Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fjöískyldudeild FÓSTURHEIMILI ÓSKAST Eitt eða tvö fósturheimili óskast fyrir fjögurra ára þroskaheftan dreng og fyrir eins og hálfs árs dreng með skertan þroska. Upplýsingar gefur Helga Þórólfsdóttir félagsráðgjafi í síma 25500. f ' ' ■ ■ ■ .-... ' SJÚKRANUDD HÖRPU NÝR OG BREYTTUR OPNUNARTÍMI Frá 1 .febrúar n.k. verður stofan opin: Fyrir hádegi Má. - Fö. kl. 09:oo til 13:oo Eftir hádegi Má - Fim. kl. 16:oo til 20:3o og föstudaga frá kl. 14:3o til 18:3o TÍMAPANTANIR í SÍMA 91 - 20560 Harpa Harðardóttir Löggiltur sjúkranuddari Hátúni 6 a (Geymið auglýsinguna) EINSTAKT TÆKIFÆRI NÝJUNG - ARÐBÆRT Starfar þú sjálfstætt? Hyggur þú á sjálfstætt starf? Hefur þú aðstöðu til þess að meðhöndla fólk? Þér stendur til boða tæki sem skilað hefur umtalsverð- um árangri á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, umönnunarstofnunum, s.s. elli- og hjúkrunarheimilum, við endurhæfingarþjálfun o.s.frv. Tækið hentar jafnt fyrir sérþjálfaða sem og ósérþjálfað fólk því allar leiðbeiningar og meðhöndlunaratriði fylgja. Tækið má auðveldlega nota í tengslum við annan rekst- ur, s.s. nuddstofur, sjúkraþjálfun, sólstofur, snyrtistofur, svo eitthvað sé nefnt. Kynningarfundur verður haldinn 11. febrúar í Reykjavík á Hótel Sögu, 2. hæð, með fulltrúa framleiðanda. Þeir aðilar sem hafa áhuga á því að vera með á kynn- ingunni 11. febrúar eru beðnir um að hafa samband við auglýsingadeild DV í sima 27022, H-25000, fyrir 8. febrúar. Vilt þú spara fyrir þig og þitt fyrirtæki? Sértilboð á prentborðum. VI s Ui s IAI o Alm. verð. Okkar verð. micraline 795,- 690,- 895,- 570,- NEC 644,- 560,- EPSON 421,- 329,- Apple’ 650,- 370,- # CITIZEN 550,- 460,- TÖLVU VQRUR HUGBÚNAÐUfí SKRIFSTOFUTÆKI SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91 687175 Fréttir -A ■ ■ Gerilsneyðingartækin, sem nýlega voru fjarlægð úr Mjólkurstöðinni á Djúpavogi, eru svo til ný. Þau verða sett upp á Höfn. DV-myndir Sigurður Djúpivogur: Pökkunarvélin, búin að gegna sinu hlutverki eystra, á leið út úr hús- næði Mjólkurstöðvarinnar. Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogi: Stjórn KASK, kaupfélags Austur- Skaftafellssýslu, tók ákvörðun um það á sínum tíma aö loka Mjólkur- stöðinni á Djúpavogi og skýrt hefur verið frá hér í DV. Er varla ofmælt að þessi ráðstöfun hefur valdið óánægju fólks hér á staðnum. Lengstum hafa þrír menn haft at- vinnu sína af stöðinni en við þessa lokun urðu tveir frá að hverfa. Mjólkurbílstjórinn heldur áfram störfum. Fyrstu daga hins nýbyrjaða árs unnu menn við að losa um hin ýmsu tæki í húsinu. Gerilsneyöingartæki stöðvarinnar fyrir mjólk og ijóma eru svo til ný og munu þau verða sett upp í mjólkursamlaginu á Höfn í Hornaflrði en samsvarandi tæki þar eru næstum 30 ára gömul eða frá því um 1960. Verið er að huga að því um þessar mundir hvemig best sé að nýta fyrrum húsnæði Mjólkurstöðv- arinnar og mun ýmislegt koma þar til greina. Búið er að skipta mjólkursvæðinu sem frá gamalli tíð hefur verið frá Kambanesi að Eystrahomi. Nú er skiptingin um Streiti í Breiödals- hreppi þannig að öll mjólk frá Breið- dalsvík fer upp í Egilsstaði og þaðan fá Breiðdælingar sína neyslumjólk en Berflrðingar og Álftfirðingar fara með sína mjólk á Höfn og þaðan kem- ur svo neyslumjólk fyrir þau byggð- arlög og Djúpavog. Selfoss: Uppsagnir hjá Sláturfélaginu Eegína Thoraxensen, DV, Selfosá: Alltaf er veriö að segja upp fólki hjá Sláturfélagi Suðurlands hér á Selfossi. Að. sögn HaUdórs Guð- mundssonar sláturhússtjóra hefur svo að segja engin kjötsala verið hjá Sláturfélaginu síðan sláturtíð lauk en þá var talsverð sala á kjöt- i.KÁ hefur selt mikið af O-kjöti frá þvi sláturtíð lauk og eru margir hér vel birgir af lambakjöti nú. Halldór sláturhússtjóri segir að hráefni vanti, t.d. vambir. Kjöt er bara úrbeinað i sláturhúsinu en siðan allt sent suður til Reykjavík- ur. Halldór hefúr unnið hjá SS í 32 ár og tekur þaö nærri sér að segja upp sínu fóiki. Fimmtíu ár frá skiptingu Vindhælishrepps hins forna - Afmælis Skagastrandar verður minnst í sumar eða Skagastrandar, eins og hann er nefndur í daglegu tali, verður haldið hátíðlegt með ýmsu móti, meðal ann- ars með afmælishátíö, sem veröur dagana 27.-29. júlí í sumar. Þá hefur verið ákveðið að gefa út bók um sögu Skagahrepps og hefur Bjarni Guö- marsson unnið að því verki. Það er komið vel á veg. Auglýst hefur verið eftir gömlum ljósmyndum af Skaga- strönd og Skagstrendingum. Það kom sér vel, þegar Guðmundur Kr. Guðnason, sem nú er nýlátinn, af- henti Höfðahreppi á síðasta vetri all- margar myndir úr safni sínu. Vindhælishreppur hinn forni náöi yfir svæðið frá Núpi í Laxárdal að Ásbúðum á Skaga. Frá l.janúar 1939 hefur Höfðahreppur náð yfir kaup- túnið Skagaströnd, Skagahreppur yfir svæðið norðan Skagastrandar að Ásbúðum og Vindhælishreppur innan Skagastrandar að Núpi í Lax- árdal. Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Það voru tímamót í sögu Skag- strendinga þegar nýtt ár gekk í garð. Á nýársdag voru einmitt liðin 50 ár frá því að Vindhælishreppi hinum forna var skipt í þrjú sveitarfélög, - Höfðahrepp, Skagahrepp og Vind- hælishrepp. Fimmtíu ára afmæh Höfðahrepps Yfirlitsmynd frá Skagaströnd. mynd KU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.