Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. 9 Utlönd Friður milli múhameðs- trúarmanna í Líbanon ALi Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, við komuna til Damaskus á laugardag. Símamynd Reuter Bretar fækka á Gíbraltar Forsætisráðherra Gíbraltar, Joe Bossano, staðfesti í gær að Bretar íhuguðu fækkun hermanna í ný- lendunni. Bossano sagöi fréttamönnum að hann reiknaöi með að ræða fækk- unina við Sir Geofírey Howe, utan- ríkisráðherra Bretlands, sem heimsækir Gíbraltar í dag. Bresk og spænsk dagblöð hafa skýrt frá því að Bretar hyggist kalla um eitt þúsund herraenn frá ný- lendunni en það er fækkun um rúmlega helming. Breska ríkis- stjómin hefur ekki viljaö tjá sig um málið. Embættisraenn á Gíbraltar segja að fækkunin eigi ekki að hefjast strax. í mai á síðasta ári voru um sautj- án hundruð breskir hermenn á Gíbraltar, átta hundruö frá hern- um, fimm hundruð og þrjátíu frá sjóhernum og þrjú hundruð og niu- tíu frá flughernum. Adolfo Canepa, leiötogi stjórnar- andstöðunnar á Gíbraltar, segist reikna með að hin fyrirhugaða fækkun muni valda áhyggjum meðal íbua nýlendunnar. „Maðurinn á götunni verður mjög áhyggjufullur," sagði hann. Bossano heftir neitað að sam- þykkja samkomulag milli Breta og Spánverja um sameiginleg afnot af flugvellinum á Gíbraltar en margir telja viðurkenningu á því jafngilda viðurkenningu á kröfum Spán- verja um yfirráð á klettinum. Til að samningurinn öðlist gildi þarf löggjafarþing Gíbraltar að samþykkja hann. Reuter Varsjárbandalagið seg- ir frá liðsstyrk í Evrópu Varsjárbandalagið birtir í dag upp- lýsingar um hersveitir sínar og vopn í Evrópu í fyrsta skipti og skorar á Atlantshafsbandalagið að sam- þykkja mikinn niðurskurð til að koma á jafnvægi. í yfirlýsingu varnarmálaráðherra bandalagsins, sem birt er í Prövdu í dag, er ítrekað það sem áður hefur komið fram í yfirlýsingum frá banda- laginu að þegar á heildina er htið sé jafnvægi í álfunni. Þegar skoðaðir eru einstakir þættir segir bandalagið að Nato hafi meiri hðsafla á landi og í lofti. Ráðherrarnir viöurkenna hins vegar að Varsjárbandalagið hefur yfirburði á sviði skriðdreka, hreyf- anlegra eldflaugaskotpalla, flugvéla, ökutækja fyrir fótgönguhð, bryn- varðra ökutækja og stórskotaliðs. Búist er við að Atlantshafsbanda- lagið haldi að sér höndum fyrst um sinn þrátt fyrir þessar yfirlýsingar Varsjárbandalagsráðherranna enda líta ráöamenn Atlantshafsbanda- lagsins svo á að austantjaldsmenn heyi nú fjölmiðlabaráttu áður en við- ræður um hefðbundinn herafla hefj- ast í Vínarborg þann 9. mars. Reuter Samkomulag hefur náðst í Líban- on milli amalshíta og hizbollahshíta um að binda enda á árslangan ófriö og hætta átökum strax, að því er Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, sagði í gær. „Okkur hefur tekist að koma á samkomulagi milli Amal og Hiz- bollah,“ sagði hann við fréttamenn eftir að hann og Farouq Al-Shara, utanríkisráðherra Sýrlands, héldu fundi með hinum stríðandi aðilum. Velayati sagði að samkomulagið, sem náðist í Damaskus, styrkti vopnahlé sem náöist á miðvikudag en hefur ekki verið haldið mjög vel. Þessir tveir hópar múhameðstrúar- manna hafa barist frá þvi í janúar á siðasta ári. Velayati sagði að samkomulagið yrði birt í heild sinni í dag. Hann sagði að styrking vopnahlésins frá því á miðvikudag væri eitt af aðalat- riðum samkomulagsins. Bardagarnir milli hópanna hafa orðið meira en eitt hundrað og íjöru- tíu manns að bana. Velayati sagði að hann ætlaði að framlengja dvöl sína í Sýrlandi til að geta verið viöstaddur þegar skrifað verður undir samkomulagið. Leiðtogi Hizbolláh sagði frétta- mönnum síðar í gærdag að sam- komulag hefði náðst og að skrifað yrði undir friðarsamning í dag. Amalshítar lýstu því í gær yfir að þeir myndu skrifa undir samkomu- lagið. Hann ságði að allir sem amalshítar hefðu fariö fram á að yröu afhentir sýrlenskum hermönnum, vegna glæpa sem þeir hefðu framið, hefðu nú verið afhentir. Sýrlendingar eru öflugasta erlenda ríkið í Líbanon og hafa þeir tuttugu og fimm þúsund hermenn í landinu. Kröfur Amal um að Hizbollah af- hentu morðingja þriggja amalshíta, sem voru drepnir í september, til sýrlenskra hermanna höfðu hingað til staðið í vegi fyrir samkomulagi. Þegar þeir voru afhentir náðist samkomulag. Reuter Tökum að okkur að annast fermingar og brúðkaups- veislur, árshátíðir, þorrablót og hvers kyns annan mannfagnað. Utvegum vistlega og skemmtilega sali eða sendum í heimahús, eftir því sem óskað er. VEITlNSAtíÚSIÐ ARMUIA 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.