Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. Iþróttir „Pebble Beach National Pro Am“ í golfi: „Þessi sigur var bara fyrir pabba“ - Mark O’Meara sigraði á síðustu holunni Bandaríski kylfmgurinn Mark O’Meara vann glæsilegan sigur á „Pebble Beach National Pro Am“ stórmótinu í golfi í Kaliforníu í nótt. Úrslitin réöust ekki fyrr en á síðustu sentímetrunum á síöustu holunni. Mark O’Meara púttaði þá í holuna af fimm metra færi og lék holuna þar meö á höggi undir pari. Samtals lék O’Meara á 277 höggum, 11 höggum undir pari vallarins, en Tom Kite kom næstur á 278 höggum. Hann heföi einnig getað leikið á 277 högg- um eins og O’Meara en til þess þurfti hann aö setja niður um 10 metra pútt á síðustu holunni. Það tókst ekki og O’Meara tryggði sér sigurinn. Jafnir á 280 höggum voru Sandy Lyle, Nick Price og Jim Carter. Þeir Steve Jones, Lanny Wadkins, Hal Sutton og'Steve Pate léku allir á 281 höggi. Fyrir sigurinn fékk Mark O’Meara um 5 milljónir króna þannig að hann hefur líklega haft efni á að gefa fóður sínum sæmilega afmælisgjöf en hann átti afmæli í gær. „Ég fékk næstum því hjartaáfall þegar ég sá kúluna detta í holuna á síðustu ílötinni," sagði O’Meara hlæjandi eftir sigur- inn og bætti við: „Annars var þessi sigur bara fyrir pabba.“ -SK • Mark O’Meara fagnar púttinu glæsilega í nótt sem tryggði honum sigurinn nauma. Símamynd Reuter • Ivan Lendl frá Tékkóslóvakiu vann mikinn yfir- burðasigur á opna ástralska meist- aramótinu i tennis og sést hér með sigurlaunin. Auk þeirra tékk hann rúmar 7 milljónir króna. Simamynd Reuter Handknattleikur: Tveir sigrar Ármanns á Þórsurum nyrðra - í 2. deild og bikarkeppninni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ármenningarunnu tvo sigra á Þór á Akureyri um helgina, í fyrra skipt- iö í leik liðanna í 2. deild og síðan í gær er liðin léku í bikarkeppni HSÍ. Úrslit leiksins í 2. deild uröu 23-20 fyrir Ármann eftir að glímufélagið hafði leitt í hálfleik, 10-8. Hannes Leifsson var atkvæðamestur Ár- menninga með 8 mörk en hjá Þór voru markahæstir Sævar Árnason og Kristinn Hreinsson með 5 mörk hvor. í bikarleiknum í gær vann Ár- mann, 25-20, eftir að hafa haft yflr, 12-5, í leikhléi. Nú var Haukur Ólafs- son markahæstur Ármenninga með 6 mörk en Páll Gíslason, Sævar Árnason og Rúnar Sigtryggsson allir með 5 mörk fyrir Þór. • Staðan eftir leik Þórs og Ármanns er þannig: HK..........12 10 1 1 316-240 21 Haukar......12 8 2 2 298-242 18 ÍR............11 8 1 2 283-213 17 Ármann........12 7 1 4 289-280 15 Njarðvík......11 5 1 5 278-264 11 Selfoss.......11 5 0 6 279-275 10 Þór...........13 4 0 9 261-324 8 Keflavík......12 3 0 9 258-292 6 Aftureld.....11 3 0 8 254-283 6 ÍH...........11 2 0 9 208-301 4 Opna ástralska meistaramótið í tennis: Lendl og Graf í sérflokki - sigruðu með miklum yfirburðum „Að vinna opna ástralska meistaramótið er nokkuð sem mig hefur lengi langað tfl. Ég og þjálfarinn minn höfrnn stefiit að þessu síðan áriö 1985. Ég mun ekki fara að hugsa til næsta móts fyrr en ég hef náð þessu mikla brosi af andlitinu á mér. Það verður eftír nokkra mánuöi.“ Þetta sagði Tékkinn Ivan Lendl eftir aö hann haíöi sigrað landa sinn, Miroslav Mecir, en þvi lauk um helgina. Fyrir sigurinn fékk Lendl dágóða upphæð eða rúmar 7,miUjónir íslenskra króna. Lendl hafði mikla yfirburði gegn Mecir sem átti í miklum vandræð- um með uppgjafirnar. Lendl sigr- aði 6-2, 6-2 og 6-2. Mecír var rólegur aö vanda eftir tapiö og sagði. „Ég átti f miklum erflöleikum með uppgjafirnar og það er nokkuö sera ég hef ekki þurft aö hafa áhyggjur af í mörg ár. En lífið heldur áfiram, jafnvel þótt maður tapi leik sem _ þessum." Lendl sagöi um Mecir: „Ég hef ekki séö svona lélegar uppgjafir hjá Mecir i mjög langan tíma.“ Þess raá geta að Mecir hefur stað- iö einn í baráttunni síðustu flögur árin og hefur engan þjálfara. Yfirburðír Steffi Graf gegn Helenu Sukovu Vestur-þýska stúlkan Steffl Graf lék til úrslita í einliðaleik kvenna gegn Helenu Sukovu frá Tékkósló- vakiu. Graf sigraði næsta auöveld- lega, 6-4 og 6-4. Það var einmitt Helena Sukova sem sló Martinu Navratilovu út í undanúrslitunum en Graf sigraöi þá Gabrielu Sabat- ini. Tékkar geta vel við sinn hluit unað. Þeir áttu þrjá tennisleikara af fjórum í úrslitaleikjunum. -SK með að tryggja sér sigurinn á opna ástralska meistaramótinu i tennis. í úrslitaleik lék Graf gegn Helenu Sukovu trá Tékkóslóvakfu og vann 6-4 og 6-4. Hér sést Steffi Graf með verðlaunagripinn glæsilega en hun hefur verið algerlega ósigrandi á tennisvellinum í lar.gan tíma. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.