Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. 25 Iþróttir • T Portúgal 1 Jg-_ é f Úrslit J? Benfica styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar í portúgölsku knatt- spyrnunni í gær. Benfica tók þá á móti Portimonense í Lissabon og sigraði örugglega, 3-0. Brasil- íumaöuiinn Valdo kom Benflca á bragðið/ Ademir skoraði annaö markið eftir glæsilega sendingu frá öðrum Brasilíumanni, Enzo. Rétt fyrir leikslok bætti fyrirliði Benfica, Diamantino, við þriðja markinu. Á sama tíma náði Porto aðeins jafntefli á heimavelli gegn Guim- araes, ekkert mark var skorað í leiknum. Markvörður Guimara- es, Neno, átt stórleik í markinu og varði allt sem kom á markiö. Úrslit i 1. deild; Porto - Guimaraes...........0-0 Benfica - Portimonense......3-0 Chaves - Sporting...........2-1 Braga - Boavista............0-2 Belenenses - Viseu..........3-0 Leixoes - Espinho...........4-0 Beira Mar - Penafiel........2-1 Fafe-Setubal............. ..0-0 Farense - Maritimo..........0-0 Staða efstu liða: Benfica......23 15 6 2 34-9 36 Porto.......23 12 9 2 26-12 33 Boavista...23 11 6 6 31-17 28 Sporting...23 10 8 5 30-19 28 -JKS Pele-mótið: Brasilía og Uruguay leika til úrslita Mikið mót knattspyrnulands- liða, sem gerðu garðinn frægan fyrir allmörgum árum, hefur staðið yfir í Brasilíu undanfama daga. Mótið er kennt við einn frægasta knattspymumann allra tíraa, Pele. í gærkvöidi fóru fram tveir leikir í Santos. V-Þýskaland sigraði Argentínu, 5-1. Sidka skorði þrennu og þeir Löhr og Toppmölier sitt markið hvor. ít- alía og Brasíla gerðu markalaust jafntefli. Brasilia og Uruguay leika til úrslita á þriðjudaginn. Pele mun svo afhenda þeirri þjóð sem sigrar verðlaunin. Stað- an á mótinu er þessi: Brasflía........4 3 1 0 9-1 7 Uruguay.........4 3 1 0 8-5 7 ítalia..........5 0 4 1 5-6 4 Argentína......5 113 7-12 4 V-Þýskaiand.....5 113 7-73 England........5 1 1 3 5-10 3 -JKS t A Holland f úrslit jf' PSV Eindhoven heldur áfram sig- urgöngu sinni í hollensku knatt- spymunni. Um helgina lék liðið gegn Feyenoord á heimavelli sín- um og sigraði með einu marki gegn engu. PSV hefur nú hlotið 31 stig en Ajax kemur næst með 28 stig. Hér koma úrslitin um helgina: PSV - Feyenoord..........1-0 Sparta - WiUem II.......l-l FC Twente - Ðen Bosch..„0-1 RodaJC-VW...............2-1 RKC - Volendam..........5-1 Haarlem-MW..............0-4 Gronningen - Utrecht....4-2 Ajax - F.Sittard.......;2-0 PEC ZwoOe - SC Veendam..6-2 • Staða efstu liða er þá þannig: PSV.......19 15 1 3 41-16 31 Ajax......19 13 2 4 43-21 28 FCTwente....19 9 5 5 23-20 23 ítalska knattspyman: Napolí þokast að Inter Milan - Atalanta kemur enn á óvart Diego Maradona og félagar í stór- liðinu Napolí þokuðust að toppliðinu Inter Milan í 1. deild ítölsku knatt- spyrnunnar um helgina. Fimmtánda umferðin var leikin um helgina og lauk fimm leikjum af'níu með jafn- tefli, þar á meðal viðureign Inter Milan gegn Atalanta. Lið Atalanta er það lið sem mest hefur komið á óvart það sem af er keppnistímabili ítalskra knatt- spyrnumanna. Liðið skipa mjög ung- ir leikmenn en engu að síður er liðið í efstu sætum og sem stendur í 3.^4. sæti ásamt Sampdoria. Maradona skoraði er Napolí vann stórsigur Á meðan topplið Inter Milan og Atal- anta voru að gera jafntefli á heima- velli Atalanta lék Napolí á heima- velli sínum gegn Ascolí, liðinu sem fór svo illa með Napolí í bikarnum á dögunum. Nú sýndu leikmenn Na- polí sitt rétta andlit og sigruðu, 4-1. Þess má geta að Maradona gerði eitt markanna fyrir Napolí. Þar með minnkaöi forskot Inter Milan um eitt stig. Inter hefur nú 26 stig, Napolí kemur næst með 23, Sampdoria og hið unga og. efnilega lið Atalanta hafa 20 stig og Juventus og AC Milah eru með 19 stig. Úrslit í leikjum helgarinnar: ■ Atalanta - Inter Milan Cesena - Lecce 1-1 3-2 Fiorentina - Roma 2-2 Lazio-Juventus. 0-0 AC Milan - Pisa 0-0 Napolí - Ascolí 4-1 Pesscara - Bologna 3-1 Torino - Como 2-1 Verona - Sampdoria 1-1 -SK Belgía - knattspyrna: Öraggur sigur hjá Anderlecht - Anderlecht elnu stigi á eftir efsta liðinu Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Keppnistímabilið hófst að nýju í Belgíu að loknu vetrafríi í gær. And- erlecht, lið Arnórs Guðjohnsens, sigraði RC Mechelen 0-4 á útivelli. Anderlecht átti mun meira í leiknum og vann verðskuldað. Arnór átti fyrsta tækifærið strax á 2. mínútu leiksins en skot hans fór 1 hliðarnetið. Um miðjan fyrri hálfleik skoraði Keshi fyrsta mark And- erlecht með skalla og áður en fyrri hálfleikur var allur bætti De Groote við öðru marki. í síðari hálfleik bættu leikmenn Anderlecht við tveimur mörkum og voru Krncevic og Nilis þar að verki. Greinilega- kom fram í leiknum að Anderlecht er ekki komið í leikæf- ingu sem staðiö hefur yfir frá því um miðjan desember. Amór var hvorki betri né verri en aðrir leikmenn Anderlecht. „Ég fann það í leiknum að ég er ekki kominn í leikæfingu. Við höfum æft stíft að undanfórnu en fáir leikir hafa verið leiknir. Ég er allur mjög stífur eftir leikinn. Fyrsta verk mitt, þegar ég vakna í dag, verður að fara til nuddara," sagði Arnór Guðjohn- sen í samtali við blaðamann DV eftir leikinn. Úrslit í 1. deild. Cercle Brúgge-Waregem........3-0 Beveren-Standard Liege.......1-0 Kortrijk-Lokeren.............1-1 Racing Mechelen-Anderlecht...0-4 FC Liege-Lierse..............0-1 Genk-Antwerpen...............1-1 Beerschot-St. Truiden ....Charleroi-Club Brúgge....1-0 Molenbeek-Mechelen...........0-4 Mechelen er í efsta sæti með 34 stig. Anderlecht kemur næst með 33 stig og Antwerpen er í þriðja sæti með 27 stig. Spánn - knattspyrna: Einvígi á milli Real og Börsunga • Hugo Sanchez hjá Real Madrid hefur skorað 14 mörk á keppnis- tímabilinu. Baltazar De Morais, At- letico Madrid, er hins vegar marka- hæstur með 19 mörk. - Real lék ekki en Barcelona gerði jafhtefli Real Madrid lék ekki í 1. deild spænsku knattspyrnunnar um helg- ina en leikur þess gegn Osasuna var frestað. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki leikið heldur það efsta sætinu því Barcelona gerði aðeins jafntefli gegn Espanol á útivelli. Barcelona er einu stigi á eftir Real Madrid. Þessi tvö félög skera sig talsvert úr og stefnir allt í einvígi þeirra í milli um spænska meistaratitilinn í knatt- spymu í ár eins og reyndar gerst hefur áður. Úrslit í 1. deild: Sevilla-AthleticBilbao...........0-0 Atletico Madrid-Logrones......2-0 Cadiz-Celta...................1-1 Malaga-Real Murcia............1-3 Espanol-Barcelona.............2-2 Elche-Real Valladolid.........1-0 Valencia-Real Zaragoza........2-2 Sporting-Real Betis...........0-0 Real Sociedad-Real Ovideo.....0-0 • Staða efstu liða er þessi: Real Madrid....19 13 6 0 46-20 32 Barcelona......20 13 5 2 44-16 31 Atletico.......20 10 4 6 36-23 24 Sporting.......20 8 7 5 22-17 23 Valencia.......20 8 7 5 19-16 23 -JKS DV DV fþróttir • Kristján Arason gnæfir hér yfir vörn Tékkanna og skömmu síðar lá knötturinn í markinu. Kristján lék mjög vel í síðari leiknum og skoraði þá sjö glæsileg mörk. Á innfelldu myndinni sést Sigurður Gunnarsson skora eitt marka sinna í leiknum. Og takið eftir að hann gerir það með vinstri hendi. DV-myndir GS Tékkar teknir í bakaríið í síðari landsleiknum í LaugardalshöHinni: Tékkarnir mun betri ísland vann síðari hálfleikinn, 17-10 - ísland sigraði Tékkóslóvakíu, 28-23, í mjög góðum leik. AHt að smella saman? íslenska landsliðiö í handknattleik sýndi allar sínar bestu hliðar í Laugardalshöllinni um helgina er liöið sigraði lið Tékka með fimm marka mun, 28-23. íslenskt landslið hefiir aöeins einu sinni áður unnið stærri sigur gegn Tékkum en það var $L haust er island sigr- aði 23-17. Leikurinn um helgina var mjög góöur hjá íslenska liðinu og gefúr vissulega góðar vonir fyrir b-keppnina i Frakklandi. Öfugt við fyrri leik liðanna voru það Tékkar sem höfðu yfirhöndina svo til allan fyrri hálfleikinn en staðan i leik- hléi var 11-13. Síðari hálfleikurinn er einhver besti hálfleikur sem íslenskt landsliö hefur lengi leikið. Þá skoruðu okkar menn 17 mörk gegn aðeins 10 og vissu Tékkar hvorki í þennan heim né annan. íslendingar fóru hreinlega á kostum og kafsigldu lið Tékkanna. Virk- aði íslenska liöið mjög sannfærandi í síðari hálfleik og ef til vill er þetta allt aö smella saman. Tékkar höfðu yfir í leikhléi, 11-13, og komust í 11-14 í upphafi síðari hálfleiks. Þá tók íslenska liðiö við sér svo að um munaði. Eftir sex mínútna leik var jafnt, 14-14. Síðan hafði ís- land yfir, tvö til þrjú mörk, þar til staðan varð 21-17. Eftir það voru úrslitin ráðin og íslenska liðið fór á kostum á lokakaflanum. Sérstaklega voru þaö þeir Kristján Arason og Bjarki Sigurðsson sem léku á als oddi. Mestur varð munurinn 28-21 en Tékkar skoruðu tvö síðustu mörkin. Allir leikmenn íslenska liösins áttu góðan leik að þessu sinni. Kristján átti frábæran leik og sömu sögu má segja um þá Alfreð Gíslason, Sigurð Gunnarsson, Þorgils Óttar Mathies- en og Einar Þorvarðarson. Þá átti Guðmundur Guðmundsson mjög góðan leik, skoraði 3 mörk og fiskaði tvö vítaköst sem skorað var úr. Þrátt fyrir þennan stórleik hjá íslenska lið- inu er vert að hafa það í huga að þessi úrslit færast ekki til tekna þeg- ar í b-keppnina verður komið. En það er greinilegt að leikur íslenska liðs- ins er að smella saman og er það vel. Mörk íslands: Kristján Arason 7, Sigurður Gunnarsson 6/2, Bjarki Sig- urðsson 4, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Guðmundur Guðmundsson 3, Al- freð Gíslason 3 og Valdimar Gríms- son 1. Hjá Tékkum var hornamaðurinn Libor Sovadina atkvæðamestur og skoraði 5 mörk. Lið Tékka leikur ekki áferðarfallegan handknattleik en varnarleikur liðsins getur verið afarsterkur. Leikinn dæmdu þeir Júrgen og Hans Thomas frá Vestur-Þýskalandi. Virtust þeir hafa góð tök á leiknum en gerðu þó slæm mistök inni á milli. en menn áttu von á - „Döpur aðsóknsagði Guðjóri Guðmundsson „Ég er mjög ánægður með sigur- inn í þessum leik og þá auðvitað sér í lagi síðari háifleikinn. Liðið lék þá af eðlilegri getu og leikmenn sýndu mikla baráttu,“ sagði Guð- jón Guðmundsson, liðsstjóri ís- lenska landsliðsins, eftir síðari landsleikinn gegn Tékkum: „Hinsvegar fmnst mér aðsóknin að leikjunum tveimur gegn Tékk- um hafa verið döpur. Veðrið spilar þar inn í en engu að síður fannst mér áhorfendur alltof fáir. Þetta kemu'r sér verulega illa fyrir HSÍ og eins getur þetta haít slæm and- leg áhrif á leikmenn landsliðsins. Ef aðsóknin verður ekki betri gegn Norðmönnum í næstu leikjum þá liggjum við illa í þvi,“ sagöi Guð- jón. Varðandi mögulexkana í b- keppninni sagði hann: „Það er eng- in ástæða til að vera með neina bjartsýni fyrir b-keppnina. Þetta er allt sýnd veiði en ekki gefm. Við vitum hvað er að í leik liösins og ætlum að lagfæra þá hluti.“ „Tékkarnir betri en ég átti von á“ Gunnar Þór Jónsson, formaöur landsliðsnefndar HSÍ: „Þetta tékk- neska lið var betra en við áttum von a og þeir komu okkur á óvart. Ég er mjög ánægður með síðari hálfleikinn í síðari leiknum og þá small þetta allt saman. Ég get ekki betur séð en að liðið sé að finna sig á nýjan leik. Ef þetta heldur svona áfram ættum við aö eiga góða möguleika á að ná einu af sex efstu sætunum í Frakklandi.“ „Tékkamir komu mér mjög á óvart“ „Ég er nokkuð sáttur við leikina gegn Tékkum en auðvitað áttum viö aö geta unnið fyrri leikinn. Þar náðum viö ekki að sýna okkar rétta andht, hverju sem um er að kenna. Við bættum okkur mjög mikið i síðari leiknum og þá var allt annað að sjá til okkar í vöm og sókn. Annars er tékkneska liðið mjög erfitt og það var mun sterkara en ég bjóst við og kom mér mikið á óvart. Þeir em að byggja upp nýtt hð en þaö var engu að síður álíka sterkt og þaö tékkneska lið sem við lékum gegn á Flugleiðamótinu á síðasta ári,“ sagði homamaðurinn Guömundur Guömundsson. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.