Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. 27 Iþróttir • Carl Lewis sést hér sigra í langstökkinu í Houston um helgina. Lewis stökk 8,15 metra. Símamynd Reuter Naumur sigur Carls Lewis í langstökki - á innanhússmóti í frjálsum í Bandaríkjunum Hraðlestrarnámskeið Vilt þú lesa meira en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú læra meira en hefur ekki nægan tíma? Lausn á þess- um vandamálum færðu með því að margfalda lestrar- hraða þinn en það getur þú lært á hraðlestrarnámske- iði. Næsta námskeið hefst 7. febrúar nk. Síðast kom- ust færri að en vildu svo að þú skalt skrá þig tíman- lega. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. Hraðlestrarskólinn Pro Golf Til sölu í fyrsta sinn á íslandi Pro Golf tölvan (18 holur). Verö kr. 6.000,- Sendum í póstkröfu um allt land. ARP SF. Pantanir í síma 92-11142 og 92-11559 eftirkl. 16. ÞÍÐA ERLENDIS - FROST Á ÍSLANDI ÞVÍ VÍGBÚUMST VIÐ í ÞÍÐUNNI? Kvennalistinn boðar því til fundar á HÓTEL BORG - MÁNUDAGINN 30. JANÚAR KL. 17 þar sem Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Ástgeirs- dóttir flytja stutt ávörp. Auk þess hefur forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og samgönguráðherra verið boðið að sitja fyrir svörum. Fundarstjóri verður Elín G. Ólafsdóttir. Carl Lewis keppti í fyrsta skipti á móti í frjálsum íþróttum um helgina frá því aö ólympíuleikunum í Seoul lauk. Lewis keppti á móti innanhúss í Houston í Bandaríkjunum og sigr- aði aö vanda í langstökki. Hann stökk 8,15 metra en landi hans, Leroy Burrell, stökk 8,08 metra. Þetta þykir ekki merkilegur árang- ur þegar Carl Lewis á í hlut. Lewis hefur ekki stokkið svo stutt síðan í september árið 1981 en þá tókst hon- um ekki aö stökkva yfir 8,20 metra. Þrátt fyrir stökklengdina var Lewis ánægður með sigurinn og sagðist vera ánægður með árangurinn mið- að við árstíma. • Greg Forster sigraði í 55 metra grindahlaupi karla á 6,99 sekúndum. Cletus Clark varð annar á 7,08 sek- úndum. • Jackie Joyner Kersee virðist vera algerlega ósigrandi í grinda- hlaupi kvenna. Á mótinu sigraði hún í 55 metra grindahlaupi á 7,46 sek- úndum og hafði mikla yfirburði. Önnur varð Dawn Bowles á 8,07 sek- úndum. • í hástökki karla sigraði Jim Howard og stökk 2,28 metra. Sömu hæð en í fleiri tilraunum stökk Jake Jacoby. • Á stórmóti innanhúss í Frakk- landi um helgina sigraði hollenska stúlkan Nellie Cooman í 60 metra hlaupi á 7,20 sekúndum. Lilian Allen frá Kúbu varð önnur á 7,25 sekúnd- um og Merlene Ottey frá Jamaíka þriðja á 7,26 sekúndum. • Andres Simon frá Kúbu vann mjög óvæntan sigur í 60 metra hlaupi karla. Hann fékk tímann 6,62 sek- úndur sem er frábær tími. Annar varð Ronald Desruelles frá Belgíu á 6,68 sekúndum og á sama tíma var Kúbumaðurinn Ricardo Chacon. -SK Islandsmeistarar Breiðabliks i knattspyrnu kvenna innanhúss en mótinu lauk um helgina. UBK komst í úrslit ásamt Val og KR. Úrslit í leikjunum í úrslitum: Valur-KR 3-1, UBK-Valur 5-5 og UBK-KR 3-0. Með íslands- meisturunum á myndinni er Jón Þórir Jónsson þjálfari. DV-mynd HHson Dæmi um verð Áður Nú Kakibuxur no. 26-32 1.560 950 Bolir 700 400 Akrýlpeysur 1.300 500 Barnaskvrtur 1.200 400 Flannelsskyrtur (s) 1.200 400 Gallajakkar 2.400 1.500 Bómullarkjólar 1.500 500 röndóttir Og fleira og fleira. SKÖLAVÖRÐUSTÍG V2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.