Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. íþróttir • Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaöur Keflvikinga, átti góðan leik gegn Valsmönnum í gærkvöldi. Hér sést Jón Kr. vera búinn aö finna leið fram hjá Ragnari Þór Jónssyni og er til alls líklegur. DV-mynd Brynjar Gauti Körfuknattleikur: Valsmenn ekki hindrun fyrir ÍBK - Keflvíkingar sigruðu, 91-79, að HHðarenda í gærkvöldi Körfuknattleikur: Þór liggur enn á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: ÍR-ingar höföu meö sér stigin tvö heim eftir að hafa sigraö Þór á Akureyri í íslandsmótinu í körfuknattleik í gærkvöldi, 92-80, í leik sem gleymist afarfljótlega. Þórsarar fengu þarna upplagt tækifæri til að laga árangur sinn á heimavelli í vetur því að ÍR- liðið er ákaflega tætingslegtþessa stundina og ekki sterkt. Það sem gerði hins vegar utslagið var að IR-ingarnir léku betri vöm á köfl- um í leiknum, hún var þó ekki mjög sterk en dugði samt. IR var yfir lengst af, hafði for- ustu, 47-40, í leikhléi og jók hana mest í 12 stig. Hins vegar kom góður kafli hjá Þór í síðari hálf- leik þar sem hittni var mjög góð og á þessum kafla komst Þór yfir, 66-61. En þá var allt loft úr leik- mönnum liðsins sem voru allir 5 inni á vellinum meö 4 villur og ÍR vann örugglega. Erfitt er að nefna nokkra leik- menn öðrum fremri í þessum leik. Bakverðir ÍR, þeir Karl Guð- laugsson og Jón Örn Guðmunds- son, voru þó drjúgir en hjá Þór voru menn jafnir, áttu allir slak- an dag en sæmilega kafla inni á miili, flestir. Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 18, Jóhannes Sveinsson 18, Jón Örn 17, Sturla Örlygsson 16, Bragi Reynisson 11, Bjöm Steffensen 6, Ragnar Torfason 4, Gunnar Þor- steinsson 2. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 20, Jóhann Sigurðsson 17, Guð- mundur Bjömsson 16, Björn Sveinsson 12, Eiríkur Sigurðsson 11, Stefán Friðleifsson 4. w Körfubolti *r . ... jr 1 r ursht Jt Flugleiðadeild: Úrsllt leikja i gærkvöldi: UMFG-Haukar.................78-73 Þór-ÍR................... .80-92 KR-UMFN.....................83-78 ÍS-UMFT.................. 65-84 Vaiur-ÍBK,..................79-91 A-riðill: Njarðvík...20 18 2 1781-1489 36 Grindavík...20 13 7 1620-1482 26 Valur.... 19 10 9 1604-1493 20 Þór.........19 2 17 1461-1786 4 ÍS..........20 1 19 1272-1867 2 B-riöill: Keflavík....19 15 4 1668-1416 30 KR..........20 14 6 1577-1474 28 Haukar......20 11 9 1756-1624 22 ÍR..........20 10 10 1562-1559 20 Tindastóll... 19 4 15 1525-1656 8 • Næsti leikur í Flugleiðadeild- inni er á þriðjudagskvöldið og leika þá Njarðvíkingar og Keflvík- ingar í Njarðvfk kl. 20.00. Á fimmtudagskvöldið eru tveir leikir á dagskrá. Haukar og Valur leika í Hafnarfiröi og Stúdentar og KR leika í Kennaraháskólanum og heflast báðir leikimir kl. 20.00. Keflvíkingar áttu ekki í miklum erfiðleikum með Valsmenn en liðin áttust við í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik að Hlíðarenda í gær- kvöldi. Keflvíkingar sigruðu í leikn- um með 91 stigi gegn 79 en Keflvík- ingar höfðu forystu í hálfleik, 32-50. Keflvíkingar léku mjög vel í fyrri hálfleik og náðu þá góðu forskoti sem Valsmenn náðu ekki að brúa. Vals- menn hafa gefið eftir í leikjum að undanfórnu og lítur allt út fyrir að liðið nái ekki aö tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Keflvíkingar náðu umtalsverðu forskoti en í síðari hálfleik gáfu þeir Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjuiru Haukar eiga nú ekki mikla möguleika á því aö komast í úrsli- takeppnina í körfuknattleik. Grindvíkingar halda áfram sigur- göngu sinni og í gærkvöldi sigraði UMFG liö Hauka í Grindavík með 78 stigum gegn 73. Þar með má segja að Grindvíkingar hafi tryggt aðeins eftir. Valsmenn náðu aðeins að saxa á forskotið. Allt annað var að sjá til Keflvíkinganna í þessum leik en gegn Grindvíkingum á dögun- um. Nú börðust leikmenn af fullum krafti. Matthías Matthíasson bar af leik- mönnum Vals og sýndi sinn besta leik í vetur. Tómas Holton var einnig frískur. Aðrir leikmenn léku undir getu. Falur Harðarson var yflrburða- maður í liði Keflvíkinga, barðist vel í vörninni og skoraði grimmt. Jón Kr. Gíslason stendur ávallt vel fyrir sínu. Hann sér einnig um þjálfun sér réttinn í úrslitakeppnina. Leikurinn var allan tímann spennandi og gífurleg stemning í troöfullu íþróttahúsinu. í síðari hálfleik tóku Grindvíkingar góðan sprett, komust í 11 stiga forskot og sigur þeirra var aldrei í neinni verulegri hættu. Stig UMFG: Guðmundur 27, Rúnar 13, Jón Páll 12, Steinþór 10, liðsins eins og fram hefur komiö og hefur því nóg á sinni könnu. • Góðir dómarar leiksins voru Jón Otti Ólafsson og Leifur Garðarsson. • Stig Vals: Matthías Matthíasson 31, Tómas Holton 18, Arnar Guö- mundsson 8, Bárður Eyþórsson 8, Björn Zoega 4, Ragnar Jónsson 4, Hreinn Þorkelsson 4. • Stig Keflvikinga: Falur Harðar- son 32, Jón Kr. Gíslason 19, Guðjón Skúlason 10, Albert Óskarsson 8, Egill Viðarsson 9, Kristinn Friðriks- son 4, Brynjar Harðarson 4, Einar Einarsson 3. Hjálmar 10, Sveinbjörn 4 og Ólafur 2. Stig Hauka: Pálmar 19, ívar 12, Henning 11, Jón Arnar 11, Ingimar 10, Haraldur 4, Tryggvi 4 og Reynir 2. Sæmilegir dómarar voru Krist- inn Óskarsson og Sigurður Val- geirsson. Körfnknattleikur: Loks tapaði UMFN fyrir KR KR sigraði Njarðvíkinga í Flug- leiðadeildinni í körfuknattleik í íþróttahúsi Hagaskólans í gær. Lokatölur leiksins urðu 83-78 eft- ir að Njarðvíkingar höfðu haft forystu í hálfleik, 34-38. Þetta er fyrsti sigur KR-inga á Njarðvik- ingum í fimm ár. Njarðvíkingar höfðu frum- kvæðið í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik mættu KR-ingar mjög ákveðnir til leiks og um miðjan hálfleikinn náðu þeir forystu í fyrsta skipti í leiknum. KR-ingar héldu fengnum hlut út leikinn. Lokaminútumar voru spennandi en eins áður sagði reyndust KR- ingar sterkari. KR-ingar hafa sýnt mjög góða leiki frá áramótum og til alls vís- ir þegar lengra líður á mótið. Ól- afur Guðmundsson átti góðan sprett í síðari hálfleik. Einnig var Guðni Guðnason góður og þá sérstaklega í síðari hálfleik ásamt Birgi Mikaelssyni. Þess má geta að Ivar Webster kom ekki inn á í síöari hálfieik. Hjá Njarðvíkingum var Teitur Örlygsson bestur. ísak Tómasson haíði sig töluvert í frammi í fyrri hálfleik en datt niður í þeim síð- ari. • William Jones frá Wales og Gunnar Valgeirsson dæmdu leik- inn og gerðu það vel. • Stig KR: Birgir Mikaelsson 19, Guðni Guðnason 18, Ólafur Guðmundsson 17, Matthias Ein- arsson 12, Jóhannes Kristbjöms- son 10, ívar Webster 4, Lárus Valgarðsson 3. • Stig Njarðvíkinga: Teitur Örlygsson 29, ísak Tómasson 18, Helgi Rafnsson 10, Hreiðar Hreið- arsson 10, Friðrik Ragnarsson 7, Friðrik Rúnarsson 4. -JKS Körfuknattleikur: Stúdentar áttu ekki möguleika Tindastóll frá Sauöárkróki gerðu góða ferð suður til Reykja- víkur en í gærkvöldi sigruðu Sauðkrækingar lið Stúdenta með 84 stigum gegn 65. Tindastóls- menn höfðu forystu í hálíleik, 32-46. Leikurinn var eign Tindastóls frá upphafi tii enda. Þurftu þeir engan stórleik að sýna til að leggja Stúdenta aö velli. Lið Tindastóls virðist vaxa með hverjum leik í deildinni. Eyjólfur Sverrisson átti hestan leik Tindastólsmanna en hjá Stúdentum bar mest á Valdimar Guðlaugssyni. • Auödæmdur leikur var í öruggum höndum þeirra Siguröar Vals Halldórs- sonar og Jóns Guömundssonar. Stig Stúdenta: Valdimar Guð- laugsson 20, Bjarni Harðarsson 9, Helgi Gústafsson 8, Heimir Jónsson 8, Jón Júlíusson 8, Þor- steinn Gunnarsson 7, Sólmundur Jónsson 4 og Gísli Pálsson 1. Stig Tindastóls: Eyjólfur Sverr- ísson 32, Valur Ingimundarson 17, Sverrir Sverrisson 15, Harald- ur Leifsson 10, Kári Marísson 8, Bjöm Sigtryggsson 2. -JKS -JKS IIMFG ennþá á siglingu - í gærkvöldi unnu GrindvíMngar Hauka, 78-73

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.