Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti. 11 ■ Verslun Vetrarhjólbarðar. Hankook frá Kóreu. Gæðahjólbarðar. Mjög lágt verð. Snöggar hjólbarðaskiptingar. Barðinn hf., Skútuvogi 2, Reykjavík. Símar 30501 og 84844. ■ BOar til sölu Daihatsu 1000 Cab Van 4x4 '85 til sölu, háþekja, nvupptekin vél. Uppl. í síma 91-614207 ög 985-24610. Pajero ’87, langur, til sölu, ekinn 55.000 km. Verð 1.450 þús. kr. Uppl. í síma 91-53222 eftir kl. 17. • GMC p/U 4x4 77, allur uppgerður, hörkubíll. • Chevrolet Blazer K-5 ’82, 6,21 dísil, ekinn 73 þús, mílur. • Nissan Patrol P/U ’86, ekinn 70 þús., álpallur, laus skjólborð. • Chevrolet Van 30 ’83, 6,21 disil, ek- inn 112 þús. Uppl. gefur Bílasalan Tún, Höfðatúni 10, sími 91-622177. Opið manud: til laugd. 10-19. Chevrolet Suburban ’80 seria 20, 9 manna, 4ra gíra, beinskiptur, 350 vél, ekinn 67 þús. mílur, veltistýri, afl- bremsur, mikið yfirfarinn, m.a. nýjar íjaðrir, demparar, bremsur o.m.fl. Sími getur fvlgt, verð 750 800 þús. Uppl. í síma 91-641420 og e.kl. 20 í síma 44731. Benz 1313 73, endurb. ’83, 37 sæti, til sölu. einnig Volvo F6 '81, 34 sæti, uppt. vél, skipti möguleg. Á sama stað er ný JR tölvuvinda til sölu. Uppl. í síma 91-83628 og 985-27098. Volvo F-609 79 til sölu, með lyftu. Uppl. í síma 985-23068 og 91-611169 á kvöldin. Fjallabill. Til solu Ford Bronco 74, 8 cyl., dísil, 4ra gíra, 44" mudder, allur yfirfarinn, verð 650-700 þús. Uppl. í síma 91-670008. Ford F 250 Custom árg. 1979 til sölu, vél 460 cub., 40" Funny Country o.fl. o.fl. o.fl. UppL á Bílasölu Brynleifs, Vatnsnesvegi 29, Keflavík, milli kl. 10 og 19, símar 92-14888 og 92-15488. Nissan Sunny 1,3 ’87 til sölu. Uppl. í' síma 91-44288 og 44608 eftir kl. 19. ■ Þjónusta Smókingaleiga. Höfum til leigu allar stærðir smókinga við öll tækifæri, skyrta, lindi og slaufa fylgja. Efna- laugin, Nóatúni 17, sími 91-16199. Gröfuþjónusta, simi 985-25007. Til leigu í öll verk Cat. 428 traktors- grafa. Höfum einnig vörubíl. Leitið tilboða. Kvöldsími 91-21602 og 641557. Hönnunarstofa Maríu Lovísu Smiðjuvegi 4-c Kópavogi Ég sérhanna fermingarfötin og hátióa- klæðnaðinn. Hönnunarstofa Maríu Lovísu, sími 42999 og 652443. Húsaeinangrun hf. Að blása steinull ofan á loft/þakplötur og í holrúm er auðveld aðferð til að einangra án þess að rífa klæðningar. Steinullin er mjög góð einangrun, vatnsvarin og eldþol- in, auk góðrar hljóðeinangrunar. Veitum þjónustu um land ailt. Húsa- einangrunin hf., símar 91-22866/82643. Vélaleiga Arnars. Tökum að okkur snjómokstur fyrir húsfélög og fyrir- tæki á öllum tímum sólarhrings. Uppl. í síma 985-27673,985-27674 og 91-46419. ■ Ymislegt íþróttasalir til leigu við Gullinbrú. Við bjóðum tíma fyrir knattspyrnu, handknattleik, bíak, badminton, körfubolta, skalíatennis o.fl. Gufubað og tækjasalur fylgja. Einnig er hægt að fara í borðtennis og billjarð (12 feta nýtt borð) fyrir og eftir æfingatíma eða tefla og spila. Upplagður klúbbur fyrir starfsfélaga eða kunningjahóp að hittast 1-2 skipti í viku. Uppl. á daginn í s. 641144 eða á kvöldin og um helgar í s. 672270. Plymouth Voyager SE ’86 til sölu, 4 cyk, 2,6 vél, sjálfskiptur, vökvastýri, skráður 7 manna. Fallegur og skemmtilegur bíll. Uppl. í síma 91-45282. Suzuki Fox 413, árg. ’87, til sölu, upp- hækkaður, 33 " dekk + álfelgur. Uppl. í síma 91-42627 eftir kl. 19. Tek að mér snjómokstur, vinn á kvöld- in, nóttunni og um helgar, tek einnig að mér alla almenna gröfuvinnu. Uppl. í síma 91-40579 og bílas. 985-28345. Fréttir Ósætti í stúdentaráði: Óbreytt stjórn þrátt fyrir riftun málefnasamnings „Þessi tillaga Vökumanna á fundi stúdentaráðs 26. þessa mánaðar var eiginlega dropinn sem fyllti mæl- inn,“ sagði Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Röskvu. „Með flutningi þessarar tillögu var sýnt að Vöku- menn ætluðu ekki að styðja bráða- birgðaálit vinnuhópsins sem menntamálaráðherra skipaði til að vinna að úrbótum í lánamálum stúd- enta. Að okkar mati er þetta heildar- samkomulag og því ekki hægt að breyta einstökum liðum þess.“ Á fundinum báru Vökumenn fram ályktun þess efnis að gengið yrði til atkvæða um tillögu sem fæli í sér breytingu á öðrum lið bráðabirgða- áhtsins. í þeim lið er gert ráð fyrir að framfærsla námsmanna hækki í áfongum á tímabilinu 1. mars 1989 til 1. janúar 1990. Jafnframt því verði tekjumarkið hækkað úr 35% í 50% þann 1. september næstkomandi. Til- laga Vökumanna fól í sér að þegar tekjumarkið yrði hækkað í septemb- er væri jafnframt öll hækkunin kom- in til framkvæmda. „Að því er ég best veit er Vaka eini aðihnn í allri námsmannahreyfmg- unni sem tekið hefur þessa afstöðu. Með flutningi hennar vildu Vöku- menn loka fyrir framgang málsins og því bárum við fram vantraust á stjómina en hún er eingöngu skipuð Vökumönnum. Sú tillaga var felld á jöfnum atkvæöum og því lýstum við því yfir að málefnasamningurinn væri ekki lengur í gildi,” sagði Ingi- björg. „Eingöngu tylliástæða" Sveinn Andri Sveinsson er formað- ur stúdentaráðs og stóð að flutningi umræddrar tillögu. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta upphiaup Röskvu byggt á miklum misskilningi og eingöngu tylhástæða. Bráða- birgðaálitið hefði verið samþykkt því að ekki voru allir Vökumenn and- snúnir 2. lið og ætlaði því hluti þeirra að sitja hjá. Staðan hefur ekkert breyst núna þrátt fyrir formlega rift- un málefnasamningsins. Röskva hef- ur verið í stjórnarandstöðu í allan vetur og verið erfið í samstarfi.” í stúdentaráði hefur hvor fylking um sig 15 fulltrúa. Með málefna- samningnum var verkum skipt þannig að Vaka sér alfarið um stjórn- ina en Röskva hefur fulltrúann í lánasjóðnum og þrjá fuhtrúa í Fé- lagsstofnun. Báðar fylkingar bera þá sögu aö samstarfið sé erfitt-og mál- efnasamningurinn oft brotinn. Hins vegar er staðan nú þannig að störf hvors aðila um sig halda áfram en þá án samráðs. Þar sem valdahlut- föllin eru jöfn getur hvorug fylkingin fellt hina og því situr allt við það sama, að minnsta kosti fram að kosn- ingum í vor. -JJ Brunabót - Samvinnutryggingar: Laqabreytinga ekki þörf „Það stendur ekki til að sameina Brunabótafélag íslands og Sam- vinnutryggingar. Hvorugt fyrirtækj- anna verður lagt niður, heldur verð- ur stofnað þriðja fyrirtækið sem verður samstarfsvettvangur Bruna- bótafélagsins og Samvinnutrygg- inga,“ segir Guðmundur Bjarnason tryggingamálaráðherra um fyrir- hugaða samvinnu tryggingafyrir- tækjanna og segir ekki þurfa laga- breytingu til þess. Ráðherra og forsvarsmenn fyrir- tækjanna leggja áherslu á að hér sé um samstarf að ræða en ekki samein- ingu. í reynd munu fyrirtækin í framtíðinni starfa sem eitt, enda til samvinnunnar stofnað með hagræð- ingu í huga. Ingi R. Helgason, forstjóri Bruna- bótafélagsins, segir þriðja fyrirtækið verða í eigu Brunabótafélagsins og Samvinnutrygginga og þannig sé hægt að samnýta húsnæði og tölvu- kerfi félaganna. Nýja fyrirtækið fari einnig undir’sameiginlega yfirstjórn. Efasemdir hafa komið upp í full- trúaráði Brunabótafélagsins um ágæti sameiningarinnar og er borið við lögum um félagið. Til stóð að ráð- ið fundaði um helgina en veður hamlaði fundahöldum. Ingi R. sagði það ekki alveg ljóst hvaða vald fullrúaráðið hefði til að hlutast til um samvinnuáform for- svarsmanna Brunabótafélagsins en taldi mikilvægt að ráðið veitti stuðn- ing sinn. -pv Er slokknað á rauða Ijósinu? Fundaherferð þeirra Jóns Bald- vins Hannibalssonar og Ólafs Ragn- ars Grímssonar á rauöu ljósi hefur verið frestað og er óvíst að af síðustu fjórum fundunum verði. Að sögn Ámunda Ámundasonar, umboðsmanns og skipuleggjanda fundanna, varð að fresta fundi á laugardaginn í Hafnarfirði vegna veðurs. Þá voru eftir fundir í Vest- mannaeyjum, á Höfn í Hornafirði og á Siglufirði. Þeim hefur verið frestað og hefur ekki verið ákveðið hvenær eða hvort af þeim verður. „Það er ekki rétt að fundaherferð- inni sé lokið, fundunum er fyrst og fremst frestað vegna veðurs,” sagði Ámundi en almenn óánægja var með fundina í báðum A-flokkunum og höfðu heyrst háværar raddir þaðan um að hætt yrði við þá.-Fundirnir áttu að vera 9 í allt en fimm þeirra var lokið. Að sögn Ámunda þá verð- ur mjög erfitt að finna nýjan tíma fyrir fundina vegna þess að Alþingi er að hefja aftur störf sín. -SMJ Norskt loðnuskip sökk: Áhöfn bjargað með þyrlum Norska loðnuskipið Polar Bars sökk fullhlaðið loðnu þar sem þaö var á leið sinni af íslandsmiðum til Noregs eftir hádegi í gær. Tilkynning barst um leka í skipinu um hádegi í gær og um tvöleytið til- kynning um að skipverjar, tólf að tölu, væru á leið í gúmmíbjörgunar- bát með miöunartækjum. Þyrlur lögðu af stað frá Bodö í Noregi en þaðan voru um 200 mílur að strand- stað. Náöu þyrlurnar að bjarga áhöfninni heilli á húfi. Polar Bars lagði af stað frá miðunum við ísland á föstudagskvöld en náði ekki lengra enhálfaleiöheim. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.