Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989, 41 LífsstOl Heima- bakað kaffi - brauð - ljúffengt og fljótlegt Þó þeim fari fækkandi sem baka kaffibrauð reglulega, eins og áður tíðkaðist, eru þónokkuð margir sem öðru hverju vilja baka eitthvað gott handa heimilisfólkinu. Helst á bakst- urinn að vera einfaldur, fljótlegur og ekki dýr. Með það í huga birtum við nokkrar uppskriftir að heimabökuðu kaffibrauði. Krembollur 100 g smjör eða smjörlíki 6 14 dl hveitj 50 g ger (1 pk.) 3 msk. sykur 2 egg 1 dl kaffirjómi Fylling I 50 g mjúkt smjör 'A dl flórsykur Fylling II 1 msk. hveiti 1 14 dl mjólk 1 lítið egg 1 msk. sykur 1 tsk. vanillusykur Byijið á að gera fyllingu II. Hristið saman mjólk og hveiti og setjið í pott. Blandið eggi og sykri saman við og hitið við vægan hita. Hræriö vel í á meðan en kremið má ekki hitna. Kæhð. í fyllingu I er smjör og flór- sykur hrært vel saman. Myljið smjör eða smjörlíki í hveit- ið. Velgið kaffirjómann (37°) og leysið gerið upp í honum. Helhð rjómanum í hveitið ásamt eggi og sykri. Hnoðið deigið vel. Stráið hveiti á borðið og fletjið deigið í hleif sem er 30x40 cm. Smyrjið fyllingu I á helminginn af hleifnum og leggið hann síðan sam- an. Þrýstið helmingunum vel saman og skerið síðan í 214 cm sneiöar. Mótið í bollur eða lengjur og myndið holu með því að þrýsta miðjuna. Setj- ið bohurnar á smurða bökunarplötu eða bökunarpappír. Setjið eina skeið af fyllingu II í hverja holu. Breiðið yfir bollurnar og látið þær lyfta sér á hlýjum stað í 45 mínútur. Penslið hverja bollu meö sundur- slegnu eggi. Bakið bollurnar í miðj- um ofni viö 250° í 8-10 mínútur. Kæl- ið á rist og stráið jafnvel smávegis af flórsykri yfir. Góðar krembollur er einfalt að búa til. Marsipanhringur 2 dl mjólk 50 g ger 150 g smjör eða smjörhki 70 g sykur rifinn börkur af 1 sítrónu 2 egg 2 handfyllar rúsínur 400 g hveiti Fylling og skraut 150 g rffið marsipan 50 g hakkaðar möndlur eða hnetur egg til að pensla með, möndluflögur og flórsykurbráö Matur Velgið mjólkina í 37°. Setjið gerið í stóra skál og helUð mjólkinni yfir. Hrærið 50 g af mjúku smjöri, rifnum sítrónuberki og sundurslegnu eggi saman við. Geymið svolítiö af egginu til að pensla með. Stráið hveitinu yfir og hnoðið þar til deigið verður þétt og sprungulaust. Þekjið skálina og látið deigið lyfta sér á hlýjum stað þar til það hefur tvöfaldað rúmmál sitt. Setjið afganginn af smjörinu (mjúkt) og rúsínurnar saman við og hnoðið. RúlUð deiginu upp í 60 cm langa lengju. Fletjið lengjuna út þar til hún verður 20 cm breið. Stráið rifnu marsipani og hökkuðum möndlum í miðjuna. RúlUð lengjunni saman á lengdina. Setjið á smurða bökunarplötu eða bökunarpappír og mótið hring. Klippið í yfirborðið með skærum með 2 cm milUbili. Bretta má upp á deigið til skrauts. Setjið klút yflr hringinn og látiö hann lyfta sér aftur. PensUð með eggi og bakiö viö 210° í 20-25 mínútur. -JJ Þeir sem eiga örbylgjuofn geta á mjög fljótlegan hátt eldað alls kyns hversdagsrétti. Hér eru uppskriftir að nokkrum réttum sem henta vel í hversdagsmat. Fyllt paprika 3 paprikur (gjarnan sín með hverjum Ut) 150 g hakkað kjöt 1 lítil dós sveppir (200 g) 1 msk. rifinn ostur 1 lítill blaðlaukur 2 msk. tómatmauk % tsk. salt1 14 tsk. pipar 2 msk. sveppasoð 1 tsk. kartöflumjöl 1 egg Hrærið saman kjöthakk, salt, krydd, egg og tómatmauk. Blandiö fint skornum blaðlauk og sveppum saman við. Skerið paprikurnar í tvennt, langsum, og hreinsið kjarn- ann burt. Setjið kjötblönduna í papr- ikuhelmingana og stráið ostinum yfir. Eldið í 600 w ofni á hæsta styrk í 8 mínútur. Ef vill má bregða paprik- unum undir grill í nokkrar mínútur til að brúna ostinn. Rétturinn er ætl- aður fyrir tvo en auðvelt er að auka við uppskriftina en munið að lengja tímann í örbylgjuofninum. Bakaðar kartöflur Ef góðar bökunarkartöflur fást er upplagt að hafa kartöflur í aðalrétt. Rétturinn er fljótlagaður í örbylgju- ofni. 2 stórar bökunarkartöflur 1 dós sýrður rjómi 2 sneiðar beikon þavíar 1 msk. smátt saxaður laukur dill Þvoið kartöflurnar vel og pikkið hýðið með gaffli. Bakið á fullum straum í 600 w ofni í 10 mínútur. Fjór- ar kartöflur taka 16-18 mínútur í eld- Skerið kartöflurnar í tvennt og Setjiðvelsteiktbeikoníbitumátvær Berið kartöflurnar fram meö grófu deilið sýrða rjómanum á milli þeirra. þeirra en kavíar og lauk á hinar. brauði. .jj un. Mjög fljotlegt er að elda kartöflur i örbylgjuofninum. Fljótlegt í örbylgjuofni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.