru sovésku stórmeist- aramir Balasjov og Eingom. Sá síöamefndi hefur vakið veröskul- daöa athygli að undanförnu og þá sérstaklega á sovéska meistara- mótinu í fyrra. íslensku stórmeistaramir Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Mar- geir Pétursson veröa meðal þátt- takenda, sem og Hannes Hlífar Stefánsson, Karl Þorsteins, Þröstur Þórhallsson, Björgvin Jónsson og Sævar Bjamason og Norðmaður- inn Tisdal. Þá getur verið að 5. stigahæsti skákmaður heims, enski stórmeist- arinn Speelman, verði meöal þátt- takenda en ekki er vitaö um hver sá 14. er. Miðað við þá 12 skákmenn sem ákveðiö er aö verði með er mótiö í 9. styrkleikaflokki. Til að hljóta áfanga að alþjóölegum meistaratitli þarf 5,5 vinninga en 8 að áfanga að stórmeistaratitli. -S.dór Strand Mariane Danielsen til ríkissaksóknara: Strandkapteinninn áfram í farbanni Farbann er áfram í gildi hvað varð- ar skipstjóra danska skipsins Mar- iane Danielsen sem strandaði við Grindavík fyrir viku síðan. Hinir 11 úr áhöfninni hafa fengið leyfi til að fara úr landi. Að sögn sýslumanns í Keflavík er verið aö skoöa hversu lengi skipsjórinn verður hafður í far- banni. Er unnið að frekari rannsókn strandsins eftir sjóprófin í Keflavík og mun sú vinna taka einhvern tíma. Hjá embætti ríkissaksóknara var DV tjáð að málið fengi þar eðhlega afgreiðslu eftir að það hefði borist frá sýslumanninum í Keflavík. Ef skip- stjórinn teldist hafa gerst sekur um refsivert athæfi yrði málið hklegast sent til viðkomandi yfirvalda í Dan- mörku. Þar í landi væri tekið strangt á málum sem þessum, ekki síst þar sem mengun kæmi við sögu. Ólafur Walter Stefánsson, ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði almennu regluna þá að afgreiða strönd í heimcdandi viðkomandi skips. En ef brotið væri gegn hags- munum aðila á strandstað gæti málið horft öðruvísi við - strandið hefði þá afleiðingar fyrir fleiri aðila en eig- endurskipsinsogáhöfnina. -hlh I dag mælir Dagfari___________ Brandarakarlar Stjómmálaskýrendur hafa lengi velt þeirri spurningu fyrir sér hvað það sé sem ráði hfl ríkisstjórna. Er það samstarf um málefni? Er það hugsjónin um að bæta lífskjörin? Eða er það einfaldlega spumingin um hver hafi áhuga á að vinna með hverjum? Ljóst er til dæmis að síð- asta ríkisstjóm sprakk af því aö ráöherrarnir höfðu ekki áhuga á að vinna hver með öðmm. Þor- steinn vildi ekki fara á fyllirí meö hinum strákunum og Jón Baldvin uppgötvaði hvað Steingrímur var miklu skemmtilegri heldur en íhaldiö. Auk þess var vitað að Ólaf- ur Ragnar var tilbúinn að vinna með hverjum sem var, bara ef hann kæmist í ríkisstjóm. Þannig varö núverandi ríkis- stjóm til, án þess að málefnin eða hugsjónimar kæmu þar mikiö við sögu, enda er flestum íslenskum kjósendum það ljóst að það em ekki málefnin sem ráða myndun ríkisstjóma á íslandi eftir að alhr hafa starfað með öllum á þessum áratug án þess aö nokkrar umtals- verðar breytingar hafi verið á mál- efnum frá einni ríkistjóm til ann- arrar. En nú er sem sagt komin ný ríkis- stjóm sem byggist á kunningsskap og einlægri gagnkvæmri aðdáun. Steingrímur kom á kratalands- fundinn og gaf Jóni Baldvin mjólk- urglös og Jón Baldvin kom á fram- sóknarþingið og gaf Steingrími pól- itíska ástarsögu konu sinnar. Og nú síðast hafa þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar farið um á eldrauðu og ástheitu ljósi í opinbemm trúlof- unarhugleiðingum sínum. í miðri þessari rómantík gerist hins vegar sá atburður aö ríkis- stjórnin þarf að grípa til efnahags- ráðstafana. Og þá kemur babb í bátinn vegna þess að þá slettist venjulega upp á vinskapinn og nú berast þær fréttir að ágreiningur sé kominn upp í ríkisstjóminni um stærð gengisfellingarinnar og ráð- herrarnir jafnvel komnir í hár saman. Ahtaf skulu þessi bölvuð déskotans efnahagsmál eyöileggja góðan félagsskap og einlæga vin- áttu. Dagfari var um tíma fyrir helgina farinn að óttast að nú þyrfti að fara að mynda enn eina ríki- stjómina vegna ágreinings um efnahagsmál og þar með er í raun- inni kenningin hrunin sem gengur út á það að vinskapur sé nægilegur til að mynda ríkisstjóm. En viti menn. Mitt í þessum áhyggjum fór Dagfari að fletta Tím- anum fyrir algjöra slysni og kemur þá ekki í ljós viðtal við Ólaf Ragnar sem er bæði ráðherra og stjórn- málafræðingur og er búinn að pæla manna lengst í þvi hvernig hann geti komist í ríkisstjórn. Og Ólafur er svo elskulegur í þessu viðtali að upplýsa í hverju kúnstin er fólgin aö sitja í ríkisstjórn. Hann segir orörétt: „Ég held líka aö það skipti máh að ríkisstjómin er öll (þó Stein- grímur sé þarna aldursforseti en hann ber þann aldur vel) á nokkuó svipuðu aldursskeiði og margt af þessu fólki þekkist vel og hefur svipaða kímnigáfu. Þaö eru oft sagöir mjög góðir brandarar i tengslum við ríkisstjórnarfundina og á þeim og því er léttur og góður andi við ríkisstjórnarborðið en ekki þvinguð spenna,“ Þama er lausnin komin. Það er kímnigáfan sem ræöur úrshtum. Að vísu er það innlegg í góða ríkis- stjórn að ráðherrarnir séu á líkum aldri en hitt er þó þýðingarmeira aö þeir geti sagt góða brandara sem hinir geti hlegið að. Það er ekki nóg að þekkjast vel, þótt það sé kostur, en ef þú ert brandarakarl á réttum aldri (og berð aldurinn vel ef þú ert ekki á réttum aldri) eru allar líkur á aö ríkisstjórnarsamstarf gangi upp. Viö þurfum ekki aö hafa tiltakan- legar áhyggjur af efnahagsmálun- um, enda eru málefni aukaatriði. Ef einhverjum tekst að segja virki- lega góðan brandara um leið og hann sest við ríkisstjórnarborðið þá er samstarfinu og fundinum borgið. Þetta hefði enginn nema stjórn- málafræðingur fundiö út, enda er Ólafur Ragnar sagður mikill hú- moristi og jafnvel meiri húmoristi heldur en stjórnmálafræðingur og hann er akkúrat á réttum aldri og þess vegna er hann hka orðinn ráð- herra í krafti kímnigáfunnar, sem er hornsteinn ríkistjórnarinnar. Nú þarf Ólafur bara að segja einn góðan og þá er gengisfellingin í höfn. Lengi lifi svona fyndin ríkis- stjórn! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.