Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. íþróttir DV B-keppnin í handknattleik hefst í Frakklandi 15. febrúar: Kemst Island í úrslit á stórmóti í 11. sinn? sextán þjóðir berjast um sex sæti í A-keppninni í Tékkóslóvakíu Senn líður að því að B-heimsmeist- arakeppnin í handknattleik hefjist í Frakldandi, nánar tiitekið þann 15. febrúar. Þar ræðst hvort ísland vinn- ur sér sæti í 'A-keppninni sem háð verður í Tékkóslóvakíu á næsta ári eða situr um kyrrt sem B-þjóð næstu árin. Náist þetta markmið, með því að íslenska landsliðið verði í einu sex efstu sætanna, verður það í 11. skipt- ið sem íslendingar eiga lið í úrslitum stórmótanna tveggja, heimsmeist- arakeppni og ólympíuleika. Sjö sinn- um hafa íslendingar leikið í úrslitum HM eða A-keppni og þrívegis á ólympíuleikum, en frá 1972 hefur handknattleikskeppnin þar verið tengd heimsmeistarakeppninni. Þrívegis sjötta sæti Eins og sjá má hér til hliðar hafa íslendingar best náð 6. sæti á þessum stórmótum. Það var á heimsmeist- aramótinu í Vestur-Þýskalandi 1961, ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 og heimsmeistaramótinu í Sviss 1986. Áttunda sætið í Seoul síðasta haust er síðan fjórði besti árangurinn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr! íslendingar komust í þrjú fyrstu heimsmeistaramótin án undan- keppni enda handknattleikurinn þá lítt orðinn útbreiddur. Sextán þjóðir léku í Magdeburg 1958 en aðeins tólf voru með í Vestur-Þýskalandi 1961. Þar unnu íslendingar sigur á Sviss- lendingum og Frökkum og gerðu jafntefli við Tékka en töpuðu fyrir Dönum í úrslitaleik um 6. sætið. Oft í undankeppni íslendingar þurftu að leika gegn Júgóslövum og Luxemburgarmönn- um um sæti í heimsmeistarakeppn- inni 1967 og beið lægri hiut gegn Jú- góslövum. Hins vegar komst íslenska liðið í gegnum undankeppni fyrir heimsmeistaramótin 1970 og 1974 og fyrir ólympíuleikana 1972. Því tókst ekki að tryggja sér sæti á ólympíu- leikunum í Montreal 1976, komst til Danmerkur 1978 en sat síðan sem fastast í B-keppni fyrir mótin 1980 og 1982. Það sama var uppi á teningn- um fyrir leikana í Los Angeles 1984, íslendingar urðu aðeins í 7. sæti B- keppninnar árið áður. En þá neituöu flestar Austur-Evrópuþjóðanna að taka þátt í leikunum og það endaði með því að íslenska landsliðinu var boðið þangað. Framhaldið þekkja flestir, 6. sæti þar, 6. sæti í Sviss 1986 og þar með frímiði á ólympíuleikana í Seoul. Þar var íslenska hðið einu , mmmummmmmmmmmm ‘■■BIIBBBBSmaS Jjjjjji jj _ _iniiii m»wamm§.mmmmmwm mmumumm sæti frá því að komast beint til Tékkóslóvakíu eins og frægt er. Sextán þjóðir um sex sæti í Frakklandi leika 16 þjóðir um 6 sæti í A-keppninni í Tékkóslóvakíu og er þeim skipt í fjóra riðla. í A- riðli eru Pólverjar, Danir, Kúbu- menn og Egyptar, í B-riðli Spánverj- ar, Frakkar, Austurríkismenn og Brasilíumenn, í C-riðli íslendingar, Rúmenar, Búlgarar og Kuwaitmenn og í D-riðli Vestur-Þjóðverjar, Sviss- lendingar, Norðmenn og Hollending- ar. Keppnisfyrirkomulag er á þá leið að þrjú lið úr hverjum riðli komast áfram i milliriðla en það neðsta fellur úr keppni. Lið úr A- og B-riðlum fara saman í milliriðli og sömuleiðis hð úr C- og D-riðlum þannig að ef að hk- um lætur leika í öðrum mihiriðlinum Pólverjar, Danir, Kúbumenn, Spán- verjar, Frakkar og Austurríkismenn, en í hinum Rúmenar, íslendingar, Búlgarar, Vestur-Þjóðverjar, Sviss- lendingar og Norðmenn. Þó má ekki útiloka Hollendinga í þeim síðari. Síðan komast þrjú efstu liðin í hvor- um milliriðli í A-keppnina í Tékkó- slóvakíu en leika jafnframt um end- anleg sæti í keppninni við samsvar- andi hð úr hinum milhriðlinum. Mótherjar íslendinga Mótherjar íslendinga í Frakklandi eru af misjöfnum toga. Gera verður ráð fyrir að liöið komist áfram í milh- riðil með því að sigra a.m.k. Kuwait- menn og því er ljóst að meðal and- stæðinga verða tvær þjóðir sem orðið hafa heimsmeistarar í handknatt- leik. Rúmenar, sem sigruðu 1961, 1964,1970 og 1974, og Vestur-Þjóðveij- ar sem sigruðu 1978. Hinar þjóðirnar hafa lítið komið við sögu í baráttu um verðlaun, Norömenn og Svisslendingar hafa best náð 7. sæti, eins og sjá má á línu- ritunum hér á síðunni, Búlgarar hafa komist í 10. sæti, Hollendingar í það 11. og Kuwaitmenn urðu númer 12 af jafnmörgum þjóðum á ólympíu- leikunum í Moskvu. Leikir íslands: Leikir íslands í Frakklandi verða sem hér segir: 15. febrúar: ísland - Búlgaría. 16. febrúar: ísland - Kuwait. 18. febrúar: ísland - Rúmenía. 20. febrúar: ísland - lið úr D-riðli. 21. febrúar: ísland-lið úr D-riðli. 23. febrúar: ísland - lið úr D-riðil. 24. -26. febr.: Leikið um sæti. -VS SVISS HOLLAND ■i ■■■■■■■■■■■■■■ 4■■■■■■■■■■■■■■ ° gggí jssgís í&HSí Vflííí ássss 'iííííí íkss? sassas gsssss wmst ymv, ,»■■■■: :■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■ , v ■■■■■■■ h Árangur íslendinga á stórmótunum, heimsmeistarakeppni og ólympíuleikum, frá þvi þátttaka hófst, árið 1958. Af þessu eru ólympíuleikar árin 1972, 1976, 1980, 1984 og 1988, annars er um heimsmeistarakeppni að ræða. Á minni línuritunum má siðan sjá sambærilega frammistöðu væntanlegra mótherja íslendinga í Frakklandi. B þýðir að viðkomandi ár hafi sú þjóð ekki komist í úrslitakeppni, fallið út í undankeppni, eða B-keppni eins og hún hef- ur verið nefnd á síðari árum. • Sigur islands á Rúmenum í Sviss 1986 er einhver sá mikilvægast í sögu íslensks handknattleiks. Þjóðirnar mætast að nýju i Frakklandi þann 18. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.