Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. Spumingin Lesendur Frímann Ásgeirsson, á milli starfa: Ég vona þaö besta fyrir Jóhanns hönd eins og allir en það eru lítlar líkur á að hann vmni. Grétar M. Sigurðsson verkamaður: Ég býst við að Karpov vinni en mér finnst Jóhann samt eiga sjens í hann. Axel Ólafsson iðnnemi: Ég hef engan áhuga á skák og fylgist ekkert með fréttum af þessu einvigi milli þeirra. Guðríður Þórðardóttir nemi: Eg vona bara innilega að Jóhanni takist að vinna. Hverju viltu spá um úrslit viðureignar Jóhanns Hjartarsonar og Karpovs í Seattle? Þorbjörn Eiríksson trésmiður: Karpov er sterkur, það er öruggt. En ég á von á því að okkar maður geti hangið í honum. Þórir Konráðsson bakari: Því er vandsvarað. Karpov vinnur senni- lega en ég vona að það verði mjótt á mununum. Flying Tigers og fragtin: Taugatitringur Tímans Keflvíkingur hringdi: Ég var að lesa í Tímanum í morgun (25. jan.). Á forsíðu hans er slegið upp með stríðsletri fyrirsögninni „Flying Tigers tekur fragt frá okkur“. Síðan er þess getiö neðan undir fyrirsögn- inni að Flugleiðir og Arnarflug segist hafa áhyggjur af samkeppni viö þetta bandaríska flugfélag og vart hafi orð- ið samdráttar hjá báðum flugfélög- unum í vöruflutningum. Þegar ég fór svo að lesa þessa frétt nánar, þar sem til hennar var vísað, á bls. 5, sá ég lítil merki þess að full- trúar þeir sem rætt var við hjá ís- lensku flugfélögunum hefðu miklar áhyggjur, a.m.k. enn sem komið væri. Viðmælandi blaðsins hjá Arnar- flugi sagðist einmitt alls ekki geta séð að Flying Tigers hefðu dregið nokk- urn hlut úr vöruflutningum síns flugfélags. - Fulltrúi vöruflutninga- deildar Flugleiða sagði að enn væri ekki merkjanlegt að Flyging Tigers Engin merki þess að Flying Tigers séu að gleypa vöruflutninga í flugi til og frá landinu, segir hér m.a. hefðu tekið flutninga frá hans félagi. Hann sagði hins vegar að svo gæti farið að Flugleiðir fyndu fyrir sam- keppninni þegar fram liðu stundir og fyrirætlanir hins erlenda félags yrðu betur Ijósar. Eftir lestur greinarinnar í Tíman- um rak mig í rogastans að blaðið skyldi birta slíka fyrirsögn á forsíðu og bæta svo 'um betur á bls. 5, þar sem meginefni fréttarinnar er, með því að setja þar stórorða fyrirsögn undir myndatexta þar sem segir að íslenskir flugrekstraraðilar séu áhyggjufullir um að Flying Tigers munu leggja undir sig vöruflutninga með flugi milh íslands og Evrópu og innan gæsalappa „Gætu gleypt þetta þegar þeim sýnist". Eg get ekki betur séð en hér sé verið að gera úlfalda úr mýflugu eins og oft áður. Ég held aö engin ástæða sé til að óttast svona nokkuð. Reynsl- an sýnir að íslendingar vilja skipta við íslensk flugfélög þótt nóg fram- boð sé hjá erlendum félögum. Það væri viturlegra að íjölmiðlar hér sæju sig um hönd og hvettu til sam- stöðu um að fljúga með þeim ís- lensku en ekki hinum erlendu og nota vörurými okkar flugvéla. Ég hef engar áhyggjur af starfsemi íslensku flugfélaganna tveggja ef þeim er búin jöfn aðstaða og ráða- menn styðja starfsemi þeirra beggja og flárfestingar þegar að kreppir vegna hins geysiháa flármagns- kostnaöar sem alltaf fylgir flugstarf- seminni, einkum viö endumýjun á farkostunum sjálfum. KjöHðn - ekki matreiðsla Kjötiðnaðarmaður hringdi: Þann 24. jan. sl. var þáttur um matargerðarlist sýndur í Ríkissjón- varpinu. Ekkert er athugavert við það þótt matreiðslumenn sýni listir sínar. Athugasemd mín við þennan' þátt er samt sú að matreiðslumenn geta ekki leyft sér að fara inn á fag- leg verksvið annarra fagmanna. Eg er hér í þessu sambandi að tala um sýnikennslu í úrbeiningu kjöts frammi fyrir alþjóð. Viö kjötiðnaðarmenn höfum ekki ennþá amast opinberlega við mat- reiðslumönnum vegna yfirgangs þeirra á okkar verksviði. En þegar þeir leyfa sér að vera með opinbera sýnikennslu í fagi okkar er mælirinn fullur, að ekki sé minnst á þau hryll- ings vinnubrögð sem þama voru sýnd og voru flarri allri faglegri kunnáttu. Mínu máli til rökstuðnings bendi ég á að við hringjum ekki í trésmið til þess að lagfæra símann hjá okkur - heldur símvirkja. Að endingu bið ég matreiðslumenn að halda sig við súpusleifina sína í eldhúsinu. Þar er þeirra staður, enda eru þeir til þess menntaðir. Borgaraílokkur bjargar engu: Danskur sérfræðingur leiðbeinir isienskum í kjötvinnslu. Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins (t.h.), ásamt Benedikt Bogasyni alþm. flokksins. - Vega ráðherrastólar þungt í viðræðum um stjórnarþátt- töku? Kosningar strax Katrín hringdi: Mig langar til að taka undir með Helga Ólafssyni sem skrifar í les- endadálk DV í gær (25. jan.) og segir blátt áfram að stjórnin sé fallin, eftir að úrslit úr tveimur skoðanakönn- unum birtust nýlega og sýna að fólk hefur misst tiltrú á ríkisstjórnina. Það jók svo ekki álit mitt á stöðu mála í stjórnmálum að hlusta á Júl- íus Sólnes, núverandi formann Borg- araflokksins, í viðtali viö fréttamenn Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar var þess- um blessuðum manni í bókstaflegri merkingu flækt fram og aftur í rök- leysum sínum við spurningum fréttamannanna, svo að ekki stóð steinn yfir steini í svörum hans. Hann vildi augljóslega gera allt til þess eins að komast í ráðherrastól. Hann sagði að afnám matarskattar- ins félli undir langtímaplan þeirra Borgaraflokksmanna og honum þætti gott, ef eitthvað af áformum flokksins kæmist í gegn á „svona nokkrum árurn". Ég sé ekki betur en formaður Borgarflokksins sé til- búinn til að kaupa ráðherrastól næstum hvaða verði sem er! Ég sé heldur ekki að núverandi rík- isstjórn hafi nokkurt umboð til að leika sér að flöreggi þjóðarinnar með þeim hætti sem hún virðist ætla að gera núna - aö framlengja líf sitt með hálfkveðnum vísum og loforðum og draga vesælan og sundraðan Borg- araflokkinn á asnaeyrunum vegna þess aö þar finnast þingmenn sem sjá ráðherrastóla í hillingum. Ef ekki verður tekið tillit til skoð- anakannanna og þess vilja þorra kjósenda aö rjúfa þing og efna til kosninga eins fljótt og auðið er, hlýt- ur forseti að leggja til við forsætis- ráðherra að svo verði gert. Það er ekkert framundan hér með þessa ósamstæðu stjórnarflokka í ríkis- stjórn, annað en að freista þess að mynda stjórn meö Sjálfstæðisflokki, Kvennalista og einhverjum þriðja flokki og framkvæma niðurfærslu- leiðina sem fyrstu og jafnvel einu aðgerð til að bjarga atvinnulífinu, rekstri þess og vinnumarkaði frá stöðvun og landlægu atvinnuleysi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.